Morgunblaðið - 06.09.2019, Síða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2019
Sósíalistaflokkurinn stóð vörðum háskattastefnuna í borg-
arstjórn í vikunni og lagði til að
borgarfulltrúar legðu fyrir stjórn
Sambands íslenskra sveitarfélaga
„tillögu um
álagningu út-
svars á fjár-
magnstekjur“.
Í tillögunnikomu fram
áhyggjur af
því að á fjármagnstekjur væri ekki
lagt útsvar og því þyrfti að fá
Samband íslenskra sveitarfélaga
til að beita sér fyrir því að Alþingi
heimilaði slíka skattheimtu.
Aðrir sósíalistar í borgarstjórntóku undir tillögu borgar-
fulltrúa Sósíalistaflokksins og vís-
uðu því til borgarráðs til nánari
skoðunar.
Áhugavert er að sjá að í þessumskattahækkunarhópi eru ekki
aðeins borgarfulltrúar yfirlýstra
vinstriflokka á borð við Samfylk-
ingu og Vinstri græna, heldur
einnig fulltrúi Pírata, sem þykjast
stundum vera eitthvað annað en
hefðbundinn vinstriflokkur, og
fulltrúi Viðreisnar, sem lætur líka
stundum eins og flokkurinn sé
annars staðar á hinu pólitíska lit-
rófi.
Borgarfulltrúar Sjálfstæð-isflokksins voru á hinn bóginn
andvígir tillögunni og bókuðu að
þeir legðust „alfarið gegn hug-
myndum um skattahækkanir, enda
eru skattar í Reykjavík í hæstu
hæðum.“
Þar kom einnig fram að komiðværi „að þolmörkum fyr-
irtækja og heimila í borginni hvað
varðar skatta og gjöld,“ sem var
fjarri því ofmælt.
Sósíalistar allra
flokka sameinast
STAKSTEINAR
Mikil þátttaka er í undirskriftasöfn-
un fyrir áskorun á bæjarstjórn Vest-
urbyggðar um að hefja undirbúning
að byggingu sundlaugar á Bíldudal.
Fyrir málinu stendur hópur manna
sem hittast í morgunkaffi og spjalli á
veitingahúsinu Vegamótum og nefna
sig sjálfir „kaffikarlana“ en aðrir
uppnefna þá „mafíuna“, væntanlega
vegna ítaka þeirra og áhrifa í sam-
félaginu.
„Það vantar sundlaug hér á Bíldu-
dal. Það er ekkert bæjarfélag án
sundlaugar,“ segir Hannes Friðriks-
son, einn af kaffikörlunum. „Það
fyrsta sem ferðamenn spyrja um
þegar þeir koma er hvar sundlaugin
sé,“ bætir Jörundur Garðarsson við.
Rökin fyrir óskinni um sundlaug
eru þó þau að það myndi bæta bú-
setuskilyrði á staðnum. Gísli Ægir
Ágústsson segir að erfitt sé að fá fólk
til að flytja út á land og íþróttahús og
sundlaug séu meðal þeirra innviða
sem fólk vilji hafa aðgang að.
Félagarnir benda á að íbúum fjölgi
stöðugt vegna uppbyggingar í at-
vinnulífinu og börnum þar með og
ekki eigi að þurfa að aka þeim í önn-
ur byggðalög til þess að kenna þeim
sund.
Fyrirtækin vilja aðstoða
Til stendur að afhenda bæjar-
stjórn undirskriftalistana með við-
höfn í næstu viku. Hannes segir að
tvö stærstu fyrirtækin á staðnum,
Arnarlax og Íslenska kalkþörunga-
félagið, hafi lýst yfir stuðningi við
áskorunina. Nú þurfi bæjarstjórn að
kjósa nefnd til að vinna að málinu,
meðal annars að kanna hvað fyrir-
tækin á staðnum eru tilbúin að
leggja af mörkum við byggingu
sundlaugar. helgi@mbl.is
Vilja fá sund-
laug á Bíldudal
„Kaffikarlar“ safna undirskriftum
Ljósmynd/Guðmundur Valgeir Magnússon
Bíldudals grænar Íbúum á Bíldudal
hefur fjölgað mjög á síðustu árum.
Students for Liberty Iceland og American Institute for Economic Research halda
alþjóðlega ráðstefnu fyrir ungt fólk á öllum aldri í salnum í Kópavogi, Hamraborg 6,
föstudaginn 6. september kl. 17 og fram úr með kaffi- og matarhléum.
Davíð Oddsson ritstjóri, sem var forsætisráðherra lengst allra manna á Íslandi, setur
ráðstefnuna með ávarpi, horfir um öxl og lítur fram á við.
Prófessor Hannes H. Gissurarson lýsir blágrænum kapítalisma og ræðir m. a. um
fiskistofna á Íslandsmiðum, fíla í Afríku og regnskóga í Suður-Ameríku.
Daniel Hannan, leiðtogi Íhaldsflokksins breska á Evrópuþinginu og forystumaður breskra
útgöngusinna, rökstyður alþjóðlegt viðskiptafrelsi samfara varðveislu þjóðlegra verðmæta.
Prófessor Edward Stringham, höfundur nýrrar bókar hjá Oxford University Press um
sjálfsprottið samstarf, rekur dæmi um þá miklu möguleika, sem frjálsir markaðir búi yfir.
Halla SigrúnMathiesen, viðskiptastjóri og formaður Stefnis í
Hafnarfirði, slítur ráðstefnunni með nokkrum orðum um viðhorf
og verkefni ungs fólks.
Aðgangur ókeypis og allir velkomnir.
FRELSIOGFRAMTÍÐ
Davíð Oddsson
Halla Sigrún
Mathiesen
Hannes H.
Gissurarson
Daniel Hannan Edward Stringham
Alþjóðleg ráðstefna
Salnum í Kópavogi, Hamraborg 6
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Eisenhower kom
1955 og Nixon 1956
Í grein um heimsókn Lyndons B.
Johnson varaforseta Bandaríkjanna
til Íslands 1963 í blaðinu í gær var
mishermt að svo háttsettur gestur
frá Bandaríkjunum hefði ekki áður
komið til Íslands. Dwight Eisen-
hower forseti hafði tveggja tíma við-
dvöl á Keflavíkurflugvelli 16. júlí
1955 og snæddi þar hádegisverð í
boði ríkisstjórnarinnar. Á Þorláks-
messu 1956 kom hér við Richard
Nixon, þá varaforseti Bandaríkj-
anna, og hitti forseta Íslands og rík-
isstjórn.
LEIÐRÉTT