Morgunblaðið - 06.09.2019, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 06.09.2019, Qupperneq 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2019 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Rúmur helm-ingur sjúk-linga á Vogi er háður örv- andi efnum. Þetta kom fram í frétt í Morgunblaðinu í gær þar sem Þórarinn Tyrfingsson, fyrr- verandi formaður SÁÁ og yf- irlæknir á Vogi, segir að gríð- arleg fjölgun hafi orðið á síðustu árum í hópi þeirra sjúklinga á sjúkrahúsinu sem háðir séu örvandi lyfjum. Í fréttinni er vísað í upplýs- ingar frá SÁÁ um að birting- armynd örvandi vímuefnafíkn- ar sé afar alvarleg og batahorfur sjúklinga í greip- um hennar séu verri en kanna- bis- og áfengissjúklinga. Að auki herji vandinn mest á ungt fólk á aldrinum 20 til 39 ára. Að mati Þórarins steðji sér- stök hætta að ungu fólki sem skemmti sér um helgar og byrji að nota örvandi efni með árangri. Fíklarnir séu ekki börn í gildru fátæktar, heldur vel staddir framhaldsskóla- nemar sem búi við gott atlæti og hafi nóg af peningum. Hann óttast að sá árangur sem náðst hafi í að draga úr fíkniefna- neyslu ungs fólks sé í hættu. Í umfjölluninni í Morgun- blaðinu í gær kom fram að á undanförnum tveimur áratug- um hefur verð á amfetamíni lækkað um 60% miðað við vísi- tölu neysluverð. Þá hefur ítrekað komið fram í fjöl- miðlum hversu auðvelt er að verða sér úti um fíkni- efni á Íslandi. Fyr- ir kunnuga tekur það skemmri tíma en að panta sér pítsu á netinu. Ekki þarf að fjölyrða um hversu hættuleg eiturlyf eru heilsu og lífi. Samtökin Á allra vörum hófu um helgina her- ferð, sem helguð verður stuðn- ingi við átak Eins lífs, sem snýst um að fræða foreldra, kennara, börn og ungmenni um hættuna af neyslu vímu- efna og lyfseðilsskyldra lyfja. Átakið Eitt líf er fyrir atbeina minningarsjóðs Einars Darra Óskarssonar, sem lést vegna lyfjaeitrunar aðeins 18 ára gamall. Átakið hefur farið af stað með sláandi auglýsingum um það hvernig fikt sem virðist sakleysislegt getur endað með dauða. Neysla fíkniefna getur haft skelfilegar afleiðingar. Fíkni- efni rústa ekki bara lífi þeirra sem neyta þeirra, heldur heilu fjölskyldunum. Enginn ætlar sér að verða fíkill en þegar fíknin hefur náð völdum getur verið gríðarlega erfitt að losa sig úr klóm hennar. Það þarf að spyrna við fót- um gegn vímulyfjum af öllum mætti og átak Á allra vörum og Eins lífs í samvinnu við þjóðkirkjuna er mikilvægt innlegg í þá baráttu. Helmingur sjúklinga á Vogi er háður örvandi efnum} Átak gegn vímuefnum Enn ríkir mikilóvissa um framhaldið í Hong Kong eftir að for- svarsmenn fjölda- mótmælanna, sem skekið hafa borgina undanfarna mánuði, höfnuðu óvæntu sáttaboði Carrie Lam í gærmorgun. Hún hafði þá endanlega dregið til baka hið umdeilda fram- salsfrumvarp sem leiddi til mótmælanna. Sú aðgerð Lam kom að lík- indum of seint til þess að sefa þá miklu reiðiöldu sem frum- varpið vakti en á sama tíma hafa kínversk stjórnvöld leynt og ljóst gefið í skyn að þau séu tilbúin að bregðast við með valdbeitingu haldi óeirðirnar áfram. Lam hefur boðið forsvars- mönnum mótmælanna til við- ræðna um framhaldið en ólík- legt er að af þeim verði. Í nýlegri upptöku, sem lekið var af ummælum Lam, kom enda skýrt fram að stjórnvöld í Pek- ing hefðu gert sitt til að stýra viðbrögðum stjórnvalda í Hong Kong við óeirð- unum og veitt þar lítið svigrúm til að mæta kröfum mótmælenda. Í sömu upptöku kom fram að Lam teldi að kínversk stjórnvöld myndu enn um sinn reyna að bíða óánægjuölduna í Hong Kong af sér þar sem þau vissu að ef mótmælin yrðu barin niður af hörku myndi það eyðileggja í einu vetfangi orðspor Kínverja í alþjóða- viðskiptum, sem tekið hefði marga áratugi að byggja upp. Þrátt fyrir þetta mat Lam á stöðunni er ljóst að Kínverjar hafa í gegnum tíðina ekki verið feimnir við að brjóta óánægju- raddir á bak aftur. Þá er einn- ig ljóst af ummælum Lam og kínverskra stjórnvalda að litið er á frekari eftirgjöf gagnvart mótmælendum sem uppgjöf. Stóra spurningin verður þá hversu lengi endist langlund- argeðið fari storminn ekki að lægja bráðum? Hversu lengi endist langlundargeðið?}Sáttaboðinu hafnað É g sit hérna í Simbahöllinni á Þing- eyri, nýbúinn að fá mér gulrótar- og sætkartöflusúpu í hádegismat og bíð spenntur eftir að hefja seinni hluta vinnustofu um fram- tíð matvæla í sjálfbæru samfélagi. Þetta er þriðja ráðstefnan sem er haldin í fundaröð um framtíð matvæla. Fyrstu tvær voru haldnar í New York, þar sem fjallað var um snjallborgir og hlutverk þeirra í matvælaframleiðslu fram- tíðarinnar, og í Tókýó, þar sem ráðstefnan fjallaði um framtíð landbúnaðar. Ráðstefnan hérna á Þingeyri er um hafið, mikilvægi þess og hlutverk. Það er gríðarlega margt í gangi hérna á Þingeyri en á sama tíma gæti svo margt gengið betur. Það eru lög og reglur sem búa til laga- tæknilegar holur sem koma í veg fyrir að styrk- ir vegna brothættra byggða nýtist að fullu þar sem þeir eiga að nýtast. Svo er viss stjórnsýslufjarlægð í minni bæjarfélögunum, skortur á uppbyggingarstefnu og vand- ræði með að láta áætlanir standast. Ráðstefnan er haldin í Blábankanum hérna á Þingeyri þar sem saman er komið fólk frá Ítalíu, Bandaríkjunum, Bretlandi, víða af Íslandi, Hondúras, Brasilíu, Kanada, Belgíu, Eistlandi og örugglega nokkrum öðrum löndum sem ég missti af í kynningunum. Hérna eru fjölmiðla- menn, vísindamenn, stjórnmálamenn, hönnuðir, frum- kvöðlar, sjómenn, nemendur og gestir og gangandi. Allir eru gríðarlega spenntir að leggja sitt af mörkum til þess að gera framtíðina betri. Framtíð þar sem sjálfsákvörð- unarréttur verður mikilvægari með hverjum deginum því miðstýringin í kvótakerfinu hefur dregið úr þrótti sjávarþorpa í allt of langan tíma. Framtíð þar sem sjálfbærni er lykil- atriði. Hér eru hópar sem fara yfir samgöngumál, kvótakerfið og aðgengi að auðlindum hafsins, laxeldi, mannvirki, deilihagkerfið og að lokum uppbyggingu og sjálfbærni sjávarbyggða. Fólk deilir sérfræðiþekkingu sinni og reynslu af hverju málefni fyrir sig og spyr sig spurn- inga eins og hvað væri hægt að gera ef enginn þyrfti að hafa áhyggjur af því að gera mistök. Spurningarnar sem fólk spyr og vandamálin sem fólk bendir á eru jafn áhugaverð og lausn- irnar sem lagðar eru fram. Vandamál sem komast einhverra hluta ekki alla leið á þá staði sem sjá um að leysa slík vandamál á sama tíma og möguleikinn fyrir fólk til þess að leysa vandamálið sjálft er mjög takmarkaður. Fólk þekkir vandamálin og hefur hugmynd um hvernig er hægt að leysa þau en einhverra hluta gerist lítið sem ekkert. Verkefni eins og Blábankinn gefa fólki tækifæri til þess að koma saman og leysa vandamál og það sem þarf í kjölfarið er bara eyru stjórnvalda og í raun heilbrigt af- skiptaleysi stjórnvalda. Afskiptaleysi gagnvart frábæru frumkvæði íbúanna og viljinn til að liðka fyrir, jafnvel bara hætta að þvælast fyrir, þar sem því er að skipta. bjornlevi@althingi.is Björn Leví Gunnarsson Pistill Frumkvöðlar þinga á Þingeyri Höfundur er þingmaður Pírata STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Gunnlaugur Snær Ólafsson Ágúst Ingi Jónsson Engin ákvörðun hefur veriðtekin um hvort og þáhvaða aðgerðum Evrópu-sambandið beitir gegn Ís- lendingum vegna makrílveiða á þessu ári. Málið var rætt á fundi fisk- veiðinefndar Evrópuþingsins í vik- unni, en áður höfðu fulltrúar sjávar- útvegsráðuneytisins kynnt málstað Íslands. Ráðgjöf Alþjóðahafrannsókna- ráðsins (ICES) um makrílveiðar á næsta ári er væntanleg 1. október. Í kjölfarið funda strandríkin; Evrópu- sambandið, Noregur, Færeyjar, Ís- land og Grænland auk Rússlands um stjórnun veiðanna á næsta ári. Ísland hefur ekki verið aðili að sam- komulagi þriggja fyrst nefndu aðil- anna og hefur ákvörðun Íslendinga um kvóta þessa árs valdið deilum undanfarið. Aðgerðir þýða ekki endilega refsiaðgerðir Fabrizio Donatella, sérstakur ráðgjafi fiskveiðimála framkvæmda- stjórnar Evrópusambandisns, sagði á fundi í fiskveiðinefnd Evrópuþings- ins á miðvikudag að verið væri að skoða öll þau úrræði sem Evrópu- sambandið gæti gripið til gagnvart Íslandi, hvort sem það væri á grund- velli fiskveiðilöggjafar Evrópusam- bandsins eða á grundvelli annarra laga. Donatella sagði að einni þeirra leiða sem væru til skoðunar hefði verið beitt gegn Færeyingum 2013 vegna síldveiða og var færeyskum skipum bannað að landa síld í ríkjum Evrópusambandsins í eitt ár. Donatella sagði m.a. á fundinum á miðvikudag: „Samskipti við Ísland og önnur strandríki ættu auðvitað ekki að stöðvast. Samráðsfundur verður haldinn í október vegna fisk- veiðiársins 2020 og eins og hefur allt- af verið verður öllum strandríkjum boðið til þess fundar. (…) Þannig að það eru margvíslegir þættir sem koma við sögu, sum úr- ræði tengjast tæknilegum útfærslu- atriðum en önnur eru lagalegs eðlis. Vegna flækjustigs stöðunnar og vegna þess að við erum að vinna inn- an ramma sem tengist EES-samn- ingnum og fríverslunarsamningi okkar við Ísland, erum við að skoða allar mögulegar aðgerðir og aðgerðir þýða ekki endilega refsiaðgerðir. Þetta þýðir líka að við viljum koma því á framfæri að þetta er algjörlega óásættanleg hegðun samstarfsaðila.“ Á fundinum kom fram gagnrýni á framkvæmdastjórnina fyrir að hafa ekki leyst deiluna á fyrri stigum og ekki tryggt hagsmuni sjávarútvegs aðildarríkjana, sérstaklega í Írlandi og Bretlandi. Ítarleg gögn um veiðar og viðhorf Íslendinga Fulltrúar sjávarútvegsráðu- neytisins, þeir Kristján Freyr Helga- son og Sigurgeir Þorgeirsson, áttu á þriðjudag fund í Brussel með Chris Davies, formanni fiskveiðinefndar Evrópuþingsins, og sátu þeir Ólafur Friðriksson og Þórður Jónsson, starfsmenn sendiráðs Íslands í Brussel, einnig fundinn. Haft hefur verið eftir Davies að kvótaaukning Íslendinga og Grænlendinga í ár hafi verið óábyrg og að hann sé reiðubú- inn að krefja framkvæmdastjórn Evrópusambandsins um að Íslend- ingar verði beittir refsiaðgerðum vegna deilunnar. Kristján Freyr segir að fund- urinn með Davies og aðstoðar- mönnum hans hafi verið góður. Gerð hafi verið grein fyrir afstöðu og sjón- armiðum Íslands í þessu máli og spurningum svarað. Davies hafi síð- an flutt þau skilaboð frá Íslendingum inn á fund fiskveiðinefndar Evrópu- þingsins á miðvikudag að Íslend- ingar vilji eindregið verða aðilar að samningi um stjórnun makrílveiða. Samkomulagi, helst til langs tíma, sem byggist á því að vísindaráðgjöf verði virt. Íslendingar þáðu ekki boð um að sitja fund fiskveiðinefndarinnar á miðvikudag, en þar gerði fulltrúi Grænlendinga hins vegar grein fyrir sjónarmiðum Grænlendinga. Þau eru að hluta hin sömu og hvað varðar Ís- lendinga. Kristján Freyr segir að bú- ast hafi mátt við gagnrýni á þessum fundi og sú hafi verið raunin en í heildina hafi hún verið hófstillt. Auk fundarins með Davies höfðu ítarleg gögn um veiðar og viðhorf Íslendinga verið send á alla 25 fulltrúana í fisk- veiðinefndinni þannig að sjónarmið Íslands lágu fyrir á fundinum. Margir þættir hafa áhrif í makríldeilu Makrílveiðar hafa gengið vel síðustu vikur og hafa skipin verið að veiðum í Síldarsmugunni, á alþjóðlegu hafsvæði norður af Færeyjum. Síðustu daga hefur reyndar verið bræla á miðunum og erfiðara um vik við veiðar. Þá hefur mikil ferð verið á makrílnum og svæðið stórt sem leita þarf á. Áætla má að eftir sé að veiða rúmlega 30 þúsund tonn af kvóta ársins og eru mörg skipanna langt komin með heimildir sínar. Að lokinni makrílvertíð fara skipin til veiða á norsk-íslenskri síld og fyrstu fréttir af síldveiðum haustsins lofa góðu. Þannig er greint frá því á heimasíðu Síldarvinnslunnar að Bjarni Ólafsson AK hafi farið til síldveiða í vikunni og fengið 800 tonn eftir stutt hol þrjá tíma frá Norðfirði. Haft er eftir Gísla Runólfssyni skipstjóra að þarna hafi verið „óhemja af síld“. Síldin tekur við af makrílnum SKIPIN VIÐ VEIÐAR Í SÍLDARSMUGUNNI

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.