Morgunblaðið - 06.09.2019, Síða 19
19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2019
Richard Nixon, vara-
forseti Dwights D.
Eisenhowers, hafði hér
stutta viðdvöl í snjó-
komu á Þorláksmessu,
23. desember 1956.
Hann hitti Ásgeir Ás-
geirsson, forseta Ís-
lands, á Bessastöðum.
Vinstristjórn var við
völd á þessum tíma.
Hún var mynduð um
sumarið 1956 um þá stefnu að loka
Keflavíkurstöðinni og útiloka Sjálf-
stæðisflokkinn varanlega frá land-
stjórninni. Áformin um varnarliðið
breyttust fljótt, meðal annars vegna
uppreisnarinnar í Ungverjalandi
haustið 1956.
Nixon var á leið frá Vínarborg, þar
sem hann kynnti sér viðhorf og aðbún-
að flóttamanna frá Ungverjalandi. Er
ekki að efa að Nixon og Guðmundur Í.
Guðmundsson, þáv. utanríkis-
ráðherra, sem tók á móti varaforset-
anum, hafi í samtölum sínum innsiglað
að ekkert yrði af brottför varnarliðs-
ins. Bandaríkjastjórn létti síðar undir
með vinstristjórninni með hagstæðum
lánum.
Richard Nixon var hér aftur árið
1973 sem forseti og hitti Georges
Pompidou Frakklandsforseta á Kjar-
valsstöðum.
Lyndon B. Johnson, varaforseti
Johns F. Kennedys, var í eins dags
heimsókn mánudaginn 16. september
1963. Var það lokaáfanginn í ferð
varaforsetahjónanna til Norður-
landanna. Ólafur Thors forsætisráð-
herra ráðlagði Johnson að hætta við
Þingvallaferð vegna rigningar.
George H. W. Bush,
varaforseti Ronalds
Reagans, dvaldist hér í
tvo daga 6. og 7. júlí 1983.
Hann lauk hér ferð vara-
forsetahjónanna til átta
Vestur-Evrópulanda. Til-
gangur hennar var að
kynna stefnu Reagan-
stjórnarinnar í utanríkis-
og öryggismálum.
Á þessum árum var
flotastefnu Bandaríkj-
anna á Norður-Atlants-
hafi gjörbreytt, sem birt-
ist meðal annars í endurnýjun á
tækjum og mannvirkjum í Keflavík-
urstöðinni. Daginn fyrir komu Bush
ritaði Geir Hallgrímsson, þáv. utan-
ríkisráðherra, undir samning um
smíði flugstöðvar Leifs Eiríkssonar,
sem var að hluta kostuð af Banda-
ríkjamönnum og opnuð árið 1987.
Mike Pence var því fjórði varafor-
seti Bandaríkjanna sem sækir Ísland
heim og sá fyrsti eftir að Keflavíkur-
stöðinni var lokað árið 2006. Varafor-
setahjónin hafa verið á Póllandi og Ír-
landi en héldu héðan til Bretlands.
Pence er af írskum ættum og fór á
slóðir forfeðra sinna auk þess að ræða
afleiðingar brexit við írska ráðamenn.
Áhugi á viðskiptum
Af frásögnum írskra blaða má ráða
að þar hafi stjórnmálamönnum brugð-
ið í brún vegna tvennra ummæla
Pence. (1) Hann hvatti til þess að
Bretum yrði sýndur skilningur í brex-
it-viðræðum. (2) Hann þakkaði hlut-
lausum Írum fyrir samstarf að hern-
aðar- og öryggismálum við
Bandaríkjastjórn og fyrir að Banda-
ríkjaher fengi afnot af Shannon-
flugvelli.
Guðlaugur Þór Þórðarson utan-
ríkisráðherra lagði höfuðáherslu á að
fá tækifæri til að ræða viðskiptamál
við Pence. Var forráðamönnum úr ís-
lensku viðskiptalífi boðið til fundar
við varaforsetann í Höfða til að árétta
þessa áherslu.
Allt frá því að Guðlaugur Þór hitti
Jim Mattis, þáv. varnarmálaráðherra
Bandaríkjanna, um miðjan maí 2108
hefur hann lagt áherslu á fríverslun
og samning um hana í samtölum við
bandaríska ráðamenn. Þegar Mike
Pompeo, utanríkisráðherra Banda-
ríkjanna, kom hingað um miðjan
febrúar 2019 sagði í tilkynningu utan-
ríkisráðuneytisins eftir fundinn: „Á
fundi utanríkisráðherranna var
ákveðið að setja á fót árlegt viðskipta-
samráð á milli Íslands og Bandaríkj-
anna, með þátttöku opinberra aðila
og einkageirans, í því augnamiði að
auka frekar tvíhliða viðskipti og fjár-
festingar á milli landanna.“
Þetta samstarf hefur þróast síðan
og fær nú nýja pólitíska vídd þegar
Pence varaforseti tekur þátt í við-
ræðum undir merkjum þess. Er ekki
að efa að það nýtist, í ljósi þess hve
bandarískar fjárfestingar eru mikil-
vægar hér og við eigum mikið undir
gagnvart bandarískum fyrirtækjum,
eins og til dæmis Icelandair um þess-
ar mundir vegna kyrrsetningar
Boeing 737 MAX-flugvélanna.
Mike Pence var mikið í mun að
vara Íslendinga við viðskiptum við
Kínverja og nefndi sérstaklega Hua-
wei-fyrirtækið. Hann fagnaði að ís-
lensk stjórnvöld hefðu hafnað kín-
versku fjárfestingaráætluninni belti
og braut en tók þar of djúpt í árinni.
Málið er í biðstöðu.
Varnarmálin – ný staða
Í nýrri bók – The New Battle for
the Atlantic – Emerging Naval Com-
petition with Russia in the Far North
– Nýja orrustan um Atlantshaf – vax-
andi flotakeppni við Rússa á norður-
slóðum – segir bandaríski her- og
flotafræðingurinn Magnus Norden-
man, sérfræðingur við hugveitur í
Washington, að Bandaríkjaher ráði
yfir svo fáum P-8 kafbátaleitarvélum
að engin þeirra verði að staðaldri á
Íslandi þótt ferðum þeirra í nágrenni
landsins fjölgi vegna breyttra að-
stæðna á Norður-Atlantshafi og
norðurslóðum.
Í greiningu Nordenmans segir að
vegna tiltölulega fárra rússneskra
kafbáta og áherslunnar sem lögð er á
langdrægar stýriflaugar megi draga
þá ályktun að flotanum sé ekki ætlað
að sækja gegn skipum á úthafinu
heldur að eyðileggja mikilvægar
hafnir og flugvelli í Bandaríkjunum
og NATO-ríkjum. Þetta leiði til þess
að samhliða því sem Bandaríkjaher
og NATO leggi áherslu á að finna og
fylgjast með ferðum kafbátanna
verði að efla stýriflaugavarnir á sjó
og landi og gera ráðstafanir í höfn-
um, á flugvöllum og í stjórnstöðvum
til að mannvirkin nýtist sem best og
lengst auk þess að dreifa liðsafla og
herstöðvum um Norður-Evrópu.
Nýjar rússneskar áherslur á lang-
dræg sóknarvopn kafbáta leiða að
mati Nordenmans til þess að líklega
þurfa rússneskir kafbátar ekki að
vera á sveimi sunnan GIUK-hliðsins.
Þvert á móti eru margir lykilflug-
vellir og margar lykilhafnir NATO
og Bandaríkjanna í skotfæri frá stöð-
um fyrir norðan GIUK-hliðið. Í þessu
felst að kæmi til átaka yrði NATO að
leita að og eyða rússneskum kafbát-
um á norðlægum slóðum í stað þess
að bíða eftir þeim þar sem sigl-
ingaleiðir þrengjast í GIUK-hliðinu.
NATO og Bandaríkjaher verði þess
vegna í mun ríkari mæli en áður að
stunda æfingar og standa að aðgerð-
um fyrir norðan GIUK-hliðið og nær
Barentshafi. Að athafna sig á svæð-
inu fyrir norðan GIUK-hliðið feli í sér
mjög erfiða glímu við náttúruöflin og
veðurguðina. Herlið Bandaríkjanna
og NATO verði þess vegna að vera
þar oft á ferð og við æfingar til öðlast
hæfni og þekkingu sem nýtist við
þessar aðstæður.
Í því fólust söguleg þáttaskil að
forsætisráðherra Íslands ræddi við
varaforseta Bandaríkjanna á Kefla-
víkurflugvelli eftir að yfirmenn land-
helgisgæslunnar lýstu aðstæðum á
Norður-Atlantshafi. Ábyrgð ís-
lenskra stjórnvalda á öryggismálum
þjóðarinnar skýrist stig af stigi inn á
við og út á við.
Þótt landafræðin og kennileitin
séu þau sömu eru herfræðigreining-
arnar aðrar nú en fyrir hrun Sovét-
ríkjanna. Þá vöruðu kínverskir sendi-
menn við sovéskri útþenslu en nú
nýta Kínverjar sér Rússa og tak-
markalaust fjármagn til að koma ár
sinni fyrir borð á norðurslóðum. Í
þessu tilliti eru viðskipti og varnar-
mál tvær hliðar á sama pening.
Eftir Björn
Bjarnason » Þótt landafræðin
og kennileitin
séu þau sömu eru her-
fræðigreiningarnar
aðrar nú en fyrir hrun
Sovétríkjanna.
Björn Bjarnason
Höfundur er fyrrv. ráðherra.
Varaforseti ræðir varnir og viðskipti
Þá er búið að afgreiða
orkupakkamálið í bili.
Það hefur verið okkur
góð lexía um mikilvægi
þess hvernig staðið
verður að sambæri-
legum málum tengdum
EES-samningnum í
framtíðinni. Ég var einn
af efasemdarmönnum í
Sjálfstæðisflokknum en
eftir þá vinnu sem fram
fór voru þær áhyggjur ekki lengur til
staðar. Að þessu máli loknu tel ég að
mikilvægasta umræðan sé eftir, það
hvernig við ætlum að tryggja heim-
ilum og fyrirtækjum þessa lands
næga raforku á lægsta verði sem
þekkist í þeim löndum sem við berum
okkur saman við.
Ég tel rót vandans í umræðum um
orkumál liggja í allt öðrum og mikil-
vægari atriðum. Það er staðreynd að
allt of lengi hefur ríkt forystuleysi í
þessum mikilvæga málaflokki. Það
hefur hvorki gengið né rekið að koma
málum í eðlilegan farveg þegar kemur
að uppbyggingu dreifikerfis raforku
og frekari orkuframleiðslu. Átök hafa
einkennt málaflokkinn þrátt fyrir til-
raunir stjórnmálamanna til að grípa
til aðgerða sem leitt gætu til frekari
sátta á „faglegum grunni“. Öll þess
faglegu vinnubrögð hafa leitt af sér
öngþveiti sem er óásættanlegt. Nú-
verandi ráðherra sýndi frumkvæði í
málaflokknum og setti af stað vinnu
við fyrstu orkuáætlun landsins, sem
er mjög jákvætt skref. Reiknað er
með niðurstöðu þeirrar vinnu fyrir lok
þessa árs.
Það er kynleg staða og óásættanleg
sem orkumálaráðherra okkar er kom-
in í þegar hún þarf að ræða útfærslur
á skerðingu á afhendingu raforku á
næstu árum. Í mínum huga er ein-
falda svarið við þeirri spurningu að á
vakt Sjálfstæðisflokksins kemur ekki
til skerðinga í raforkukerfi okkar. Við
munum sjá til þess að heimili og fyrir-
tæki í þessu orkuríka landi hafi næga
ódýra raforku og að sköpuð verði
tækifæri til að byggja
upp nýjungar í verð-
mæta- og atvinnusköpun
um allt land. Í því sam-
bandi má nefna tækifæri í
matvælaframleiðslu og
uppbyggingu gagnavera,
svo ekki sé talað um
grunnatvinnugrein okk-
ar, sjávarútveg.
Það er mikilvægt að nú
verði tekin kröftug og
málefnaleg umræða um
nýtingu og vernd þegar
kemur að orkuauðlindum
okkar. Sú óstjórn sem þróast hefur
getur ekki lengur viðgengist. Ég var í
hópi þeirra þingmanna sem tókust í
hendur þegar lög um rammaáætlun
voru samþykkt þverpólitískt. Ég spyr
mig og eflaust fleiri, hvernig gat þessi
leið, sem svo víðtæk sátt var um að
fara, ratað í aðrar eins ógöngur og
raun ber vitni? Mitt svar við því er
einfaldlega að það fylgdi ekki hugur
máli hjá mörgum sem þó tóku þátt í
þessu með okkur.
Hvalárvirkjun
Baráttan um Hvalárvirkjun er
kannski skýrasta dæmið sem við okk-
ur blasir í dag. Í umræðum á Alþingi á
sínum tíma bentu þeir sem skemmst
vilja fara mér og öðrum á þennan
virkjanakost sem Svandís Svavars-
dóttir, þáverandi umhverfisráðherra,
setti í nýtingarflokk. „Nýtið þennan
virkjunarkost áður en þið biðjið um
aðra möguleika,“ var haft á orði. Nú
þegar sá kostur hefur farið allt tor-
sótta ferlið fer þetta sama fólk í baklás
og vill koma í veg fyrir framkvæmdir.
Staðreyndin er sú að það eru til marg-
ir hagkvæmari kostir, í efnahags- og
umhverfislegu tilliti, en Hvalár-
virkjun. Þeir eru bara ekki í nýting-
arflokki rammaáætlunar eins og
Hvalárvirkjun, sem þetta sama fólk
hafði aldrei trú á að yrði reynt að
virkja út frá arðsemissjónarmiðum.
Nú hafa þær forsendur breyst.
Rammaáætlun
Umhverfisráðherra hefur ekki get-
að lagt fram nýja rammaáætlun vegna
þess að hann á rætur sínar í þeim hópi
fólks sem telur að ekki eigi að virkja
meira á Íslandi. Þess sé ekki þörf. Lög
um rammaáætlun gera ekki ráð fyrir
stöðnun og auðvitað er það svo að um-
ræða um þriðja orkupakkann eða önn-
ur umræða um orkuauðlindina væri
óþörf ef slíkri stefnu væri framfylgt.
Ég fullyrði að það var ekki skilningur
þingmanna þegar málið var á sínum
tíma afgreitt í víðtækri sátt á Alþingi.
Umhverfisráðherra er upptekinn af
því þessa dagana að efna til friðlýs-
ingar á grundvelli þessara laga. Að-
ferðafræði hans stenst að mínu mati
enga skoðun og hafa margir hags-
munaaðilar fullyrt að ekki sé farið að
lögum í þeirri útfærslu sem hann boð-
ar. Ég er sammála því að verklag hans
samræmist ekki lögunum. Í því sam-
bandi má nefna að dettur einhverjum
það í hug að Alþingi hafi framselt slíkt
vald til eins manns, að hann geti að
eigin geðþótta ákveðið friðlýs-
ingamörk? Það er annarra að gera
það og Alþingis að afgreiða samhliða
rammaáætlun hverju sinni. Skýrt
dæmi um hvernig aðferðafræði ráð-
herrans mun virka í raun er t.d. að ef
engin virkjun væri í dag til staðar í
Þjórsá og Alþingi hefði ákveðið að
setja virkjunarkostinn Urriðafoss í
verndarflokk myndi ráðherrann friða
allt vatnasvæði Þjórsár frá jökli til ósa
þannig að engin virkjun yrði reist við
Þjórsá. Þetta er galin leið og gengur
ekki upp. Ég get ekki séð að við þing-
menn Sjálfstæðisflokksins getum
stutt stjórnarsamstarf sem fer fram
með þessum hætti. Það er best að
gera grein fyrir því strax.
Eftir Jón Gunn-
arsson »Ég get ekki séð að
við þingmenn flokks-
ins getum stutt stjórn-
arsamstarf sem fer fram
með þessum hætti. Það
er best að gera grein
fyrir því strax.
Jón Gunnarsson
Höfundur er þingmaður
Sjálfstæðisflokksins.
Lífið eftir orkupakkann
Í lögum Fánalögin flækjast ekki fyrir starfsmönnum Árbæjarsafnsins en
fyrir lokun er íslenski fáninn tekinn niður og safnfáni dreginn að húni.
Hari