Morgunblaðið - 06.09.2019, Síða 21
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2019
✝ Einar GrétarSveinbjörnsson
fæddist í Reykjavík
22. desember 1936.
Hann lést í Trelle-
borg í Svíþjóð 6.
ágúst 2019.
Foreldrar hans
voru hjónin Svein-
björn Einarsson, f.
1895, d. 1966, frá
Endagerði í Mið-
neshreppi, útgerð-
armaður í Reykjavík, af Járn-
gerðarstaðaætt, og Guðmunda
Júlía Jónsdóttir, f. 1902, d. 1972,
frá Eyrarbakka, húsfreyja, af
Bergsætt.
Eldri bróðir Einars var Ingi-
mar Kristinn Sveinbjörnsson, f.
25. desember 1933, d. 12. mars
2010, flugstjóri. Ekkja hans er
Helga Geirsdóttir Zoëga, f. 3.
apríl 1941.
Einar kvæntist 1958 Hjördísi
Vilhjálmsdóttur, f. 1936, d.
1985, íþróttakennara, dóttur
hjónanna Vilhjálms Jóns Hjart-
arsonar, útgerðarmanns og
kaupfélagsstjóra í Siglufirði og
Auðar Sigurgeirsdóttur, f. 1900,
d. 1944, frá Akureyri. Börn
þeirra: 1) Auður, f. 1958, maki
Hermannsson Ribbing, majórs í
Svíþjóð, og Ingrid Léonie Ribb-
ing, frá Odda í Noregi.
Einar lauk einleiksprófi í
fiðluleik frá Tónlistarskólanum
í Reykjavík 1955 og diploma frá
The Curtis Institute of Music í
Filadelfíu, Bandaríkjunum,
1959. Hann var fiðluleikari í Sin-
fóníuhljómsveit Íslands 1959-
1964; konsertmeistari í Malmö
Symfoniorkester 1964-1990;
konsertmeistari við Kungliga
Hovkapellet í Stokkhólmi 1988-
2000. Hann kenndi við Tónlist-
arskólann í Reykjavík 1961-
1964, var lektor við Musikhög-
skolan í Stokkhólmi í Malmö
1964-1992 og kennari og próf-
dómari við Musikhögskolan í
Stokkhólmi og Musikaliska Aka-
demien frá 1988. Frá 1989 til
2011 lék Einar með „Mazerska
sällskapet“ í Stokkhólmi. Hann
hlaut heiðurslaun Sænsku
tónlistarakademíunnar.
Einar Sveinbjörnsson kom
fram sem einleikari á Norð-
urlöndunum, Englandi, Írlandi,
Þýskalandi og Kanada. Þá lék
hann inn á fjöldann allan af
hljómplötum og geisladiskum.
Árið 2011 flutti Einar frá
Stokkhólmi til Trelleborgar á
Skáni og átti þar heima síðan,
ekki langt frá börnum sínum.
Útför Einars Grétars Svein-
björnssonar fer fram í dag, 6.
september 2019, frá Bara-kirkju
í Svíþjóð klukkan 11.
Tommy Ling, börn
þeirra Johanna og
Julia Hjördís, 2)
Margrét, f. 1959,
maki Poh Lim,
börn þeirra Lisa,
Charlotte og Sai, 3)
Sveinbjörn, f. 1961,
maki Monica Ein-
arsson, börn þeirra
Dante og Frida og
4) Jón Ingi, f. 1969,
maki Pernilla Ein-
arsson, börn þeirra Oscar og Er-
ic. Barnabarnabörn Einars eru
sex: Anton, Victor, Bruno, Axel,
Noah og Sofía.
Einar kvæntist Manúelu
Wiesler, f. 1955, d. 2006, flautu-
leikara (skildu), dóttur dr. Hel-
mut Walter Wiesler, f. 1925, d.
2006, kvikmyndagerðarmanns,
og Moniku Rosalinde Wiesler, f.
1937, ballettdansara og leik-
stjóra í Vínarborg. Börn þeirra
Einars og Manúelu: A) María
Lind Einarsdóttir, f. 1986, maki
Marco Keller og B) David Berg
Einarsson, f. 1987, maki Vikt-
oria Pichler.
Einar bjó um hríð með Ingrid
Léonie Ribbing, sjúkraþjálfara,
f. 1947 í Stokkhólmi, dóttur Sten
Mig langar til að kveðja föð-
urbróður minn og uppáhalds
frænda sem við fylgjum til
grafar frá Bara kirkju, nærri
Malmö í Svíþjóð í dag. Ég á
margar góðar minningar um
minn elskulega frænda en hann
var mikið ljúfmenni og við af-
skaplega náin. Ég dvaldi
löngum stundum á sumrin hjá
Einari og Hjördísi í Svíþjóð og
eru frændsystkini mín frekar
eins og systkini þegar við hitt-
umst.
Einar var mikill fiðlusnilling-
ur og hann æfði sig tímunum
saman heima í stofu og ég man
hvað mér þótti þægilegt að
liggja í sófanum og hlusta á
hann æfa sig.
Mikið var ég stolt af að fylgj-
ast með honum spila á hinum
ýmsu stórtónleikum eins og t.d.
með Sinfóníuhljómsveit Íslands
þar sem hann var fiðlukons-
ertmeistari um tíma sem og
annars staðar í hinum stóra
tónlistarheimi.
Seinna meir þegar ég hóf bú-
skap og eignaðist fjölskyldu
snérust hlutverkin við og hann
dvaldi alltaf hjá okkur þegar
hann var á Íslandi og var dætr-
um mínum sem annar afi.
Hann var óþreytandi að
mæta á hina ýmsu píanó- og
kórtónleika hjá stelpunum mín-
um og var mikið stoltur af
þeim. Við fjölskyldan kveðjum
hann með söknuði, ást og hlýju
og þökkum fyrir yndislega og
skemmtilega samveru í gegnum
lífið.
Halldóra Ingimarsdóttir.
Einar Grétar var í fremstu
röð tónlistarmanna. Hann gekk
til liðs við Sinfóníuhljómsveit
Íslands liðlega hálfþrítugur eft-
ir strangt nám og hnitmiðaða
þjálfun hér heima og utanlands.
Hljómsveitin var ung og
sumir hljóðfæraleikanna voru
íslenskir, í fyrsta skipti á æv-
inni ráðnir upp á kaup (Jónas
frá Hriflu hafði sagt, að nú vildi
Jón Þórarinsson skipa 50 emb-
ættismenn til þess að syngja
fyrir þjóðina) en þeir höfðu áð-
ur spilað frítt í leikhúsum og
hótelsölum (af því þeir höfðu
svo gaman af þessu) og sumir
þeirra léku ekki einasta í þess-
ari hljómsveit heldur líka á
dansiböllum á kvöldin og byrj-
uðu að spila klukkan 21 og
héldu því áfram þangað til eftir
miðnætti, fóru heim til sín að
sofa, komnir svo hálftíu morg-
uninn eftir á hljómsveitaræf-
ingu, en aðrir voru útlendingar,
höfðu komið hingað í stríðinu,
stokkið að heiman í þennan
nýja stað og vildu vera áfram
og spila í veitingahúsum fram á
nótt og kenna hljóðfæraleik síð-
degis, enda var búið að stofna
tónlistarskóla í þessu dásam-
lega landi; þeir heilsuðu alltaf
og kvöddu með handabandi og
báðu ævinlega að heilsa, og
steiktu skyr.
Og hvað skyldu þessir há-
menntuðu menn hafa hugsað að
þurfa að segja til rígfullorðnum
skeggkörlum ofan úr sveit, sem
tóku ekki mark á neinu nema
hlaðvarpaspekinni heima hjá
sér, og gamli pákuleikarinn
þýski hafði með sér bita á æf-
ingarnar; í hléinu braut hann
skurnina utan af harðsoðnu
eggi á stálgjörðinni sem
strekkir húðirnar á skálabumb-
unum og lagði lokið af hita-
könnunni á skinnin, hellti í það
úr brúsanum, gerði svolítið
sætt með sykurmolum sem
hann hafði í bréfi, tók smjör-
pappír utan af smurðum brauð-
sneiðum og sat kjur í sæti sínu
alla pásuna innan um stólana
og nótnapúltin og hljóðfærin
sem félagar hans höfðu lagt frá
sér af því þeir voru þotnir út á
Hressingarskála að kaupa sér
kaffi og „vínibrauð“. Og hljóm-
sveitarstjórarnir voru erlendir,
skapheitir menn og kröfuharðir
um listræna fullkomnun, létu
hljómsveitina margendurtaka
sama bútinn í tónverkinu og nú
skulum við taka þetta einu sinn
enn og má ég biðja ykkur að
spila svolítið veikar og tökum
þetta nú aftur og hvernig væri
að lágfiðlurnar strykju þrjár og
þrjár nótur bundnar og heyrum
þetta nú einu sinni enn og fáum
tréð með; en blikkið verður að
passa sig að yfirgnæfa ekki; og
þegar þetta hafði gengið til
svona í stífan hálftíma lagði
einn kontrabassaleikaranna
hljóðfærið frá sér, setti bogann
undir E-strenginn, dæsti, rétti
þreytulega úr bakinu og sagði:
„Ef á að taka þetta svona nauj-
ið er ég farinn.“ Í celló-deild-
inni húkti vöntunarleg ung-
lingsskjáta með vogrís,
tiltölulega nýfermd, en þetta
var á þeim frumbýlingsárum
hljómsveitarinnar þegar margir
þeir sem klimpruðu ögn á
hljóðfæri voru óðara ráðnir til
hennar. Einar Grétar gaf pilti
þessum það hreint ómetanlega
heilræði að reyna að gera hend-
urnar algjörlega óháðar hvor
annarri. Það gleymist ekki.
Ástvinum hans öllum innilegar
samúðarkveðjur. Guð blessi
minningu drengsins góða, fiðlu-
snillingsins Einars Grétars
Sveinbjörnssonar.
Sr. Gunnar Björnsson,
pastor emeritus.
Einar Grétar varð fiðlukenn-
ari minn haustið 1959 þegar
hann kom heim frá námi við
hinn virta skóla Curtis Insti-
tute í Philadelphia í Bandaríkj-
unum.
Það var spennandi að fá ung-
an kennara, sem nýkominn var
heim, fullur af eldmóði og
áhuga. Einar var af annarri
kynslóð íslenskra hljóðfæra-
leikara, hafði lært hjá Birni
Ólafssyni konsertmeistara frá
barnsaldri. Einari var í mun að
gefa af sér í íslensku tónlistar-
lífi og færa það nær nútíman-
um. Hann var einn af stofn-
endum Musica nova árið 1959,
en þann hóp mynduðu tónlist-
armenn og tónskáld sem vildu
kynna Íslendingum það sem
efst væri á baugi í nýrri tónlist
erlendis.
Einar kenndi á heimili þeirra
Hjördísar efst í Eskihlíðinni.
Ég kynntist því allri fjölskyld-
unni vel og gat stundum hjálp-
að til við barnapössun á kvöld-
in. Einar hafði sínar skoðanir á
fiðlutækni og vildi ýmsu breyta
og laga af því sem ég hafði áð-
ur lært. Rómansa í F-dúr eftir
Beethoven var tilvalin til að
æfa vibrató og sýnir hvernig
Einar leitaðist við að nota tón-
bókmenntirnar sem kennslu-
efni.
Einar var glaðlyndur og
hvetjandi kennari. Undir hans
leiðsögn lærði ég þessi ár mörg
spennandi verk, og að auki fékk
ég tækifæri til að stíga mín
fyrstu skref sem atvinnuhljóð-
færaleikari t.d. á tónleikum
Musica nova, í óperunni Amal
og næturgestirnir eftir Menotti
í Tjarnarbíói um jólin 1962 og
jafnvel með Sinfóníuhljómsveit
Íslands stöku sinnum. Þegar
Einar hóf kennslu við Tónlist-
arskólann í Reykjavík fylgdi ég
honum þangað.
Metnaður Einars stóð til
meiri átaka en að vera hluti af
1. fiðlu í Sinfóníuhljómsveit Ís-
lands og fá að spila einleik af
og til. Hann sótti því um kons-
ertmeistarastöðu í Malmö 1964
og vann þá keppni. Hjá okkur
nemendum hans var mikil eft-
irsjá að honum og ætluðum við
sum hver ekki að halda áfram í
skólanum þetta haust. Jón Nor-
dal skólastjóri og Björn Ólafs-
son fiðluleikari lögðu að mér að
þiggja kennslu hjá Birni sem
lofaði að breyta í engu
tækninni. Þennan vetur kynnt-
ist ég nánar þeim öðlingi sem
Björn Ólafsson var og lærði
mikið af honum. Að loknu stúd-
entsprófi vorið eftir var ég á
tímamótum og hafði ekki sótt
um skólavist erlendis. Ég fór
því til Einars í Musikhögskolan
í Malmö. Þar stundaði ég nám í
ýmsum greinum þann vetur og
kynntist bæði landi og þjóð.
Einar hvatti mig áfram, lét mig
læra krefjandi verk, sem ég
fékk tækifæri til að flytja á tón-
leikum.
Ég var heimagangur á heim-
ili þeirra Hjördísar og gat oft
setið hjá börnunum að kvöld-
lagi svo hún kæmist með á tón-
leika eða þau gætu átt kvöld
saman.
Síðar áttum við Einar
ánægjulegt samstarf á Íslandi
t.d. hjá Kammersveit Reykja-
víkur þar sem hann spilaði með
okkur kammermúsík eða á jóla-
tónleikum og einnig þegar hann
kom heim til að leika einleik
með Sinfóníunni eða til að leysa
konsertmeistarann af.
Ég á þeim Einari og Hjördísi
báðum svo mikið að þakka,
Einari alla kennsluna, samvinn-
una og vináttuna áratugum
saman og þeim báðum fyrir að
vera mín fjölskylda veturinn í
Malmö.
Blessuð sé minning þeirra.
Rut Ingólfsdóttir.
Einar Grétar
Sveinbjörnsson
✝ Anna FríðaMagnúsdóttir,
húsmóðir frá
Höskuldarkoti,
Njarðvík, fæddist
20. maí 1928. Hún
lést á Heilbrigðis-
stofnun Suður-
nesja 27. ágúst
2019.
Foreldrar henn-
ar voru Magnús
Ólafsson útvegs-
bóndi og Þórlaug Magnúsdóttir
húsmóðir sem bæði eru látin.
Þau eignuðust sex börn. Þrír
drengir sem létust á fyrsta sól-
arhring ævi sinnar og þau þrjú
sem komust til fullorðinsára
eru: Magnús Þór, kona hans er
Jenný Borgedóttur, Guðjón
Brynjar, kvæntur Anne Sig-
23. ágúst 1929, d. 21. maí 2006,
tvíburarnir Garðar og Ólafur
Magnússynir, f. 5. október
1930, Baldur Magnússon, f. 5.
janúar 1935, d. 27. september
1938, og Magnús Magnússon, f.
7. apríl 1941, d. 25. apríl 2019.
Anna lauk grunnskólanámi í
Keflavík og hóf nám í Verslun-
arskólanum en lauk ekki námi.
Anna vann ýmis verkastörf á
sínum yngri árum, vann í
mötuneytinu hjá Hamilton,
ræstingum og um tíma hjá
Veðurstofu Íslands, en öll þessi
störf voru á Keflavíkurflug-
velli. Hún starfaði einnig í fisk-
vinnslu víða um land sem far-
andverkakona auk þess að sjá
um heimili og börn í fjarveru
Sigmundar sem stundaði sjó-
mennsku. Anna starfaði svo á
skrifstofu Steypustöðvar Suð-
urnesja allt þar til að hún fór á
eftirlaun.
Útför Önnu verður gerð frá
Ytri-Njarðvíkurkirkju í dag, 6.
september 2019, og hefst at-
höfnin klukkan 13.
mundsson, og Ósk,
sambýlismaður
hennar er Ásgeir
Gunnarsson. Einn-
ig var Anna rík af
barnabörnum,
langömmubörnum
og langalanga-
ömmubörnum. Sig-
mundur eignaðist
einnig tvo syni
með fyrri konu
sinni, Emelý Han-
sen. Þeir heita Pétur Sólbirgir,
bakari, og Baldvin, mál-
arameistari, báðir búsettir í
Færeyjum ásamt fjölskyldum
sínum.
Anna átti sex bræður; Frið-
rik Jón Magnússon, f. 28. sept-
ember 1925, d. 7. ágúst 1929,
Friðrik Ársæll Magnússon, f.
Anna í Koti.
Elsku besta mamma mín, þú
verður alltaf besta mamma, vin-
kona og sterkasta kona sem ég
þekki. Þú varst alltaf góð við
alla bæði menn og málleysinga.
Ég vildi segja miklu oftar
hvað ég elska þig mikið og ást
mín til þín er til eilífðar. Elsku
besta vinkona og móðir, allar
þær ferðir sem við höfum átt
saman í æsku og seinna á lífs-
leiðinni eru mér ástfólgnar og
gáfu mér góðar minningar bæði
sem barn og síðustu árin okkar
saman.
Margar voru gleðistundir og
oft hlegið því þú vildir kátínu í
lífi þínu. Það verður tómlegt að
geta ekki komið til þín og setið
við eldhúsborðið og spjallað um
alla heima og geima og alltaf
var nóg af kræsingum. Klatt-
arnir og salötin þín og annað
góðgæti.
Mamma, fuglarnir þínir,
fastagestirnir, bíða eftir að fá
molana frá þér, fuglarnir sakna
þín og skila kveðju.
Mamma, daginn sem þú
kvaddir, fórum upp á spítala á
stað sem þú vildir aldrei fara á
en þú fórst þennan dag til að
kveðja ástvini þína.
Fórst sama dag og þú komst
á spítalann, þú ætlaðir ekki að
vera lengi á þessum stað.
Kvaddir okkur og ert komin
til Simba þíns og laus við allar
áhyggjur, veikindi og fékkst
langþráða hvíld. Það var friður
yfir þér þegar þú kvaddir.
Mig langar með þessum orð-
um að kveðja þig og þakka þér
fyrir samfylgdina, elsku
mamma mín, og vináttuna sem
mun lengi lifa. Elska þig og Guð
veri með þér.
Hver skal hljóta, heiðurs stærsta óð,
hverjum á að færa bezta ljóð.
Svarið verður, bezta móðir blíð,
bið ég Guð, hún verndist alla tíð.
Það var hún, sem í heiminn fæddi
mig.
Það var hún, sem lagði allt á sig.
Til að gera göfgan, hvern minn dag.
Til að gæfan færðist mér í hag.
Hún studdi mig, er stálpaður ei var,
hún styrkti mig, og hlúði alls staðar.
Nú skal gjalda, er gömul verður hún,
græða sár, og slétta hverja rún.
Elsku mamma, eigðu þakkar brag,
undu hjá mér, fram á síðasta dag.
Ég ætla að borga, bernskuárin mín,
borga allt, og greiða sporin þín.
Ég gef þér allt, er get af hendi misst,
og gleðst með þér, af innstu
hjartans list.
Gefist þér, svo gleði fram á kvöld,
Guð skal biðja, að lifir heila öld.
(Eggert Snorri Ketilbjarnarson)
Þín dóttir
Ósk.
Það voru sönn forréttindi að
eiga Önnu í Koti að sem ömmu.
Minningar um Spánarferðina
og fjörið á Reykjanesveginum,
þar sem ævintýri æsku minnar
eiga sínar sögur, leita sérstak-
lega upp á yfirborðið þessa
stundina.
Ég er fyrst og fremst þakklát
fyrir tímann með ömmu, spjallið
við eldhúsborðið, brandarana,
hvatninguna, drauma-
ráðningarnar, kærleikann og
tátiljurnar.
Elskulega amma mín hvílir
nú í friði en minningin lifir
áfram um hina yndislegu og frá-
bæru Önnu í Koti.
Hér að hinstu leiðarlokum
ljúf og fögur minning skín.
Elskulega amma góða
um hin mörgu gæði þín.
Allt frá fyrstu æskudögum
áttum skjól í faðmi þér.
Hjörtun ungu ástúð vafðir
okkur gjöf sú dýrmæt er.
Hvar sem okkar leiðir liggja
lýsa göfug áhrif þín.
Eins og geisli á okkar brautum
amma góð, þótt hverfir sýn.
Athvarf hlýtt við áttum hjá þér
ástrík skildir bros og tár.
Í samleik björt, sem sólskinsdagur
samfylgd þín um horfin ár.
Fyrir allt sem okkur varstu
ástarþakkir færum þér.
Gæði og tryggð er gafstu
í verki góðri konu vitni ber.
Aðalsmerkið: elska og fórna
yfir þínum sporum skín.
Hlý og björt í hugum okkar
hjartkær lifir minning þín.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Geirþrúður Ósk Geirsdóttir.
Sumir samferðamenn mínir
eru einhvern veginn nær hjart-
anu en aðrir. Anna föðursystir
er einn af þeim. Það hefur alltaf
verið einstakt samband á milli
okkar – einhver tenging sem
erfitt er að útskýra. Reyndar
fengum við einu sinni lestur á
fyrri lífum okkar, á mjög
skemmtilegu námskeiði, þar
sem kom fram að við hefðum
verið sígaunamæðgur í einu líf-
inu og hún mikil jurtalækninga-
kona. Það fannst okkur passa
mjög vel við áhuga hennar á
jurtalækningum í þessu lífi.
Anna var óþreytandi að deila
visku sinni um ráð við öllum
mögulegum kvillum. Hún hafði
mikið dálæti á dönsku blöðun-
um þar sem hún las um hin ólík-
legustu úrræði við bólgum,
eyrnaverkjum, nýrnavandamál-
um o.s.frv. Hún týndi grös og
aðrar jurtir og deildi til þeirra
sem á þurftu að halda. Fyrir
mörgum árum gaf hún mér bók
eftir svissneskan náttúrulækni
þar sem ég fann bestu lækningu
við þrálátum eyrnabólgum
barnanna minna og reyndar
deildi þessu ráði til fjölmargra
annarra sem glímdu við sama
vandamál.
Eitt af uppáhaldsráðum
hennar við vöðvabólgu var að
nota hvítkálsbakstra. Ég held
að allir í stórfjölskyldunni hafi
prófað það með góðum árangri.
Hún sagði alltaf – „þetta er allt
í náttúrunni“. Það sem ein-
kenndi hana hvað mest var hvað
hún var alltaf kát og hress. Hún
var afskaplega gjafmild, nýtin
og mikil hannyrðakona sem gat
gert fallega muni úr afgöngum
sem aðrir hefðu sennilega hent.
Hún var berdreymin og hafði
gaman af því að ráða drauma
þeirra sem leituðu til hennar.
Ég votta fjölskyldunni samúð
mína og er ég þakklát fyrir
Önnu frænku.
Þorbjörg Garðarsdóttir.
Anna
Magnúsdóttir