Morgunblaðið - 06.09.2019, Side 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2019
✝ Gígja SæbjörgKristinsdóttir
fæddist í Hrísey 11.
október 1929. Hún
lést á Hornbrekku í
Ólafsfirði 26. ágúst
2019.
Foreldrar henn-
ar voru hjónin Pál-
ína Elísabet Árna-
dóttir, f. 16.9. 1895,
d. 6.2. 1962, og
Kristinn Ágúst Ás-
grímsson, f. 19.8. 1894, d. 21.12.
1971.
Systkini Gígju eru: Björn, fv.
skólastjóri , f. 1.10. 1918, d. 29.6.
1992, maki Halldóra S. Gunn-
laugsdóttir, f. 16.10. 1926, d.
29.1. 1998. Árni Garðar, fv. rit-
stjórnarfulltrúi, f. 27.12. 1920, d.
14.7. 1987, fyrri kona Katrín
Óladóttir, f. 12.3. 1926, d. 29.10.
1965, síðari kona Ragnheiður
Kristjánsdóttir, f. 10.11. 1927, d.
27.6. 2006. Magnús Bæringur,
fv. skólastjóri, f. 9.10. 1923, d.
20.7. 1995, maki Guðrún Sveins-
dóttir, f. 23.7. 1927, d. 22.5. 2017.
Guðmar Jón, fv. rafvirki, f. 25.9.
1926, d. 26.2. 1974, maki Ólöf
Friðriksdóttir, f. 30.5. 1932.
Stefán Sigurður, fv. verkamað-
ur, f. 23.7. 1932, d. 2.8. 2016,
maki Anna Einarsdóttir, f. 17.10.
1935, og Brynhildur Steinunn, f.
6.1. 1934, d. 12.1. 1935.
Gígja giftist 12.10. 1951 Jóni
Steindóri Ásgeirssyni vélstjóra,
f. 22.5. 1931. Foreldrar hans
voru Gunnlaug Sesselja Gunn-
17.10. 1963. Börn þeirra eru:
Gígja Sæbjörg, maki Jóhann Ó.
Sveinsson. Hanna Bára, sam-
býlismaður Brynjar F.
Valsteinsson. Einar Ingi, f. 4.7.
1989, sambýliskona Desiree
Arteaga.
6) Sigríður Soffía, f. 24.4.
1962, maki Ásbjörn Már Jóns-
son, f. 4.2. 1959. Sonur þeirra er
Jón Már, sambýliskona Aníta B.
Cummings. Sonur Sigríðar er
Bryngeir Valdimarsson.
Dætur Ásbjörns Más eru:
Kristjana Marin, sambýlismaður
Björgvin Steinarsson. Valgerður
Ósk, maki Nana K.G. Arnars-
dóttir.
7) Katrín, f. 19.2. 1966, maki
Vignir Þór Siggeirsson, f. 7.8.
1965. Börn þeirra eru: Ester
Harpa, maki Björn Sigurðsson.
Elsa María, sambýlismaður Óm-
ar Þ. Hjaltason. Sigurjón Óli.
Barnabarnabörnin eru 39.
Gígja ólst upp í Hrísey til 16
ára aldurs. Hún lauk barna- og
unglingaskólaprófum í Hrísey,
gagnfræðaprófi frá MA og
stundaði nám við Kvennaskól-
ann á Blönduósi veturinn 1948-
1949.
Þau hjón, Gígja og Jón, fluttu
til Skagastrandar árið 1951 og
voru þar búsett í þrjú ár. Þá
fluttu þau aftur til Ólafsfjarðar
þar sem þau hafa átt heima síð-
an.
Gígja starfaði um margra ára
bil í fiskvinnslu í Ólafsfirði.
Hún gekk í Kvenfélagið Æsk-
una í Ólafsfirði og sat í stjórn
þess í tuttugu ár. Var virkur fé-
lagi í Félagi eldri borgara.
Útför Gígju fer fram frá
Ólafsfjarðarkirkju í dag, 6. sept-
ember 2019, og hefst athöfnin
klukkan 14.
laugsdóttir, f. 17.6.
1900, d. 25.8. 1970,
og Ásgeir Frí-
mannsson, f. 24.9.
1901, d. 2.8. 1973.
Börn Gígju og
Jóns eru: 1) óskírð-
ur drengur, f.
16.11. 1951, d.
20.11. 1951. 2) Haf-
dís Elísabet, f. 11.7.
1953, maki Guð-
mundur Ólafsson, f.
19.2. 1952. Dætur þeirra eru:
Díana, maki Héðinn Jónsson.
Jóna Gígja, maki Björn H.
Björnsson. Ólöf Elsa, sambýlis-
kona Ylfa L. Ferrua.
3) Gunnlaugur Kristján, f.
13.7. 1956, maki Guðrún Ólafs-
dóttir, f. 11.8. 1964. Sonur þeirra
er Þráinn. Fyrrum eiginkona
Eygló Guðnadóttir. Börn þeirra
eru: Gunnlaug Seselía, maki
Rögnvaldur R. Þorkelsson.
Hilmir, f. 7.1. 1987, d. 13.7. 1987.
Eysteinn, sambýliskona Birna
Brynjarsdóttir. Sonur Eyglóar
er Guðni A. Þrastarson. Dóttir
Guðrúnar er Agnes D. Ágústs-
dóttir.
4) Guðlaug, f. 13.7. 1957, maki
Sveinn Ingvason, f. 24.12. 1956.
Börn þeirra eru: Jón Steindór,
maki Jensína K. Gísladóttir.
Heiða Rún, sambýlismaður
Martin Ágústsson. Ágúst Leó,
sambýliskona Rakel Pálmadótt-
ir.
5) Kristinn, f. 14.7. 1959, maki
Sigrún Björg Einarsdóttir, f.
Elsku mamma.
Mikið erum við stolt og glöð
að hafa átt þig sem mömmu.
Við minnumst þín strax á
æskuárum, við öll uppi í rúmi
þér við hlið og þú að segja okk-
ur spennusögur af bestu gerð
um leynilöggu sem kallaður var
Tóki.
Þú, örþeytt eftir langan dag,
gafst þér alltaf tíma til að
smala kjórunni þinni saman
fyrir eina Tókasögu. Spennan
var þvílík að þegar þú varst
orðin þreytt, að því komin að
sofna og augnlokin farin að
síga, er okkur minnisstætt að
eitt okkar hvíslaði: „Ýttu í
hana, hún má ekki sofna.“ Og
þú auðvitað brást við og end-
aðir söguna á þann máta að við
gátum ekki beðið eftir fram-
haldinu.
En svona varst þú, elsku
mamma. Þú varst konan sem
gaf sér alltaf tíma fyrir okkur.
Þú sagðir okkur sögur. Við
munum allar sögurnar úr Hrís-
ey um stríðið og hermennina og
spennuna sem þú á æskuárum
upplifðir þar.
Við munum sögurnar af
bræðrum þínum úr eynni,
Birni, Árna, Jóni, Bæringi og
Stefáni, afa Kristni og ömmu
Pálínu. Þetta fólk, ásamt Bryn-
hildi systur þinni, var þér alltaf
ofarlega í huga og þú varst
stolt af fjölskyldunni þinni alla
ævi.
Og við þökkum fyrir fleiri
sögur. Sú besta er þó sennilega
sagan um þegar þið pabbi hitt-
ust undir ljósastaurnum og féll-
uð hvort fyrir öðru þar og þá.
Upphafið af okkur væri
kannski hægt að segja með
góðum vilja. Það er góð saga.
En auðvitað erum við mest
þakklát fyrir alla viskuna, um-
hyggjuna, góðu ráðin og öll
símtölin. Það var eins og þú
hefðir eitthvert auka skilning-
arvit sem lét þig vita ef eitt-
hvað bjátaði á hjá okkur. Þú
varst þar til að leiðbeina og
hughreysta. Og kannski varstu
svolítið næm. Allavega komu
stundum símtöl þar sem rætt
var um að kapallinn hafi nú
ekki alveg gengið upp og hvort
það væri nú nauðsyn að gera
það sem við höfðum ætlað.
Þú varst stolt af þínum. Þú
hafðir jú sagt foreldrum þínum
strax á unglingsárum að þú
ætlaðir að verða eiginkona og
til þess að nema þau fræði
fórstu í Kvennaskólann á
Blönduósi þar sem þú lærðir
nóg til þess að geta kennt okk-
ur og fylgst með öllu því sem
við lærðum í skólum Ólafsfjarð-
ar.
Þú sast með okkur og leið-
réttir og vísaðir veginn. Jafnvel
kenndir á gítar ef sá gállinn var
á þér.
Það var svo margt sem lék í
höndum þér. Öll eigum við
milliverk í sængurverum okkar
sem þú heklaðir og gafst okkur.
Glæsileg vitni um afburða
handavinnukonu sem saumaði á
okkur buxur, kjóla og jakka ef
á þurfti að halda.
Kvenfélagið Æskan átti líka
hug þinn alla tíð og þeim fé-
lagsskap sinntir þú af kost-
gæfni.
Og söngmanneskja varstu
góð. Kirkjukórinn var þér kær
og þar söngstu í árafjöld. Og
svo þegar árin færðust yfir tók
kór eldri borgara við, þér til
mikillar gleði.
Við kveðjum þig í dag, elsku
mamma. Við trúum því að litli
bróðir okkar og fjölskylda þín
taki á móti þér og að þér líði
vel. Og að þú lítir til með okkur
þar til við hittumst aftur, ein-
hvern tíma.
Og þá förum við saman með
upphafsversið úr Heilræða-
vísum Hallgríms Péturssonar,
sem þú kenndir okkur öllum:
Ungum er það allra best
að óttast Guð, sinn herra,
þeim mun viskan veitast mest
og virðing aldrei þverra.
Fyrir hönd barna þinna,
Gunnlaugur Kristján
Jónsson.
Á lífsgöngunni kynnist mað-
ur mörgu fólki, sumt fólk í lífi
manns hefur meiri áhrif en aðr-
ir, á þau lífsgildi sem maður lif-
ir eftir.
Í dag kveðjum við Gígju
tengdamóður mína, sem hefur
haft mikil áhrif á mig, hugsun
mína og þroska í gegnum árin.
Við fyrstu kynni mín af Gígju
sá ég að þar fór lífsreynd kona,
við nánari kynni fann ég að full
ástæða væri til að hlusta á
hennar visku, lífsreynslu, gleði
hennar og áföll í lífinu.
Stúlka sem fæðist á þriðja
tug síðustu aldar opnaði fyrir
mér hugsunarhátt þeirrar kyn-
slóðar og hugarfar kynslóðar-
innar sem lifði bernskuár sín í
skugga heimskreppu og ung-
lingsár sín í skugga heimsstyrj-
aldar.
Stúlka alin upp í kyrrsæld
lítillar byggðar á eyju í faðmi
foreldra sinna, eldri bræðra,
kærleik þeirra og nágranna í
Hrísey. Íbúar eyjarinnar verða
vitni að því er breska heims-
veldið sendir á land hersveit til
að hertaka Hrísey og setja þar
upp bækistöðvar í óspilltri nátt-
úru eyjunnar.
Hamar í Hrísey var hennar
æskuheimili og talaði hún alla
tíð með miklu stolti um Hamar
og Hrísey, þar sem margir ná-
komnir ættingjar hennar
bjuggu og búa í dag. Gígja var
kona sem vildi koma mörgu í
verk á skömmum tíma og betra
var fyrir okkur að taka þátt í
þeim verkefnum af alúð og
kostgæfni. Í stórum verkefnum
fjölskyldunnar fór hún að sjálf-
sögðu með verkstjórn af kunn-
áttu sinni frá námsárum sínum
í Kvennaskólanum á Blönduósi.
Lífsgildi hennar voru skipu-
lag og vinnusemi, hugsa vel um
allt sem henni var kært og
vernda sitt kærasta af kærleik
og ástríki.
Eiginmann, börn, síðar
tengdabörn og ekki síst barna-
börn og barnabarnabörn.
Var henni kært og eðlisríkt
að miðla reynslu sinni til af-
komenda sinna, frásögn af
æsku sinni úr Hrísey, árum
sínum við verslunarstörf á
Skagaströnd og námsárum sín-
um við Kvennaskólann á
Blönduósi.
Spennandi úti- og innileikir
Gígju fóru eftir veðrum og
vindum og verða alltaf til í
huga og hjörtu afkomenda um
mörg komandi ár, sem miðla
þeim leikjum áfram til sinna af-
komenda.
Reisn þín og stolt fram í
andlát þitt sagði mér meira en
mörg orð. Ég sá þig, eins og
alltaf, sem stolta konu sem allt-
af rækti hlutverk sitt af mynd-
arskap. Alltaf hrein og bein í
samskiptum við mig og alla í
kringum þig, af kærleik og ögn
af afskiptasemi, þannig kem ég
til með að muna þig.
Þú mátt kæra Gígja vera
stolt af þínu fólki, allt þitt góða
fólk heldur áfram með þitt fal-
lega lífshorf og væntingar
gagnvart komandi kynslóðum,
sem við berum ábyrgð á. Við
gerum okkar besta til að rækta
það góða sem þú kenndir okk-
ur.
Takk fyrir allt kæra Gígja.
Vignir Þór Siggeirsson.
Heiður að eiga hana Gígju
tengdamóður mína að. Hún er
nú fallin frá og er hennar sárt
saknað. Þú lifir alltaf hress og
kát í hjörtum okkar.
Mig langar að láta þetta ljóð
fylgja, þar sem það minnir mig
á þig:
Athvarf hlýtt við áttum hjá þér
ástrík skildir bros og tár.
Í samleik björt, sem sólskinsdagur
samfylgd þín um horfin ár.
Fyrir allt sem okkur varstu
ástarþakkir færum þér.
Gæði og tryggð er gafstu
í verki góðri konu vitni ber.
Aðalsmerkið: elska og fórna
yfir þínum sporum skín.
Hlý og björt í hugum okkar
hjartkær lifir minning þín.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Guðrún Ólafsdóttir.
„Sæl Gígja mín“, þannig
heilsuðum við tengdamömmu
venjulega. Og Gígja tók undir
með kröftugum viðbrögðum:
„Nei, eruð þið komin!“ Já,
þannig hljómaði það yfirleitt.
Svo var fagnað með þéttu
faðmlagi og hlýju.
Nú er þetta aðeins dýrmæt
minningin ein, Gígja tengda-
móðir okkar lést hinn 26. ágúst
sl. á dvalarheimilinu Horn-
brekku Ólafsfirði. Þar höfðu
þau hjón, hún og Jónsi, dvalið
síðustu mánuði.
Þau Jónsi hófu ung búskap,
giftu sig rétt um tvítugsald-
urinn og héldu til móts við lífið
og allar þess áskoranir. En það
var ekki bara dans á rósum, að-
eins mánuði eftir giftingu
fæddist þeim drengur, frum-
burðurinn, sem lést fjórum
dögum síðar. Ómögulegt er að
ímynda sér hve harmurinn var
mikill, eða að komast yfir áfall-
ið og halda áfram lífinu fyrir
ungu hjónin. Slík reynsla hlýt-
ur að hafa markað djúp spor og
reynst þeim erfið. En lífið varð
að halda áfram og síðar komu
svo börnin sex, samtaka og
þéttur hópur sem Gígja var
óendanlega stolt af.
Þegar við tengdabörnin birt-
umst smám saman og gerðum
tilkall til að verða hluti af fjöl-
skyldunni vissum við sannar-
lega ekki hvaða viðbrögð við
fengjum, hvaða væntingar og
vonir væru gerðar til okkar. En
það hefði ekki verið hægt að fá
betri viðtökur en hjá Gígju og
Jónsa, öll svo velkomin og hlýja
og kærleikur allt um kring.
Enda sagði Gígja oft „Þið eruð
öll börnin mín!“
Gígja var hin dæmigerða ís-
lenska húsmóðir þess tíma, sem
rak sitt heimili af alúð og kost-
gæfni, ásamt því að stunda
vinnu utan heimilisins um ára-
bil. Einstaklega handlagin og
harðdugleg, gekk til allra verka
af festu og dugnaði allt fram til
hins síðasta og þá orðin nær al-
blind.
Ótrúlegt var að fylgjast með
ákveðninni og hvernig hún að-
lagaði sig þeirri miklu hömlun,
enda kjörorð hennar: „Ég skal,
ég get, ég vil.“
Við eigum svo óendanlega
margar og skemmtilegar minn-
ingar frá heimsóknum til henn-
ar í Ólafsveginn. Árum saman
var öllum hópnum, börnum og
barnabörnum stefnt norður í
vetrarbyrjun og þá skyldi bak-
að laufabrauð, að sjálfsögðu
undir styrkri stjórn Gígju, sem
tók alla í læri og passaði upp á
að allt væri rétt gert. Alveg frá
því hve oft skyldi hræra í
mjólkinni í deigið og hvort
brauðið væri nógu vel útflatt
og skorið. Þetta voru ómetan-
legar stundir og dýrmætar öll-
um í minningunni, ekki síst
börnum okkar sem tóku fullan
þátt og lærðu handbragðið og
nota enn.
Gígja var mjög næm á hluti
og oft var hringt og spurt beint
um eitthvað sem hún hafði
fundið á sér og sneri það oftast
að einhverju hjá börnunum. Er
það til marks um sífellda um-
hyggju og ást hennar gagnvart
sínu fólki. Augljóst var að hún
fékk einhvers konar skilaboð
sem hún svo varð að sinna með
hringingu og fá fréttir og miðla
af reynslu sinni. Einnig var
hún mjög skapandi bæði til
hugar og handa, hefði auðveld-
lega getað sett saman sögu-
bækur, sérstaklega fyrir börn.
Á kveðjustund þökkum við
kærri tengdamóður fyrir allt.
Megi algóður Guð taka Gígju í
sinn náðarfaðm og styrkja
Jónsa á þessari stundu.
„Vertu sæl Gígja mín“
Tengdabörnin
Guðmundur, Sveinn,
Ásbjörn Már og Sigrún.
Elsku fallega og góða amma
mín, ég er varla að trúa því að
þú sért farin. Ég á erfitt með
að hugsa til þess að ég geti
ekki hringt í þig, spjallað um
allt og ekkert, fengið ráð, rætt
um strákana mína, heyrt
hvernig veðrið hefur verið og
tekið góð hlátursköst með þér.
Ég er svo þakklát fyrir að
hafa átt þig sem ömmu, þakk-
lát fyrir að eiga mikið af góð-
um minningum um þig sem
ylja mér um hjartarætur. Ef
ég átti erfiðan dag var svo gott
að heyra í þér, þú sagðir alltaf
við mig að ég væri kraftakona
og að þú værir svo stolt af mér,
það var langbest.
Nú ertu komin á betri stað
þar sem þér líður vonandi bet-
ur, ég veit þú vakir yfir okkur
og varðveitir.
Elsku amma, þú varst svo
góð vinkona mín.
Ég sakna þín óendanlega
mikið.
Elska þig, elsku besta mín.
Þín
Hanna Bára.
Okkur systkinin langar með
fáeinum orðum að minnast
elsku ömmu.
Æskuminningar okkar
tengjast að stórum hluta ömmu
og afa á Ólafsfirði. Að heim-
sækja þau var eins og að koma
í ævintýraland fyrir okkur
börnin. Við lékum með kistur
og gömul föt í litla herberginu,
fórum í feluleik í bílskúrnum
og glömruðum allan daginn út
og inn á orgelið í stofunni, þar
sem amma sýndi okkur
ómælda þolinmæði.
Afi vann í frystihúsinu og
var notalegt að leggja sig eftir
hádegismatinn með honum í
stofunni hlustandi á fréttir, og
stöku sinnum fá að fara í bíóið
þar sem afi var sýningarstjóri.
Á veturna var fátt skemmti-
legra en að hoppa ofan af þaki
niður í snjóskafla og leika sér á
stökkpallinum í brekkunni.
Amma átti svo alltaf mola sem
hún stakk upp í litla munna og
gaf okkur mjólk og mjólkurkex
fyrir svefninn. Það var alltaf
jafn gaman að koma til þeirra
og okkur jafnan tekið opnum
og hlýjum örmum.
Amma Gígja var einstök
kona. Faðmurinn var hvergi
hlýrri en hjá henni. Svo inni-
lega hjartahlý og kenndi okkur
að sjá jákvæðu hliðarnar á líf-
inu. Hún talaði oft um hversu
lánsöm hún og afi Jónsi væru
að eignast öll þessi börn,
barnabörn og barnabarnabörn.
Hún þreyttist aldrei á að fá að
vita um fólkið sitt og ljómaði af
stolti þegar afkomendurna bar
á góma.
Ekki var síður lán að þau
áttu hvort annað að, því elsku
afi hefur staðið við hlið ömmu
eins og klettur alla tíð, þá sér-
staklega þegar heilsan fór að
bregðast henni.
Þrátt fyrir veikindi síðustu
árin var alltaf stutt í húmorinn
hjá ömmu. Henni þótti svo
gaman að spjalla, grínast og
hlæja.
Það var unun að spjalla við
ömmu um gömlu tímana því
hún mundi hvert smáatriði
eins og það hefði gerst í gær.
Sérstaklega þykir okkur vænt
um sögurnar af henni og
ömmu okkar Fíu, en þær áttu
alla tíð einstakt vináttusam-
band.
Elsku amma. Við þökkum
þér fyrir allar dásamlegu
stundirnar okkar saman í
gegnum tíðina. Það eru for-
réttindi að börnin okkar hafa
fengið að kynnast góðmennsku
og hlýju ykkar afa.
Þó að við söknum þín sárt
huggum við okkur við það að
þú ert laus úr viðjum veikinda
og hvílir nú í friði. Við trúum
því að þú þjótir um himininn á
Gul þínum með litla drenginn
þinn í faðminum.
Elsku afi. Við vottum þér
alla okkar samúð og biðjum
guð að standa með þér á þess-
um erfiðu tímum.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum.)
Jón Steindór, Heiða Rún
og Ágúst Leó.
Amma Gígja
Amma kenndi mér ýmislegt.
Hún vildi allt fyrir mig gera.
Hjá ömmu og afa var æðislegt,
þar vildu allir vera.
Ömmugrautur var hefð hjá þér
og frægu samlokurnar.
Ótal kapla þú kenndir mér.
Í stofunni voru byggðir kubbaturnar.
Páskapokar, hláturinn og fuglarnir
fá mig til að hugsa um þig.
Við hurðina voru boðnir molarnir
alltaf áður en þú kvaddir mig.
Póstkortin við sendum mörg
stundum með hjálp frá mömmu.
Í útlöndum var keypt fingurbjörg,
í safnið hennar ömmu.
Með gott ilmvatn og alltaf svo fín,
þú leyfðir okkur að setja rúllur í
hárið.
Þolinmæðin sem þú hafðir elsku
amma mín.
Fylgdist með okkur allt árið.
Við fórum oft með bænir saman.
Þú kenndir mér á orgelið.
Hlógum hátt og höfðum gaman.
Við amma vorum eitt gott lið.
Með söknuð í hjarta ég kveð þig,
þakklát fyrir öll árin sem ég fékk
með þér.
Ég veit þú munt alltaf passa mig
og í gegnum allt fylgja mér.
Hvíldu í friði elsku besta
amma mín.
Takk fyrir allt sem þú hefur
kennt mér og gert fyrir mig.
Þín verður sárt saknað en
sögur af þér munu lifa áfram í
hjörtum okkar.
Þín,
Elsa María.
Elsku amma mín, nú er
komið að kveðjustund. Ég var
alltaf svo mikil ömmustelpa og
Gígja Sæbjörg
Kristinsdóttir