Morgunblaðið - 06.09.2019, Page 23
MINNINGAR 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2019
naut þeirra forréttinda að hafa
þig í næstu götu þegar ég var
að alast upp.
Ömmugrauturinn var svo
vinsæll að krakkarnir í bekkn-
um vissu flestir hvenær ég væri
að fara til ykkar afa í hádeginu
til að fá ömmugraut. Ég gat
aldrei fengið að glannast í friði
á skíðum því þú vissir alltaf ná-
kvæmlega hvar ég var í fjallinu
og fylgdist vel með mér í kík-
inum.
Við vorum svo miklar vin-
konur og ég á eftir að sakna
þín þó svo að ég viti að tíminn
þinn var kominn. Eftir að ég
flutti suður hringdumst við á
nánast daglega.
Oft hringdi ég í þig til að fá
uppskriftir þegar ég var að feta
mig áfram í eldamennsku og
þvílíka þolinmæðin sem þú
sýndir hamfarakokkinum mér
var mjög dýrmætt fyrir óþol-
inmóðu mig.
Takk amma mín fyrir að hafa
staðið alltaf þétt við bakið á
mér, það var alltaf svo gott að
leita ráða hjá þér og finna
hlýjuna og elskuna sem þú
barst til mín og fjölskyldu
minnar.
Litla vina, lífið kallar
leiðir okkar skilja í dag.
Góðar vættir vaki allar
verndi og blessi æ þinn hag.
Ég á eftir að sakna símtal-
anna okkar, hláturskastanna
okkar og hlýju nærveru þinnar.
Hvíldu í friði heimsins besta
amma, ég elska þig
Ester Harpa Vignisdóttir.
Nú kveð ég þessa mögnuðu sál
hina yndislegu ömmu Gígju.
Oft hún barði í mig stál
en gerði alltaf með hlýju.
Ég mun aldrei gleyma hvað þú varst
góð
sýndir mér umhyggju og ást.
Til þín var alltaf gaman að koma
og ekki annað hægt en dást.
Í Ólafsveginum leið mér vel
alltaf nóg að gera.
Spila kapal eða borða graut
alltaf eitthvað um að vera.
En nú ertu farin á betri stað
og mikið sakna ég þín.
Elska þig alltaf sama hvað.
Elsku amma mín.
Sigurjón Óli Vignisson.
Kæra vinkona.
Þakka þér góða vináttu sem
við áttum í gegnum árin.
Við andlátsfregn þína,
allt stöðvast í tímans ranni.
Og sorgin mig grípur,
en segja ég vil með sanni,
að ósk mín um bata þinn,
tjáð var í bænunum mínum,
en Guð vildi fá þig,
og hafa með englunum sínum.
Við getum ei breytt því
sem frelsarinn hefur að segja.
Um hver fær að lifa,
og hver á svo næstur að deyja.
Þau örlög sem við höfum hlotið,
það verður að skilja.
Svo auðmjúk og hljóð,
við lútum að frelsarans vilja.
Þó sorgin sé sár,
og erfitt er við hana að una.
Við verðum að skilja,
og alltaf við verðum að muna,
að Guð hann er góður,
og veit hvað er best fyrir sína.
Því treysti ég nú,
að hann geymi vel sálina þína.
Þótt farin þú sért,
og horfin ert burt þessum heimi.
Ég minningu þína,
þá ávallt í hjarta mér geymi.
Ástvini þína, ég bið síðan
Guð minn að styðja,
og þerra burt tárin,
ég ætíð skal fyrir þeim biðja.
(Bryndís Halldóra Jónsdóttir)
Guð geymi þig.
Jóhanna og Einar.
✝ Helga ÞóreySverrisdóttir
fæddist 8. júni 1962
í Keflavík. Hún lést
á heimili sínu á
Hauganesi 24.
ágúst 2019.
Foreldrar henn-
ar eru Sverrir Vil-
bergsson giftur El-
ínu Þorsteinsdóttur
og Dagný Jóhanns-
dóttir gift Jóhanni
Hákonarsyni. Albræður Helgu
eru Jóhann Dalberg Sverrisson
og Vilbergur Flóvent Sverris-
son. Samfeðra eru Heiðar Örn
Sverrisson og Anna Dóra Sverr-
isdóttir.
Eiginmaður Helgu er Sverrir
Eyfjörð Torfason. Börn þeirra
eru: Dagný Davíðsdóttir, maki
hennar er Karl Þorkelsson og
eiga þau Jóhann Orra, Helgu
Laufeyju, Davíð Mána og Krist-
ínu Karólínu. Auð-
björg María Krist-
insdóttir, maki
hennar er Fannar
Hafsteinsson og
eiga þau Aron
Daða og Hildi
Hörpu. Hildur Ýr
Kristinsdóttir. Kon-
ráð Már Sverrisson,
maki hans er Helga
María Ólafsdóttir.
Torfi Brynjar
Sverrisson, maki hans er Ester
Hafdís Ásbjörnsdóttir og eiga
þau Garðar Örn, Emelíu Dís,
Sverri Eyfjörð og Jónu Karenu.
María Aldís Sverrisdóttir, maki
hennar er Birkir Örn Stefánsson
og eiga þau Katrínu Birtu og Ís-
ak Kára.
Útför Helgu Þóreyjar fer
fram frá Akureyrarkirkju í dag,
6. september 2019, klukkan
13.30.
Elsku stóra systir mín, ég á
engin orð.
Að þurfa að kveðja, það hjartað mitt
kremur,
svo kærleiksríkt faðmlag með ást og
hlýju.
En hver veit, ef seinna er minn tími
kemur,
við hittumst og saman við hlæjum að
nýju.
(A.D.)
Hvíldu í friði, elsku Helga
mín.
Ég sendi fjölskyldunni mínar
innilegustu samúðarkveðjur.
Megi þið finna styrk í sorg-
inni.
Anna Dóra.
Í dag verður yndisleg systir
mín borin til grafar, langt fyrir
aldur fram, eftir stutta en erfiða
baráttu við krabbamein.
Stórt skarð er höggvið í
systkinahóp okkar.
Gott er að geta yljað sér á
góðum minningum og skemmti-
legum stundum sem fjölskyldur
okkar hafa átt saman í gegnum
tíðina. Þær eru ófár ferðirnar
sem við höfum farið á Akureyri
að heimsækja ykkur, enda enga
stund að renna þetta eins og þið
sögðuð alltaf við okkur.
Þegar við bjuggum í Dan-
mörku komuð þið í heimsókn.
Þar áttum við dásamlega daga
saman og var mikið hlegið eins
og venjulega þegar við hitt-
umst. Eftirminnileg er ferðin
okkar á flóamarkaðinn sem var
í rúmlegu göngufæri frá heimili
okkar.
Skemmst er frá því að segja
að mikið var verslað í þessari
ferð og vorum við frekar
skrautleg á leiðinni heim með
stórt málverk, stofuklukku og
stóran jólaóróa, að ógleymdum
þeim 200 sokkapörum sem okk-
ar menn urðu að eignast. Þessa
ferð höfum við rifjað upp reglu-
lega og alltaf hlegið jafn mikið.
Það var alltaf endalaus gleði og
hlátur þegar við vorum saman.
Elsku Sverrir, Konráð Már,
Hildur Ýr, Auðbjörg María,
Dagný, María Aldís og Torfi
Brynjar, missir ykkar er mikill.
Megi góður Guð gefa ykkur
styrk á þessum erfiðu tímum.
Þín systir,
Stefanía.
Í dag kveðjum við Helgu
Þóreyju systur mína með mikl-
um söknuði og sorg í hjarta.
Þeir deyja ungir sem guð-
irnir elska mest, en Helga var
aðeins 57 ára gömul þegar hún
yfirgaf þessa jarðvist og flytur
nú yfir í sumarlandið eftir rúm-
lega eins árs hetjulega baráttu
við krabbamein.
Helga var alveg mögnuð
systir alla tíð fyrir utan fyrstu
þrjú árin mín sem hún þoldi
mig ekki en það breyttist held-
ur betur, held að hún hafi bara
verið hrædd um litla bróður
sinn þegar hún var að passa
mig enda átti ég það til að
hverfa ef hún leit af mér eitt
augnablik. Við ræddum þetta
oft í gríni og ég vil bara meina
að hún hafi misskilið mig. Þetta
lýsir henni mjög vel því hún
vildi alltaf allt fyrir alla gera og
setti sig oft í annað sætið til að
getað hjálpað öðrum.
Ég held að það hafi verið úti-
lokað mál að kunna ekki vel við
Helgu því hún var allra manna
hugljúfi hvort sem um fjöl-
skyldu, vini eða kunningja var
að ræða, öllum líkaði vel við
Helgu og voru þær ófáar stund-
irnar sem við komum norður í
heimsókn, fórum á skíði, í úti-
legu, innilegu og fengum okkur
jafnvel einn og einn, sögðum
sögur spiluðum ludo eða 10.000
og hlógum, mikið grín og mikið
gaman.
Það var alveg sama hvað hún
tók sér fyrir hendur, vinnu,
verkefni eða hundarækt, þá var
það gert á fullu og ekkert með
hálfum hug, hausinn bara settur
undir sig og ráðist á verkefnið
og gert með stæl.
Síðasta ár hefur verið erfitt
og baráttan við krabbameinið
var hörð en á endanum varð
ljóst í hvað stefndi og síðustu
vikurnar einkenndust af ótrú-
legu æðruleysi og andlegum
styrk Helgu sem eflaust hjálpar
mörgum í sorginni.
Nú þegar Helga hverfur á
brott til annarra heima og ger-
ist eflaust hundasnyrtir á himn-
um þá sitja eftir Sverrir, sem
staðið hefur sig eins og klettur
við hlið Helgu, ásamt börnum,
barnabörnum, fjölskyldum og
vinum í sorg sem tíminn mun
hjálpa okkur sem eftir sitjum að
sætta okkur við og ylja okkur
við fallegar minningar um ein-
staka konu með einstakt hjarta
úr gulli.
Hvíl í friði, elsku systir
Vilbergur Flóvent
Sverrisson
og fjölskylda.
Í dag kveð ég ástkæra
tengdadóttur mína sem lést
laugardaginn 24. ágúst síðastlið-
inn, langt fyrir aldur fram, eftir
snarpa og harða baráttu við
krabbamein.
Hún Helga mín tókst á við
sjúkdóminn af miklu æðruleysi
og sýndi óbilandi trú á lífinu allt
fram á síðasta dag. Ég þakka
þér fyrir dásamlegar samveru-
stundir sem einkenndust af
hlátri og vináttu og minnist þín
fyrir hlýju þína og velvild í garð
okkar Torfa. Guð blessi minn-
ingu þína, elsku Helga mín.
Guð varðveiti og gefi Sverri
mínum, börnum ykkar og
barnabörnum styrk á þessum
erfiðu tímum.
Hverfur margt
huganum förlast sýn
þó er bjart
þegar ég minnist þín.
Allt er geymt
allt er á vísum stað
engu gleymt,
ekkert er fullþakkað.
(Oddný Kristjánsdóttir)
Hinsta kveðja.
Þín tengdamóðir
Herdís.
Í dag kveð ég elsku vinkonu
mína, hana Helgu. Það er sárt
að sjá á eftir þessari elskulegu
og ungu konu. Fyrir um ári síð-
an fengum við þær fréttir að
Helga hefði greinst með
krabbamein sem var því miður
komið á alvarlegt stig. Helga
tók þessum fréttum af mikilli
auðmýkt og með baráttuhug hóf
hún baráttuna við krabbann en
ekkert virtist duga til að drepa
þetta mein.
Við Helga kynntumst þegar
hún og Sverrir fóru að rugla
saman reytum fyrir hátt í þrem-
ur áratugum. Við vissum fyrst
hvor af annarri og hittumst á
fjölskyldumótum og slíku eins
og gerist og gengur enda bjó
hún á Akureyri en ég í Reykja-
vík. Mér er samt minnisstætt að
í fyrsta skipti sem við fórum
virkilega að spjalla saman var á
gönguljósum á Glerárgötunni á
Akureyri. Við vorum báðar ný-
búnar að eignast barn og mætt-
um hvor annarri á gangbraut-
inni á göngu með vagnana.
Eftir það ákváðum við að hitt-
ast og eftir það smullum við
fjögur, undirrituð, Halldór mað-
urinn minn, Sverrir og Helga
saman og urðum bestu vinir og
höfum haldið vinskapinn allar
götur síðan. Við erum búin að
bralla svo mikið saman, farið
saman erlendis í frí, átt margar
yndislegar stundir saman í
Svessakoti, fjölmargar stundir
saman í Jörfalindinni, Fögrus-
íðunni og núna undir það síð-
asta á Hauganesi. Helga hefur
undanfarin ár stundað hunda-
rækt og getið sér virkilega gott
orð í þeim bransa eins og sagt
er. Hún hefur ræktað Japanese
chin og Maltese þannig að tekið
hefur verið eftir enda unnið
ansi mörg verðlaun fyrir sína
ræktun. Ég keypti litluna mína,
hana Kleopötru, af Helgu á sín-
um tíma en fyrir um einu og
hálfu ári bauð Helga mér að
taka tvær af tíkunum sínum til
mín þar sem Kleó mín var farin
á vit feðra sinna. Ég gerði það
og mun svo sannarlega passa
Blúndu og Perlu vel fyrir hana.
Helga kenndi mér líka að gera
bestu bernaise-sósu í heiminum
– enda hef ég aldrei þorað að
breyta magninu af neinu af því
sem hún sagði mér að hafa í
sósunni. Ég var einmitt að
segja Helgu frá því á dögunum
að það væri alveg saman hversu
margir eða fáir væru í bernaise
hjá mér – aldrei skyldi ég
breyta hlutföllunum sem ég
fékk uppgefin frá henni því ég
er ekki viss um að þá bragðist
sósan eins.
Það er þyngra en tárum taki
að kveðja yndislegu vinkonu
mína sem kveður okkur allt of
snemma. Ég er þakklát fyrir
allar minningarnar sem við
sköpuðum saman og mun ylja
mér við þær þegar sorgin er
sem þyngst. Þær minningar eru
fjársjóður í dag.
Elsku Sverrir okkar og fjöl-
skylda, mínar innilegustu sam-
úðarkveðjur til ykkar allra.
Megi Guð styrkja ykkur í þess-
ari miklu sorg.
Hafðu þökk fyrir allt og allt.
Þín vinkona,
Margrét Ármann.
Fyrir rúmum átta árum
kynntumst við hjónin Helgu
Þóreyju Sverrisdóttur og Sverri
Torfasyni. Þá eignuðumst við
hvolpa úr sama goti. Síðan hef-
ur verið mikill og sérstaklega
góður samgangur á milli heim-
ila okkar og gagnkvæm aðstoð
við uppeldið. Nú er skarð fyrir
skildi, Helga Þórey greindist
með illvígan sjúkdóm fyrir
rúmu ári sem nú hefur lagt
hana að velli. Helga var ein-
staklega lagin við að afla sér
þekkingar um meðferð og
umönnun hunda. Við höfum ver-
ið meiri þiggjendur en veitend-
ur í þessu samstarfi okkar og
notið þeirrar þekkingar sem
hún aflaði sér.
Helga tók á móti hvolpunum
sem tíkin okkar eignaðist og
fórst það vel úr hendi eins og
annað það er lýtur að meðferð
og umönnun hunda. Þá var hún
ásamt vinkonu sinni búin að
koma upp vefverslun með alls
kyns vörum fyrir hunda, í háum
gæðaflokki
Við áttum margar notalegar
samverustundir, hvort sem við
vorum hjá þeim eða þau hjá
okkur eða þegar við fórum sam-
eiginlega út. Uppáhalds um-
ræðuefnið var oft um hundahald
og hundameðferð og tengt efni.
Helga var natin og úrræðagóð
við ræktun þessa hundakyns
sem við vorum með. Hundar
hennar voru margverðlaunaðir
á hundasýningum og búnir að
ávinna sér þær medalíur sem
Hundaræktarfélagð veitir.
Enda voru þeir glæsilegir og
vel til hafðir.
Helga hafði ákaflega notalega
og hlýlega nærveru svo að það
var einstaklega gott að vera í
návist hennar og þeirra hjóna,
þar sem bjartsýni og góðvild
voru allsráðandi.
Nú hefur Helga lokið lífs-
göngu sinni og við trúum því að
hún sé nú komin á æðri stað,
laus við sjúkdóminn sem hrjáði
hana og líti nú til með okkur
sem eftir sitjum með sorg í
hjarta.
Okkar kæra vinkona hefur
verið kvödd á fund guðanna.
Hafðu kærar þakkir fyrir við-
kynninguna, samveruna og að-
stoðina í gegnum árin, þín er
sárt saknað.
Eiginmanni, börnum, barna-
börnum, foreldrum og öðrum
ástvinum sendum við kærleiks-
ríkar samúðarkveðjur og biðj-
um Guð að varðveita þau og
hugga.
Sigrún Kristjánsdóttir.
Það er sárt að sitja hér og
skrifa minningargrein um góða
vinkonu okkar hjóna sem
kvaddi okkur allt of ung eftir
hetjulega baráttu við krabba-
mein sem hún greindist með
fyrir um ári.
Það eru margar minningar
sem koma upp í hugann enda
áttum við Magga mín, Helga og
Sverrir einstaklega gott vina-
samband og hittumst oft á ári
þó að við hjónin byggjum á höf-
uðborgarsvæðinu en þau fyrir
norðan. Það var aldrei neitt mál
að keyra landshluta á milli um
helgar því það var vitað fyrir
fram að við myndum eiga
skemmtilegar stundir saman
hvort sem við hittumst í Svessa-
koti, Fögrusíðu eða Jörfalind.
Okkur Sverri gat dottið ým-
islegt í hug eins og eitt kvöldið
að kaupa sumarbústað til flutn-
ings fyrir norðan og þar reyndi
heldur betur á þolinmæði eig-
inkvenna okkar og þá sérstak-
lega Helgu, þar sem bústaður-
inn var norðan heiða. Hún fékk
það hlutverk að sjá um að við
vöknuðum á réttum tíma og
nærðumst til að geta haldið
þessu ævintýri okkar áfram.
Það var dýrmætt að hitta
Helgu og dvelja með henni und-
ir það síðasta því við vissum öll
í hvað stefndi og að tíminn væri
að nálgast. Ég mun geyma í
hjarta mínu það loforð sem
Helga tók af mér og hvíslaði í
eyra mér þegar við kvöddumst
á Hauganesi nokkrum dögum
áður en hún kvaddi þennan
heim.
Minning um yndislega konu
lifir í hjörtum okkar.
Elsku Sverrir og fjölskylda,
mínar innilegustu samúðar-
kveðjur til ykkar.
Halldór Jensson.
Elsku besta Helga mín, ég
veit ekki hvar ég á að byrja.
Sorgin og tómarúmið er
næstum ekki til að bera. Við
kynntumst fyrst fyrir um 25
árum og náðum strax mjög vel
saman, Sverri þinn hafði ég
þekkt frá því við vorum börn.
Með okkur þróaðist djúp,
traust og einlæg vinátta og
urðum við mjög nánar vinkon-
ur. Líf okkar þróaðist ekki
ósvipað, við unnum báðar sem
dagmömmur, við fórum báðar,
alveg óvart, út í hundaræktun
á bestu tegundunum, þú með
Maltese og ég með Bichon
Frisé, í sitt hvoru landinu.
Studdum hvor aðra í ræktun-
inni og gáfum endalaust góð
ráð. Öll gotin sem við upp-
lifðum saman, ég í Danmörku
og þú á Íslandi, Skype er frá-
bært!
Við upplifðum stóra draum-
inn okkar saman þegar við
opnuðum netverslunina okkar
Óskadýr, að sjálfsögðu með
vörur fyrir alla fallegu voffana,
og vorum nánast í daglegum
samskiptum, já eða oft á dag,
og þá oftar en ekki hundatal.
Börnunum hjá hvor annarri
fylgdumst við vel með og
glöddumst saman yfir vel-
gengni þeirra. Þú meira að
segja nefndir eina hvolpastelp-
una þína eftir yngri dóttur
minni því þú varðst líka að eiga
eina litla Köru Mist.
Draumurinn var að þú upp-
lifðir hundasýningu með mér í
Danmörku, en veikindi þín
komu í veg fyrir það.
Ég er svo þakklát fyrir að
ég fékk að upplifa hundasýn-
ingu á Íslandi með þér í ágúst
2018, þar sem Niko þinn varð
Íslandsmeistari og við svo glað-
ar og lukkulegar saman í
hundatjaldinu þínu með nýk-
rýndan meistarann!
Það er margs að minnast,
t.d. yndislega ferðin okkar til
Portúgal 2001, helgin okkar
saman í hjólhýsinu ykkar,
heimsókn þín til mín, vinkonu-
vikan okkar, þar sem við vor-
um að mestu bara tvær saman
með hundana mína og heim-
sóttum Niko þinn sem þú svo
seinna fluttir til Íslands, já og
allar aðrar óteljandi ljúfar og
dýrmætar samverustundir.
Oftar en ekki keyptum við
okkur eins föt án þess að vita
af hvor annarri, ég verslaði í
Danmörku og þú á Íslandi, og
hlógum svo að því hvað við
værum eins!
Ég er svo þakklát fyrir dag-
ana okkar saman núna í ágúst,
þakklát fyrir samverustundirn-
ar okkar allra fjögurra saman
og hve vel við náðum að kveðj-
ast.
Ferðalaginu kveiðst þú ekki,
en þér fannst erfiðast að fá
ekki að upplifa hamingjuna
með Konráð þínum, þegar
frumburðurinn hans og Helgu
hans mun fæðast í febrúar.
Nokkrum sinnum síðan þú
lagðir af stað í Sumarlandið hef
ég verið að því komin að
hringja í þig, söknuðurinn er
óendanlegur.
Minning um ótrúlega sterka,
trausta, einlæga, fallega og
góða vinkonu mun ávallt verða
ljós í lífi mínu. Ég elska þig,
elsku vinkona mín, og hlakka
til hlýja knússins þíns í næsta
hittingi. Hlýtt faðmlag með
haug af kossum.
Megi góður Guð styrkja
Sverri þinn, börnin ykkar og
barnabörn á erfiðum tímum.
Kærleikur og hlýja.
Kolbrún Ævarsdóttir og
Jón Pétursson.
Helga Þórey
Sverrisdóttir