Morgunblaðið - 06.09.2019, Síða 24
24 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2019
✝ Einara Magn-úsdóttir fædd-
ist í Reykjavík 16.
júní 1934. Hún lést
á líknardeild Land-
spítalans 29. ágúst
2019.
Foreldrar henn-
ar voru Kristín
Guðmundsdóttir, f.
29. júlí 1888, d. 1.
október 1972, og
Magnús Magn-
ússon, f. 22. október 1874, d.
3. nóvember 1975.
Systkini hennar voru Einara
Magnúsdóttir, f. 22. júlí 1910,
d. 29. ágúst 1933. Guðmundur
Stefán Magnússon, f. 28. nóv.
1912, d. 23. maí 1914. Skúli
Hafsteinn Magnússon, f. 29.
nóv. 1914, d. 1. nóv. 1976.
Ingvar Magnússon, f. 27. júní
1918, d. 20. feb. 1920. Guð-
mundur Þórir Magnússon, f.
27. júní 1918, d. 21. feb. 2000.
Magnús Aðalsteinn Magn-
ússon, f. 9. maí 1921, d. 23.
apríl 2001. Valtýr Eysteinn
Magnússon, f. 12. júlí 1924, d.
8. júní 2019. Gunnsteinn
Magnússon, f. 4. des. 1927, d.
12. júlí 2017. Guðríður Bára
upp á æskuheimili hennar og
var hann í umsjá hennar. Val-
ur Magnús Valtýsson, f. 2.
ágúst 1952, maki Inga Dóra
Jónsdóttir, f. 2. desember
1952, börn þeirra eru Hanna
Björk Valsdóttir, f. 22. júlí
1976, maki Björn Viktorsson
og eiga þau þrjú börn. Jón
Kristinn Valsson, f. 4. maí
1980, maki Vilborg Bjarna-
dóttir og eiga þau tvö börn.
Kjartan Óli Valsson, f. 24. júlí
1986, maki Elísabet Katla Ey-
þórsdóttir og eiga þau tvö
börn.
Einara ólst upp í Vesturbæ
Reykjavíkur í Ánanaustum,
Grandavegi og loks í Sörla-
skjóli. Að lokinni almennri
skólagöngu vann hún ýmis
störf í verslun og efnalaug þar
til hún gerðist flugfreyja hjá
Loftleiðum árið 1956.
Árið 1965 flutti fjölskyldan
til Bandaríkjanna þar sem
Einar starfaði fyrir Loftleiðir
og síðar Flugleiðir. Fyrstu ár-
in í Bandaríkunum var Einara
heimavinnandi en starfaði síð-
an m.a. í skólamötuneyti og
við skrifstofustörf. Eftir að
Einar lét að störfum fluttu
þau hjónin til Flórída þar sem
þau hafa búið síðustu ár,
ásamt því að hafa komið sér
upp heimili á Íslandi.
ÚtförEinöru fer fram frá
Fossvogskirkju í dag, 6. sept-
ember 2019, klukkan 15.
Magnúsdóttir, f.
7. mars 1931, d.
3. mars 1999.
Einara giftist
eftirlifandi eig-
inmanni sínum
Einari Ásgeirs-
syni, f. 5. janúar
1934, þann 15.
júlí 1961. For-
eldrar hans voru
Jónína Sigurð-
ardóttir, f. 6.
október 1899, d. 2. febrúar
1992, og Ásgeir Guðbjartsson,
f. 26. ágúst 1901, d. 28. desem-
ber 1977.
Börn þeirra eru 1) Ásgeir
Einarsson Ásgeirsson, f. 26
mars 1962, maki Patricia Ás-
geirsson, f. 23. júlí 1966. Börn
þeirra eru Kerrie Anne Ashe,
f. 8. júní 1988, Andrew Jón, f.
16. febrúar 1995, og Brandon
Einar, f. 13. mars 1997. 2)
Anna Lilja Ásgeirsdóttir Bello,
f. 24. júlí 1963, d. 30. júní
1995. Synir hennar eru Chri-
stopher Einar Bello, f. 7. júní
1988, Stevie Simone Bello, f.
20. september 1993, d. 4. jan-
úar 2019.
Bróðursonur Einöru ólst
Hugurinn leitar leitar aftur
til Sörlaskjóls 32, þar bjuggu
afi, amma, Gunnsteinn, Ninna
og ég en hún kallaði mig litla
strákinn sinn. Ég missti móður
mína mjög ungur og varð eftir í
Skjólunum en hin systkini mín
fóru til annarra ættingja. Það
var mikið ævintýri að vera í
Skjólunum á þessum tíma;
Gunnsteinn flugumferðarstjóri
og Ninna flugfreyja. Ég var
dekurbarnið þeirra sem fékk
fullt af nammi, amerísku
tyggjói, matchbox-bíla og alls
konar dót sem lítið var um á Ís-
landi á þeim árum. Seinna kom
svo Einar, eiginmaður Ninnu,
til sögunar en hann var sjómað-
ur á Tröllafossi svo ekki minnk-
uðu ævintýrin.
Árin liðu, Einar og Ninna
fluttu í Goðheima og Ninna
hætti sem flugfreyja þegar Ás-
geir, fyrsta barn þeirra, fædd-
ist. Einu og hálfu ári seinna
fæddist svo Anna Lilja og ég
var allt í einu orðin hálfgerður
stóri bróðir og farinn að passa
þau. Árið 1965 breyta þau til,
Einar hefur störf hjá Loftleið-
um og þau flytja til Bandaríkj-
anna. Gegnum tíðina hefur ver-
ið mikill gestagangur hjá þeim
og fólk dvaldi þar í skemmri og
lengri tíma. Ninna hafði gaman
af að taka á móti fólki og naut
þess að þjóna því. Ninna og
Einar ásamt börnunum komu
oft heim til Íslands og dvöldu
þá í Skjólunum, fyrst hjá afa og
ömmu, síðan Gunnsteini. Þá var
mikið um að vera og ákveðinn
ævintýraljómi fylgdi fjölskyld-
unni.
Tíminn líður og ég hitti Ingu
Dóru og við förum að heim-
sækja þau til Bandaríkjannan
fyrst í New York og síðan
Maryland og loks Flórída.
Ávallt vorum við og börnin vel-
komin og allt gert til að gera
dvölina sem ánægjulegasta.
Börnin okkar hafa litið á Ninnu
sem ömmu sína enda voru dóta-
sendingarnar frá henni og Ein-
ari alltaf stórfenglegar. Þau
nutu þess að fá þau í heimsókn,
vildu allt fyrir þau gera, útvega
þeim vinnu og hvað eina.
Gegnum tíðina höfum við
alltaf verið í mjög miklu og
ánægjulegu sambandi við
Ninnu. Þar sem minningar mín-
ar ná yfir sextíu ár væri hægt
að skrifa nærri endalaust. Nú
er allt breytt sumarið hefur
verið erfitt veikindastríð og
komin er kveðjustund. Ég mun-
um reyna að létta Einari lífið
framundan eins og ég get. Hvíl
í friði.
Valur Magnús Valtýsson.
Ég var aðeins sautján ára
þegar ég kynntist Einöru, eða
Ninnu eins og hún var alltaf
kölluð, en þá hafði ég kynnst
bróðursyni hennar, Vali, sem
síðar varð eiginmaður minn.
Það var ævintýraljómi yfir
þessari frænku sem bjó í
Bandaríkjunum og kom reglu-
lega til landsins. Hún sagði
okkur alltaf að Valur væri
strákurinn hennar. Hann var
þriggja ára þegar móðir hans
dó og var hann eftir það hjá
föðurforeldrum sínum á æsku-
heimili Ninnu en hún var átján
ára þegar hann fæddist. Upp-
eldið var því svolítið á hennar
ábyrgð þessi fyrstu ár. Mér er
minnisstætt á þessum upphafs-
árum mínum í fjölskyldunni að
þegar hún kom til landsins þá
spurði hún Val hvort hann hefði
farið til tannlæknisins, benti á
að hann þyrfti að fara í klipp-
ingu eða annað sem henni
fannst þurfa að vera í lagi. Hún
var kona sem vildi hafa alla
hluti á hreinu og hafa stjórn á
umhverfinu í kringum sig og
þoldi illa óreiðu.
Bar virðingu fyrir hlutum og
hafði ánægju af að hafa fína
hluti í kringum sig. Hún naut
þess að fylgjast með fjölskyld-
unni, hafði áhuga á og vildi vita
hvað börnin væru að gera og
hvernig þeim gengi í námi og
starfi. Reglulega fórum við með
alla fjölskylduna í heimsókn til
hennar, hún hafði gaman af að
hafa börnin í kringum sig.
Einnig naut hún þess að þjóna
og dekra við okkur. Ávallt var
hún vakandi fyrir því að engan
skorti neitt og þegar hún kom
til Íslands kom hún færandi
hendi og gætti þess að koma
með eitthvað sem hún taldi að
væri nýtilegt og okkur vantaði.
Hún naut þess að geta fært
gjafir og taka þátt í lífi okkar.
Síðustu ár hefur sambandið
milli okkar verið en nánara og
voru að minnst kosti vikuleg
símtölin til Flórída og þurfi þá
margt að ræða og spjalla. Einn-
ig nutum við samveru með
henni á Flórída og Íslandi síð-
ustu ár.
Það er sárt að hugsa til þess
að þegar hún loksins var farin
að leiða hugann að því að dvelja
meira á Íslandi en í Flórída þá
gafst henni ekki tími til þess.
Hún var rétt komin til landsins
í vor þegar veikindin byrjuðu
og er þetta búið að vera erfitt
sumar hjá fjölskyldunni.
Hvíl í friði, elsku Ninna.
Minning þín lifir.
Inga Dóra Jónsdóttir.
Ég man eftir að vera barn á
Long Island, allt svo nýtt og
spennandi í Ameríku. Stuttbux-
ur alla daga, endalausar teg-
undir af morgunkorni og íste,
teiknimyndir í sjónvarpinu alla
morgna og Ninna að stjana við
okkur.
Ég man eftir að þeysa fram
og aftur götuna í Hicksville á
nýjum hjólaskautum og Ninna
sat á tröppunum og fylgdist
með í hitanum. Ég man eftir
verslunarferð í mollið þar sem
ég var dressuð fyrir skólann frá
toppi til táar.
Þegar ég var krakki átti ég
allt það flottasta Barbie-dót
sem hægt var að finna, jóla-
pakkarnir frá Ameríku voru
stórir og í þeim var dót sem var
ekki að finna á Íslandi á þeim
tíma. Ninna kom aldrei til Ís-
lands án þess að vera með far-
angurinn fullan af Ameríku-
góssi. Hún hugsaði alltaf um
okkur og gerði allt fyrir okkur
systkinin.
Ninna fór með okkur inn í
borg og sýndi okkur Radio City
og Times Square. Ég var ekki
mjög gömul þegar ég ákvað í
einni heimsókninni til New
York að þar skyldi ég einhvern
tímann búa og þegar ég sótti
um framhaldsnám kom engin
önnur borg til greina. Tenging
mín við New York er sterk og
ég fyllist þakklæti þegar ég
hugsa til gamla hússins í Hicks-
ville með tennisvellinum í bak-
garðinum og ískrandi ljósflugur
í kvöldmyrkrinu.
Þegar ég gerðist flugfreyja
hjá Icelandair var Einar ennþá
að vinna fyrir Icelandair í Balti-
more. Ég flaug þangað reglu-
lega og fór til þeirra í stoppum,
Ninna var alltaf búin að elda og
svo var egg og beikon í morg-
unmat. Og ein skál af kirsu-
berjaís í eftirrétt. Svo var setið
við eldhúsborðið og spjallað. Og
hún gat sagt endalaust af sög-
um.
Í dag þykir mér vænt um all-
ar sögurnar, fortíðin í Vestur-
bænum, lífið í Skjólunum. Þær
voru margar sögurnar úr flug-
inu, þegar hún var flugfreyja
hjá Loftleiðum á gullaldarárum
Loftleiða, þá var það það flott-
asta sem til var og þó Ninna
væri löngu hætt að fljúga var
hún alltaf fyrrverandi flug-
freyja, smekkleg og fín.
Svo bættust við sögurnar af
öllum barnabörnunum. Ninna
hafði svo gaman af öllum
krökkunum og gerði allt fyrir
þau, hún hugsaði um sitt fólk og
barðist fyrir þeim ef því var að
skipta. Hún var ákveðin kona
með allt sitt á tæru.
Elsku Ninna, þú varst ný-
komin heim til Íslands þegar þú
veiktist. Þú vildir koma heim og
þér tókst það. Nú ertu komin til
að vera. Við gerum ráð fyrir að
Anna Lilja og Stevie taki á móti
þér og umvefji þig. Þú varst
orðin mjög veik í lokin en alltaf
hélt ég að ég myndi eiga eftir
næsta spjall, heyra fleiri sögur,
þú fórst snöggt en með svo mik-
illi reisn. Við kveðjum þig í dag
en þú lifir með okkur.
Hanna Björk Valsdóttir.
Í dag kveðjum við Ninnu
frænku eftir stutta baráttu við
hinn illvíga sjúkdóm krabba-
mein.
Við fengum þær fréttir í vet-
ur að Ninna og Einar ætluðu að
flytja heim í vor eftir að hafa
búið í Bandríkjum mest alla
sína tíð. Við hlökkuðum mikið
til að fá þau heim, enda var
Ninna eins konar amma í mín-
um huga og þá langamma strák-
ana. Það var því ákveðið reið-
arslag þegar hún veiktist
nokkrum dögum eftir komuna
til landsins.
Þegar ég var lítill strákur var
alltaf mikill spenningur og eft-
irvænting þegar maður heyrði
að Ninna og Einar væru á leið í
heimsókn eða mamma og pabbi
á leið til þeirra. Gjafirnar og
pakkarnir sem komu frá Am-
eríku voru öðruvísi, allt He-man
dótið, fjarstýrðu bílarnir o.fl.
sem ekki fékkst á Íslandi.
Í minni fyrstu heimsókn til
Ninnu og Einars í New York,
þá sennilega fimm til sex ára
gamall, man ég vel eftir því
þegar Ninna fór með mig í búð-
ina og leyfði mér að velja morg-
unkorn. Ég held ég hafi nánast
komið með pakka fyrir hvern
dag af öllu mögulegu coco
puffsi. Einnig er það mér ferskt
í minni þegar ég var úti hjá
þeim á unglingsárum og Ninna
fór með mig á hamborgarastað.
Þar fengum við þann stærsta
hamborgara sem ég hafði séð.
Ég velti því fyrir mér hvernig
ég ætti að koma honum ofan í
mig og var farinn að líta eftir
hnífapörum þegar ég sé að
gamla konan tekur hann bara
með höndunum og treður hon-
um framan í sig. Ég man ég
hugsaði, mega ömmur gera
þetta? En gerði svo eins. Í þess-
ari sömu ferð þá skrapp ég til
frændsystkina minna í Phila-
delphiu og kom til Ninnu og
Einars aftur með fjólublátt hár
og hjólabretti undir hendinni.
Mér er það minnisstætt að
Ninna var nú ekki alveg viss
hvernig hún átti að útskýra
þetta fyrir mömmu og pabba.
Hún bað aftur á móti flugstjór-
ann sem ég sat hjá, fram í, á
heimleiðinni, að taka mig með í
bæinn ef mamma og pabbi neit-
uðu að taka við mér í Keflavík.
Haustið 2012 fórum við Villa og
Bjarni Valur í heimsókn til
Ninnu og Einars, sem voru þá
búsett á Flórída og áttum ynd-
islega dekur daga. Ninna naut
þess að passa og leika við lang-
ömmubarnið meðan foreldrarnir
kíktu í búðir. Þar fékk Villa að
smakka kirsuberjaís sem Ninna
bar á borð öll kvöld, besti ís í
heimi. Sumarið 2013 eignuð-
umst við Villa annan dreng, við
ekki búin að vera með hann
lengi í fanginu þegar við
ákváðum að skíra hann Einar í
höfuðið á langömmu í Flórída.
Minningin um þig mun fylgja
okkur.
Hvíldu í friði
Jón Kristinn,
Vilborg, Bjarni Valur
og Einar Ingi.
Elsku Ninna!
Nú er lífsgöngu þinni lokið og
þú kvaddir hægt og hljótt eins
og þín var von og vísa. Ég náði
því miður ekki að kveðja þig
en geri það nú hér og þakka
fyrir ánægjustundirnar sem
við áttum saman.
Ég sá þig fyrst er ég dvaldi
sem táningur hjá góðum vin-
ahjónum ykkar Einars í New
York. Þá voru Ásgeir og Anna
Lilja lítil börn og mikið dáðist
ég að fegurð og yndis-
legheitum ykkar allra. Frá
ykkur stafaði ávallt hlýja og
kærleikur og naut ég þess að
eiga samskipti við ykkur þá og
ekki síður seinna í lífinu er þið
komuð í ófáar heimsóknirnar
til mömmu og Kristins í
Haukanesið. Á milli ykkar
allra var einlæg og falleg vin-
átta sem dýrmætt var að fá að
vera þáttakandi í. Alla tíð síð-
an hafa verið kærleiksbönd á
milli okkar sem aldrei rofnuðu
þótt samgangurinn minnkaði
hin síðustu ár.
Alltaf var jafn ljúft að hitta
þig því þú skartaðir ekki síður
innri fegurð en ytri. Þú lést
þér ávallt annt um fjölskyldu
mína og fylgdist með okkur
alla tíð. Í þinni fjölskyldu varst
þú kletturinn sem allir treystu
á. Þú upplifðir mikla sorg þeg-
ar dóttir þín féll frá í blóma
lífsins frá tveimur ungum son-
um og ekki síður þegar sá eldri
þeirra lést fyrir stuttu síðan.
Alltaf stóðstu þó keik og
breiddir út þinn hlýja faðm til
líknar öðrum. Þú talaðir um
sorgina af skynsemi og vaktir
aðdáun okkar allra sem fylgd-
umst hnípin með.
Elsku Ninna, við Guðmund-
ur þökkum þér fyrir ánægju-
legar samverustundir og send-
um þér fingurkoss út í
eilífðina. Einnig vottum við
Einari, Ásgeiri, fjölskyldu og
vinum innilega samúð vegna
fráfalls yndislegrar konu.
Þig kveð ég með þessum
ljóðlínum:
Uppi í himinhvolfi háu
hefur flug á bólstri bláu
fagur engill, flestum kær,
frá honum stafar birta skær.
Hann gaf úr sínum gæskubrunni
gjöful orð og öllum unni.
ég honum færi þakkirnar
fyrir allt sem eitt sinn var.
Íris Dungal.
Með þessum fáu orðum vilj-
um við minnast Ninnu, eins og
hún var ætíð kölluð.
Kynni okkar hófust fyrir um
30 árum í árlegum veiðiferðum
með sameiginlegum kunningj-
um okkar.
Á þessum árum bjó hún í
Baltimore en þar starfaði Ein-
ar, eiginmaður hennar, fyrir
Icelandair. Ninna starfaði sem
flugfreyja á sínum yngri árum
fyrir sama félag sem þá hét
Loftleiðir. Oft sagði hún okkur
sögur frá sínum störfum þar
og þeim aðbúnaði sem flug-
fólkið mátti búa við í þá daga.
Eitt árið heimsóttum við
þau hjónin til Baltimore ásamt
sameiginlegum vinum okkar.
Við gistum á heimili þeirra og
öllum var tekið opnum örmum.
Farið var í ógleymanlegar
skoðunarferðir um borgina,
meðal annars var Hvíta húsið í
Wasington heimsótt. Ninna var
einstök kona hafði sínar skoð-
anir á hlutunum. Hún var
ávallt ljúf og kát, góður gest-
gjafi og hafði góða nærveru.
Hin síðari ár hittumst við ár-
visst, bæði í Flórída og hér
heima, og áttum saman margar
ánægjulegar gleðistundir.
Á þessu ári hefur Ninna tek-
ist á við erfiðan sjúkdóm sem
smám saman ágerðist uns yfir
lauk. Við minnumst hennar
með hlýju og þökkum það
traust sem hún ávallt sýndi
okkur. Að leiðarlokum biðjum
við algóðan Guð að styrkja
Einar og fjölskylduna á þessari
erfiðu stundu.
Blessuð sé minning hennar.
Guðrún og Magnús.
Einara
Magnúsdóttir
Sálm. 9.11
biblian.is
Þeir sem þekkja
nafn þitt treysta
þér því að þú,
Drottinn, bregst
ekki þeim sem til
þín leita.
Ástkær sambýlismaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
GEIR SIGURJÓNSSON
lést á sjúkrahúsi Siglufjarðar þriðjudaginn
27. ágúst.
Útförin fer fram í kyrrþey laugardaginn
7. september klukkan 14.
Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir. Þeim sem vilja minnast
hans er bent á Björgunarsveitina Stráka, reikn. 348-26-2717,
kt. 5510791209 og/eða Töfrateppið hjá skíðafélaginu reikn.
348-13-300108, kt. 4704171290.
Steinunn Bergsdóttir
Sigurjón Hörður Geirsson
Ómar Geirsson
Þröstur Geirsson Valgerður Árnadóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma, langamma og
stjúpmóðir,
JO ANN HEARN
þroskaþjálfi,
lést þriðjudaginn 27. ágúst á líknardeild
Landspítalans. Útför fer fram frá
Kópavogskirkju mánudaginn 9. september klukkan 13.
Blóm og kransar vinsamlegast afþökkuð en þeim sem vilja
minnast hennar er bent á samtökin Sjónarhól.
Jón Kristján Brynjarsson
Jóhanna Bóel Bergmann Guðjón Bergmann
Kjartan Hearn Rannveig Jónsdóttir
Þuríður Hearn
barnabörn, langömmubörn og stjúpbörn