Morgunblaðið - 06.09.2019, Qupperneq 25
MINNINGAR 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2019
✝ Magnús Vil-helm Stef-
ánsson fæddist 30.
desember 1934 í
Fagraskógi við
Eyjafjörð. Hann
lést 28. ágúst 2019 á
hjúkrunarheimilinu
Lögmannshlíð á
Akureyri.
Foreldrar Magn-
úsar voru Stefán
Stefánsson alþing-
ismaður og bóndi, f. 1. ágúst
1896, d. 8. september 1955, og
Þóra Magnea Magnúsdóttir hús-
móðir, f. 8. febrúar 1895, d. 3.
maí 1980. Alsystkini Magnúsar
eru Stefán, f. 1932, d. 2009,
Þóra, f. 1933, og Ragnheiður
Valgerður, f. 1936. Hálfsystkini
Magnúsar eru Ida Hedvig Be-
hrens, f. 1918, d. 2007, og Vil-
helm Magnús Behrens, f. 1919,
d. 1934.
Magnús kvæntist Auði Björns-
dóttur 23. júní 1956. Foreldrar
Auðar voru Björn Jónsson bóndi
á Ölduhrygg í Svarfaðardal, f. 7.
desember 1903, d. 8. mars 1977,
og Þorbjörg Vilhjálmsdóttir hús-
móðir, f. 18. janúar 1908, d. 27.
janúar 1968. Börn Magnúsar og
júlí 2001, og Katla Hrönn, f. 25.
nóvember 2010.
Magnús ólst upp á mann-
mörgu heimili í Fagraskógi.
Sautján ára hætti hann námi við
Menntaskólann á Akureyri til að
sinna búskap í Fagraskógi vegna
veikinda föður síns. Að loknu
námi í Bændaskólanum á Hvann-
eyri tók hann að fullu við bú-
rekstrinum og sinnti honum af
myndarskap í rúma hálfa öld.
Hann var hreppstjóri í Arnar-
neshreppi í áratugi, allt þar til
þau embætti voru lögð niður.
Hann sat í sveitarstjórn Arn-
arneshrepps, var í stjórn KEA
og áratugum saman í sókn-
arnefnd Möðruvallakirkju,
lengst af sem formaður. Þá var
hann einnig fulltrúi á Kirkju-
þingi. Hann var um tíma virkur
félagi í Sjálfstæðisflokknum og
gegndi þar ýmsum trúnaðar-
störfum. Oddfellow-reglan var
honum mjög kær, þar starfaði
hann frá árinu 1975 og fram á
síðustu ár. Þar voru honum falin
ýmis trúnaðarstörf sem hann
sinnti af alúð og áhuga og
gegndi ýmsum embættum innan
hreyfingarinnar. Hann var lengi
í stjórn Skógræktarfélags Eyja-
fjarðar og sinnti ásamt fjöl-
skyldu sinni skógrækt heima í
Fagraskógi.
Útför Magnúsar fer fram frá
Möðruvallaklausturskirkju í
dag, 6. september 2019, klukkan
14.
Auðar eru 1.) Þóra
Björg, f. 7. desem-
ber 1955. Maki Ás-
björn Dagbjartsson,
f. 15 maí 1954, d.
28. janúar 1998.
Börn þeirra eru
Magnús Dagur, f.
28. nóvember 1977,
Kristjana Hrönn, f.
27. október 1982.
Maki hennar er
Matthew Kanaly, f.
23. janúar 1970. Auður, f. 14. júlí
1988. Dóttir Auðar er Ásthildur
Viktoría Sigurvinsdóttir, f. 30.
júní 2011. 2.) Stefán, f. 28. júní
1960. Maki Sigrún Jónsdóttir, f.
10. janúar 1957. Börn þeirra eru
Magnús, f. 1. apríl 1984. Sam-
býliskona hans er Ester Ósk-
arsdóttir, f. 11. maí 1988. Dóttir
þeirra er Bríet Ósk, f. 10. októ-
ber 2012. Hákon, f. 7. mars 1988.
Sambýliskona hans er Jóhanna
Tryggvadóttir, f. 20. janúar
1988. Dóttir þeirra er Rakel
Ylfa, f. 14 apríl 2017. Þóra
Björk, f. 24. april 1998. 3.) Björn
Vilhelm, f. 13. október 1970.
Maki Sigrún Ingveldur Jóns-
dóttir, f. 27. júní 1986. Dætur
Björns eru Bergþóra Lísa, f. 23.
Meðan ég þjóð og ættjörð ann
og íslenska tungu skrifa
virði ég þá, sem virtu hann.
Ég veit engan sannari og betri mann
af öllum, sem eftir lifa.
(Davíð Stefánsson)
Ég var átta ára þegar fjöl-
skyldan mín flutti til Afríku. Við
gistum síðustu nóttina í Fagra-
skógi og afi og amma fylgdu okk-
ur úr hlaði. Þó við værum á leið-
inni út í algjöra óvissu var öryggi
fólgið í því að vita af þeim þar
sem við skildum við þau – við átt-
um ennþá heimili og fastan punkt
í tilverunni. Síðan hef ég eytt
hálfri ævinni í útlöndum, en alltaf
búið að þessum fasta punkti.
Hvað annað sem breyttist fannst
mér ég komin heim þegar ég var
komin norður og í faðminn á afa.
Þegar við fluttum heim kom ég
beint í próf í íslenskri landafræði,
sem ég hafði aldrei lært. Afi upp-
götvaði sér til skelfingar að ég
gat ekki bent á annað en Akur-
eyri og Vatnajökul á Íslands-
korti. Þó mér þætti sjálfri ekki
hægt að gera kröfu um annað var
afi ósammála, og hlýddi mér yfir
þar til ég treysti mér til þess að
taka próf án þess að verða honum
til skammar. Afi kenndi mér líka
að gróðursetja tré, mjólka kýr og
brýna hnífa, og í jólaundirbún-
ingi þeirra ömmu kenndi hann
mér að pússa silfur. Seinna lærði
ég efnafræði og reyndi að kenna
honum að nýta efnahvörf til að
pússa silfur fyrirhafnarlaust. Það
þýddi hins vegar ekkert; ég
komst að því að markmiðið var
ekki bara að silfrið væri hreint á
jólunum, heldur að einhver legði
alúð í að pússa hvert einasta
stykki. Þannig var afi.
Afi var annálað snyrtimenni.
Sá metnaður náði yfir afkomend-
urna líka; hann gekk meðal ann-
ars með greiðu í brjóstvasanum
sem hann notaði gjarnan á úfin
barnabörn. Ég held hann hafi
reyndar hætt því áður en við
fermdumst, en dregið greiðuna
upp í hótunarskyni eitthvað leng-
ur. Það eru svo ekki mjög mörg
ár síðan ég heimsótti síðast
ömmu og afa og kom að skónum
mínum pússuðum í forstofunni
þegar ég fór. Þá hafði afa blöskr-
að en ekki sagt orð, heldur bara
læðst fram og pússað skóna á
meðan ég sá ekki til.
Afi var svaramaður þegar ég
gifti mig og það var með betri
ákvörðunum sem ég hef tekið.
Athöfnin var úti og við vorum
hrædd um að það myndi rigna;
afi spáði í skýin á leiðinni frá Ak-
ureyri að Melum í Hörgárdal og
sagði mér að gestirnir myndu að-
eins vökna en það ætti ekki að
verða úrhelli ef að presturinn
væri ekki þeim mun lengur að
þessu. Sem kom heim og saman.
Afi kom því líka til leiðar að við
gengum á virðulegum hraða yfir
túnið til brúðgumans – það var í
fyrsta og eina skiptið, sagði hann
mér, sem það var ekkert síðra að
ég væri svolítið sein.
Amma og afi voru annálaðir
höfðingjar heim að sækja og ég
hugsa til þeirra í hvert skipti sem
ég fæ gesti, fylgi þeim til dyra og
horfi á eftir þeim úr hlaði. Það
var alveg sama hvort við fjöl-
skyldan vorum að kveðja í
Fagraskógi og keyra í bæinn, eða
í Holtateig 50 og labba örfá skref
heim til mömmu, eða öll skiptin
sem ég kvaddi þau og fór af stað
út í óvissuna í útlöndum til lengri
eða skemmri dvalar. Í minning-
unni stendur afi alltaf á tröpp-
unum og horfir á eftir mér út í
heim.
Kristjana Hrönn
Ásbjörnsdóttir.
Svo djúp er þögnin við þína sæng,
að þar heyrast englar tala,
og einn þeirra blakar bleikum væng,
svo brjóst þitt fái svala.
(Davíð Stefánsson)
Söknuður og hafsjór af góðum
minningum er það sem eftir sit-
ur. Já, mikil eru forréttindin að
hafa fengið að alast hálfpartinn
upp á heimilli ömmu og afa.
Afi var sterkur karakter og
einkenndi hann meðal annars
hlýr faðmur og góð ráð ... mikill
er söknuðurinn.
Þau voru æði mörg heillaráðin
sem hann gaf:
Vertu góður við dýrin, þau
stóla á þig. Í Fagraskógi höfum
við ávallt snyrtilegt bæjarstæðið,
það lýsir ábúendum. Það þarf
líka að vinna erfiðisverkin. Hlust-
aðu á ömmu þína, hún veit hvað
hún syngur. Vertu hreinskilinn
og stattu á þínu.
Gæti haldið lengi áfram, það
var ávallt hægt að treysta á góð
ráð frá afa.
Þrátt fyrir að hafa verið oft á
tíðum mjög athafnasamur á mín-
um yngri árum og vel virkur þá
kunni afi tökin á mér og alltaf
hlustaði maður þegar hann tal-
aði. Ein af þeim fáu skiptum sem
ég sat kyrr og horfði á kvöldfrétt-
ir var með afa og ömmu.
Þær eru dýrmætar minning-
arnar og tíminn sem við eyddum
saman í skógræktinni, mikið tal-
að, stundum sungið, setið á
klöppinni og horft út á fjörðinn
og jafnvel ekki sagt orð, það
þurfti stundum ekkert að segja
neitt, honum afa fannst mikil-
vægt að geta líka setið og hlustað
bara á náttúruna.
Í sveitinni er ekki töluð vit-
leysan, þar er gengið beint til
verks og verkefnin leyst, líklega
besti skóli sem nokkur getur
fengið og búið að alla ævi.
Það er því með miklum sökn-
uði og jafnframt þakklæti sem
við minnumst afa Magnúsar og
með tíð og tíma berum áfram
visku hans um ókomna tíð.
Blessuð sé minning þín.
Afi
Með greiðunni lagaðir fannhvíta hárið,
og vasaklút hafðir við hönd.
Með skyrtuna girta, og nýrakað skegg,
fullur af hógværð og sóma.
Þú fuglana þekktir og fjöllin og firði,
að kofanum kom aldrei tómum.
Þú skepnunum sinntir af alúð og elju,
skóginum fagra svo unnir.
Ef í vandræðum vorum og vináttu
þurftum,
þú verkin þín lést alltaf tala.
Blíðasta hjarta og breiðasti faðmur,
best var að koma í skjól þitt.
Með þakklæti í huga og hlýju í hjarta,
Við minnumst þín ókomna daga.
Þú kveður að sinni, það líf sem hér
byggðir.
Þangað til næst, elsku afi.
Magnús, Hákon, Þóra Björk
frá Fagraskógi.
Það er víst ekkert eilíft í þess-
um heimi, en fyrir ungum dreng
nefndum eftir afa sínum var það
ekki svo. Afi hafði alltaf verið til,
ég held ég hafi reiknað fastlega
með því að hann yrði alltaf til.
Unglingurinn ég vissi betur.
Afi yrði ekki bara til. Hann yrði
alltaf stór maður með stórt
hjarta. Alltaf traustastur allra,
góðhjartaður, rólegur og hlýr.
Alltaf nautsterkur, endalaust
duglegur, og fylginn sér – það
sem þurfti að klára var alltaf
klárað, og gert vel. Alltaf virðu-
legur í vel straujuðum skyrtum
og burstuðum skóm. Alltaf lítil-
látur.
Alltaf kíminn. Alltaf höfðingi
heim að sækja. Alltaf myndi hann
fylgja gestum sínum til dyra, og
standa í hlaðvarpanum í Fagra-
skógi (oft með ömmu sér við hlið)
þangað til við hyrfum á brott í
bílnum, hvernig sem viðraði.
Ungi maðurinn ég hringdi í afa
utan úr heimi. Hafði þá verið 17
daga í nýrri borg, í nýju starfi, í
nýjum heimshluta, og hafði enn
ekki náð að taka frídag eða helgi.
Afi bað mig að passa mig á því að
ofgera mér ekki. Seinna í sama
samtali, þegar ég var að spyrja
hann um gamlar minningar,
komst ég að því að þegar hann
tók við búinu í Fagraskógi þegar
pabbi hans veiktist liðu 17 ár
þangað til hann tók sér frídag.
Ég hætti að kvarta.
Fullorðni maðurinn ég er bú-
inn að læra að ekkert er eilíft. En
ég strauja skyrturnar mínar, og
bursta skóna þegar mikið liggur
við. Þegar mig langar að gefast
upp í ræktinni eða í vinnunni
hugsa ég til þess að þegar kýrin
festist á girðingunni skreið afi á
gamals aldri undir hana og lyfti
henni af – og ég klára það sem
klára þarf. Ég fylgi gestum mín-
um alltaf til dyra, og stend fyrir
utan þar til þeir hverfa á brott
inn í lyftur eða niður stiga. Ekki
eins tignarlegur og afi í hlaðvarp-
anum í Fagraskógi, en alltaf með
hugann við hann. Orðstír deyr
aldregi, og það góða sem afi
skildi eftir sig mun lifa í mér líka.
Ég vona að mér lánist að láta það
lifa eftir minn dag.
Magnús Dagur Ásbjörnsson.
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama;
en orðstír
deyr aldregi,
hveim er sér góðan getur.
(Úr Hávamálum)
Elskulegi ljúfi föðurbróðir
okkar, Magnús Stefánsson, er
fallinn frá.
Við áttum því láni að fagna
systkinin á Barði að bræðurnir
frá Fagraskógi voru afar sam-
rýndir og því voru reglulegar
ferðir í sveitina hluti af heims-
mynd okkar í æsku. Þar var
Magnús bóndi, hreppstjóri og öð-
lingur í öndvegi.
Heimili Magnúsar og Auðar
stóð okkur ávallt opið þar sem
tekið var á móti okkur með þéttu
faðmlagi og veisluföngum. Það
voru ávallt höfðinglegar mót-
tökur.
Æskuminningar eigum við
góðar úr heyskap, göngum og
réttum, berjaferðum, fyrirdrætti
og sjóferðum í Arnarnesvík.
Þessar ferðir í sveitina voru okk-
ur dýrmætar þá og enn dýrmæt-
ari í dag.
Stórfjölskyldan hélt í ríkuleg-
ar hefðir. Engin jól voru í æsku
án jólamessunnar á Möðruvöllum
og höfðinglegum jólaboðum í
Fagrarskógi á jóladag. Þessi
samvera fjölskyldunnar var stór
hluti af jólahátíðinni.
Magnús var lánsamur að eign-
ast Auði fyrir lífsförunaut. Hún
stóð sem klettur við hlið hans og
voru þau samhent í öllu því sem
þau tóku sér fyrir hendur. Með
börnum sínum, þeim Þóru, Stef-
áni og Birni, stóð fjölskyldan allt-
af saman í leik og starfi og sýndu
styrk sinn þegar á móti blés.
Elsku Magnúsi frænda þökk-
um við fyrir allt.
Við vottum Auði, Þóru, Stef-
áni, Birni og fjölskyldum þeirra
okkar innilegustu samúð.
Blessuð sé minning Magnúsar
Stefánssonar.
Systkinin á Barði,
Þóra Ragnheiður
Stefánsdóttir
Stefán Stefánsson
Davíð Stefánsson.
Magnús Stefánsson bóndi í
Fagraskógi er fallinn frá. Ég leit
alltaf á hann sem bændahöfð-
ingja. Allt umhverfið á bænum
hans bar vott um snyrtimennsku
og myndarskap. Ég kynntist
Magnúsi fyrst sem tilvonandi
tengdaföður yngsta bróður míns,
Ásbjörns, en þau Þóra Björg
Magnúsdóttir höfðu verið par frá
fyrstu árum sínum saman í
Menntaskólanum á Akureyri.
Magnús var mjög myndarleg-
ur maður, ég vil segja höfðing-
legur í fasi.
Hann var afar rólegur og yf-
irvegaður en þó var mjög stutt í
brosið og hann kunni vel að
greina skoplegu hliðarnar á til-
verunni. Hann var tvímælalaust
fyrirmaður í sínu héraði, Eyja-
firði, og naut þar mikillar virð-
ingar.
Samt var hann fjarri því að
sækjast eftir metorðum. Mér er
ekki kunnugt hversu oft eða lengi
hann gegndi sveitarstjórnar-
störfum; ég efast um að efa að
það hafi verið oft eða lengi.
En ég vissi að hann gegndi oft
formennsku í sóknarnefnd
Möðruvalla og það krafðist
stundum mikillar lipurðar og
sáttavilja.
En kynni mín af Magnúsi hóf-
ust fyrir alvöru og urðu nokkuð
náin að ég held þegar ég byrjaði
á mínu pólitíska brölti á níunda
áratugnum. Hann var einn sá
fyrsti sem ég leitaði ráða hjá og
reyndist mér einna hollráðastur
allra.
Ég man sérstaklega eftir einu
spjalli þegar hann gaf sér tíma til
að setjast niður með mér eftir
morgunmjaltir. Hann sagði þá að
ég skyldi ekki endilega búast við
því að það gengi nákvæmlega eft-
ir sem ég hafði lagt upp með og
keppti að. Kjósendur væru allir
að sækjast eftir góðum mönnum
á framboðslista flokkanna en ný-
ir frambjóðendur hrepptu sjaldn-
ast efstu sætin á lista svona í
fyrsta sinn. Menn þyrftu að
kynna sig og kynnast og það væri
þolinmæðisverk. Ég sá það
seinna hvað hann hafði haft rétt
fyrir sér og vildi mér vel með
þessu.
Ég man að ég fékk stundum að
leggja mig í gestaherberginu í
Fagraskógi yfir mig þreyttur eft-
ir ferðalög og vökur og kaffi-
drykkjur. Auður vissi alltaf af
reynslu eða eðlishvöt að svangur
maður þarf eitthvað staðgott að
borða til að geta sofnað og hvílst.
Þjóðskáldið Davíð Stefánsson,
frændi Magnúsar, segir í einu
sinna bestu kvæða: „Á þessum
bóndabæ bíða mín opnar dyr.“
Þannig var mín tilfinning alltaf
eftir að hafa komið við í Fagra-
skógi.
Tíminn leið og ég hvarf fljót-
lega til annarra starfa. En
tengslin við Magnús í Fagraskógi
héldust í áratugi. Líf okkar
mannanna tekur oft óvænta
stefnu. Ásbjörn, bróðir minn og
tengdasonur Magnúsar, varð
bráðkvaddur rúmlega fertugur
að aldri veturinn 1998. Þá var
mikill harmur kveðinn að báðum
okkar fjölskyldum. Ég mun aldr-
ei gleyma löngu og innilegu
faðmlagi okkar Magnúsar við þá
kistulagningu. Ég kveð Magnús í
Fagraskógi með söknuði.
Auði, Þóru, Magnúsi, Krist-
jönu, Auði yngri og Ásthildi sendi
ég innilegar samúðarkveðjur svo
og sonum Magnúsar og Auðar,
Stefáni og Birni og fjölskyldum
þeirra.
Björn Dagbjartsson.
Seint á hlýju sumarkvöldi síð-
asta dag júlímánaðar fyrir rétt-
um þremur áratugum renndum
við í hlað á Möðruvöllum í Hörg-
árdal. Efst á tröppum prests-
hússins stóð þáverandi formaður
sóknarnefndar, Magnús í Fagra-
skógi, alvarlegur á svip. Prests-
kosning var nýafstaðin úti í
kirkju. Við hjónin vorum hingað
komin til að heyra hver niður-
staðan hefði orðið. Hún snerti
framtíð okkar. Hjartað sló ótt og
títt í brjósti mínu þegar ég gekk
upp tröppurnar til móts við
Magnús. Skyndilega ljómaði and-
lit hans í björtu brosi og hann
breiddi út faðminn á móti okkur.
Það þurfti engin frekari orð til að
tjá okkur hver niðurstaða kosn-
inganna hefði orðið, og í þéttu og
hlýju faðmlagi hans fannst mér
ég vera komin heim. Þessi mynd
verður ætíð greipt í huga mér
umvafin birtu og ilmi sumarsins í
Hörgárdal.
Ég er stolt af því að hafa mátt
telja Auði og Magnús í Fagra-
skógi til minna kærustu vina all-
ar götur síðan. Sjaldan leið meira
en árið milli samfunda, eftir-
væntingin ætíð söm í brjósti mér
eftir hlýju faðmlagi Magnúsar og
einlægu brosi Auðar. Svo var
sest að spjalli og raktar úr manni
garnirnar um börn og buru og
þjóðmálin krufin. Áhugi þeirra á
högum manns örvaði og gladdi
hugann svo mjög að hversdags-
legt amstur öðlaðist dýpri merk-
ingu og litlir hlutir urðu stærri. Í
notalegri kyrrð fallegu stofunnar
á Holtateigi varstu miðdepill at-
hygli og það sem upp úr þér valt
svo ótrúlega skemmtilegt. Góm-
sætt kaffibrauð húsfreyjunnar
var borið fyrir þig sem værir þú
eðalborin. Þú upplifðir þig slíkan
aufúsugest að það gaf þér byr
undir báða vængi lengi á eftir.
Magnús í Fagraskógi var ein-
staklega glæsilegur maður eins
og hann átti kyn til. Hann hafði
ákveðnar skoðanir og gat verið
fastur fyrir, var virkur í pólitík
og studdi með ráðum og dáð þau
málefni sem hann bar fyrir
brjósti. Honum var íslensk
menning í blóð borin og taldi
þjóðkirkjuna meðal annars mik-
ilvægan hlekk í viðhaldi hennar.
Hann vann enda sóknarkirkju
sinni á Möðruvöllum ötullega
meðan hann bjó búi sínu í Fagra-
skógi.
Á kveðjustundu er hugurinn
barmafullur af þakklæti. Á sama
tíma er söknuðurinn djúpur og
sár. Magnús var enginn meðal-
maður, hann stóð upp úr á svo
margan hátt og hafði óvenju
sterka nærveru. Um það munu
aðrir vitna sem hann þekktu.
Heittelskaðri vinkonu minni Auði
og elskulegri fjölskyldu þeirra
Magnúsar votta ég einlæga sam-
úð. Far vel kæri vinur og haf
þökk fyrir vináttuna.
Kristín Magnúsdóttir.
Blómið
Því lengri för sem er farin
því fegra er heim að sjá
og blómið við bæjarvegginn
er blómið sem allir þrá.
(Davíð Stefánsson frá Fagraskógi)
Fyrir nokkrum árum, að
áliðnu sumri, voru vinir okkar
Auður og Magnús sem oftar
stödd með okkur í Frændagarði,
sumarhúsi fjölskyldu okkar aust-
ur á Héraði.
Það var logn og dagur að
kveldi kominn er við Magnús
göngum út ásinn. Erum á leið að
vitja um silunganet í Grafarvatni.
Við spjölluðum um heima og
geima.
Vatnið framundan í kvöld-
kyrrðinni. Göngum síðasta spöl-
inn hljóðir, viljum ekki rjúfa
kvöldkyrrðina og þá ægifegurð
sem blasir við. Vatnið eins og
spegill, ásarnir umhverfis vatnið
speglast í yfirborðinu. Fjalldrapi,
lyng og móagróður á milli klapp-
arrima.
Setjumst í bátinn, ekkert hljóð
aðeins gjálfur við bátinn, náttúr-
an sefur. Árarnar settar varlega í
vatnið. Himbrimarnir hljóðir úti
á miðju vatninu með ungahnoðr-
ana sína tvo, álftir í fjarska með
höfuð undir væng og mófuglarnir
sofa eins og náttúran.
Það er ekkert sem raskar
kyrrð lágnættisins nema gjálfrið
við kinnung bátsins og buslið
þegar bleikjan sem föst er í net-
inu kemur upp í yfirborðið. Rér-
um hægt og hljóðlega til baka,
brýndum bátnum og gengum
heim á leið. Það voru nánast
helgispjöll að hreyfa sig, grasið
tindraði í móunum. Það var kom-
in dögg.
Við skulum ljúka göngunni
vinur þegar við hittumst síðar í
Vonarlandinu.
Við þökkum góða vináttu og
samverustundir á liðnum árum
og færum Auði og fjölskyldunni
okkar innilegustu samúðarkveðj-
ur.
Ingibjörg Þórarinsdóttir.
Guðmundur S. Jóhannsson.
Magnús Vilhelm
Stefánsson