Morgunblaðið - 06.09.2019, Síða 30

Morgunblaðið - 06.09.2019, Síða 30
30 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2019 Hringdu í síma 580 7000 eða farðu á heimavorn.is HVARSEMÞÚERT SAMSTARFSAÐILI Öryggiskerfi 09:41 100% 70 ára Laufey er frá Ytri-Knarrartungu í Breiðuvík á Snæfells- nesi. Hún vann ýmis störf, meðal annars á Hótel Búðum og keyrði leigubíl í þrjú ár. Laufey er búsett í Reykja- nesbæ. Maki: Kristinn Arnberg, f. 1946, skipstjóri, lengst á Gullfaxa SH 125. Börn: Kristgeir, f. 1966, Hallfreður, f. 1969, Óðinn, f. 1972, Jón, f. 1976, og Kristinn Arnberg, f. 1981. Barnabörnin eru fjórtán og langömmubörn eru þrjú og eitt á leið- inni. Foreldrar: Jón Geirmundur Kristinsson, f. 1923, leigubílstjóri í Hafnarfirði og búsettur þar, og Erla Olsen, f. 1932, húsmóðir í Vest- mannaeyjum, nú búsett í Reykjanesbæ. Laufey Dagmar Jónsdóttir Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Nú er rétti tíminn til þess að gera áætlun og kippa því í lag sem hefur farið úrskeiðis. En alvara lífsins tekur alltaf við aftur. 20. apríl - 20. maí  Naut Einhver ótti steðjar að þér í sam- bandi við það að þú náir ekki takmarki þínu. Sá tími kemur að þú munt geta sagt hug þinn allan. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þínar þarfir og annarra pasa ekki jafn vel saman og þú varst að vonast til. Reyndu að sýna öðrum meiri þolinmæði. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Rétt er að þú vitir að í dag verður óstöðugleiki á sviðum eigna þinna og fjár- mála. Hlustaðu á það sem aðrir segja, tjá- skipti eru þýðingarmeiri en ella í dag. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú finnur löngun hjá þér til að gera eitthvað nýtt og gætir fengið tækifæri til þess fyrr en síðar. Sinntu verkefnum sem krefjast einbeitingar og nákvæmni. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú hefur lagt hart að þér að und- anförnu og ert að uppskera laun erfiðis þíns. Sýndu þínum nánustu skilning og stuðning í dag. 23. sept. - 22. okt.  Vog Það er huggun í því að vita hvað morgundagurinn ber í skauti sér. Víðsýni þín og innsæi í dag er ótrúlega mikið. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þetta er góður dagur til fast- eignaviðskipta eða annarra útgjalda sem tengjast heimili þínu. Leggðu áherslu á að umgangast aðeins jákvætt fólk. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Vandamál gæti komið upp varðandi heimilið sem gæti reynst þér erf- itt að leysa. Leyfðu vinum þínum að um- vefja þig kærleika nú. 22. des. - 19. janúar Steingeit Ef þú ert ekki ánægður með stöðu mála er kominn tími til að gera eitt- hvað í því. Ef þér finnst eitthvað ekki rétt skaltu rannsaka málið. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þar sem þú ert á endalausum þeytingi fyrir vinnuna skaltu huga að þeim sem heima sitja. Njóttu þess að vera í sambandi við annað fólk. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú þarft að taka þátt í sameig- inlegum kostnaði og verður að gæta þess að láta smámunasemina ekki ná tökum á þér. undur og skáld. Foreldrar hans voru Katrín Guðjónsdóttir, f. 27.3. 1935, d. 2.3. 1996, gítarkennari og ball- ettdansari í Reykjavík, og Erlingur Gíslason, f. 13.3. 1933, d. 8.3. 2016, leikari í Reykjavík. Þau skildu. Börn Kristínar og Friðriks eru Þórður Kalman Friðriksson, f. 30.10. 2008, og Hjalti Kiljan Friðriksson, f. 5.10. 2012. Stjúpsonur Kristínar og sonur Friðriks er Patrekur Kári Friðriksson, f. 13.6. 2006. Hálfsystkini Kristínar eru Guðrún Hulda Ólafsdóttir, f. 19.9. 1971, fast- eignasali og lögmaður, sammæðra, og systur Kristínar samfeðra eru Jóna Sigurbjörg Þórðardóttir, f. 16.1. fjórða stigi og gríp í hljóðfærið af og til, en framfarir hafa heldur látið á sér standa.“ Eitt er það áhugamál sem hefur yfirtekið frítíma fjölskyld- unnar undanfarin ár og það er fót- bolti. Drengirnir Þórður Kalman og Hjalti Kiljan æfa með Knattspyrnu- félagi Rangæinga (KFR) og sækja öll mót og leiki sem völ er á. „Í sumar var að auki haldið á Unglingalands- mót á Höfn í Hornafirði og er stefnan að sækja þær frábæru samkomur áfram.“ Fjölskylda Sambýlismaður Kristínar er Frið- rik Erlingsson, f. 4.3. 1962, rithöf- K ristín Þórðardóttir er fædd 6. september 1979 í Reykjavík en sleit barnsskónum á Eyrarbakka, þar sem foreldrar hennar ráku verslun og síð- ar útgerð. „Áhugi á hestum blundaði alltaf í föður mínum frá hans fyrra lífi í Vestmannaeyjum og stunduðum við feðgin saman hestamennsku af kappi, fyrst á Eyrarbakka, en þegar áhug- inn tók öll völd festi fjölskyldan kaup á jörð í Hvolhreppi hinum forna og hóf hrossarækt í smáum stíl sem kennd er við bæinn Lynghaga.“ Kristín stundaði nám við elsta starfandi barnaskóla á landinu, Barnaskólann á Eyrarbakka, og hélt að því loknu til Reykjavíkur og lagði stund á nám við Menntaskólann í Reykjavík. Hún lauk embættisprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands 24.6. 2006. Með námi stundaði Kristín hesta- mennsku og vann hefðbundin sumar- störf á Hvolsvelli, við kjötvinnslu SS og í Húsasmiðjunni, en sneri sér síðar að störfum tengdum lögfræðinni. Ár- ið 2005 varð hún fulltrúi í afleys- ingum við embætti Sýslumanns á Hvolsvelli og þá varð ekki aftur snúið. Kristín starfaði í sveitarstjórn Rang- árþings eystra frá árinu 2010 þar til hún varð settur sýslumaður á Suður- landi 1.5. 2017. Kristín var skipuð sýslumaður á Suðurlandi þann 1.8. 2018. „Það var lærdómsríkur tími að starfa í sveitarstjórn og mér var sýnt traust með kjöri mínu, en það fór auð- vitað ekki saman að halda áfram þar og vera sýslumaður. Hins vegar hef- ur reynslan úr sveitarstjórn komið að góðum notum enda er sýslumanni nauðsynlegt að vera í góðum tengslum við stjórnendur sveitar- félaga í umdæminu.“ Kristín gegnir nú formennsku í Sýslumannaráði, sem er samstarfsnefnd sýslumanna og dómsmálaráðuneytisins. Auk þess er hún settur sýslumaður í Vest- mannaeyjum. Helstu áhugamál Kristínar eru hestamennska, tónlist og menning í hinum víðasta skilningi. „Við mæðg- urnar erum ennþá með hrossarækt í Lynghaga, en við fáum eitt til tvö fol- öld á ári svo við erum ekki stórtækar í þessu. Ég spila á píanó, lauk námi á 1947, búsett í Reykjavík; Ásdís Þórð- ardóttir, f. 2.1. 1948, d. 7.7. 1991, flug- freyja, síðar lögg. fasteignasali í Garðabæ; Ingibjörg Þórðardóttir, f. 19.3. 1955, lögg. fasteignasali í Reykjavík; og Þuríður Þórðardóttir, f. 9.5. 1963, hóteleigandi í Austurríki og á Akureyri. Foreldrar Kristínar: Þórður S. Þórðarson, f. 19.3. 1925, d. 24.9. 1994, útgerðarmaður og rakarameistari í Vestmannaeyjum, og Ingibjörg Jó- hannesdóttir, f. 5.10. 1947, fyrrver- andi kennari, útgerðarmaður og bóndi. Þau gengu í hjúskap á að- fangadag 1979. Ingibjörg er búsett á Hvolsvelli. Kristín Þórðardóttir, sýslumaður á Suðurlandi – 40 ára Fjölskyldan Frá vinstri: Friðrik, Patrekur Kári, Hjalti Kiljan, Þórður Kalman og Kristín heima um áramót. Vel í sveit sett Í Öræfum Kristín með sonum sínum við Svínafellsjökul í sumar. Sýslumaðurinn Í hátíðarbúningi. Sigrún Haraldsdóttir á Lýtingsstöðum varð áttræð 2. sept- ember sl. Hún er ættuð frá Efri-Rauðalæk, dóttir Haraldar Halldórssonar og Ólafíu Hrefnu Sigþórsdóttur. Bræður Sig- rún eru Valur, Runólfur, Halldór og Helgi. Eiginmaður Sigrún- ar var Eiríkur Sigurjónsson, bóndi að Lýtingsstöðum. Þau eignuðust fimm börn, Guðrúnu Arndísi, Sigurjón, Harald, Ólafíu og Guðnýju, öll búsett í Rangárþingi ytra. Barnabörnin eru tólf og barnabarnabörnin átta. Eiríkur lést árið 1999. Sigrún vann lengst af sem ráðskona í Laugalandsskóla í Holtum og á fjöllum. Árið 1965 fór hún fyrst kvenna sem fjallmaður á Landmannaafrétt og þá á hesti. Sigrún var formaður Kvenfélagsins Einingar í Holtum tvisvar sinnum, var lengi virk í hestamannafélaginu Geysi og í Hrossaræktarfélagi Holtamanna. Á morgun, laugardag, fagnar Sigrún tímamótunum með vinum, ættingjum og fjölskyldu að Laugalandi í Holtum. 80 ára afmæli 60 ára Sif ólst upp á Hólmavík á Ströndum en býr í Reykjavík. Hún er kennaramenntuð og er með meistara- gráðu í stjórnun frá Kennaraháskólanum. Hún er skólastjóri í Norðlingaskóla. Maki: Zophonías Einarsson, f. 1959, kennari í Hörðuvallaskóla í Kópavogi. Börn: Vígþór Sjafnar, f. 1981, og Sigríður Eir, f. 1986. Barnabörnin eru Brími Steph- en Vígþórsson og Úlfhildur Katrín og Ey- rún Sigríðardætur. Foreldrar: Vígþór Jörundsson, f. 1932, fv. skólastjóri og Sjöfn Ásbjörnsdóttir, f. 1938, kennari. Þau eru búsett í Mos- fellsbæ. Aukaforeldrar hennar: Guðlaugur Jörundsson og Guðrún Haraldsdóttir. Sif Vígþórsdóttir Til hamingju með daginn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.