Morgunblaðið - 06.09.2019, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 06.09.2019, Qupperneq 32
FJÖLNIR Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Sveinn Þorgeirsson, reyndasti leik- maður handknattleiksliðs Fjölnis, er bjartsýnn fyrir komandi keppnis- tímabil í úrvalsdeild karla, þrátt fyr- ir að nýliðarnir í Grafarvoginum hafi ekki bætt við sig neinum nýjum leik- mönnum í sumar. Fjölnismenn eru eina úrvalsdeildarliðið sem hefur ekkert styrkt sig fyrir átök vetr- arins, en liðið hefur leik í Olísdeild- inni á mánudaginn kemur þegar liðið fær ÍR í heimsókn. Fjölni er spáð 12. og neðsta sæti deildarinnar í spá fyrirliða og þjálfara deildarinnar. „Stemningin í liðinu er bara nokk- uð góð fyrir komandi keppnis- tímabili. Við vitum aðeins betur hvað við erum að fara út í núna enda fór- um við flestir upp með liðinu árið 2017 þegar Fjölnir komst í efstu deild í fyrsta sinn. Klúbburinn lærði mikið af tíma sínum í úrvalsdeildinni og þótt við höfum misst nokkra leik- menn síðan þá hefur okkur tekist að halda sama leikmannakjarna. Það var vissulega súrt að falla um deild og allt það en við erum sterkari núna en þá, finnst mér. Það er ekki hægt að segja að spáin hafi komið okkur á óvart. Við höfum ekki sankað að okkur nýjum leikmönnum og við er- um að koma úr deild sem er mun slakari en úrvalsdeildin, með fullri virðingu fyrir 1. deildinni. Það er þess vegna ekkert óeðlilegt að þeim liðum sem koma upp um deild sé spáð falli.“ Unnið að langtímamarkmiðum Þrátt fyrir að Grafarvogsliðið hafi ekkert styrkt sig hefur því einnig tekst að halda öllum sínum leik- mönnum og ítrekar Sveinn að það sé eitt helsta styrkleikamerki liðsins. „Ég hef mikla trú á því að við get- um gert flotta hluti í vetur. Við erum með marga unga, skemmtilega og uppalda leikmenn í hópnum sem geta ekki beðið eftir því baða sig að- eins í sviðsljósinu. Þeir eiga eftir að nýta tækifærið vel og leggjast að- eins fyrir framan myndavélarnar og þeir eiga eftir að njóta sín vel í efstu deild. Okkar stærsti styrkur er ef- laust sá að við höfum náð að halda í sama leikmannakjarna undanfarin ár. Frá því að við fórum upp, aftur niður og svo aftur upp hafa orðið mjög litlar mannabreytingar í Grafarvoginum og við þekkjum hver annan mjög vel. Þótt við höfum ekki bætt við okkur mönnum hafa leik- menn eins og Brynjar Óli sem dæmi farið úr því að lyfta 180 kílógrömm- um í hnébeygju í 200 kílógrömm. Við erum að keyra þetta á ungum pjökk- um sem hafa verið að bæta sig jafnt og þétt, undanfarin ár, í stað þess að fá alltaf inn nýja og nýja leikmenn.“ Fjölnismenn féllu úr efstu deild vorið 2018 en liðið fór strax aftur upp ári síðar og telur Sveinn að það hafi verið mikill stígandi í handbolt- anum í Grafarvogi á undanförnum árum. „Þetta er allt á réttri leið í Grafar- voginum og leiðin hefur legið upp á við hjá Fjölni frá því árið 2014. Þótt klúbburinn hafi fallið um deild 2018 spiluðum við samt sem áður okkar besta handbolta það tímabil að mínu mati. Við lentum í ákveðnum ógöng- um utan vallar og það voru nokkur lítil atriði sem hefði mátt gera betur sem að lokum urðu okkur að falli. Fyrsta markmið okkar í vetur er að sjálfsögðu að halda sæti okkar í deildinni en þessi deild hefur samt verið þannig undanfarin ár að það munar oft litlu á þeim liðum sem halda sér uppi og þeim sem detta svo inn í úrslitakeppni, sem yrði auðvit- að rúsínan í pylsuendanum fyrir okkur. Markmiðið til langs tíma í Grafarvoginum er svo að búa til stöðugt efstudeildarlið með leik- mönnum sem eru uppaldir hér,“ sagði Sveinn í samtali við Morgun- blaðið. Tilbúnir að baða sig í sviðsljósinu Morgunblaðið/Árni Sæberg Skytta Breki Dagsson var markahæstur Fjölnismanna í 1. deildinni í fyrra og næstmarkahæstur þegar þeir léku í úrvalsdeildinni veturinn 2017-18.  Sveinn segir handboltann á mikilli uppleið hjá Fjölni þrátt fyrir fall 2018 32 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2019 Björgvin Páll Rúnarsson Breki Dagsson Brynjar Óli Kristjánsson Elvar Otri Hjálmarsson Goði Ingvar Sveinsson Hafsteinn Óli Berg Ramos Rocha Sveinn Þorgeirsson Þjálfari: Kári Garðarsson. Aðstoðarþjálfari: Guðmundur Rúnar Guðmundsson. Árangur 2018-19: Sigurvegarar í 1. deild. Íslandsmeistari: Aldrei. Bikarmeistari: Aldrei.  Fjölnir fær ÍR í heimsókn í fyrstu umferð Olísdeildarinnar á mánudagskvöldið kl. 19.30. MARKVERÐIR: Andreas Örn Aðalsteinsson Axel Hreinn Hilmisson Bjarki Snær Jónsson HORNAMENN: Bergur Elí Rúnarsson Brynjar Loftsson Daníel Freyr Rúnarsson Viktor Berg Grétarsson Þorleifur Rafn Aðalsteinsson LÍNUMENN: Arnar Máni Rúnarsson Jón Bald Freysson Þorvaldur Tryggvason Þórir Bjarni Traustason ÚTISPILARAR: Aðalsteinn Örn Aðalsteinsson Lið Fjölnis 2019-20 KOMNIR Engir. FARNIR Engir. Breytingar á liði Fjölnis  Engar breytingar á leikmannahópi, sem er kannski ekki eins mikill ókostur og sumir halda.  Hafa mikla hvatningu til þess að afsanna spána sem setti þá í neðsta sæti.  Fáir vita mikið um liðið og það gæti reynst því vel í upphafi móts.  Áhugavert: Eru ungu leikmennirnir tilbúnir í djúpu laugina? Sebastian Alexandersson um Fjölni Inkasso-deild karla Leiknir R. – Keflavík............................... 1:0 Sólon Breki Leifsson 90. Haukar – Njarðvík .................................. 4:0 Kristófer Dan Þórðarson 11., 22., 73., Sean De Silva 41. Staðan: Fjölnir 19 11 5 3 41:19 38 Grótta 19 10 7 2 39:25 37 Leiknir R. 20 11 3 6 34:26 36 Þór 19 9 6 4 30:20 33 Keflavík 20 9 4 7 29:24 31 Víkingur Ó. 19 7 7 5 22:16 28 Fram 19 8 3 8 27:29 27 Þróttur R. 19 6 3 10 34:35 21 Haukar 20 4 7 9 28:36 19 Afturelding 19 5 4 10 25:36 19 Magni 19 4 4 11 22:47 16 Njarðvík 20 4 3 13 20:38 15 Undankeppni EM karla D-RIÐILL: Gíbraltar – Danmörk .............................. 0:6 Robert Skov 6., Christian Eriksen 34.(víti), 50.(víti), Thomas Delaney 69., Christian Gytkjær 73., 78. Írland – Sviss............................................ 1:1 David McGoldrick 85. – Fabian Schär 74. Staðan: Írland 5 3 2 0 6:2 11 Danmörk 4 2 2 0 15:5 8 Sviss 3 1 2 0 6:4 5 Georgía 4 1 0 3 4:8 3 Gíbraltar 4 0 0 4 0:12 0 F-RIÐILL: Færeyjar – Svíþjóð .................................. 0:4 Alexander Isak 12., 15., Victor Lindelöf 23., Robin Quaison 41. Noregur – Malta ...................................... 2:0 Sander Berge 34., Joshua King 45.(víti) Rúmenía – Spánn..................................... 1:2 Florin Andone 59. – Sergio Ramos 29.(víti), Paco Alcacer 47. Staðan: Spánn 5 5 0 0 13:3 15 Svíþjóð 5 3 1 1 12:7 10 Noregur 5 2 2 1 10:7 8 Rúmenía 5 2 1 2 12:7 7 Malta 5 1 0 4 2:12 3 Færeyjar 5 0 0 5 3:16 0 G-RIÐILL: Ísrael – Norður-Makedónía.................... 1:1 Eran Zahavi 55. – Arjan Ademi 64. Staðan: Pólland 4 4 0 0 8:0 12 Ísrael 5 2 2 1 9:8 8 Austurríki 4 2 0 2 7:6 6 Slóvenía 4 1 2 1 7:3 5 N-Makedónía 5 1 2 2 6:8 5 Lettland 4 0 0 4 1:13 0 J-RIÐILL: Armenía – Ítalía....................................... 1:3 Alexander Karapetian 11. – Andrea Belotti 28., Lorenzo Pellegrini 78., sjálfsmark 80. Rautt spjald: Alexander Karapetian (Armeníu) 45. Bosnía – Liechtenstein............................ 5:0 Amer Gojak 11., 89., sjálfsmark 80., Edin Dzeko 85., Edin Visca 87.  Helgi Kolviðsson þjálfar Liechtenstein. Finnland – Grikkland.............................. 1:0 Teemu Pukki 52.(víti) Staðan: Ítalía 5 5 0 0 16:2 15 Finnland 5 4 0 1 7:2 12 Bosnía 5 2 1 2 10:7 7 Armenía 5 2 0 3 8:9 6 Grikkland 5 1 1 3 6:9 4 Liechtenstein 5 0 0 5 0:18 0 ASÍA, 2. umferð, C-riðill: Kambódía – Hong Kong ......................... 1:1  Þorlákur Árnason er aðstoðarþjálfari Hong Kong en þetta var fyrsti leikur liðsins í undankeppninni fyrir HM 2022. Vináttulandsleikir karla Japan – Paragvæ ..................................... 2:0 Yuya Osako 23., Takumi Minamino 30. Georgía – Suður-Kórea .......................... 2:2 Jano Ananidze 40., Giorgi Kvilitaia 90. – Ui- Jo Hwang 47., 85. Svartfjallaland – Ungverjaland............. 2:1 Nebojsa Kosovic 32., Stefan Mugosa 75. (víti) – Filip Holender 2. Norður-Írland – Lúxemborg.................. 1:0 Sjálfsmark 37. Danmörk Bikarkeppnin, 2. umferð: BK Viktoria – SönderjyskE ................... 0:5  Eggert Gunnþór Jónsson lék í 70 mín- útur með SönderjyskE en Ísak Óli Ólafsson er með 21-árs landsliði Íslands í undirbún- ingi fyrir EM-leiki. Mót U15 stúlkna í Víetnam Víetnam – Ísland...................................... 0:2 Snædís María Jörundsdóttir 10., 50.  Ísland vann þar með mótið með 7 stig en liðið sigraði áður Hong Kong, 8:0, og gerði jafntefli, 1:1. við Mjanmar. KNATTSPYRNA Ísland mætir Lúxemborg í dag á Víkingsvelli í fyrsta leik sínum í undankeppni Evrópumóts 21-árs landsliða í knattspyrnu. Miðjumað- urinn Daníel Hafsteinsson segist spenntur fyrir því að hefja keppnina, en hann yfirgaf KA á miðju tímabili og gekk í raðir sænska úr- valsdeildarliðsins Hels- ingborg. Daníel er í 20 manna landsliðshópnum sem Arnar Þór Viðarsson og aðstoð- armaður hans, Eiður Smári Guðjohnsen, völdu fyrir leikina gegn Lúxemborg og Armeníu. Hann hefur spilað alla þrjá vináttuleikina á þessu ári og hafði áður leik- ið fjóra leiki með 21-árs lið- inu þótt hann sé enn aðeins 19 ára gamall. Ísland mætir Armeníu á mánudaginn og fer sá leik- ur einnig fram á Víkings- velli. Hin liðin í riðlinum eru Ítalía, Svíþjóð og Írland. „Ég er mjög spenntur að byrja þessa undankeppni. Þetta eru kannski ekki sterkustu liðin sem við mæt- um í fyrstu leikjunum en við þurfum að hafa fyrir hlut- unum og að sjálfsögðu ætl- um við okkur sigur í þess- um leikjum. Við ætlum okkur að berjast um efstu sætin í riðlinum og reyna að komast áfram,“ sagði Daní- el fyrir æfingu 21-árs lands- liðsins í gær, en viðureign liðanna hefst kl. 17 í dag. gummih@mbl.is Ætlum að berjast um efstu sætin Morgunblaðið/Árni Sæberg U21 Arnar Þór Viðarsson þjálfari fylgist með sínum strákum á æfingu á Víkingsvellinum í gær. HANDBOLTI Þýskaland Flensburg – Erlangen......................... 24:21  Aðalsteinn Eyjólfsson þjálfar Erlangen. Ludwigshafen – Leipzig..................... 34:27  Viggó Kristjánsson skoraði ekki fyrir Leipzig.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.