Morgunblaðið - 06.09.2019, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 06.09.2019, Qupperneq 34
34 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2019 KNATTSPYRNA Undankeppni EM U21 karla: Víkingsv.: Ísland – Lúxemborg................ 17 Úrvalsdeild kvenna, Pepsi Max-deildin: Kórinn: HK/Víkingur – Breiðablik ..... 19.15 1. deild karla, Inkasso-deildin: Eimskipsvöllur: Þróttur R. – Fram......... 20 3. deild karla: KR-völlur: KV – KH ................................. 19 1. deild kvenna, Inkasso-deildin: Eimskipsvöllur: Þróttur R. – FH............. 17 Hertz-völlur: ÍR – Grindavík............... 17.30 Ásvellir: Haukar – Fjölnir ................... 19.15 Kópavogsvöllur: Augnablik – ÍA ............. 20 HANDKNATTLEIKUR EHF-bikar kvenna, fyrri leikur: Origo-höllin: Skuru – Valur ................. 19.30 Í KVÖLD!  Halldóri Jóhanni Sigfússyni hefur verið sagt upp störfum hjá handknatt- leikssambandi Barein en hann þjálfaði þar 21-árs og 19 ára landslið þjóð- arinnar, og var aðstoðarþjálfari hjá Aroni Kristjánssyni, þjálfara A- landsliðsins. Halldór sagði við Vísi í gær að Bareinar hefðu verið ósáttir við að hann hefði nýtt sér fjögurra vikna frí sem samið hafði verið um og vildu stytta það niður í tíu daga. Sér hefði síðan verið sagt upp með WhatsApp- skilaboðum.  Arnar Freyr Arnarsson, línumaður GOG í Danmörku og íslenska lands- liðsins í handknattleik, fer til þýska fé- lagsins Melsungen næsta sumar, sam- kvæmt frétt TV2 í Danmörku í gær. Félag hans vildi ekki ræða málið við TV2 en Arnar kom til GOG frá Kristi- anstad í Svíþjóð í sumar og myndi þá aðeins staldra við þar í eitt ár ef frétt- in er á rökum reist.  Birgir Leifur Hafþórsson og Guð- mundur Ágúst Kristjánsson léku báð- ir á 67 höggum, þremur höggum undir pari vallarins, á fyrsta hring Opna de Bretagne-mótinu í golfi í Frakklandi í gær en mótið er liður í Áskor- endamótaröðinni. Þeir eru jafnir í öðru sæti, einu höggi á eftir Englend- ingnum Robert Dinwiddie.  Þeir Axel Bóasson og Aron Bergs- son féllu í gær úr leik á SM Match- mótinu í golfi í Svíþjóð þegar þeir töp- uðu fyrir sænskum keppendum í 32 manna úrslitum í holukeppni. Axel tapaði fyrir Adam Eineving og Aron tapaði fyrir Christian Sahlström.  Frjálsíþróttakonan María Rún Gunnlaugsdóttir úr FH varð efst í sjö- þraut á danska meistaramótinu í fjöl- þrautum sem fram fór í Kaupmanna- höfn um síðustu helgi. Danski meistarinn fékk 5.151 stig en María hlaut 5.285 stig og vann tvær greinar af sjö, hástökk og 200 m hlaup. Besti árang- ur hennar er 5.562 stig, sem hún náði fyrr í sumar og María er í fjórða sæti á af- rekalista grein- arinnar hér- lendis frá upphafi. Í móts- lok kom í ljós að María væri með sprungu í öðrum fótleggnum en hún segir frá því í viðtali á mbl.is/sport. Eitt ogannað EM 2020 Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Þegar árangur karlalandsliðs Mold- óvu í knattspyrnu er skoðaður er skiljanlegt að flestir geri ráð fyrir ís- lenskum sigri í viðureign þjóðanna í undankeppni EM á Laugardalsvell- inum síðdegis á morgun. Landslið Moldóvu er í 135. sæti heimslista FIFA og einu sigurleikir liðsins undanfarin fimm ár eru gegn Andorra og San Marínó. Moldóvum hefur m.a. ekki tekist að vinna Lúxemborg eða Liechtenstein í fimm leikjum gegn þessum þjóðum á þess- um fimm árum. Liðið vann tvo leiki af sex í D-deild Þjóðadeildar UEFA síðasta haust, báða gegn San Marínó, 2:0 heima og 1:0 úti. Þar fékk liðið m.a. 4:0 skell í útileiknum gegn Lúxemborg. Í þeim fjórum umferðum sem bún- ar eru í undankeppni EM hefur Mol- dóva tapað 1:4 fyrir Frakklandi á heimavelli, 0:4 fyrir Tyrklandi á úti- velli og 0:2 fyrir Albaníu á útivelli en unnið heimasigur gegn Andorra, 1:0, þar sem Igor Armas, reyndasti varn- armaður liðsins, skoraði sigur- markið. Ísland og Moldóva hafa aldrei áður mæst í A-landsleik, en Moldóvar fengu sjálfstæði árið 1991 þegar Sov- étríkin liðuðust í sundur. Um leið var hið gamla nafn sovétlýðveldisins, Moldavía, lagt niður og landið hefur frá þeim tíma borið nafnið Moldóva. Moldóvar hafa frá 1994 leikið 120 leiki í undankeppnum EM og HM og aðeins unnið 17 þeirra en tapað 82. Sá nýi er 73 ára gamall Í kjölfarið á slæmu gengi í undan- keppninni til þessa var landsliðsþjálf- arinn Alexandru Spiridon látinn taka pokann sinn í sumar, eftir 2:0 ósig- urinn í Albaníu, og í stað hans var ráðinn Semen Altman, 73 ára gamall Úkraínumaður sem hefur þjálfað fé- lagslið í Úkraínu, Rússlandi og Mol- dóvu og verið aðstoðarþjálfari úkra- ínska landsliðsins. Altman hefur gert talsverðar breytingar á leikmannahópnum frá leikjunum í júní en sumar þeirra þurfti hann að gera vegna meiðsla. Leikjahæsti landsliðsmaður Mold- óvu, Alexandru Epureanu, leikmaður Istanbul Basaksehir í Tyrklandi, er meiddur. Sama er að segja um Vitalie Damascan, efnilegasta leikmann liðs- ins, sem spilar með Fortuna Sittard í Hollandi, og Alexandru Antoniuc, sem er reyndur miðjumaður. Þeir Damascan og Antoniuc þurftu báðir að draga sig út úr hópnum eftir að hann kom saman til æfinga fyrir leik- ina tvo, en Moldóvar taka á móti Tyrkjum næsta þriðjudag, og þá eru tveir leikmenn frá Sheriff Tiraspol sem hafa verið í hópnum að und- anförnu ekki leikfærir vegna meiðsla. Lykilmaður frá Cagliari á miðjunni Þrír leikmenn í hópi Moldóva spila með liðum í vesturhluta Evrópu. Þeirra öflugastur er miðjumaðurinn Artur Ionita, sem hefur leikið 93 leiki með Cagliari í ítölsku A-deildinni undanfarin þrjú ár. Oleg Reabciuk er 21 árs gamall bakvörður hjá Pacos de Ferreira í Portúgal, en hann hefur leikið með varaliði Porto undanfarin tvö ár, og Alexei Koselev er aðal- markvörður Fortuna Sittard í hol- lensku úrvalsdeildinni. Miðjumennirnir Catalin Carp og Radu Ginsari spila í rússnesku úr- valsdeildinni, með Ufa og Krilia Sov- etov, en aðrir leika með liðum í Mold- óvu, Rúmeníu og Aserbaídsjan. Moldóvskur fótbolti er annars best þekktur í Evrópu fyrir frammistöðu Sheriff Tiraspol í Evrópumótunum. Liðið lék einmitt hér á landi í fyrra og sló þá Val naumlega út. Sheriff hefur fjórum sinnum á síðustu tíu árum komist í riðlakeppni Evrópudeild- arinnar og oft náð góðum úrslitum gegn sterkum liðum. Moldóvar mæta með nýj- an þjálfara í Laugardalinn  Miklar breytingar á liðinu  Moldóva hefur unnið fáa leiki undanfarin ár Ljósmynd/Knattspyrnusamband Moldóvu Moldóva Byrjunarliðið sem vann Andorra 1:0 í undankeppni EM 8. júní. Aftari röð frá vinstri: Ionita, Koselev, Carp, Armas, Efros og Ginsari. Fremri röð: Damascan, Jardan, Reabciuk, Suvorov og Antoniuc. Leiknir úr Reykjavík styrkti stöðu sína í baráttunni um sæti í úrvalsdeild karla í fótbolta verulega í gærkvöld með því að vinna Keflvíkinga 1:0 í Breiðholtinu. Sólon Breki Leifsson skoraði sigurmarkið á lokamínútum leiksins. Þar með skutust Leiknismenn upp í þriðja sætið og settu aukna pressu á Fjölni og Gróttu sem eru tveimur og einu stigi ofar en eiga leik til góða. Leiknir á eftir að mæta Fjölni í næstsíðustu umferð deildarinnar og þar gæti mikið verið undir. Kristófer Dan Þórðarson skoraði þrennu og lagði upp eitt mark þegar Haukar unnu Njarðvík 4:0 í mikl- um fallslag á Ásvöllum. Þar með eiga nú Haukar alla möguleika á að bjarga sér frá falli en ljóst er að Njarð- víkingar verða að vinna bæði Gróttu og Víking frá Ólafsvík til að eiga möguleika á að forðast fall. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Toppbarátta Leiknismaðurinn Ernir Bjarnason með boltann í leiknum gegn Keflvíkingum í gær. Leiknir setur pressu á toppliðin Eva Björk Dav- íðsdóttir, lands- liðskona í hand- knattleik, verður í þeirri sérstöku stöðu að vera mótherji Vals þegar sænska lið- ið Skuru heim- sækir Hlíð- arendaliðið í 1. umferð EHF- bikarsins. Liðin mætast á Hlíð- arenda í kvöld klukkan 19.30 og aft- ur á sunnudagskvöldið en félögin sömdu um að báðir leikir þeirra færu fram hér á landi. Sigurliðið mætir Zevzda Zvenigorod frá Rúss- landi í 2. umferð. Eva gekk til liðs við Skuru í sum- ar, eftir að hafa leikið með Ajax í Danmörku, en liðið varð sænskur deildarmeistari síðasta vetur og tap- aði úrslitaeinvígi um meistaratit- ilinn. Eva telur að Skuru sé með sterk- ara lið en Valur. „Ég myndi segja það. Þetta er samt fyrsta ár mitt í sænsku deildinni þannig að það er erfitt að meta það almennilega, en mér finnst við vera með sterkt lið og ég tel möguleika okkar vera góða,“ sagði Eva Björk í gær en viðtalið við hana í heild er að finna á mbl.is/ sport/handbolti. Eva Björk mætir Val á Hlíðarenda Eva Björk Davíðsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.