Morgunblaðið - 11.09.2019, Page 6
Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræð-
ingur Íslandsbanka, segir allar líkur á
að ríkissjóður Íslands muni geta sótt
sér erlend lán á hagstæðari kjörum.
Kjörin á erlendum skuldabréfum rík-
issjóðs myndi síðan grunn fyrir verð-
lagningu á öðrum erlendum skuldum,
þar með talið hjá fyrirtækjum eins og
Landsvirkjun og hjá bönkunum. Það
vegi mögulega þyngra í hagkerfinu en
lægri vaxtabyrði ríkissjóðs sjálfs.
Vitnar um lítinn hagvöxt
Hann segir lága vexti í Evrópu end-
urspegla lítinn hagvöxt í mörgum ríkj-
um álfunnar.
„Ástæðan fyrir vaxtaþróuninni er
meðal annars hvað mörg stærri hag-
kerfi Evrópu ætla seint að rétta úr
kútnum. Þá eru vísbendingar um
skammvinna niðursveiflu í Þýska-
landi. Fyrir lítið og útflutningsdrifið
hagkerfi eins og Ísland hjálpar það
ekki til ef það gefur á bátinn í stóru
hagkerfunum. Undirliggjandi ástæð-
ur vaxtalækkunarinnar munu því ekki
hjálpa okkur í gegnum niðursveifluna
en áhrifin af vaxtaþróuninni sem slíkri
eru jákvæð,“ segir Jón Bjarki.
Útlit er fyrir vaxtalækkanir
Vextir af ríkisskuldabréfum eru orðnir neikvæðir í mörgum hagkerfum
Aðalhagfræðingur Íslandsbanka telur þróunina geta lækkað vexti á Íslandi
Meginvextir Seðlabanka Íslands Ávöxtunarkrafa á óverðtryggðum ríkisskuldabréfum
Þróunin frá aldamótum
18%
16%
14%
12%
10%
8%
6%
4%
2%
’00 ’01 ’02 ’03 ’04 ’05 ’06 ’07 ’08 ’09 ’10 ’11 ’12 ’13 ’14 ’15 ’16 ’17 ’18 ’19
5 ár 10 ár 30 ár
Sviss -1,138% -1,048% -0,604%
Þýskaland -0,9252% -0,718% -0,264%
Holland -0,828% -0,577% -0,2416%
Danmörk -0,856% -0,683% *
Finnland -0,775% -0,448% -0,013%
Svíþjóð -0,714% -0,375% *
Japan -0,338% -0,268% 0,167%
Austurríki -0,7318% -0,462% 0,104%
Frakkland -0,7661% -0,4381% 0,3638%
Belgía -0,747% -0,378% 0,452%
Írland -0,5422% -0,114% 0,676%
Spánn -0,389% 0,06% 0,908%
Portúgal -0,345% 0,092% 0,951%
Ítalía 0,457% 1,043% 2,083%
Bretland 0,299% 0,454% 0,995%
Ástralía 0,691% 0,898% 1,514%
Nýja-Sjáland 0,878% 1,105% *
Kanada 1,161% 1,126% 1,371%
Bandaríkin 1,3776% 1,4677% 1,9256%
Heimild: Seðlabanki Íslands *Ekki gefi n út. Heimild: Refi nitiv
3,5%
Yngvi
Harðarson
Jón Bjarki
Bentsson
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Síðustu áratugi hefur verðbólgan jafn-
an farið af stað og vextir hækkað á Ís-
landi í niðursveiflu. Nú eru hins vegar
horfur á enn frekari vaxtalækkunum
þrátt fyrir samdrátt.
Það gæti aftur dregið úr vaxtabyrði
ríkissjóðs á næstu árum og gert fjár-
festingar á Íslandi fýsilegri.
Eins og sýnt er á grafi hér til hliðar
voru neikvæðir vextir á ríkisskulda-
bréfum í mörgum þróuðum hag-
kerfum í lok ágúst. Til dæmis voru
-0,6% vextir af 30 ára ríkisskuldabréf-
um í Sviss, sem þýðir að borga þarf
fyrir vörslu bréfanna. Þau bera enda
neikvæða vexti. Taflan sýnir óverð-
tryggða vexti og tekur ekki tillit til
verðbólgu. Þá gerðist það í Bandaríkj-
unum í lok ágúst að vextir af 30 ára
ríkisskuldabréfum lækkuðu um 0,6%.
Það var mesta lækkun frá árinu 2011,
þegar evrukreppan var í algleymingi,
að því er fram kom í fréttaskýringu
Reuters. Þá benti fréttastofa CNBC á
að þýska ríkið hefði í ágúst sl. í fyrsta
sinn boðið 0% vexti af 30 ára ríkis-
skuldabréfum. Það þýði að þýska ríkið
muni ekki greiða neina vexti af bréf-
unum þar til þau renna út 2050. Vext-
irnir fóru síðan undir núllið.
Tveir viðmælendur Morgunblaðs-
ins sem eru með íbúðalán í Danmörku
höfðu í flimtingum að viðskiptabanki
þeirra ætti að borga þeim fyrir lántök-
una. Svo lágir væru vextirnir.
Mörg ríkin skuldsett
Seðlabankinn lækkaði meginvexti í
3,5% í ágúst og eru væntingar um enn
frekari vaxtalækkanir.
Yngvi Harðarson, hagfræðingur og
framkvæmdastjóri Analytica, segir
fjármögnun íslenska ríkisins jafnan
hafa orðið dýrari á erlendum mörk-
uðum í niðursveiflu. Lánshæfið hafi
versnað. Nú séu hins vegar mörg er-
lend ríki skuldsett, þar með talið ríkin
á evrusvæðinu. Þá sé tiltekt í fjár-
málakerfinu nær lokið hérlendis í kjöl-
far alþjóðlegu fjármálakreppunnar
haustið 2008.
Yngvi segir aðspurður rætt um það
innan fjármálaheimsins að mögulega
sé þörf á leiðréttingu á mörkuðum í
Evrópu. Hlutabréfamarkaðurinn hafi
tekið mið af lágri ávöxtunarkröfu
ríkisskuldabréfa sem sé mögulega
ósjálfbær til lengri tíma. Þá geti nei-
kvæð áhrif af viðskiptastríði Kína og
Bandaríkjanna bitnað á afkomu fyrir-
tækja á heimsvísu. Jafnframt bendir
Yngvi á að lágir vextir í Japan vitni
um að hagkerfi landsins hafi ekki jafn-
að sig eftir kreppuna í lok 9. áratugar-
ins.
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. SEPTEMBER 2019
Smiðjuvegur 68, Kópavogi | S. 587 1350 | bifreidaverkstaedi.is
Höfum sérhæft okkur í Toyota viðgerðum síðan 1995
Fljót, örugg og persónuleg þjónusta
Allar almennar bílaviðgerðir
Fram kemur í nýju yfirliti Lánamála
ríkisins að hlutfall skulda af vergri
landsframleiðslu var 30,3% í ágúst.
Til samanburðar var hlutfallið
27,6% í maí sl. og hefur því hækkað
um 2,7%. Þá hafa erlendar skuldir
hækkað úr 129,3 milljörðum í 190,5
milljarða króna, eða um rúma 70
milljarða.
Sturla Pálsson, framkvæmda-
stjóri markaðsviðskipta og fjárstýr-
ingar hjá Seðlabanka Íslands, segir
aðspurður að útgáfa 500 milljóna
evra skuldabréfs hinn 20. júní síð-
astliðinn skýri aukningu erlendra
skulda. Athygli vekur að skuldabréf-
ið bar 0,1% vexti en til samanburðar
voru 0,5% vextir á skuldabréfi í
evrum sem gefið var út 13. desem-
ber 2017 og 2,5% vextir á öðru
skuldabréfi sem gefið var út í evrum
15. júlí 2014.
Vextirnir hafa því lækkað mikið.
Sturla segir vexti hafa haldið
áfram að lækka síðan skuldabréfið
með 0,1% vöxtum var gefið út í júní.
Hins vegar sé ekkert sem bendi til
þess að ríkissjóður þurfi á auknu
lánsfjármagni að halda.
„Eftir sem áður er stefnan sú að
gefa út skuldir á erlendum markaði
á eins til tveggja ára fresti. Ég held
að það verði áfram horft til þess,
burtséð frá vaxtaþróun á mark-
aðnum. Þetta er fyrst og fremst
langtímahugsun sem gengur út á að
viðhalda aðgangi ríkissjóðs og ann-
arra innlendra aðila að erlendum
lánsfjármörkuðum,“ segir Sturla.
Hann segir aðspurður að með tíð
og tíma muni vaxtabyrði ríkissjóðs
minnka vegna lækkandi vaxta.
Þá segir hann aðspurður að hag-
stæð kjör á erlendum lánamörk-
uðum geti mögulega þrýst niður
vöxtum af innlendum lánum.
„Það er hugsanlegt því fagfjár-
festar sem horfa á innlenda vaxta-
markaðinn sjá náttúrlega að vextir á
Íslandi eru töluvert hærri en til
dæmis á ríkisskuldabréfum Evrópu-
ríkja og líka í Bandaríkjunum. Það
eitt og sér er vissulega hvati til þess
að laða fjármagn að innlendum
lánamörkuðum.“
Lækkandi vaxtabyrði ríkisins
SKULDABRÉF GEFIÐ ÚT Í EVRUM Í JÚNÍ BAR 0,1% VEXTI
Morgunblaðið/Golli
Magnús Heimir Jónasson
mhj@mbl.is
Starfsmenn Þjónustumiðstöðvar
Kópavogs hafa hafist handa við að
rífa niðurnídd hús við Elliðavatn.
Hörður Þorsteinsson, fram-
kvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits
Hafnarfjarðar- og Kópavogs-
svæðis, segir að byrjað verði á
þeim 12 húsum sem verst eru farin.
„Við munum reyna að hreinsa upp
allt svæðið þannig að þar verði
ekki glerbrot eða aðstæður sem
geta valdið skaða. Það er megin-
markmið okkar að svæðið skapi
ekki almannahættu,“ segir
Hörður.
Um er að ræða niðurnídd sumar-
hús skammt frá Vatnsendahverfi.
Svæðið er í eigu dánarbús athafna-
mannsins Þorsteins Hjaltested,
landeiganda á Vatnsenda, sem lést í
desember í fyrra.
Brotnar rúður og brunninn bíll
Í umræddum sumarhúsum eru
brotnar rúður og í nágrenni þeirra
ónýt húsgögn og brunninn bíll, svo
eitthvað sé nefnt. Húsin standa á
einkalandi og segir Hörður að
heimild sé fyrir því að láta eiganda
standa fyrir kostnaði á hreinsun-
inni. „Það er í sjálfu sér ekki tíma-
bært að ræða það. Við eigum eftir
að sjá kostnaðinn. Kópavogsbær
var búinn að bjóðast til þess að sjá
um þessa hreinsun þannig að þetta
er nú aðeins snúnara mál en svo,“
segir Hörður.
Hreinsun hefst við Elliðavatn
Niðurnídd hús rifin Markmiðið að svæðið skapi ekki
almannahættu, segir framkvæmdastjóri heilbrigðiseftirlits
Morgunblaðið/Hari
Hús Íbúar á Vatnsenda hafa kvart-
að yfir húsunum sem nú verða rifin.
Sjúkraþjálfun á höfuðborgarsvæðinu
hefur verið boðin út og er skilafrestur
tilboða til 17. október. Ríkiskaup
óska, fyrir hönd SÍ, eftir tilboðum frá
fyrirtækjum sem reka sjúkraþjálf-
unarstofur og
veita sjúkraþjálf-
un á höfuðborgar-
svæðinu. Sjúkra-
þjálfun sem veitt
er til lengri tíma í
heimahúsum er
undanskilin í út-
boðinu. Útboðið á
að leiða til gerðar
rammasamnings.
Stefnt er að því að
samningar til
þriggja ára taki gildi í lok þessa árs
eða byrjun 2020, að því er segir á
heimasíðu Sjúkratrygginga Íslands
(SÍ).
Minna aðgengi að sjúkraþjálfun
„Við óttumst að aðgengi skjólstæð-
inga okkar að sjúkraþjálfun þrengist
með útboðinu,“ sagði Unnur Péturs-
dóttir, formaður Félags sjúkraþjálf-
ara (FS). Hún sagði að FS gerði at-
hugasemdir við margt í útboðsgögn-
unum. „Við höfum kallað eftir upp-
lýsingum frá SÍ í heilt ár án þess að fá
svör. Svo eru okkur gefnar sex vikur
til að gera tilboð í algjörlega nýju
kerfi. Það er of stuttur frestur.“
Unnur sagði að samkvæmt lögum
mætti ríkið ekki bjóða út þjónustu í
samkeppni við þjónustu sem það
sjálft veitti. Spítalarnir væru með
göngudeildir þar sem sjúkraþjálfarar
störfuðu. Þetta þyrfti að skoða, að
mati FS. Hún sagði útboðið vera
óljóst um hverjir mættu bjóða í þjón-
ustuna. Það ylli ugg hjá fólki sem
hefði stofnað til hárra skulda til að
setja á stofn sjúkraþjálfunarstofur.
„Ef þú hefur samband við Sjúkra-
tryggingar og óskar svara ertu orð-
inn óhæfur til að gera tilboð, sam-
kvæmt útboðinu. Þú mátt bara hafa
samband í gegnum einhverja gátt á
netinu,“ sagði Unnur.
Hlutur SÍ í meðferð sjúkraþjálfara
jókst 2017. Unnur sagði að margir
sem ekki hefðu haft efni á að fara í
sjúkraþjálfun hefðu komið aftur.
„Kostnaður við sjúkraþjálfun fór
verulega fram úr áætlun. Hin hliðin
er sú að nýgengi örorku vegna stoð-
kerfissjúkdóma minnkaði í kjölfarið á
aukinni greiðsluþátttöku. Það er
verðugt að rannsaka hvort aukin
sjúkraþjálfun hafi sparað stórar fjár-
hæðir í örorkubótum,“ sagði Unnur.
gudni@mbl.is
Sjúkra-
þjálfun
boðin út
Sjúkraþjálfarar
óttast afleiðingarnar
Unnur
Pétursdóttir