Morgunblaðið - 11.09.2019, Side 15
15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. SEPTEMBER 2019
Hrútskýringar Einn þessara hringhyrndu hrúta, sem höfðu komið sér fyrir á iðjagrænu túni í Kjós, lét móðan mása. Hinir tveir horfðu út í bláinn. Kannski fór hann offari í hrútskýringum.
Eggert
Mér hefur alltaf fund-
ist skemmtilegt að fylgj-
ast með hvernig brugð-
ist er við fjárlagafrum-
varpi þegar það er lagt
fram. Sumir eru þeim
kostum búnir að geta
fellt stóradóm nokkrum
klukkustundum eftir að
viðamikið og að nokkru
flókið skjal lítur dagsins
ljós. Aðrir þurfa lengri
tíma til að kynna sér málið.
En þótt ég bíði spenntur eftir við-
brögðum stjórnarandstöðunnar við
nýju frumvarpi til fjárlaga, verð ég
oftar en ekki fyrir vonbrigðum. Allt er
fyrirsjáanlegt – líkt og handrit sem
búið er að læra og er þulið upp lítið
breytt ár eftir ár.
Fulltrúi Samfylkingarinnar var
fljótur að fara í gamalkunnugt far. Þar
á bæ er litið svo á að ríkið sé að afsala
sér tekjum ef ekki er gengið fram af
fullri hörku í skattheimtu á heimili og
fyrirtæki. Þess vegna er enn á ný kall-
að eftir hærri sköttum. Auðlegðar-
skatt á að endurvekja en skal nú vera
undir heitinu stóreignaskattur. Inn-
leiða á nýtt þrep í tekjuskatti þar sem
skatturinn fer í yfir 56%.
Talsmaður Miðflokksins misskilur
fjárlagafrumvarpið og stendur í þeirri
trú að ríkissjóður ætli að næla sér í
þrjá milljarða með því að afnema sam-
sköttun hjóna og koma í veg fyrir
samnýtingu skattþrepa. Hlaupið var í
fjölmiðla og hrópað. Allt innantómt
gaspur sem á sér enga stoð.
Viðreisn heldur sig á bandi svart-
sýninnar og Píratar klæða sig í búning
teknókratans og vilja fleiri excel-skjöl
og greiningar um leið og skatta- og út-
gjaldahjartað slær hraðar.
Lækkun tekjuskatts
Hægt er að lýsa fjárlagafrumvarp-
inu í fáum orðum. Aukin útgjöld, ekki
síst til velferðarmála, lækkun skatta
og aukin fjárfesting. Fyrir þann sem
þetta skrifar er því margt að gleðjast
yfir en ýmislegt veldur áhyggjum.
Lækkun tekjuskatts einstaklinga,
með nýju lægra þrepi, verður flýtt og
kemur til framkvæmda á næstu
tveimur árum í stað þriggja. Allir
njóta lækkunarinnar en hlutfallslega
mest þeir sem lægstu tekjurnar hafa.
Tekjuskattur einstaklings með tekjur
við fyrstu þrepamörkin mun lækka
um 42 þúsund krónur þegar á næsta
ári. Ráðstöfunartekjur heimilanna
aukast um 21 milljarð á ári þegar
lækkunin er að fullu komin fram. Fyr-
ir einstaklinga með tekjuskattsstofn í
kringum 350 þúsund krónur þýðir það
125 þúsund króna skattalækkun á ári.
Það skal viðurkennt að ég hef aldrei
verið hrifinn af margþrepa tekju-
skattskerfi. Eftir því sem skattkerfið
verður flóknara því meiri neikvæð
áhrif getur það haft. Þannig er skyn-
samlegra að hafa eitt skattþrep en
breytilegan persónu-
afslátt sem lækkar eftir
því sem tekjur hækka.
En upptaka nýs lægra
skattþreps er hins vegar
jákvætt skref í átt að
lægri sköttum á ein-
staklinga og í takt við
það sem gert hefur verið
frá því að Sjálfstæðis-
flokkurinn tók sæti í
ríkisstjórn 2013. Frá
þeim tíma hefur lækkun
skatta á einstaklinga
verið í forgangi. Á ár-
unum 2014 til 2018 hafa þeir verið
lækkaðir um 25 milljarða á árs-
grundvelli með tilheyrandi hækkun
ráðstöfunartekna heimilanna.
Skatttekjur og tryggingargjald
nema á komandi ári um 817 millj-
örðum króna. Aðrar tekjur, s.s. arður
og vaxtatekjur, eru áætlaðar 96 millj-
arðar og fjárframlög liðlega sex millj-
arðar. Alls verða því tekjur ríkisins
um 919 milljarðar. Þrátt fyrir lækkun
tekjuskatts og enn eina lækkun trygg-
ingargjalds munu skatttekjur ríkisins
verða nær 27 milljörðum hærri að
raunvirði 2020 en 2017.
Um 18% raunhækkun útgjalda
Rekstrarútgjöld verða tæplega 26
milljörðum hærri að raunvirði á næsta
ári en 2017 og launakostnaður um 16
milljörðum hærri. Í heild stefnir í að
útgjöld A-hluta ríkissjóðs verði 205,6
milljörðum hærri að nafnvirði 2020 en
2017, án fjármagnskostnaðar, ábyrgða
og lífeyrisskuldbindinga. Þetta er um
139 milljarða eða 18% raunhækkun.
Mestu skiptir nær 78 milljarða raun-
aukning til velferðarmála, þar af 30
milljarðar í heilbrigðismál og liðlega
24 milljarðar í málefni eldri borgara
og öryrkja. Enginn sanngjarn maður
getur haldið öðru fram en að ríkis-
stjórnin hafi forgangsraðað í þágu vel-
ferðar.
Ég er nokkuð viss um að fáir þing-
menn fari yfir þessar staðreyndir í
umræðum um fjárlög og spyrji hvort
þróun útgjalda sé eðlileg. Hvort það
er hægt að gera betur en raun ber
vitni í rekstri ríkisins er spurning sem
flestir forðast. Engu er líkara en ótt-
inn við svarið ráði för. Þess í stað er
þess krafist að útgjöld í hitt og þetta
verði aukin. Í umræðum um fjárlög
breytast margir í jólasveina en skatt-
greiðandinn stendur lítt varinn.
Skuldir ríkissjóðs halda áfram að
lækka og verða um 2,3 milljónir á
hvern landsmann á komandi ári. Þetta
er lækkun um 1,1 milljón frá 2016 eða
32%. Fjárfestingar aukast og nema
rúmlega 74 milljörðum króna sam-
kvæmt frumvarpinu. Mest munar um
fjárfestingar í samgöngum upp á 28
milljarða og 8,5 milljarða í byggingu
nýs Landspítala.
Vel í stakk búin
Ábending Konráðs S. Guðjóns-
sonar, hagfræðings Viðskiptaráðs,
um að setja þurfi aukinn kraft í inn-
viðafjárfestingu er hins vegar rétt. Í
viðtali við Viðskiptablaðið segir Kon-
ráð að gott hefði verið „að sjá meiri
kraft í fjárfestingarvexti en minni
áherslu á önnur útgjöld“ enda eru
fjárfestingar í dag „forsenda fyrir
hagsæld og einnig ríkisútgjöldum í
framtíðinni“. Ríkið – við öll – á mikla
möguleika á því að stórauka fjárfest-
ingar á komandi misserum án þess
að leggja auknar álögur á einstak-
linga eða fyrirtæki. Umbreyting
sumra eigna ríkisins í samfélagslega
innviði, ekki síst á sviði samgangna,
er skynsamleg ráðstöfun ekki síst
þegar slaki er í efnahagslífinu. Lífs-
kjör almennings verða ekki varin
með því að binda hundruð milljarða í
áhættusömum fjármálafyrirtækjum,
heldur koma fjármunum í vinnu í
arðbærum innviðum samfélagsins.
Þrátt fyrir að undirliggjandi hag-
stærðir bendi til að hagkerfið sé að
kólna er fátt sem ætti að koma í veg
fyrir „mjúka lendingu“ á komandi
misserum – nema klaufaskapur við
stjórn efnahagsmála.
Að baki fjárlagafrumvarpinu
liggja ákveðnar forsendur um þróun
efnahagsmála. Eins og fjármála-
ráðherra bendir á í greinargerð
frumvarpsins ríkir meiri óvissa um
þessar mundir um þróun alþjóðlegra
efnahagsmála en oft áður. Óvissa
innanlands og utan kunni að leiða til
þess að hagvöxtur á þessu og næsta
ári verði minni en gert er ráð fyrir.
„Meiri líkur eru á því að efnahags-
horfur ársins 2020 breytist til verri
vegar en að þær batni að ráði,“ eru
varnaðarorð í greinargerðinni en um
leið bent á við augljósa: Það er svig-
rúm í hagstjórninni til að bregðast
við. Allar forsendur eru fyrir hendi
að vextir lækki enn frekar. Skyn-
samlegt er að slaka enn frekar á
skattaklónni og öll rök hníga að því
að auka innviðafjárfestingu verulega,
jafnt með umbreytingu eigna sem og
í samstarfi við lífeyrissjóði og einka-
aðila.
Eftir Óla Björn
Kárason
»Hvort það er hægt
að gera betur en
raun ber vitni í rekstri
ríkisins er spurning sem
flestir forðast. Engu er
líkara en óttinn við svar-
ið ráði för.
Óli Björn Kárason
Höfundur er alþingismaður
Sjálfstæðisflokksins.
Lægri skattar en útgjöldin aukast enn
Útgjöld A-hluta ríkissjóðs eftir málefnasviðum*
Rekstrargrunnur
Milljónir króna
Reikningur 2017** Breyting frá 2017
Á verðlagi
ársins
Á áætluðu
verðl. 2020
Frumvarp
2020
Á verðlagi hvors árs Á áætluðu verðl. 2020
í kr. í % í kr. í %
Alþingi og eftirlitsstofnanir þess 4.731 5.183 6.890 2.159 46% 1.707 33%
Dómstólar 2.434 2.666 3.384 950 39% 718 27%
Æðsta stjórnsýsla 2.074 2.272 2.908 834 40% 636 28%
Utanríkismál 8.751 9.587 12.495 3.744 43% 2.908 30%
Skatta-, eigna- og fjármálaumsýsla 22.053 24.160 31.365 9.312 42% 7.205 30%
Hagskýrslugerð og grunnskrár 1.699 1.862 4.058 2.359 139% 2.197 118%
Nýsköpun, rannsóknir og þekkingargreinar 13.083 14.332 16.618 3.535 27% 2.286 16%
Sveitarfélög og byggðamál 18.723 20.511 23.804 5.081 27% 3.293 16%
Almanna- og réttaröryggi 26.728 29.281 31.009 4.281 16% 1.728 6%
Rétt. einstakl., trúmál og stjórnsýsla dómsmála 15.952 17.475 16.543 591 4% -932 -5%
Samgöngu- og fjarskiptamál 33.377 36.565 47.642 14.265 43% 11.077 30%
Landbúnaður 16.488 18.063 16.660 172 1% -1.402 -8%
Sjávarútvegur og fiskeldi 6.407 7.019 7.292 885 14% 273 4%
Ferðaþjónusta 1.921 2.104 2.006 85 4% -98 -5%
Orkumál 3.704 4.058 4.488 784 21% 430 11%
Markaðseftirlit, neytendamál og stj.sýsla atv.mála 4.177 4.576 4.768 590 14% 191 4%
Umhverfismál 15.284 16.744 20.455 5.170 34% 3.710 22%
Menning, listir, íþrótta- og æskulýðsmál 12.545 13.743 16.122 3.577 29% 2.379 17%
Fjölmiðlun 4.186 4.586 5.315 1.129 27% 729 16%
Framhaldsskólastig 29.205 31.994 36.332 7.128 24% 4.338 14%
Háskólastig 41.784 45.775 45.172 3.388 8% -603 -1%
Önnur skólastig og stjórns. mennta- og menn.mála 5.131 5.621 5.419 288 6% -202 -4%
Sjúkrahúsþjónusta 88.418 96.863 108.958 20.540 23% 12.095 12%
Heilbrigðisþjónusta utan sjúkrahúsa 49.234 53.936 56.880 7.647 16% 2.944 5%
Hjúkrunar- og endurhæfingarþjónusta 42.571 46.637 56.759 14.189 33% 10.123 22%
Lyf og lækningavörur 19.904 21.806 26.753 6.848 34% 4.947 23%
Örorka og málefni fatlaðs fólks 56.710 62.126 74.407 17.698 31% 12.281 20%
Málefni aldraðra 66.932 73.324 85.309 18.378 27% 11.985 16%
Fjölskyldumál 29.434 32.246 40.888 11.453 39% 8.642 27%
Vinnumarkaður og atvinnuleysi 17.279 18.929 34.678 17.399 101% 15.749 83%
Húsnæðisstuðningur 14.299 15.665 13.497 -802 -6% -2.168 -14%
Lýðheilsa og stjórnsýsla velferðarmála 9.182 10.059 11.085 1.902 21% 1.025 10%
Fjármagnskostnaður, ábyrgðir og lífeyrisskuldb. 136.234 149.245 100.944 -35.290 -26% -48.301 -32%
Almennur varasjóður og sértækar fjárráðstafanir 9.491 10.397 28.299 18.809 198% 17.902 172%
Alþjóðleg þróunarsamvinna 4.346 4.761 5.646 1.300 30% 884 19%
Samtals 834.468 914.170 1.004.845 170.377 20% 90.676 10%
Samtals án fjármagnskostnaðar,
ábyrgða og lífeyrisskuldb. 698.235 764.924 903.901 205.666 29% 138.977 18%
*Útgjöldin eru sett fram samkvæmt alþjóðlegum reikningsskilastaðli í samræmi við framsetningu fjárheimilda í lagagrein 3 í fjárlagafrumvarpinu.
**Afskriftir ársins hafa verið dregnar frá en fjárfestingum bætt við en þær eru ekki gjaldfærðar innan ársins heldur eignfærðar í efnahagsreikningi.
Heimild: Fjárlagafrumvarp 2020. Útreikningar ÓBK. Áætlað verðlag 2020 gerir ráð fyrir að neysluverð hækki um 3,2%.