Morgunblaðið - 11.09.2019, Síða 27

Morgunblaðið - 11.09.2019, Síða 27
AFP ÍÞRÓTTIR 27 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. SEPTEMBER 2019 Landsins mesta úrval af settum FOSSBERG Dugguvogi 6 • 104 Reykjavík • www.fossberg.is • 5757600 Toppasett 3/8” Vörunr. BHSL34 Verð áður: 17.366 kr. Verð nú: 14.761 kr. Topplyklasett 1/4” og 1/2” Vörurnr. BHS560 Verð áður: 32.250 kr. Verð n ú: 27.413 kr. „Frammistaða okkar í fyrri hálfleik var afar svekkjandi,“ sagði Erik Ham- rén, landsliðsþjálfari karla í knatt- spyrnu, þegar Morgunblaðið ræddi við hann að leiknum loknum í Albaníu í gær þar sem Albanía hafði betur 4:2. „Við unnum ekki saman sem lið heldur voru menn að bauka hver í sínu horni. Fyrri hálfleikurinn var því í raun slæmur fyrir okkur. Í síðari hálfleik tókst okkur að þétta raðirnar og unnum saman eins og við erum vanir að gera. Okkur tókst að pressa þá um tíma og jöfnuðum leikinn í tví- gang. Í stöðunni 2:2 vorum við ekki í slæmum málum miðað við hvernig leikurinn hafði þróast. Við hefðum getað skorað þriðja markið og komist yfir en það voru hins vegar þeir sem skoruðu og komust í 3:2. Ég verð að segja að þar vorum við svolítið óheppnir því boltinn fór af Kára í net- ið og breytti um stefnu. Í þessum leik skipti fimmta markið geysilega miklu máli og það réði nánast úrslitum. Eftir það opnaðist leikurinn auðvitað og Albanar fengu mikið pláss. Þeir nýttu sér það vel og skoruðu fjórða markið. Á heildina litið er niðurstaðan að sjálf- sögðu svekkjandi.“ Hamrén breytti leikaðferð íslenska liðsins á milli leikja. Íslenska liðið lék 4-4-2 á heimavelli gegn Moldóvu um daginn en 5-4-1 í gær. „Við þurfum að taka mið af andstæðingunum hverju sinni. Við mættum að þessu sinni liði sem er með leikmenn sem eru góðir í að halda boltanum. Við höfum oft beitt þessari leikaðferð áður en um daginn áttum við heimaleik þar sem líklegt var að sóknarfærin yrðu til staðar.“ Spurður um framhaldið í riðlinum þegar fjórar umferðir eru eftir af undankeppninni sagði Hamrén að í vissum skilningi væru örlög íslenska liðsins enn í þess höndum. „Við þurf- um að vinna marga leiki en erfitt er að segja til um hvort við þurfum að vinna alla fjóra leikina til að komast áfram. Vitaskuld veltur það á öðrum úrslitum. Ef við vinnum þrjá leiki af fjórum, til að taka dæmi, myndi ég halda að það gæti dugað til að komast í lokakeppnina. Við erum því enn með örlögin í okkar eigin höndum. Okkur langaði í þrjú stig í kvöld en eitt stig hefði verið gott. Það tókst ekki en samt sem áður eigum við enn mögu- leika,“ sagði þjálfarinn Erik Hamrén. sport@mbl.is „Eigum enn möguleika“  Erik Hamrén sá möguleika í stöðunni 2:2 AFP Erfitt Jón Daði Böðvarsson glímir við Albana í leiknum í gær.  Þýski ökuþórinn Michael Schu- macher er sagður hafa verið lagður inn á Pompidou-sjúkrahúsið í París á mánudag. Samkvæmt frétt AFP á hann að gangast undir stofnfrumu- meðferð hjá frönskum skurðlækni. Talsmaður sjúkrahússins neitaði að tjá sig um málið við AFP. 29. desember árið 2013 hlaut hann al- varega höfuðáverka í skíðaslysi í Frakklandi og hefur ekki sést opin- berlega síðan. Ökuþórinn lá lengi á sjúkrahúsi þar í landi en var fluttur á sérútbúna gjörgæslu heima hjá sér í nágrenni Genf tæpu ári síðar. Lítið sem ekkert er vitað um ástand Schu- machers en fjölskylda hans hefur ítrekað sagt heilsu hans einkamál. Talið er að meðferð Schumachers á spítalanum hafi lokið í gær og að hann muni halda til síns heima í dag.  Axel Bóasson lék best af Íslending- unum sex sem hófu í gær keppni á 1. stigi úrtökumótanna fyrir Evrópu- mótaröðina í golfi sem haldið er í Flee- sensee í Þýskalandi. Axel lék fyrsta hringinn á 70 höggum eða á tveimur höggum undir pari vallarins og er hann í 3.-10. sæti. Andri Þór Björnsson og Bjarki Pét- ursson léku á 72 höggum eða á parinu og eru í 17.-27. sæti. Rúnar Arnórsson og Aron Snær Júl- íusson léku á einu höggi yfir pari og eru í 27.-41. sæti og Ragnar Már Garð- arsson lék á fjórum höggum yfir pari. Eitt ogannað Tyrkland og Frakkland eru með þriggja stiga forskot á Ísland í H- riðli undankeppni EM karla í knattspuyrnu eftir leiki gærkvölds- ins. Tyrkir tylltu sér á topp riðilsins þegar liðið vann 4:0-útisigur gegn Moldóva á Zimbru-vellinum í Chis- inau í Moldóva. Cenk Tosun skoraði tvívegis fyrir Tyrki og þá skoruðu þeir Deniz Turuc og Yusuf Yazuci sitt markið hvor en staðan í hálfeik var 1:0. Frakkar lentu í litlum vandræð- um með botnlið Andorra á Stade de France í París þar sem heimsmeist- ararnir unnu öruggan 3:0-sigur. Kingsley Coman kom Frökkum yfir á 18. mínútu og Clement Lenglet og Wissam Ben Yedder bættu við tveimur mörkum til viðbótar í síð- ari hálfleik. Tyrkir eru í efsta sæti riðilsins með 15 stig, eins og Frakkar, þar sem Tyrkir hafa vinninginn á Frakka þegar kemur að innbyrðis viðureignum liðanna. Ísland er í þriðja sætinu með 12 stig og Alb- anar koma þar á eftir með 9 stig. Moldóva er í fimmta sæti með 3 stig og Andorra rekur lestina án stiga. bjarnih@mbl.is Ísland missti topp- liðin fram úr sér AFP Tvenna Cenk Tosun skoraði tví- vegis fyrir Tyrki gegn Moldóva. 1:0 Kastriot Dermaku 32. 1:1 Gylfi Þór Sigurðsson 47. 2:1 Elseid Hysaj 52. 2:2 Kolbeinn Sigþórsson 58. 3:2 Odise Roshi 79. 4:2 Sokol Cikalleshi 82. I Gul spjöldSokol Cikalleshi (Tyrklandi), Kári Árnason (Íslandi). Dómari: Ivan Kruzliak. Áhorfendur: Rúmlega 5.000. Albanía: (4-3-3) Mark: Thomas Strakosha. Vörn: Elseid Hysaj (Amir Abrashi 72), Berat Xhimshiti ALBANÍA – ÍSLAND 4:2 (Freddie Veseli 66), Kastriot Der- maku, Ermir Lenjani (Odise Roshi 62). Miðja: Klaus Gjasula, Ardian Is- majli, Keidi Bare. Sókn: Sokol Cikal- leshi, Ledian Memushaj, Rei Manaj. Ísland: (4-5-1) Mark: Hannes Þór Halldórsson. Vörn: Hjörtur Her- mannsson, Kári Árnason, Ragnar Sigurðsson, Ari Freyr Skúlason. Miðja: Rúnar Már Sigurjónsson, Ar- on Einar Gunnarsson, Gylfi Þór Sig- urðsson, Emil Hallfreðsson (Kol- beinn Sigþórsson 56), Birkir Bjarnason (Hörður B. Magnússon 71). Sókn: Jón Daði Böðvarsson (Viðar Örn Kjartansson 82.)

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.