Morgunblaðið - 16.09.2019, Page 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. SEPTEMBER 2019
Hólshraun 3 · 220Hafnarfjörður · Símar: 555-1810, 565-1810 · Netfang: veislulist@veislulist.is · www.veislulist.is
Skútan
Sjá verð og verðdæmi
á heimasíðu okkar
www.veislulist.is
Fagnaðir
Næst þegar þið þurfið pinnamat, smurt brauð eða tertur
fyrir útskriftina eða annan mannfagnað, hafðu þá
samband og fáðu tilboð í sal okkar og veitingarnar þínar.
PINNAMATUR
Veislur eru
okkar list!
Bjóðum uppá fjölda tegundapinnamats og tapasrétta
Pinna- og tapasréttir
eru afgreiddir á
einnota fötum,
klárt fyrir veisluborðið.
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Fólk sem er að stíga sín fyrstu
skref á vinnumarkaði er ekki allt-
af meðvitað um rétt sinn og stöðu
sem býður hættunni heim. Okkur
sem störfum í verkalýðshreyfing-
unni er því mikilvægt að eiga
virkt samtal við félagsmenn og
virkja þá til þátttöku,“ segir Alma
Pálmadóttir, félags og kjara-
fulltrúi hjá Eflingu - stéttarfélagi.
Jafnhliða störfum hjá Efl-
ingu er hún fulltrúi í stjórn ASÍ-
UNG; deild ungs launafólks í að-
ildarfélögum Alþýðusambands Ís-
lands. Er hlutverkið þar að beita
sér í málaflokkum sem snerta
barnafjölskyldur og standa vörð
um sjónarmið ungs fólks gagn-
vart stjórnvöldum. Þá er ASÍ-
UNG ætlað að tryggja að hugað
sé að stöðu ungs launafólks í
stefnu verkalýðshreyfingarinnar.
Á Lýsu, rokkhátíð samtalsins
á Akureyri á dögunum, voru
fulltrúar ASÍ-UNG og kynntu
áherslumál sín. Alma segir að
haldið verði áfram á þessari
braut. Sjálf muni hún sem fulltrúi
Eflingar - stéttarfélags heim-
sækja framhaldsskólana og
kynna starfsemi stéttarfélaga,
sem sé mjög þarft.
Hótelgeirinn er hættusvæði
Að brotið sé á rétti ungs
fólks á vinnumarkaði er sorglega
algengt, að sögn Ölmu, rétt eins
og komi fram í greiningu ASÍ frá
í sumar. Þar var byggt á niður-
stöðum könnunar sem leiddi í ljós
að ríflega fjórðungur aðspurðra á
aldrinum 18-34 ára taldi sig hafa
fengið lægri laun en samstarfs-
fólkið, 22% töldu sig ekki hafa
fengið greitt fyrir alla vinnu, 18%
sögðust ekki hafa fengið yfir-
vinnu greidda. 17% sögðust ekki
hafa fengið skriflegan ráðning-
arsamning og 11% sögðu vanhöld
á greiðslu á samningsbundnum
uppbótum.
„Í sumum atvinnugreinum
eru mál yfirleitt í lagi en hótel- og
veitingageirinn er hættusvæði að
þessu leyti,“ segir Alma.
„Að undanförnu höfum við
hjá Eflingu lagt okkur sér-
staklega eftir því að efla trún-
aðarmenn okkar úti á vinnustöð-
unum, enda er hlutverk þeirra
mjög mikilvægt. Trúnaðarmenn
eru tengingin milli fólksins sem
vinnur störfin og félagsins sem
tryggir rétt þess. Þá höfum við
líka verið að kynna lífskjara-
samningana sem gerðir voru í
vor, en þar náðust áfangasigrar í
réttindabaráttu meðal annars
fyrir unga fólkið. Þar get ég
nefnt að nú miðast svonefnd ung-
mennalaun við 18 ára og yngri en
ekki tvítugt, eins og var. Átján
ára eiga allir að fá greitt skv.
kjarasamningum, þó við hefðum
við hefðum viljað miðað þar við
fjárræðisaldurinn, sem er 16 ár,“
segir Alma sem bætir við að fund-
ir Eflingafólks úti á vinnustöð-
unum séu skemmtilegir og
áhugaverð sjónarmið komi þar
oft fram.
Fylgið sér og málefnalegt
„Á fundum hittum við oft
fólk sem er fylgið sér, mál-
efnalegt og óskar svara við mik-
ilvægum spurningum. Sýnir leið-
togahæfileika og velst þannig –
nánast af sjálfu sér – í hlutverk
trúnaðarmanns – sem þarf að
hafa bein í nefinu og vera augu
og eyru stéttarfélagsins á vinnu-
staðnum. Þannig hóf ég starf mitt
í þágu launafólks þar sem margt
gott er gert.“
Efling kynnir starfið og eflir trúnaðarmannakerfið á vinnustöðum
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Kjaramál „Að brotið sé á rétti ungs fólks á vinnumarkaði er sorglega
algengt,“ segir Alma Pálmadóttir hjá Eflingu - stéttarfélagi.
Virkja fólk til þátttöku
Alma Pálmadóttir er fædd í
Reykjavík 1986. Hóf störf við
umönnun hjá þjónustuíbúðum
aldraðra Dalbraut hjá Reykj-
arvíkurborg 18 ára og vann í 14
ár. Hún útskrifaðist með BS í
sálfræði frá Háskóla Íslands ár-
ið 2014 og seinna með diplóma
í öldrunarþjónustu.
Árið 2015 gerðist Alma trún-
aðarmaður hjá þjónustuíbúð-
unum og varð virk í starfi Efl-
ingar – stéttarfélags. Er nú
félags- og kjaramálafulltrúi hjá
Eflingu og er í stjórn ASÍ-Ung.
Hver er hún?
Rósa Margrét Tryggvadóttir
rosa@mbl.is
Heilbrigðisráðherra og landlæknir
munu á næsta samráðsfundi funda
um nýjar upplýsingar um veikindi
vegna rafrettunotkunar í Bandaríkj-
unum en fréttir af svonefndum far-
aldri alvarlegra lungnasjúkdóma þar
í landi, sem virðast tengjast notkun
á rafrettum, hafa valdið áhyggjum
víða um heim. Fram kemur á vef
Embættis landlæknis að rúmlega
450 manns hafi veikst af sjúkdómn-
um í Bandaríkjunum og að rekja
megi fimm dauðsföll til hans.
Að því er fram kemur á fréttavef
Politiken gáfu heilbrigðisyfirvöld í
Danmörku út opinberlega yfirlýs-
ingu gegn rafrettum í ljósi farald-
ursins í Bandaríkjunum. Þar kemur
fram að dönsk heilbrigðisyfirvöld
séu þeirrar skoðunar að enginn ætti
að reykja rafrettur í ljósi nýjustu
upplýsinga um skaðsemi þeirra.
Heilsan njóti vafans
Svandís Svavarsdóttir heilbrigð-
isráðherra segir í samtali við
Morgunblaðið að rík ástæða sé til að
fylgjast með nýjum upplýsingum um
heilsufarslegar afleiðingar rafrettna
og segir að heilbrigðisráðuneytið
muni í samráði við Embætti land-
læknis funda um hvort mögulega
þurfi að endurskoða nýleg lög um
rafrettur sem tóku gildi í byrjun
mars á árinu.
„Mér finnst þessar fréttir gefa til-
efni til þess að skoða hvort löggjöfin
sem við erum með hér er fullnægj-
andi. Af því það verður alltaf að vera
þannig að heilsan njóti vafans,“ segir
Svandís. Hún segir að á fundinum
verði skoðað hvort ástæða sé til að
gera eitthvað sambærilegt við það
sem heilbrigðisyfirvöld í Danmörku
hafa gert með yfirlýsingu sinni.
Kjartan Hreinn Njálsson, aðstoð-
armaður landlæknis, staðfestir í
samtali við Morgunblaðið að fundur
um málið muni fara fram á næstu
vikum. Segir hann að enn sem komið
er sé of lítið vitað um faraldurinn í
Bandaríkjunum. Hann segir að
Embætti landlæknis fylgist vel með
þessum málum bæði hérlendis og er-
lendis en segir að enn hafi enn engin
veikindi komið á borð Landspítala
sem megi rekja til notkun rafrettna.
„Málið með þessar rafrettur er að
þó að þetta hafi fyrst komið fram
fyrir einhverjum 10-12 árum er það
einfaldlega þannig, eins og svo oft í
svona málum, að þróunin í samfélag-
inu er miklu hraðari en þekkingin er
frá vísindalegum sjónarhóli. Svo við
erum bara í eltingarleik við að kom-
ast að því hvað nákvæmlega það
þýðir fyrir líkamann að nota raf-
rettur,“ segir Kjartan.
Funda vegna
lungnasjúkdóms
Tilefni til að endurskoða rafrettulög
Morgunblaðið/Hari
Veip Lítið er vitað um afleiðingar
þess að reykja rafsígarettur.
Lungnasjúkdómur
» 450 manns hafa veikst af
lungnasjúkdómnum í Banda-
ríkjunum.
» Fimm dauðsföll sem má
rekja til sjúkdómsins hafa ver-
ið staðfest
» Einkennin líkjast dæmigerð-
um veikindum í öndunarfær-
um, s.s. hósti, mæði og verkur
fyrir brjósti.
» Allir sjúklingarnir notuðu
rafrettur.
Rósa Margrét Tryggvadóttir
rosa@mbl.is
Jón Gunnarsson var kjörinn nýr ritari
Sjálfstæðisflokksins á flokksráðs-
fundi flokksins á Hótel Nordica á
laugardag.
„Þetta leggst mjög vel í mig. Ég
hlakka bara til að fara að sinna þessu
af krafti,“ segir Jón í samtali við
Morgunblaðið en hann segir að fyrsti
dagurinn eftir kjör hafi verið rólegur.
Mjótt var á munum milli Jóns og
Áslaugar Huldu Jónsdóttur sem einn-
ig bauð sig fram en hún hlaut 45,2%
atkvæða á meðan Jón fékk 52,1%.
„Þetta var alveg viðbúið. Það var
nokkuð hart barist og þetta var fjöl-
mennur fundur. Það hafa verið uppi
þau sjónarmið að það gæti verið skyn-
samlegt að sveitarstjórnarmaður
skipaði þetta sæti í forystu flokksins,“
segir Jón. „Við reiknuðum alveg með
að þetta yrði ekkert afgerandi á
hvorn veginn sem væri.“
Jón segist þó hafa verið vongóður
um að ná kjöri og segist hafa frekar
reiknað með því en öðru.
Jón segir að eitt aðaláherslumál
hans sem ritari Sjálfstæðisflokksins
verði efling félagsstarfs hans um allt
land. Segir hann að sterkur grunnur
félagsstarfs flokksins sé einn helsti
styrkur hans og sérstaða.
„Mitt verkefni verður að vera augu
og eyru forystunnar hjá fólkinu okkar
og stuðla að góðum samskiptum milli
okkar og þessa öfluga félagsstarfs og
stuðla að eflingu þess í samvinnu við
fólkið,“ segir hann.
Jón kveðst sjá fyrir sér að reynsla
hans í stjórn Slysavarnafélagsins
Landsbjargar komi til með að nýtast
vel í nýja starfinu auk þess sem rík
reynsla hans af félagsstarfi og góðar
tengingar hans sem hann segir að hafi
styrkst enn frekar í starfi hans sem
sveitarstjórnarráðherra muni koma
sér vel.
„Mín bíður auðvitað ekkert annað
en það að reima á mig skóna og leggj-
ast í víking að hitta okkar fólk og ég
hlakka mjög til þess,“ segir hann.
Vill efla félags-
starf flokksins
Var vongóður um að ná kjöri
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Nýkjörinn Jón Gunnarsson er ný-
kjörinn ritari Sjálfstæðisflokksins.