Morgunblaðið - 16.09.2019, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. SEPTEMBER 2019
Suðurlandsbraut 26 Sími: 587 2700
Opið: 11-18 virka daga, 11-16 laugardaga www.alno.is
Þingmenn allra flokka í Suður-kjördæmi hafa lagt fram til-
lögu til þingsályktunar um óháða
úttekt á Landeyjahöfn. Þar kemur
fram að úttektinni skuli lokið eigi
síðar en í lok mars 2020. Með þings-
ályktunartillögunni er óskað sér-
staklega eftir
því að svarað
verði spurn-
ingum um
það í fyrsta
lagi hvort
hægt er að
gera þær úr-
bætur á höfn-
inni að dýpk-
unarþörfin minnki verulega eða
hverfi. Í annan stað í hverju slíkar
úrbætur fælust og hver áætlaður
kostnaður væri. Í þriðja lagi, að ef
slíkar úrbætur þættu ekki gerlegar,
tæknilega eða fjárhagslega, til
hvers konar dýpkunaraðgerða
þyrfti þá að grípa til að halda höfn-
inni opinni árið um kring.
Biðin eftir Landeyjahöfn varlöng, en svo fylltist hún sífellt
af sandi. Þá var beðið lengi eftir
nýrri ferju, sem nú er komin, en
áhöld eru um hvort hún getur siglt
allt árið, ekki síst ef sigla þarf til
Þorlákshafnar.
Verulega vafasamt er að nýjaferjan geti siglt þangað og þess
vegna er alveg nauðsynlegt að
Landeyjahöfn verði haldið opinni
allt árið og að ráðstafanir verði
gerðar til að tryggja að höfnin fyll-
ist ekki af sandi þó að veður eða haf-
straumar verði óhagstæð um stund.
Miklu munar fyrir samgöngur tilVestmannaeyja að hafa Land-
eyjahöfn en hún þarf líka að vera
þannig útbúin, og ferjan sömuleiðis,
að hún haldist opin allt árið. Enn
sem komið er hefur þetta ekki verið
tryggt og þingsályktunartillagan
því þörf og ástæða til að hraða af-
greiðslu hennar.
Sumarhöfn var
aldrei markmiðið
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Það eru alltaf fleiri og fleiri sem
hafa áhuga á hráefnunum sjálfum
og uppruna þeirra og vilja áhuga-
verðar og framsæknar vörur sem
framleiddar eru á heiðarlegan hátt.
Við tilheyrum þessum hópi fólks og
ég vona að það muni skila sér í
framleiðslunni,“ segir Sturlaugur
Jón Björnsson bruggmeistari sem
er einn aðstandenda Öglu gosgerðar
sem nú hyggst ryðja sér til rúms.
Fyrsta tilraunalögun Öglu gos-
gerðar kallast Djöflarót og hefur
verið dreift í afar takmörkuðu upp-
lagi. Drykkurinn fæst nú á veitinga-
staðnum Skál í Hlemmi mathöll og
mun rata á fleiri veitingastaði á
næstu dögum.
Djöflarót er að sögn Sturlaugs
gamalt íslenskt orð yfir engiferrót
og drykkurinn sver sig í ætt við
engiferbjór (Ginger Beer) sem notið
hefur sívaxandi vinsælda síðustu
misseri. Sturlaugur segir að öfugt
við marga erlenda engiferbjóra séu
eingöngu notuð náttúruleg alvöru-
hráefni í Djöflarót og engin gervi-
eða viðbætt bragðefni.
Sturlaugur hefur verið viðloðandi
Borg brugghús sem hefur verið leið-
andi í gerð handverksbjóra er slegið
hafa í gegn hér á landi. Meðfram
þeim störfum hefur hann gert til-
raunir í að framleiða gos sem nú
verður sett á markað. Sama hug-
mynd liggur að baki gosgerðinni og
bjórgerð Sturlaugs; að vanda til
verka og nota hágæða hráefni.
„Við erum með allskonar upp-
skriftir í pípunum, allt frá endur-
gerð á gömlum gosdrykkjarstílum
sem ekki hafa sést í áratugi hér-
lendis, yfir í nýjar og framsæknari
hugmyndir. Við höfum verið að gera
tilraunir með íslenskt hráefni og er-
um virkilega spennt yfir því að
klára þær,“ segir Sturlaugur. Hann
segir að Agla framleiði ekki heilsu-
drykki en forsvarsmönnum hennar
sé annt um leiðréttingu skammta-
stærða almennings. „Við veljum
gæði umfram magn. Það er bannað
að þamba!“
Ný gosgerð lítur dagsins ljós
Íslenskur engi-
ferbjór fyrsta var-
an á markaðinn
Morgunblaðið/Hari
Fyrsti sopinn Sturlaugur Jón Björnsson og María Sif Daníelsdóttir á veit-
ingastaðnum Skál þar sem Djöflarót, fyrsta vara Öglu, er nú fáanleg.
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins
munu á morgun leggja fram tillögu í
borgarstjórn um að samþykkt verði
að auka sveigjanleika afgreiðslutíma
stofnana og fyrirtækja borgarinnar
og stuðla að því að aðrir atvinnurek-
endur geri hið sama með það að
markmiði að minnka álagstoppa í um-
ferð. Samkvæmt tillögunni skuli sam-
göngustjóri vinna tillögur ásamt svið-
um borgarinnar, sérstaklega skóla-
og frístundasviði og velferðarsviði.
Auk þess skuli vinna með dótturfyr-
irtækjum og öðrum stofnunum
Reykjavíkurborgar og stórum stofn-
unum ríkisins eins og háskólunum og
Landspítala. Markvissar tillögur
skuli liggja fyrir eigi síðar en í desem-
ber 2019.
Í greinargerð er fylgir tillögu sjálf-
stæðismanna segir að skipulagshalli
sé mikill í borginni sem sjáist best á
því hversu umferð er þung inn í mið-
borgina að morgni og út úr henni síð-
degis. „Álagstoppar eru sífellt erf-
iðari og er nauðsynlegt að dreifa álagi
eins og unnt er. Hugmyndir um auk-
inn sveigjanleika hafa verið lengi í
umræðunni en ekki hefur tekist að ná
þeim árangri sem stefnt var að.“
Álagstopp-
ar verði
minnkaðir
Vilja auka sveigj-
anleika afgreiðslutíma