Morgunblaðið - 16.09.2019, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. SEPTEMBER 2019
Jón Birgir Eiríksson
jbe@mbl.is
„Á heildina litið hafið þið góða sögu
að segja,“ segir Angel Gurria, fram-
kvæmdastjóri OECD, sem staddur
er hér á landi í þeim tilgangi annars
vegar að taka þátt í ráðstefnunni
„Að mæla árangur með hagvexti og
hamingju“ sem haldin verður í Há-
skóla Íslands í dag. Hins vegar ligg-
ur leið hans í fjármála- og efnahags-
ráðuneytið í dag þar sem hann
kynnir OECD Economic Survey of
Iceland, úttekt sem unnin er og
kynnt á tveggja ára fresti. Gurria
segir það stjórnmálamönnum nauð-
synlegt að styðjast við fleiri mæli-
kvarða á velsæld heldur en hina
hefðbundnu.
Ráðstefnan er haldin af forsætis-,
fjármála- og efnahagsráðuneytinu,
OECD og Wellbeing Economy Go-
vernments, þ.e. Skotlandi og Nýja
Sjálandi. Á dögunum gaf nefnd for-
sætisráðherra út skýrslu um mæli-
kvarða um hagsæld og lífsgæði. Þar
eru upptaldir 39 mælikvarðar til
þess að auðvelda stjórnvöldum að
fylgjast með þróun og breytingum í
samfélaginu og styðja við stefnumót-
un og ákvarðanatöku.
Ísland slæmt dæmi um ójöfnuð
„Hingað til hefur aukinn hag-
vöxtur þótt eftirsóknarverður í
tengslum við aukna velsæld, en fólk
hélt að velsæld yrði sjálfkrafa til við
hagvöxt og ef framleiðni væri meiri,“
segir Gurria. „Nú vitum við að þegar
ójöfnuður er mikill, þá stöðvast hag-
vöxtur. Við vitum líka að ef stjórn-
arstefna byggist ekki á velsæld,
þ.e.a.s. ekki afleiddri velsæld, heldur
velsæld sem upphafspunkti, þá er
hún ekki mikils virði,“ segir hann og
nefnir að í dag liggi fyrir skýr dæmi
um afleiðingar ójöfnuðar. „Fólk
verður reitt og óhamingjusamt,“
segir Garria, en tekur fram að Ísland
sé líklega vont dæmi til að taka um
ójöfnuð. „Ísland er það land sem hef-
ur einna lægstan Gini-stuðul og hér
er lítill ójöfnuður almennt. Hér er
launajöfnuður og munur hámarks-
og lágmarkslauna er ekki svo mikill.
Á vissan hátt er hér jafnréttissam-
félag og þess vegna er við hæfi að
ríki eins og Ísland kalli eftir fundi
um velsældarhagkerfi,“ segir hann.
Gurria segir það hlutverk OECD
að mæla með skynsamlegum leiðum
við stefnumótun ríkja, en hann segir
ójöfnuð hafa vaxið gríðarlega í lönd-
um OECD eftir efnahagshrunið
2008. OECD hafi fylgst náið með í
kjölfarið. „Við hugsuðum með okkur:
Við vitum hver óvinurinn er, við
þekkjum vandamálin og sjúkdóms-
greininguna, en hvað gerum við í
stefnumótun? OECD er ekki hug-
veita, heldur hreyfiafl sem stingur
upp á leiðum til þess að fara í stefnu-
mótun. Niðurstaðan var stefna um
hagvöxt fyrir alla. Stefna þar sem
einblínt var á heilbrigðismál, þ.e.a.s.
aðgengi, gæði og kostnað við slíka
þjónustu, menntun, með sömu mæli-
kvörðum og færni, með sömu mæli-
kvörðum. Á því sviði horfðum við
líka til þess hvaða færni er spurn eft-
ir á tækniöld,“ segir hann. Þá hafi
verið horft til stjórnvalda, gagnsæis
og spillingar hjá hinu opinbera auk
aðgengis fólks að tækifærum, þ.e.
hvað varðar atvinnu og menntun
varðar, færni og aðstæður á vinnu-
markaði. „Síðan eru það kynjajafn-
réttismál. Oft er mismunun gegn
konum ómeðvituð og óviljandi. Það
þarf að horfa til þeirra sem minna
mega sín, þ.e. fátækra á öllum ald-
ursstigum, en það þarf líka að horfa
til velsældar þeirra sem yngri eru,
eldri, innflytjenda og fatlaðra,“ segir
Gurria sem nefnir að álitamál tengd
velsæld séu í raun alltumlykjandi.
Einn mælikvarði dugi ekki til þess
að setja fingur á velsæld í einu ríki
og aðstæður séu mismunandi í ríkj-
um OECD.
Reiðin birtist í stjórnmálunum
„Fyrir nokkrum árum kynntum
við til sögunnar lífsbætingarvísitöl-
una (e. Better life index). Hún snýst
um það að hugsa lengra en sem nem-
ur vergri landsframleiðslu. Við vilj-
um vita meira um það hvaða hluti við
þurfum að skoða handan þessara
hefðbundnu talna. Þá er ég að tala
um lífsgæði fólks og lífsánægju, jafn-
vægi í lífi fólks,“ segir Gurria og
nefnir nokkrar áleitnar spurningar:
„Þarftu að vinna til að lifa eða lifirðu
til að vinna? Hve marga tíma vinnur
fólk? Upplifir það sig öruggt? Líður
fólki eins og það hafi einhvern til-
gang í samfélagi sínu? Að það hafi
áhrif? Er fólk ánægt með gæði
menntunar barna sinna? Hefur fólk
aðgang að menningu í löndum sín-
um; tónlist, söfnum, leikhúsum? Trú-
ir fólk því að það hafi aðgang að rétt-
arkerfi?“ segir Gurria og nefnir að
reiði fólks vegna lítillar velsældar
sjáist vel í óstöðugu stjórnmála-
ástandi í mörgum löndum Evrópu og
hve langan tíma hefur tekið að
mynda ríkisstjórnir í mörgum þeirra
síðustu ár.
Eru þessir nákvæmari mæli-
kvarðar þá mikilvægir stjórn-
málamönnum við stefnumótun sína?
„Þeir eru ekki mikilvægir, þeir
eru algjörlega nauðsynlegir. Við
þurfum að geta mælt þessa hluti og
lagað það sem upp á vantar. Að öðr-
um kosti munum við aldrei skilja
hvers vegna fólk er svona reitt. Af
því leiðir að við munum aldrei vita
hvað þarf að gera,“ segir Gurria sem
segir þó aðspurður að mælikvarðar á
borð við verga landsframleiðslu
muni áfram nýtast. „Slíkir mæli-
kvarðar segja ákveðna hluti um
stöðu mála,“ segir hann. „Verg
landsframleiðsla gefur ákveðna
heildarmynd, en ef hún er há og vel-
sæld er lítil, þá sýnir verg lands-
framleiðsla augljóslega aðeins hluta
af allri sögunni,“ segir Gurria.
„Þetta snýst ekki um að segja skilið
við verga landsframleiðslu sem
mælikvarða, heldur að horfa
lengra,“ segir hann. En hvernig
stendur Ísland sig? „Staða Íslands
er góð með hliðsjón af vergri lands-
framleiðslu. Þið hafið endurheimt
fyrri styrk eftir efnahagskreppuna
2008. Batinn eftir kreppuna verður
aftur á móti ekki mældur með einum
mælikvarða. Út frá sjónarhóli fjöl-
skyldna, jöfnuðar o.fl. er Ísland eitt
allra best stadda land OECD, t.d.
hvað varðar atvinnuleysi. Í sam-
anburði við önnur OECD-lönd geng-
ur Íslandi vel, hér eru lífsgæði mik-
il,“ segir hann.
Stjórnmálamönnum nauðsynlegt
Framkvæmdastjóri OECD segir nauðsynlegt að horfa til fleiri atriða en hagvaxtar og framleiðni
Tekur þátt í ráðstefnu um mælikvarða á velsæld Mælitækin geti veitt vísbendingar um rót reiði
Morgunblaðið/Árni Sæberg
OECD Angel Gurria, framkvæmdastjóri OECD, kynnir í dag úttekt á Íslandi sem gerð er á tveggja ára fresti.
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
„Við viljum fá eftirlit með fiskeldi
hingað á svæðið, þar sem eldið er
stundað. Það yrði betra fyrir laxeld-
isfyrirtækin og þau og sveitarfélögin
hafa kallað eftir því,“ segir Bjarn-
veig Guðbrandsdóttir, oddviti
Tálknafjarðarhrepps.
Fjöldi starfa hefur skapast við
laxeldi í Tálknafirði og Vestur-
byggð. Tvær seiðaeldisstöðvar hafa
verið byggðar upp í firðinum, Arn-
arlax í Bæjarvík og Arctic Fish í
Norður-Botni en Bjarnveig nefnir
þá síðarnefndu Costco Tálknafjarð-
ar vegna stærðar hússins. Þá hafa
bæði fyrirtækin hafið laxeldi í firð-
inum og komið sér upp aðstöðu í
þorpinu.
Geta snúið aftur heim
„Fólk fær vinnu við þetta, bæði
þeir sem vilja búa hér áfram og þeir
sem farið hafa í burtu, til dæmis í
fiskeldisnám, og geta nú snúið heim
aftur,“ segir Bjarnveig. Hún segir
að fiskeldið hafi komið á góðum tíma
því það hafi verið áfall þegar Þórs-
berg lokaði fiskvinnslu sinni á árinu
2015 og seldi kvótann í burtu. Fólk
þurfi að hafa vinnu, annars flytji það
sig eitthvað annað.
Hún getur þess einnig að mikil
umsvif fylgi uppbyggingu fiskeldis-
ins sem nýtist öðrum fyrirtækjum.
Fólkið sem við það vinnur þurfi að
gista og borða og það hafi hjálpað
ferðaþjónustunni.
Á þönum með posann
Bjarnveig er hrifin af hugmynd-
inni um að íbúar landsbyggðarinnar
fái skattaafslátt. Það yrði hvatning
til fólks um að flytja út á land. „Það
er orðið svo mikið öngþveiti í
Reykjavík en slík hvatning gæti orð-
ið til þess að fólk vildi stíga skrefið
og flytja út á land,“ segir hún.
Bjarnveig er forstöðumaður
íþróttamannvirkja á Tálknafirði og
rekstur tjaldsvæðisins fellur undir
hennar verksvið. Hún segir að
ferðaþjónustan hafi gengið mjög vel
í sumar. Þannig hafi verið nærri
4.100 gestir á tjaldsvæðinu í júlí,
mest Íslendingar. „Ég var á stöð-
ugum þönum með posann,“ segir
hún. Tjaldsvæðið er við sundlaugina
og þykir aðstaðan góð. Þannig hafi
verið met í aðsókn að sundlauginni
marga daga í sumar.
Vilja fá eftirlit með
fiskeldinu vestur á firði
Oddviti Tálknafjarðarhrepps vill skattaafslátt fyrir íbúa
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Oddviti Bjarnveig Guðbrandsdóttir sinnir skólabörnum í sundlaug og
íþróttahúsi á vetrum og ferðafólki á tjaldsvæði og í sundi á sumrin.
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Rúmlega 20 sauðfjárbændur hafa
sótt um að gera aðlögunarsamninga
við ríkið og hyggjast fækka upp und-
ir 5.000 fjár samtals. Í aðlögunar-
samningi felst að viðkomandi bóndi
dregur saman í sauðfjárrækt og
snýr sér að annarri starfsemi á jörð
sinni en heldur meginhluta styrkja
ríkisins.
Búvörusamningum ríkisins og
sauðfjárbænda var breytt eftir að
verðhrun varð á kindakjöti fyrir
tveimur árum vegna erfiðleika í út-
flutningi. Tilgangur breytinganna
var að stuðla að betra jafnvægi
framboðs og eftirspurnar fyrir
kindakjöt, meðal annars með því að
fækka fé og draga úr framleiðslu.
Ákveðið var að bjóða bændum sem
vildu hætta búskap eða fækka fé að-
lögunarsamninga.
Átti að fækka um 10%
Markmiðið var að fækka vetr-
arfóðruðum kindum um 10% og var
miðað við fjöldann haustið 2016. Það
þýddi 7.800 fjár. Frestur til að sækja
um aðlögunarsamning rann út 10.
þessa mánaðar. Síðdegis síðastliðinn
föstudag höfðu borist umsóknir frá
rúmlega 20 bændum til Framleiðni-
sjóðs landbúnaðarins sem annast
framkvæmd málsins þar sem lýst er
áformum um að fækka um 4.500 til
5.000 fjár í haust og næsta haust.
Það þýðir að markmiðin nást ekki í
haust en Sigríður Bjarnadóttir,
framkvæmdastjóri Framleiðnisjóðs,
veltir fyrir sér þeim möguleika að
slíkir samningar verði aftur í boði
næsta haust, fyrst svona fór.
Samningarnir sem bændur gera
gilda í fjögur ár, frá næstu áramót-
um að telja. Þeir halda stórum hlut-
um af þeim styrkjum sem þeir hefðu
fengið með áframhaldandi fram-
leiðslu. Skilyrðið er að þeir byggi
upp nýja búgrein á býlinu, breyti um
búskaparhætti eða hasli sér völl á
öðrum sviðum, meðal annars til að
stuðla að nýsköpun og náttúruvernd.
Morgunblaðið/Eggert
Kindur Talið er að fækka þurfi fé
um tæplega 8.000 í heildina.
Bændur vilja fækka
um allt að 5.000 fjár
Fá stuðning til að byggja upp nýtt