Morgunblaðið - 16.09.2019, Blaðsíða 11
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. SEPTEMBER 2019
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
Ég hef ekki losnað viðsaltbakteríuna frá því égfékk hana fyrir þrjátíu ár-um þegar ég starfaði hjá
Sjóefnavinnslunni á Reykjanesi þar
sem framleitt var flögusalt. Margir
sem hafa komið nálægt framleiðslu á
salti tala um að saltbakterían sé
skæð, en engin skýring er til á því
hvers vegna fólk verður svo upptekið
af saltinu sem raun ber vitni. Ég veit
að miklu fleiri eru undirlagðir en við
Helgi, en hann fékk bakteríuna um
aldamótin 2000 þegar hann leysti mig
af í vinnunni. Þá fór hann að fikta
með nýja aðferð við að framleiða
heilsusalt og datt niður á þá sérstöku
aðferð sem við notum núna,“ segir
Egill Einarsson en hann og Helgi
Sigurjónsson, sem báðir eru efna-
verkfræðingar og eigendur fyrir-
tækisins Arctic Sea Minerals, hafa
sett á markað heilsusalt sem er lág-
natríumsalt.
„Sérstaðan í sjávarsaltinu okkar
Helga er efnasamsetningin, en hlut-
fall þeirra steinefna sem eru í hverju
saltkorni er það sama og í blóði okkar
mannfólksins. Það er því ekki tilviljun
að við köllum þetta Lífssalt eða Life
Salt. Við erum í raun að búa til sjó í
föstu formi, því með vinnsluaðferð
okkar fáum við öll steinefnin sem eru
í sjónum í sama korni, og öll kornin
eru eins. Það er allt öðruvísi en í sam-
bærilegu heilsusalti sem er hér á
markaði. Okkar salt inniheldur 60
prósent minna af natríumjónum en
annað borðsalt, sem skiptir miklu
máli fyrir heilsuna, þar sem ofneysla
á natríum getur aukið líkur á hjarta-
og æðasjúkdómum. Salt sam-
anstendur af jónum sem gegna gríð-
arlega mikilvægu hlutverki í lík-
amanum þar sem þær stýra öllu
efnajafnvægi hans. Ef þetta jafnvægi
raskast fer vökvajafnvægi líkamans
úr skorðum og vökvi safnast fyrir í
frumum okkar, en ein afleiðing þess
er hár blóðþrýstingur og bjúgsöfnun.
Því skiptir máli hvernig saltið er sam-
sett og lágnatríumsalt okkar Helga
er því innlegg í baráttuna við há-
þrýsting og hjarta- og æðasjúkdóma.
Þeir sem eru með háþrýsting geta
borðað eins mikið og þeir vilja af okk-
ar salti, því þeir fá alltaf rétt hlutfall
af jónum,“ segir Egill. Hann bætir við
að Íslendingar noti mikið salt í mat-
reiðslu og meðalskammtur sem fólk á
Íslandi innbyrðir á dag er tíu grömm
en ráðlagður dagskammtur af salti er
fjögur grömm. „Þar sem venjulegt
borðsalt er að mestum hluta natríum-
klóríð borðum við tvöfalt of mikið af
natríum og í ljósi þess geri ég ráð fyr-
ir að fólk taki lágnatríumsaltinu fagn-
andi.“
Vilja helst fá borholusjó
Egill segir þá Helga vera á
krossgötum því þeir séu húsnæð-
islausir í bili.
„Við vorum með verksmiðjuna
okkar til húsa í Frumkvöðlasetrinu á
Ásbrú en því var lokað í vor. Við
pökkuðum verksmiðjunni í gáma en
erum með bráðabirgðahúsnæði til að
pakka. Við erum að leita að húsnæði
og þurfum ekki mjög stórt hús, held-
ur af réttri gerð. Helst viljum við að
það sé á Suðurnesjum, því við þurfum
sjó til saltframleiðslunnar. Við viljum
helst fá borholusjó sem er meðal ann-
ars aukaafurð hjá orkuframleiðslu-
fyrirtækjum, því slíkur sjór er hrein-
astur. Allt Reykjanesið er hraun sem
er eins og gatasía sem hefur hreinsað
sjóinn og hvar sem borað er eftir sjó
þar fæst mjög góður sjór. Þess vegna
hugsum við Reykjanesið sem fram-
tíðarstað fyrir saltframleiðslu okkar,
við þurfum einnig ákveðin hráefni til
saltgerðar úr jarðsjónum á Reykja-
nesi, en 60 prósent af saltinu okkar
eru hreinn sjór, afgangurinn er kal-
íum sem kemur úr jarðsjónum,“ segir
Egill og bætir við að þeir Helgi þurfi
verksmiðju sem framleiðir hundrað
til þrjú hundruð kíló á dag, til að geta
endurnýjað lagerinn reglulega.
„Hugsanlega þurfum við svo að
stækka eftir tvö ár og fara í að fram-
leiða nokkur tonn á dag.“
Nýsköpun og frum-
kvöðlastarfsemi þarf sjóði
Þeir Egill og Helgi stofnuðu
saltframleiðslufyrirtæki sitt Arctic
Sea Minerals fyrir sjö árum og fengu
einkaleyfi tveimur árum síðar, sem
gerbreytti öllu hjá þeim.
„Þetta þokast upp á við, en ég
hef mestallan tímann verið í fullri
vinnu annars staðar og það hefur ver-
ið tafsamt að vinna þetta með öðru.
Við höfðum líka takmörkuð fjárráð en
ástæðan fyrir því að við tórum enn í
dag er sú að við höfum fengið styrki
frá tækniþróunarsjóði í tvígang. Mik-
ill kostnaður fylgir þessu og enn eru
litlar tekjur og því eru svona sjóðir
nauðsynlegir í nýsköpun. Stofnun
tækniþróunarsjóðs er í mínum huga
eitt það merkilegasta sem hefur gerst
í tengslum við frumkvöðlastarfsemi
og nýsköpun hér á landi,“ segir Egill
og bætir við að Lífssaltið þeirra
Helga fáist í nokkrum sérbúðum, að-
allega ferðamannaverslunum.
„Ástæðan fyrir því að við
ákváðum að stíla á útlenda ferðmenn
er sú að við eigum takmarkað magn
af salti, þar sem verksmiðjan er í
gámum í bili.“
Undirlagð-
ur af salt-
bakteríunni
„Það skiptir máli hvernig saltið er samsett og lágnatríum-
salt okkar Helga er því innlegg í baráttuna við háþrýsting
og hjarta- og æðasjúkdóma. Þeir sem eru með háþrýsting
geta borðað eins mikið og þeir vilja af okkar salti, því þeir
fá alltaf rétt hlutfall af jónum,“ segir Egill Einarsson sem
ásamt félaga sínum Helga Sigurjónssyni hefur sett á
markað heilsusalt sem inniheldur 60 prósentum minna
af natríumjónum en annað borðsalt.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Efnaverkfræðingur Egill Einarsson segir sérstöðuna í sjávarsalti þeirra Helga vera efnasamsetninguna.
Lífssalt Það er lágnatríumsalt sem skiptir miklu máli fyrir heilsu fólks.
BAKARÍ / KAFFIHÚS / SALATBAR
SÉRBAKAÐfyrir þig
SALATBAR
ferskur allan
daginn
Sunnumörk 2, Hveragerði, og Larsenstræti 5, Selfossi • Sími 483 1919,
Almar bakari • Opið alla daga kl. 7-18