Morgunblaðið - 16.09.2019, Page 13
FRÉTTIR 13Erlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. SEPTEMBER 2019
Teitur Gissurarson
teitur@mbl.is
Boris Johnson, forsætisráðherra
Bretlands, fundar með Jean-Claude
Juncker, fráfarandi forseta fram-
kvæmdastjórnar Evrópusambands-
ins (ESB), og Michel Barnier, aðal-
samningamanni ESB, í Lúxemborg í
dag.
Forsætisráðherrann fullyrti í
samtali við Mail on Sunday í gær að
gríðarmiklum árangri í átt að því að
ná samningi um Brexit við ESB væri
að fagna. Sagðist hann enn fremur
vera „mjög öruggur“ um að hann
myndi ná útgöngusamningi þegar
leiðtogar Evrópusambandsins koma
saman 17. október. „Ég mun fara á
þennan fund og ná samningi, ég er
mjög öruggur um það. Og ef við náum
ekki samningi þá förum við út 31.
október,“ sagði Johnson. Johnson
mun þó mögulega ekki eiga annarra
kosta völ en að óska aukins frests á
útgöngu Breta, því eins og greint hef-
ur verið frá samþykkti lávarðadeild
þingsins frumvarp sem skyldar John-
son til að sækja um aukinn frest ef
samningur er ekki í höfn fyrir fundinn
í október.
Möguleiki á samningi virðist þó
ekki eins fjarlægur og áður en til við-
bótar við fullyrðingar Johnsons sagði
Stephen Barclay, ráðherra útgöngu-
mála í ríkisstjórn landsins, í samtali
við Daily Telegraph að mögulegur
samningur væri í sjónmáli. Mikið
verk væri þó enn óunnið.
Bretland eins og Hulk
Það vakti athygli þegar Johnson
bar Bretland saman við Marvel-
myndasöguhetjuna Hulk og sagði að
landið myndi brjótast út úr ESB eins
og ofurhetjan. „Því reiðari sem Hulk
varð því sterkari varð hann, og hann
náði alltaf að flýja, sama í hversu
krappan dans hann var kominn – og
þannig er það í tilfelli þessa lands,“
sagði hann og bætti við: „Við munum
fara út 31. október og við munum
klára þetta, trúið mér.“
Johnson varð fyrir nokkrum
pólitískum höggum um helgina,
stærst þeirra var líklega þegar þing-
maðurinn Sam Gyimah, sem kosinn
var á þing fyrir Íhaldsflokkinn og var
um tíma ráðherrra í ríkisstjórn The-
resu May, gekk til liðs við Frjálslynda
demókrata. Gyimah var í hópi 21
þingmanns Íhaldsflokksins sem
Johnson vísaði úr flokknum eftir að
þeir greiddu atkvæði með stjórnar-
andstöðunni til þess að koma í veg
fyrir Brexit án útgöngusamnings.
„Ég kýs að halda áfram að berjast
fyrir því sem ég hef alltaf trúað á, sem
Frjálslyndur demókrati,“ sagði Gyi-
mah.
Vildi verða uppáhaldið
Þá varð Johnson fyrir aukinni
gagnrýni þegar endurminningar
Davids Camerons, fyrrverandi for-
sætisráðherra Bretlands, voru gefnar
út í gær. Í bók sinni sakar Cameron
Johnson um að styðja Brexit einungis
til að auka pólitískan frama sinn. Seg-
ir hann að Johnson hafi talið, í að-
draganda þjóðaratkvæðagreiðslunn-
ar um Brexit árið 2016, að stuðningur
hans við útgöngu Breta úr ESB
myndi gera hann að „eftirlæti“ íhalds-
manna. Þá fullyrðir hann að í laumi
telji Johnson að önnur þjóðarat-
kvæðagreiðsla eigi að fara fram.
Segir Cameron að hann hafi
reynt að stöðva Johnson í að ganga til
liðs við Brexit-liða með því að bjóða
honum embætti ráðherra varnarmála
í ríkisstjórn sinni. Johnson hafi hins
vegar ekki tekið því, og því „hætt á
niðurstöðu sem hann trúði ekki á því
það myndi hjálpa honum á frama-
brautinni“.
AFP
Forsætisráðherrann Johnson hefur fullyrt við þjóð sína að samningur náist.
Öruggur um að samningur náist
Boris fundar með Juncker í Lúxemborg í dag Líkti Bretlandi við Hulk Fyrrverandi ráðherra
genginn til liðs við Frjálslynda demókrata Cameron segir Johnson ekki trúa á eigin málstað
Olíufyrirtækið Aramco, sem er í
eigu sádi-arabíska ríkisins, lagði í
gær allt kapp á undirbúning til að
koma framleiðslu aftur í gang á
framleiðslusvæðum fyrirtækisins
sem urðu fyrir tveimur dróna-
árásum á laugardag. Þarf fyrir-
tækið tímabundið að leggja niður
helming framleiðslu sinnar, sem er
um 5% af heildarolíuframleiðslu
heimsins, vegna árásanna.
Uppreisnarmenn úr röðum Húta í
Jemen lýstu yfir ábyrgð á árás-
unum. Sagði talsmaður þeirra,
Yahia Sarie, að árásum á Sádi-
Arabíu yrði haldið áfram ef stríðinu
í Jemen lyki ekki, en það hefur nú
staðið yfir í á fimmta ár.
Mike Pompeo, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, hefur þó hafnað
fullyrðingum Húta og bent á Írana.
Sagði hann að það væru engin sönn-
unargögn sem sýndu fram á að „for-
dæmislaus árásin á orkuuppsprettu
heimsins“ hefði komið frá Jemen.
Íranar hafa í kjölfarið sakað Banda-
ríkin um að leika blekkingarleik og
sagði utanríkisráðherra Írans, Ja-
vad Zarif, að það að kenna Íran um
myndi ekki binda enda á hörmung-
arnar í Jemen.
Olíuverð fer hækkandi
Vegna árásanna hafði heims-
markaðsverð á olíu byrjað að
hækka strax í gærkvöld og hafði
verð á Brent-hráolíu hækkað um
18% frá lokun markaða á föstudag-
inn.
Seint í gærkvöld heimilaði
Donald Trump Bandaríkjaforseti að
gengið yrði á varabirgðir Banda-
ríkjanna af olíu vegna stöðunnar
sem upp er komin. teitur@mbl.is
Mike Pompeo bendir á Írana
Stærsta olíuframleiðslufyrirtæki í heimi varð fyrir drónaárás Hútar
lýstu yfir ábyrgð Íranar segja það engan vanda leysa að kenna þeim um
AFP
Árás Mikinn reyk lagði yfir olíustöðina í Abqaiq í Sádi-Arabíu á laugardag.
Bandaríska fánanum var víða veifað á mótmælum
í Causeway Bay í Hong Kong um helgina. Millj-
ónir innfæddra hafa tekið þátt í mótmælunum
sem hafa staðið yfir síðustu þrjá mánuði. Kveikjan
að mótmælunum var lagafrumvarp sem hefði
heimilað framsal brotamanna til meginlands Kína
en mótmælin hafa síðan þróast upp í kröfu um
aukið lýðræði. Virðast margir mótmælendur líta
upp til lýðræðisríkisins Bandaríkjanna.
AFP
Bandaríska fánanum víða veifað í Hong Kong
Borin hafa ver-
ið kennsl á 44
lík sem fund-
ust ofan í
brunni rétt
fyrir utan
borgina
Guadalajara í
Jalisco-ríki í
Mexíkó fyrr í
mánuðinum.
Þetta kemur
fram á fréttavef BBC. Líkamsleif-
arnar fundust eftir að íbúar í ná-
grenninu fóru að kvarta undan
óþef en þeim hafði verið komið
fyrir í 119 ruslapokum.
Samkvæmt heimildum BBC er
ofbeldisfyllsta glæpagengi Mexíkó
ákaflega virkt í Jalisco-ríki en
þetta er í annað skipti á árinu sem
fjöldi líkamsleifa finnst í ríkinu.
Fram kemur á BBC að líkin hafi
verið sundurlimuð og að yfirvöld
hafi þurft að setja líkamshlutana
saman til að bera kennsl á líkin.
Enn eru þó margir líkamshlutar
sem ekki hefur náðst að bera
kennsl á.
MEXÍKÓ
Hafa borið kennsl
á 44 lík úr brunni
Gröf Mikil vinna fór
í að grafa upp líkin.
Fæðing stúlku í
Tennessee í
Bandaríkjunum
hinn 11. sept-
ember hefur
vakið nokkra at-
hygli en stúlkan
fæddist klukkan
9.11 og vó 9
pund og 11 úns-
ur. Vakti þessi
tilviljun mikla
undrun heil-
brigðisstarfsmanna samkvæmt
fréttavef BBC. 11. september er í
daglegu tali kallaður 9/11 eftir
árás sem gerð var þann dag fyrir
18 árum á Tvíburaturnana í
Bandaríkjunum en um 3.000
manns létu lífið í árásinni.
BBC hefur eftir móður stúlk-
unnar, sem fékk nafnið Christina
Brown, að Christina sé nýtt líf
sem komi inn í þá eyðileggingu og
tortímingu sem tengist deginum.
Er haft eftir foreldrum hennar að
þau muni deila merkingu fæðing-
ardagsins með henni þegar hún
verður eldri.
BANDARÍKIN
Fæðing 9/11 vakti
undrun starfsmanna
9/11 Christina
fæddist 11. sept-
ember kl. 9.11.