Morgunblaðið - 16.09.2019, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 16.09.2019, Qupperneq 17
alltaf tilhlökkunarefni þegar Ella og Bjössi komu í heimsókn í sveit- ina til okkar eða þegar við komum í heimsókn til þeirra í Bjarma- landið. Það var gott að ganga að Bjössa hjá Tryggingu hf. vantaði mann ráðleggingar vegna trygg- inga þegar maður var að stíga sín fyrstu skref sem fullorðinn maður. Bjössi tók manni vel og ráðlagði manni heilt enda gegn- heill maður sem hafði gert völund- arhús trygginga að lífsstarfi sínu. Það kom ekki á óvart þegar ég kynntist enskum tryggingamiðl- urum hjá Lloyd’s í London að heyra hvað þeir báru mikla virð- ingu fyrir Bjössa, sem þeir höfðu kynnst á sameiginlegum vett- vangi. Þó að samgangur verði minni með árunum við þá sem maður getur kallað yndisfólk æsku sinnar, eins og Ellu og Bjössa, þá er væntumþykjan og kærleikurinn ávallt til staðar og við drúpum höfði nú þegar við kveðjum Björn Jensson. Við Björk vottum Ellu frænku, Guðrúnu, Arndísi, Jens og fjöl- skyldum þeirra okkar dýpstu samúð. Helgi Magnús Hermannsson. Sannur heiðursmaður og ljúf- menni hefur kvatt. Söknuður, samhliða þakklæti fyrir góða vináttu og hlýju í garð minnar litlu fjölskyldu og móður minnar heitinnar, er mér efst í huga á þessari stundu. Fyrir margt löngu kynntist ég Birni og Elínu þegar bróðir minn og mágkona giftu sig. Við Björn vorum svaramenn þeirra á þeim góða degi og fór vel á með okkur þá og alla tíð síðan. Þar eignaðist bróðir minn ekki aðeins yndislega tengdaforeldra, heldur eignuð- umst við móðir mín og stelpurnar mínar þar einnig mjög góða vini. Á mínu heimili voru þau aldrei kölluð neitt annað en amma E og afi B. Björn, Elín og móðir mín bund- ust þarna miklum vinar- og tryggðarböndum. Þau urðu vinir, sem styrktu og studdu hvert ann- að alla tíð, enda var mikill sam- gangur þessara tveggja fjöl- skyldna. Björn var alla tíð hægur og hlýr. Hann naut þess að ferðast þangað sem sólin skín og hlýja er í lofti. Þau Elín fóru ávallt til heit- ari landa á meðan heilsan leyfði hjá Birni. Hann hafði gaman af því að segja frá og eru mér of- arlega í huga ævintýri hans og vina á yngri árum, sér í lagi þegar þeir ferðuðust um bæinn á reið- hjólinu, stundum með séniverinn í buxnavasanum. Hann sagði einn- ig sögur úr fluginu, en hann átti lengi litla flugvél og bauð gjarnan Elínu sinni, börnunum og barna- börnunum með í flugferðir um loftin blá. Hann hafði gaman af góðum mat og félagsskap og naut sín þegar Siggi og Arndís buðu þeim í mat. Þá stríddi hann gjarn- an dóttur sinni, með glampa í aug- unum, og þakkaði sérstaklega fyr- ir það hve lánsamur hann væri að eiga Sigga fyrir tengdason, hann eldaði svo góðan mat. Við vissum auðvitað öll að mikið jafnræði er með þeim hjónum í þeim efnum. Björn glímdi við heilsubrest síðastliðin ár. Lengst af bjuggu þau Elín saman á fallega heim- ilinu sínu í Bjarmalandi og síðar á Kirkjusandi, þar sem Elín býr enn. Þar annaðist Elín og öll fjöl- skyldan hann af mikilli ást og um- hyggju. Þegar halla tók verulega undan fæti flutti hann fyrst á Sjúkrahúsið á Akranesi og síðan á hjúkrunarheimilið Sóltún. Við mæðgurnar eigum minn- ingu um góðan mann. Við búum að hinum bætandi og jákvæðu áhrifum sem hann hafði með nær- veru sinni. Ég veit að það eru erfið sporin hennar Elínar þegar hún kveðjur nú Björn sinn eftir öll þessi ár í farsælu og góðu hjónabandi. Elsku Elín, Arndís, Guðrún, Jens og fjölskyldur, innilegar samúðarkveðjur. Erna Einarsdóttir. MINNINGAR 17 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. SEPTEMBER 2019 ✝ Ólöf SvanaSamúelsdóttir fæddist 9. maí 1944 á Hrafnabjörgum í Laugardal, Ísafjarð- ardjúpi. Hún lést á Kvennadeild Land- spítalans 6. sept- ember 2019. Foreldrar Svönu voru Hildur Hjalta- dóttir, ljósmóðir, f. 22.7. 1909, d. 29.8. 1981, og Samúel Guðmundsson, bóndi á Hrafnabjörgum, f. 9.7. 1906, d. 30.9. 1958. Svana var fimmta í röðinni af átta systkinum, elstur var Sig- urjón, f. 6.2. 1936, d. 4.8. 2017, svo Helgi Guðjón, f. 17.2. 1937, Guðmundur, f. 4.4. 1941, Sig- urbjörn, f. 28.4. 1943, Hjalti, f. 29.8. 1945, Hrafnhildur, f. 25.6. eitt ár sem þjónustustúlka. Haustið 1965 hóf hún störf hjá Landsbanka Íslands og vann þar óslitið í tæp 40 ár. Eftir að hún flutti til höfuðborgarinnar bjó hún fyrst með móður sinni í Reykjavík en svo lengst af í Furugrund 40, Kópavogi (1982- 2011). Síðustu árin bjó hún á Strikinu 2 í Garðabæ. Svana tók mikinn þátt í skák- starfi kvenna á árunum 1975-80 og svo áfram næstu ár með Tafl- félagi Reykjavíkur. Hún keppti um skeið með kvennalandsliði Ís- lands og tók m.a. þátt á ólympíu- mótinu í Argentínu árið 1978. Hún varð Reykjavíkurmeistari í kvennaflokki 1979. Svana var virk í starfi Oddfellow-reglunnar og einnig starfaði hún með Fé- lagi eldri borgara í Garðabæ. Naut hún þess að ferðast, bæði innanlands og utan, stunda fjall- göngur og almenna útivist. Hafði hún einnig mikla ánægju af brids og annarri spilamennsku. Útför Svönu fer fram frá Ví- dalínskirkju í Garðabæ í dag, 16. september 2019, klukkan 15. 1947, og yngst er Ásdís, f. 9.2. 1950. Sonur Svönu er Samúel Krist- jánsson, f. 1.6. 1981, faðir hans er Krist- ján Bjarndal Jóns- son, f. 8.8. 1946. Systkini Samúels samfeðra eru Lena Björk, f. 7.5. 1980, Heiða Ösp, f. 16.7. 1981, Bjarki Rafn, f. 11.12. 1983, Kristjana, f. 17.5. 1990, og yngstur er Ívar Örn, f. 24.8. 1995. Svana ólst upp á Hrafna- björgum og lauk gagnfræðaprófi frá Héraðsskólanum í Reykjanesi 1961. Að því loknu fluttist hún til Ísafjarðar og vann þar hin ýmsu störf. Árið 1964 sigldi hún til Kaupmannahafnar og vann þar í Elsku mamma. Lauf þitt er nú fallið af lífsins tré. Hinn 9. maí síðastliðinn, þennan fallega sólskinsdag, héldum við upp á 75 ára afmælið þitt. Ég átti þá hraustustu mömmu landsins, komna á átt- ræðisaldurinn. Við áttum svo yndislegan dag í byrjun júlí og ferðuðumst um Snæfellsnesið, skoðuðum margt en merktum líka staði og göngu- leiðir sem við ætluðum að kanna betur síðar, því það var svo mik- ill tími til stefnu – ótal sumur fram undan. Þú fórst í Fljótavíkina til Hrafnhildar systur þinnar og gekkst þar á fjöll með Gyðu. Við fórum svo á ættarmót á Hrafnabjörgum undir lok júlí og þar, á æskuheimilinu, borðað- irðu síðustu alvörumáltíðina, lambalæri með öllu tilheyrandi, og fræddir afkomendur systk- ina þinna um lífið í sveitinni. Þessa helgi lékstu á als oddi, dróst okkur yngra fólkið á Ög- urball og dansaðir og skemmtir þér sem enginn væri morgun- dagurinn. Viku síðar fórum við upp á spítala. Rússíbaninn var settur í gang. Í honum keyrðum við hring eftir hring, steyptumst upp og niður, á hvolf og aftur- ábak í rúman mánuð. Það hægð- ist á þínum vagni 2. september og hann stöðvaðist svo nokkrum dögum síðar. Ég hélt í höndina á þér þegar þú kvaddir í full- komnum friði. Þú hafðir svo mikla ást að gefa, allt til enda. Mín rússíbanareið endar svo í dag. Eftir situr tómlætið og söknuðurinn. Haustið er rétt hafið en vet- urinn tók þig alltof snemma. Við fæðumst ekki með nein verðmæti úr að spila önnur en þann tíma sem okkur er úthlut- að. Við getum breytt þessum tíma í veraldleg verðmæti, við getum deilt honum með öðrum og við getum gefið hann ástvin- um. Ég fæddist í forréttinda- stöðu. Að eiga þig sem móður, þig sem gafst mér tímann, gafst mér allt sem þú áttir að gefa. Hve mikið þú ferðaðist með mér um landið okkar, allt frá Hornströndum til Þórsmerkur og lengst austur á firði. Allan tímann sem við sátum og kub- buðum; Dísuhús og Úllublokk. Allar bækurnar sem við lásum og spilin sem við spiluðum. Sælar minningar eru úr æsku frá ferðunum vestur á firði, hlustandi á Stjórnina og borð- andi Góu-kúlur meðan við hlykkjuðumst malarvegina sem þú trúðir ekki að fengju malbik á þinni lífstíð. Alla tíð fylgdumst við að, héldum áfram að skapa góðar minningar. Í áratug unnum við svo saman meðan þú fylgdir mér í mínum ævintýrum. Þegar ég svo ákvað að hafa vetursetu í Afríku varstu áfram með mér alla daga. Ekkert varð raunverulegt fyrr en ég var bú- inn að segja þér frá. Eftirminnilegust er ferðin okkar þegar þú komst til mín árið 2017. Af öllum þeim stór- kostlegu ferðalögum sem þú hefur lagst í um ævina sagðirðu þennan leiðangur standa upp úr. Við ferðuðumst í mánuð um endilanga Suður-Afríku, eyðimerkursanda Namibíu, inn í frumskóga Bótsvana og alla leið að Viktoríufossum. Ég er þakklátur fyrir að hafa átt meirihluta ævi þinnar með þér. Þú kenndir mér og öllum í kringum þig mikilvægustu gildi lífsins. Skynsemi þín, fagmennska, nægjusemi, lífsgleði og góð- mennska mun lifa með okkur og kenna allt til okkar síðasta dags. Þig geymir mitt hjarta, alla daga, allar stundir. Þinn eilíflega þakkláti sonur, Samúel Kristjánsson. Það grunaði engan þegar Svana gekk á Kögur á Horn- ströndum í sumar að hún gengi með mein það sem átti eftir að draga hana til dauða á nokkrum vikum. Hún var í heimsókn hjá okkur í Fljótavík þar sem við nutum þess að vera saman, spila á spil, hlusta á sögur og njóta lífsins. Á kveðjustund kemur margt upp í hugann og þegar leitað er orða til að lýsa Svönu þá kemur strax upp hversu ljúf og hjálp- söm hún var, ætíð reiðubúin og alltaf hægt að treysta á hana þegar á reyndi. Hún var hinn þögli leiðtogi og virkaði sem klettur í lífi fjölskyldunnar. Persónuleiki Svönu kom vel í ljós þegar hún tókst á við sín erfiðu veikindi af æðruleysi og styrk. Samverustundirnar eins og spilakvöldin, ferðalögin, matar- boðin, afmælin og hátíðarstund- ir í fjölskyldunni lifa sterkt í minningunni. Samband okkar systranna þriggja var mjög náið, elsta barn mitt var fætt á tvítugsaf- mælisdegi Svönu og sonur hennar var fæddur á tíu ára af- mælisdegi sonar míns. Þau bæði áttu svo eftir að búa hjá henni í lengri tíma og hefur Sigríður dóttir mín litið á hana sem sína aðra móður. Þá hefur oft verið talað um börn systranna og Svana var amma barna- barnanna okkar allra, alltaf hægt að leita til hennar með pössun og hún fylgdist vel með hvað þau voru að gera. Tengslin sjást mjög vel með því að Svana var kölluð vara-mamma og vara-amma af afkomendum okkar systranna. Það hefur því verið höggvið stórt skarð í fjölskylduna við fráfall Svönu okkar, en minn- ingin um frábæra konu og góðar stundir mun fylgja alla tíð. Elsku Samúel okkar, þú munt alltaf vera hluti af okkar fjöl- skyldu og við munum hjálpast að við að halda minningu mömmu þinnar á lofti. Hrafnhildur, Jósef, Sigríður, Ómar, Vernharður, Svava, Ingibjörg, Bjarki, börn og barnabörn. Elskuleg systir og mágkona var hrifin á brott eftir skamm- vinn veikindi. Hún sem ávallt var svo hraust og heilbrigð í öllu líferni. Gengum saman um Hornstrandir og var hún kölluð fjallageitin í okkar hópi. Vel til forystu fallin hvar sem var, vin- mörg og ættrækin. Á yngri árum hélt hún til Kö- ben og gerðist „stuepige“ hjá Storr-hjónunum. Í skákinni náði hún langt og var í fyrstu ólymp- íusveit kvenna. Þegar hún kom heim frá Brasilíu færði hún Kol- beini okkar belti og hann stærði sig af því að á því væru argent- ínskir þúsundkallar. Börnin okkar og barnabörn hafa átt hana sem aðra móður og ömmu. Við mágarnir sögðum gjarnan að við ættum þrjár konur til samans. Starfsvettvangur hennar var lengst af í Landsbankanum. Hefðu allir verið jafn trúir og samviskusamir í starfi og hún er óvíst að fjármálakerfið hefði farið jafn illa. Ráðdeild og sam- viskusemi var henni í blóð bor- in. Stóri happdrættisvinningur hennar í lífinu var að eignast hann Samúel. Hún var klettur- inn bak við hann í frumkvöðla- starfi hans að setja upp Frost- rósir og gleðja stóran hluta þjóðarinnar um jól í tólf ár. Sá stóri hópur listafólks og starfs- manna sem tók þátt elskaði hana og dáði. Frostrósamamma var sko betri en engin. Gæfuspor hennar var að ganga í Oddfellow-regluna í október 2002 þar sem systur hennar og mágur voru fyrir. Í Rbst. nr. 10, Soffíu, tók hún virkan þátt og eignaðist margar traustar vinkonur. Lengi bjó hún í Furugrund í Kópavogi en var svo lánsöm að eignast fallega íbúð á Strikinu 2 í Garðabæ fyrir átta árum. Þar stjórnaði hún spilavist og brids í Jónshúsi, stundaði gönguferðir um nágrennið og undi hag sín- um vel. Enginn hvatti okkur hjónin eins mikið til að flytja í nýja húsið okkar að Unnar- grund 25 við Arnarnesvoginn eins og hún. Sá fyrir sér að rölta yfir til okkar á síðkvöldum, taka einn eða tvo trémanna og svo eina sjöu í lokin. En það fór svo að hún náði að strjúka af eldhúsborðinu þegar við undirbjuggum flutninginn en ekki meir. Með sárum sökn- uði lítum við yfir til Sjálandsins en um leið þökkum við fyrir trygglyndi og umhyggju sem Svana ávallt sýndi okkur. Það var fastmælum bundið milli systranna að ef eitthvað bæri út af, yrðum við áfram ein fjölskylda eins og verið hefur. Samúel á athvarf hjá okkur um alla framtíð. Ásdís og Össur. Við fráfall Svönu myndaðist stórt skarð í fjölskyldu okkar. Svana var engin venjuleg móð- ursystir fyrir okkur. Við töluð- um oft um hana sem „vara- mömmu“ og börnunum var hún sem amma. Hún tók þátt í nán- ast öllu sem við fjölskyldan gerðum sameiginlega, svo sem ferðalögum innanlands og utan, afmælis-, jóla- og áramótaboð- um og mörgu öðru skemmti- legu. Það var alltaf spennandi að koma til hennar um áramót því veisluföngin voru oft fram- andi. Oft var samt boðið upp á kræsingar sem hún hafði kynnst þegar hún bjó í Danmörku. Í minningunni var ég fyrst bænheyrður er ég var ungur í pössun hjá Svönu. Þannig var að mig langaði einstaklega mik- ið á heimilissýningu í Laugar- dalshöll. Ég sat aftur í Toyot- unni hennar og bað þess að við færum á sýninguna. Viti menn, að sjálfsögðu fórum við á sýn- inguna. Svana var mikil skákmann- eskja og fór meðal annars fyrir Íslands hönd á ólympíuskákmót í Argentínu. Þegar hún kom heim færði hún mér forláta belti með argentínskum peningum á. Mér þótti afar vænt um beltið og þótti það mjög merkilegt. Hún kenndi mér og krökkunum mannganginn og oft var teflt. Hún sleppti drottningunni og hrókunum en það dugði ekki til, ávallt vann hún. Ég held ég geti sagt að Svana átti sér enga óvini og átti ekkert óuppgert við menn né málefni. Mikið getum við sem eftir erum tekið það okkur til fyrirmyndar. Minning um einstaka konu og góða fyrirmynd mun lifa. Megi góður guð styrkja Samúel okkar í gegnum þessa erfiðu tíma. Kolbeinn, Lára, Ásdís Rán og Kjartan Páll. Elsku hjartans Svana okkar. Það er sárt að kveðja. Söknuð- urinn er mikill en allar minning- arnar svo góðar og fallegar. Það er svo óraunverulegt að setjast niður og skrifa um þig minning- argrein. Svo ótrúlega stutt síð- an við vorum að hlæja og skemmta okkur. Veikindin voru strembin en stutt, ekki nema rúmur mánuður. Svo stutt síðan við vorum saman í göngutúr að njóta góða veðursins, já og skemmtilega fjölskylduferðin á Hrafnabjörg og dansandi á Ög- urballi. Þú hefur alltaf verið mér sem önnur mamma og amma gull- molanna okkar. Alltaf verið til staðar fyrir okkur hvort sem var að passa börnin eða bara ljúfar stundir með prjóna og kaffibolla. Þú varst svo áhuga- söm um tómstundir barnanna og misstir sjaldan af danssýn- ingum, tónleikum eða ömmu- kaffi á leikskólanum. Þið Kristín Hekla áttuð svo margar góðar stundir, t.d. þegar hún var í 1. bekk og þú sóttir hana alltaf í skólann einn dag í viku. Þá kenndir þú henni að tefla og þið spiluðuð saman. Þegar þú mætt- ir í grímubúningi í afmæli And- reu og Össurar Antons á ösku- daginn. Örvar Gauti á eftir að sakna þess að koma í heimsókn á Strikið og fá að leika með alla bílana. Það er margs að minnast úr æskunni. Við Kolbeinn bróðir eigum svo margar góðar æsku- minningar, t.d. þegar við feng- um að fara með þér á jólaböllin í Landsbankanum. Þegar þú prjónaðir á mig fallegu peysuna og aðra alveg eins á dúkkuna mína; það sem ég var hamingju- söm með okkur dúkkuna alveg eins. Já og fallegi rauði kjóllinn sem þú saumaðir á mig fyrir af- mælið hennar Hildar ömmu. Þú hefur alltaf verið klettur í fjölskyldunni. Alltaf svo réttsýn og rétt öðrum hjálparhönd, fórst vel með alla hluti. Þú hafð- ir svo mikla ánægju af ferðalög- um og útivist, bæði hér heima og erlendis. Ferðin ykkar Gyðu til Suður-Afríku að heimsækja Samúel var ævintýri líkust og þar sköpuðuð þið minningar sem nú eru svo dýrmætar. Við fjölskyldan munum halda þétt utan um elsku Samúel nú á erf- iðum tíma og halda áfram að búa til góðar minningar alveg eins og þú kenndir okkur. Þú tókst á við veikindin af svo miklu æðruleysi og styrk. Hug- rekki þitt var einstakt þegar þú kvaddir okkur öll með svo fal- legum orðum síðustu dagana þína. Minningarnar eru dýr- mætar og ástin og kærleikurinn mun ávallt varðveitast í hjörtum okkar. Með einlægri þökk fyrir allt, elsku Svana okkar. Guðrún Árdís Össurardóttir Örvar Þór Ólafsson. Minningin um góða vinkonu er dýrmæt. Söknuður er mikill er leiðir skilur. Svana var mjög tryggur vinur. Hún vann í Landsbankanum í yfir 40 ár. Var fljót að vinna sig upp í ábyrgðarstöður enda afburðavel gefin. Hún var sterkur skák- maður, spilaði bridge, frábær móðir, systir og vinkona. Við Svana ferðuðumst mikið saman innan- og utanlands. Við fórum í námsferð til London árið 1988 í fjóra mánuði með drengina okk- ar Samúel og Þorlák sjö ára gamla, leigðum okkur íbúð í Beckenham. Það var yndislegur tími. Núna í maí 30 árum seinna með dagskrárlista frá Samúel fórum við að upplifa þennan tíma aftur. Listinn góði reyndist okkur vel. Ég þakka Svönu fyrir vináttu og tryggð í gegnum ár- in. Fjölskyldu Samúels og ást- vinum öllum votta ég innileg- ustu samúð. Drottinn blessi minningu Svönu. Hvíldu í friði, elsku vinkona. Gyða Thorsteinsson. Kveðja frá gönguhópnum Líttu sérhvert sólarlag, sem þitt hinsta væri það. Því morgni eftir orðinn dag enginn gengur vísum að. (Bragi Valdimar Skúlason) Í dag kveðjum við með sökn- uði eina úr gönguhópnum okkar og samstarfskonu sumra af okk- ur til margra ára, Svönu Sam- úelsdóttur, sem kvaddi þetta líf allt of fljótt eftir stutt og alvar- leg veikindi. Það lýsti henni vel, æðruleysi hennar og bjartsýni síðasta mánuðinn sem hún lifði fárveik á sjúkrahúsi. Svana var alla tíð góður félagi. Hún lifði góðu lífi, stundaði göngur, sund, brids og skák og hafði alltaf nóg að gera. Hún var svo lánsöm að vera vinmörg og eiga góða sam- heldna fjölskyldu. Og sólar- geislann sinn hann Samúel, sem hún annaðist alla tíð af ást og umhyggju. Það er alltaf tilhlökkunarefni að hittast í göngunni og ef illa viðrar er bara að galla sig og leggja í hann. Þegar við hitt- umst byrjar samkoman með lýðræðislegri kosningu hvert skuli gengið, áður en lagt er af stað. Við viljum þakka allar góðu stundirnar og sporin okk- ar, sem við áttum saman. Vott- um fjölskyldu og ástvinum hennar okkar dýpstu samúð. Margrét Sigurðardóttir, Erla, Guðbjörg, María, Steinunn og Sigrún. Ólöf Svana Samúelsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.