Morgunblaðið - 16.09.2019, Page 22

Morgunblaðið - 16.09.2019, Page 22
22 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. SEPTEMBER 2019 Til í mörgum stærðum og ge Nuddpottar Fullkomnun í líkamlegri vellíðan rðum Vagnhöfða 11 | 110 Reykjavík | www.ofnasmidja.is | sími 577 5177 60 ára Hlíf er Reykvík- ingur. Hún er hjúkr- unarfræðingur að mennt, með meist- arapróf í hjúkrun og diplómu í opinberri stjórnsýslu frá HÍ, Hlíf er sérfræðingur í öldr- unarhjúkrun og vinnur á flæðisviði Land- spítalans. Maki: Geir Björnsson, f. 1957, tölv- unarfræðingur hjá Opnum kerfum. Börn: Ýrr, f. 1979, Auður, f. 1985, og tví- burarnir Arnar og Björn, f. 1996, Geirs- börn. Barnabörnin eru orðin fimm. Foreldrar: Guðmundur Gunnarsson, f. 1928, d. 2011, byggingaverkfræðingur, og Anna Júlíusdóttir, f. 1923, d. 2009, húsmóðir. Þau voru búsett í Reykjavík. Hlíf verður að heiman í dag með tvíbura- systur sinni, Hrönn Guðmundsdóttur Sicari, sem býr í Bandaríkjunum Hlíf Guðmundsdóttir Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  HrúturMeð sama áframhaldi mun vinna þín skila þér arði og ánægju. Leiðbeindu börnum um hvernig þau eigi að gera hltuina. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú verður fengin/n til að leysa vandamál og koma með hagnýtar lausnir. Margar hugmyndir spretta upp en þú hef- ur úrslitavaldið. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þér hefur tekist að halda þér í góðu formi með reglulegum æfingum. Slepptu hendinni af kvíðanum og taktu skref inn í óvissuna miklu. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Það er auðvelt að verða tauga- trekktur yfir spennandi atburðum, sér- staklega þegar þeir skipta þig máli. Gerðu þér far um að hafa samband við gamla vini í dag. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Það vantar eitthvað í þá gátu sem þú ert að glíma við. Vandamálin hverfa ekkert fyrir það. Loksins spyr fólk þig . 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Láttu það sem aðrir segja um fyr- irætlanir þínar sem vind um eyru þjóta. Beittu þrýstingi til að koma þér á fram- færi. 23. sept. - 22. okt.  Vog Það er alltaf gaman að koma öðrum skemmtilega á óvart. Hlutirnir eiga ekki að vera einfaldir, heldur stælir það aðeins manninn að fá krefjandi verkefni. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Nú skiptir öllu máli að bregð- ast rétt við aðstæðum. Skrifaðu lista og þér tekst að koma öllu á honum í verk. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þér finnst það skylda þín að deila vitneskju þinni með öðrum. Þér líður vel í eigin skinni og láttu engan breyta þeirri tilfinningu. 22. des. - 19. janúar Steingeit Hugrenningar þínar eru óvenju- legar í dag. Láttu það ekki á þig fá þótt ein- hverjir vilji skemmta sér á þinn kostnað. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú stendur fast á skoðunum þínum í dag og því er hætt við að þú lendir í deilum. Það er alltaf gaman þegar fólk hefur mikinn áhuga á manni, sérstaklega þegar daðrað er. 19. feb. - 20. mars Fiskar Straumarnir í vinnunni eru jákvæð- ir núna. Reyndu að koma hugmyndum þín- um á framfæri með sem skýrustum hætti. geta hjálpað og veitt öryggi. Ferða- lögin juku víðsýni mína og kynntu mér nýja menningarheima í vestri og austri. Síðast en ekki síst kynntist ég fjölda góðra manna um allt land sem sýndu þessum unga manni með ný- stárlegar hugmyndir mikinn skilning Eigin rekstur og sú ábyrgð sem slíku fylgir er alltaf þroskandi. Nám í ör- yggisfræðum og síðan mikil ferðalög og samskipti við erlenda framleið- endur öryggistækja reyndu á við- skiptavit mitt, tækniþekkingu og málakunnáttu. Það er gefandi að B aldur Ágústsson fæddist í Reykjavík 16. sept- ember 1944. Hann ólst upp í Hlíðunum, í Barmahlíð til átta ára aldurs og síðar í Bólstaðarhlíð þar til hann stofnaði eigið heimili í Fossvog- inum. Hann dvaldi á sumrum í sum- arhúsi fjölskyldunnar á Ölvalds- stöðum í Borgarfirði og aðstoðaði bændur í grenndinni. Móðir Baldurs fórst í hörmulegu slysi þegar hann var þriggja ára og hún sjálf aðeins 24 ára gömul. „Að móðurmissinum frátöldum átti ég góða æsku og unglingsár. Milli skóla- vetra vann ég hefðbundin sumarstörf svo sem byggingavinnu, í frystihúsi og var til sjós. Á þessum tíma og fram undir tvítugt starfaði ég mikið í skátahreyfingunni, síðast sem er- indreki Bandalags íslenskra skáta.“ Baldur lauk landsprófi og síðan loftskeytaprófi 1963, lauk grunnprófi í flugumferðarstjórn 1966, prófi í vallarstjórn Reykjavíkurflugvallar 1967 og prófi í aðflugsstjórn 1971. Þá hefur hann stundað nám í þjófavörn- um, brunavörnum og öðrum öryggis- málum, einkum í Bretlandi og Bandaríkjunum. „Ég var loftskeytamaður á skipum í nokkra mánuði en réðst síðan til Flugmálastjórnar Íslands hinn 1. desember 1963. Ég vann hjá stofn- uninni í rúm tuttugu ár, síðustu sjö árin sem varðstjóri í aðflugs- og vall- arstjórn Reykjavíkurflugvallar.“ Baldur var formaður Félags ís- lenskra flugumferðarstjóra á tutt- ugasta og fimmta afmælisári félagsins. „Eins og flestir aðrir vaktavinnu- menn á þeim tíma þurfti ég á auka- vinnu að halda og varð það til þess að ég stofnaði eigið fyrirtæki, fyrstu ís- lensku öryggisþjónustuna, Vara, árið 1969, fyrst sem hlutastarf. Vari gekk vel og störfuðu um 30 manns hjá fyrirtækinu þegar mest var. Við fylgdumst vel með tækniþróun og innleiddum margar nýjungar, þ.á m. neyðarhnappa fyrir heimabúandi sjúklinga sem þá var algjör nýjung hér á landi en þykir nú sjálfsögð ör- yggisráðstöfun. Starfið hjá Vara var lærdómsríkt. og traust sem ég verð alltaf þakk- látur fyrir. Í allmörg ár bjó ég erlendis, aðal- lega á Englandi og það var góður skóli. Ég kynntist þjóð- og stjórn- málum og rak viðskipti með fast- eignir.“ Baldur var í framboði í forseta- kosningunum 2004. „Ég hef lengi haft áhuga á þjóðfélagsmálum. Ég hef hins vegar aldrei verið í stjórn- málaflokki heldur reynt að meta hvert mál út frá þjóðhagslegu sjón- armiði. Í dag fylgist ég með þjóðfélags- málum og skrifa öðru hverju greinar, oftast í Morgunblaðið.“ Önnur áhugamál Baldurs eru til dæmis ljós- myndun, tónlist og ferðalög. Fjölskylda Kona Baldurs er Jean Plummer, f. 19.1. 1952, sjálfstæður atvinnurek- andi. Foreldrar hennar voru hjónin Arthur Leslie Plummer, f. 7.2. 1907, d. 19.8. 1958, bifreiðarstjóri í Deal á Englandi, og Lilian A. Plummer, f. 24.1. 1915, d. 30.6. 1996, kaupkona. Fyrrverandi eiginkona Baldurs var Björk Thomsen, f. 28.10. 1945, d. 6.1. 1995, kennari og kerfisfræðingur í Reykjavík. Þau skildu 1978. Baldur Ágústsson flugumferðarstjóri – 75 ára Við Laugaveginn Jean og Baldur árið 2004 þegar Baldur var í forsetaframboði. Gefandi að geta veitt öryggi Forstjórinn Baldur við teikniborðið hjá Vara ásamt aðstoðarmanni, en öryggiskerfin voru hönnuð fyrir hvern og einn viðskiptavin. 40 ára Bjarni fæddist í Gautaborg og ólst þar upp og í Lundi og á Akureyri. Hann er með doktorspróf í lög- fræði frá Edinborgar- háskóla. Bjarni er pró- fessor í lögfræði við Háskólann í Reykjavík. Maki: Hildur Sigurðardóttir, f. 1981, kennari í Smáraskóla. Börn: Magnús, f. 2010, Hrafnhildur, f. 2013, Sigurður, f. 2017, og óskírður, f. 2019. Foreldrar: Magnús Ólafsson, f. 1950, læknir, og Anna Þóra Baldursdóttir, f. 1950, félagsfræðingur. Þau eru búsett á Akureyri. Bjarni Már Magnússon Til hamingju með daginn Akureyri Emilía Lexí Birkisdóttir fæddist 2. janúar 2019. Hún vó 4.300 g og var 53 cm löng. Foreldrar hennar eru Þórey Rut Eyþórsdóttir og Birkir Már Gunnarsson. Nýr borgari

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.