Morgunblaðið - 16.09.2019, Side 23
DÆGRADVÖL 23
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. SEPTEMBER 2019
Gullfiskur
Kæliþurrkaður harðfiskur
semhámarkar ferskleika,
gæði og endingu.
Inniheldur 84%prótein.
84%prótein - 100% ánægja
Framleiðandi: Tradex ehf, Eyrartröð 11, 220Hafnarfjörður, tradex@tradex.is
Harðfiskur // Bitafiskur // Skífur
Tilvalinn með
á völlinn
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„HVAÐ VILTU MÉR, HERRA
FANGELSISSTJÓRI? ÉG ER ROSALEGA
UPPTEKINN!”
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að dansa tangó alla
nóttina.
KONUR ERU ALGER
RÁÐGÁTA
RÁÐGÁTA SEM ILMAR
SÉRLEGA VEL
OG HVER
ELSKAR EKKI
ANGANDI
RÁÐGÁTUR?
PABBI, ER ÉG GÆDDUR
NÆGUM GÁFUM TIL AÐ
VERÐA KÓNGUR?
SONUR, ÞÚ GÆTIR
ORÐIÐ MJÖG GÓÐUR
KÓNGUR!
EN EF ÞÚ ERT NÓGU
GÁFAÐUR, ÞÁ HELDURÐU ÞIG
FRÁ STJÓRNMÁLUM!
HJÚKRU
NARVAK
T
„RÉTT HJÁ ÞÉR. ÉG VIRÐIST HAFA
LÁTIÐ ÞIG HAFA RANGA STÆRÐ. ÞESSAR
ERMAR ERU ALLTOF LANGAR.”
Dóttir Baldurs og Bjarkar er
Dögg, f. 12.11. 1972, framkvæmda-
stjóri. Maki: Dominic Nieper, fram-
kvæmdastjóri. Sonur þeirra er Theo
Nóni, f. 26.4. 2012, þau eru búsett í
Reykjavík.
Alsystir Baldurs er Helga Ágústs-
dóttir, f. 5.5. 1947, kennari í Reykja-
vík. Hálfsystkini Baldurs, samfeðra,
eru Viðar Ágústsson, f. 9.11. 1950,
kennari í Hafnarfirði; Hilmir Ágústs-
son, f. 9.2. 1952, kennari í Miami á
Flórída, og Auðna Ágústsdóttir, f.
18.7. 1957, hjúkrunarfræðingur í
Reykjavík.
Foreldrar Baldurs voru hjónin
Ágúst Sigurðsson, f. 29.4. 1906, d.
9.12. 1977, námsbókahöfundur, stofn-
andi og skólastjóri Námsflokka
Reykjavíkur og yfirkennari við
Kennaraháskóla Íslands, og Magga
Alda Eiríksdóttir, f. 10.11. 1922, d.
6.11. 1947, húsmóðir. Stjúpmóðir
Baldurs er Pálína Jónsdóttir, f. 28.7.
1924, kennari og leiðsögumaður. Hún
er búsett í Kópavogi.
Baldur Ágústsson
Rannveig Árnadóttir
húsfreyja á Bræðraminni
Kristján Jónsson
bóndi og sjómaður á Bræðraminni í Bíldudal
Sigrún Benedikta Kristjánsdóttir
húsfreyja í Réttarholti
Magga Alda Eiríksdóttir
húsfreyja í Reykjavík
Eiríkur Einarsson
bóndi í Réttarholti í Reykjavík
Ingveldur Eiríksdóttir
húsfreyja í Suður-Hvammi
og á Kaldrananesi í Mýrdal
Einar Þorsteinsson
bóndi í Suður-Hvammi í Mýrdal
Rannveig Löve kennari í Melaskóla
Úr frændgarði Baldurs Ágústssonar
Hallgrímur Sveinsson biskup
Elísabet Sveinsdóttir
húsmóðir í Rvík
Sveinn Björnsson
fyrsti forseti Íslands
Kristjana Agnes Hansdóttir
f. Hoffman húsfreyja í Reykjavík
Sveinn Sveinsson
smiður í Reykjavík
Guðrún Metta Sveinsdóttir
prestsfrú og húsfreyja í Lundi
Magnús Sæbjörnsson læknir í Flatey
Sigurður Jónsson
prestur í Lundi í Lundarreykjadal
Hólmfríður Jónsdóttir
húsfreyja á Ormsstöðum
Jón Sigurðsson
bóndi á Ormsstöðum
í Skógum, S-Múl.
Ágúst Sigurðsson
skólastjóri og stofnandi
Námsfl okka Rvík
Afmælisbarnið Baldur sem ungur
flugumferðarstjóri.
Ég hitti karlinn á Laugaveginumá horninu við Vegamótastíg-
inn, hann tvísté þar og hallaði höfð-
inu fram og aftur en alltaf til
vinstri. Og hann var órólegur, sagð-
ist hafa skroppið austur á land.
„Þeir tala skrýtilega þar,“ sagði
hann. „Segja dömpa í staðinn fyrir
dumpa og slömp fyrir slömm.“
Hann klóraði sér í höfðinu og taut-
aði:
Ef þú dumpar þeir kalla það dömp
og dömp á siðferði er slömp, –
og ósköp af slíku
eru‘ í Ameríku.
Mér ekki líkar við Trump.
Hann horfði upp á holtið þegar
ég kvaddi og hristi höfuðið, – kerl-
ingin var ennþá á Vogi. Mér sýndist
hann hafa elst.
Ólafur Stefánsson skrifar á Leir:
„Náðarsól pólitíkurinnar er ótrygg
og gengur fljótt undir. Þingmenn
eru varla vaxnir upp úr ferming-
arfötunum, þegar þeir fá á sig glós-
ur um að þeir séu staðnaðir, mið-
aldra og til einskis nýtir.
Önnur kynslóð upp er risin,
ung og fersk, sem vera ber.
Hin til grafar gengur visin,
grætur enginn, þá hún fer.
Nýir vendir núna sópa;
ná í horn og upp í þök.
Ellibelgir upp til hópa
undir verða og missa tök.“
Dagbjartur Dagbjartsson yrkir á
Boðnarmiði:
Vísum ég ýti hér stundum af stað
stuðlað þó geti ég varla.
Ætti því sjálfsagt að yrkja um það
sem andlegan hönnunargalla.
Magnús Halldórsson svarar:
Um Bjart skal vitna baðvörður,
braglist seint mun þverra,
andans þroski ágætur,
annað langtum verra.
Kötturinn Jósefína Meulengracht
Dietrich yrkir í sinni góðu ljóðabók
Jósefínubók, sem ég hef á náttborð-
inu, – og ekki leynir sér að Jósefína
er smekkköttur á góðan fisk!:
Hafðu bæði haus og sporð,
hugsa um ræðu mína,
sjóddu fisk og settu á borð
segir Jósefína.
Ef úr borði færi fiskinn
finnst mér vera alveg kjörið
að hita tólg á hálfan diskinn
og hella floti yfir smjörið.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Af Trump og náðarsól
pólitíkurinnar