Morgunblaðið - 16.09.2019, Side 26

Morgunblaðið - 16.09.2019, Side 26
Á AKUREYRI Einar Sigtryggsson sport@mbl.is KA og HK áttust við í stórskemmti- legum leik á Akureyri í gær. Var þetta fyrsti leikurinn í 20. umferð Pepsi Max-deildar karla og var lið- unum afar mikilvægur. Bæði lið áttu enn á hættu að falla úr deild- inni en áttu jafnframt möguleika á að klifra alla leið upp í þriðja sætið með sigri í lokaleikjunum sínum. KA var með pálmann í höndunum þar til í blálokin. Staðan var 1:0 og HK-ingar manni færri. HK fékk hornspyrnu á lokasekúndunum og eftir hana skoraði Emil Atlason með skalla af markteig, nánast með síðustu snertingu leiksins. Leik- urinn fór því 1:1 og HK tók því 5. sætið sem KA var búið að tylla sér í. Ásgeir Sigurgeirsson skoraði snemma leiks fyrir KA og var það fyrsta mark kappans í sumar. Lengi leit út fyrir að það yrði sigurmarkið í leiknum en tíu HK-ingar blésu til sóknar á lokakaflanum og upp- skáru. KA fór illa með nokkur upp- lögð færi og sóknir þegar HK var að taka áhættu í restina og þeir gul- klæddu geta kennt sjálfum sér um að hafa misst leikinn í jafntefli. Reyndar var uppbótartími leiksins löngu liðinn þegar HK jafnaði svo svekkelsi KA-manna hlýtur að vera meira en ella. HK er klárlega eitt allra besta fótboltaliðið sem mætt hefur á Greifavöllinn í sumar. Liðið ber boltann hratt upp völlinn og er með marga stórskemmtilega og skeinu- hætta leikmenn. Liðin buðu upp á fína spilamennsku og hraða og gekk boltinn oft teiga á milli á örskömm- um tíma. Besti maður HK í leiknum var Arnar Freyr Ólafsson í markinu en hann átti nokkrar lykilvörslur. Framlínan var spræk og alltaf ógn- andi með táninginn Valgeir Val- geirsson í miklu stuði. Elfar Árni var frábær í liði KA og miðað við þennan leik þá gæti hann dansað og hlaupið með mann á bakinu langar leiðir. Emil jafnaði á lokasekúndu  Tryggði HK dýrmætt stig gegn KA Ljósmynd/Þórir Tryggvason Akureyri Bjarni Gunnarsson úr HK og Alexander Groven úr KA í baráttu. 26 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. SEPTEMBER 2019 Vagnhöfði 7, 110 Reykjavík | Sími: 517 5000 | stalogstansar.is Ekki bara jeppar SANGSIN gæðavara frá Kóreu BREMSU VÖRUR í flestar gerðir bíla 1:0 Ásgeir Sigurgeirsson 7. 1:1 Emil Atlaason 90. I Gul spjöldHrannar Björn Steingrímsson og Kristijan Jajalo (KA), Ásgeir Börk- ur Ásgeirsson og Björn Berg Bryde (HK). I Rauð spjöldBjörn Berg Bryde (HK) 75. KA – HK 1:1 Dómari: Erlendur Eiríksson, 6. Áhorfendur: 690. M Callum Williams (KA) Hallgrímur Mar Steingrímss. (KA) Almarr Ormarsson (KA) Elfar Árni Aðalsteinsson (KA) Andri Freyr Ólafsson (HK) Ásgeir Marteinsson (HK) Arnþór Ari Atlason (HK) Valgeir Valgeirsson (HK) Spánverjar urðu í gær heimsmeist- arar karla í körfuknattleik í annað skipti þegar þeir unnu sannfærandi sigur á Argentínumönnum, 95:75, í úrslitaleiknum í Peking. Spánverjar, sem unnu Grikki í úrslitaleik árið 2006, voru tólf stig- um yfir í hálfleik og sigur þeirra var aldrei í hættu í fjórða leikhluta. Ricky Rubio, sem var valinn besti leikmaður mótsins, skoraði 20 stig fyrir Spánverja, Sergio Llull 15, Marc Gasol 14 og þeir Rudy Fern- andez, Juancho Hernangómez og Willy Hernangómez gerðu 11 stig hver. Hjá Argentínu var Gabriel Deck með 24 stig og Nicolas Lapro- vittola 17. Argentína, sem varð fyrsti heimsmeistarinn árið 1950, fékk sitt annað silfur á HM en hitt kom árið 2002.  Frakkar hrepptu bronsið í ann- að skiptið í röð og jöfnuðu því sinn besta árangur á HM með því að vinna Ástrala, 67:59, í leiknum um bronsið. Fjórða sætið er besti ár- angur Ástrala frá upphafi. vs@mbl.is AFP Meistarar Spánverjar fagna með heimsmeistarabikarinn í leikslok. Annar heimsmeist- aratitill Spánverja Pepsi Max-deild karla KA – HK.................................................... 1:1 Staðan: KR 19 13 4 2 38:20 43 Breiðablik 19 11 3 5 42:27 36 FH 19 9 4 6 29:29 31 Stjarnan 19 7 7 5 32:30 28 HK 20 7 5 8 28:26 26 Valur 19 7 4 8 34:31 25 Víkingur R. 19 6 7 6 29:28 25 ÍA 19 7 4 8 24:25 25 Fylkir 19 7 4 8 32:35 25 KA 20 7 4 9 27:30 25 Grindavík 19 3 9 7 14:22 18 ÍBV 19 2 3 14 16:42 9  ÍBV er fallið niður í 1. deild. Inkasso-deild karla Fjölnir – Leiknir R................................... 1:1 Haukar – Keflavík .................................... 3:1 Njarðvík – Grótta ..................................... 1:2 Afturelding – Víkingur Ó......................... 0:1 Magni – Þróttur R.................................... 3:1 Fram – Þór................................................ 3:0 Staðan fyrir lokaumferðina: Fjölnir 21 12 6 3 49:21 42 Grótta 21 11 7 3 41:31 40 Leiknir R. 21 11 4 6 35:27 37 Fram 21 10 3 8 32:30 33 Þór 21 9 6 6 31:30 33 Víkingur Ó. 21 8 7 6 24:18 31 Keflavík 21 9 4 8 30:27 31 Haukar 21 5 7 9 31:37 22 Afturelding 21 6 4 11 30:37 22 Magni 21 6 4 11 27:49 22 Þróttur R. 21 6 3 12 36:40 21 Njarðvík 21 4 3 14 21:40 15  Fjölnir er kominn upp í úrvalsdeild og Njarðvík er fallin í 2. deild. 2. deild karla Leiknir F. – Vestri ................................... 4:0 Selfoss – Völsungur.................................. 4:1 KFG – Fjarðabyggð................................. 4:1 Tindastóll – Kári....................................... 3:2 Þróttur V. – Víðir...................................... 0:1 Dalvík/Reynir – ÍR................................... 0:0 Staðan fyrir lokaumferðina: Leiknir F. 21 13 4 4 44:21 43 Vestri 21 14 0 7 34:26 42 Selfoss 21 13 2 6 53:26 41 Víðir 21 11 3 7 38:25 36 Þróttur V. 21 8 6 7 36:34 30 Dalvík/Reynir 21 7 8 6 29:30 29 ÍR 21 7 7 7 30:31 28 Völsungur 21 8 3 10 27:32 27 Fjarðabyggð 21 6 7 8 39:43 25 Kári 21 7 3 11 41:49 24 KFG 21 6 0 15 31:52 18 Tindastóll 21 3 3 15 22:55 12  KFG og Tindastóll eru fallin í 3. deild. Rússland Tambov – CSKA Moskva ........................ 0:2  Hörður Björgvin Magnússon lék allan leikinn með CSKA og skoraði seinna mark- ið. Arnór Sigurðsson er meiddur. Kasakstan Astana – Shakhtar Karagandy.............. 2:1  Rúnar Már Sigurjónsson lék allan leik- inn með Astana. KNATTSPYRNA Fjölnismenn eru komnir aftur í úr- valsdeild karla í fótbolta eftir jafn- tefli, 1:1, gegn Leikni úr Reykjavík í toppslag liðanna í næstsíðustu um- ferð 1. deildar í Grafarvogi á laug- ardaginn. Ingibergur Kort Sigurðs- son kom Fjölni yfir seint í leiknum en Gyrðir Hrafn Guðbrandsson jafnaði fyrir Leikni. Grótta náði þriggja stiga forskoti á Leikni í öðru sætinu með 2:1 sigri í Njarðvík þar sem Pétur Theódór Árnason skoraði sigurmarkið. Gróttu dugar jafntefli við Hauka í lokaumferðinni á laugardaginn til að fara upp en Leiknir þarf að vinna Fram og treysta á að Grótta tapi til að ná öðru sætinu. Njarðvík féll með tapinu en bar- áttan á botninum er gríðarlega tví- sýn fyrir lokaumferðina. Þróttur tapaði sínum sjötta leik í röð, 3:1 fyrir Magna, og Þróttarar sitja nú í fallsætinu. Þeir mæta Aftureldingu í nánast hreinum úrslitaleik um sæti í deildinni á laugardag en Haukar og Magni geta líka fallið. vs@mbl.is Fjölnir í úrvalsdeild og Grótta er í góðri stöðu Morgunblaðið/Árni Sæberg Úrvalsdeild Fjölnismenn eru komnir upp á ný eftir eins árs fjarveru.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.