Morgunblaðið - 16.09.2019, Page 28

Morgunblaðið - 16.09.2019, Page 28
Morgunblaðið/Einar Falur Á sýningunni Málverk Wilhelms Marstrand frá 1868 af listfræðingnum Høyen er fyrir miðju á þessum hluta sýningarinnar í Statens Museum. Rauðasta nóttin Málarinn C.A. Lorentzen sýnir hér ráðvillta borgarbúa á Kóngsins nýjatorgi í Kaupamannahöfn aðfaranótt 5. september árið 1807, meðan kúlnahríð Breta dynur á borginni sem stendur í björtum logum. AF MYNDLIST Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Á fyrri hluta nítjándu aldar færðust sjálfstæðishræringar í aukana með- al íslenskra menntamanna sem ým- ist höfðu numið í höfuðstaðnum Höfn eða dvöldu þar og störfuðu. Lítið fór hins vegar fyrir sjónlist- arpælingum í þeim hópi, þótt fyrstu Íslendingarnir hefðu vissulega reynt fyrir sér hvað menntun varð- ar á því sviði skömmu áður og á þeim tíma. Sæmundur Magnússon Hólm hóf nám við Konunglega aka- demíið árið 1776, um aldarfjórðungi síðar nam Gunnlaugur Guðbrands- son Briem höggmyndalist við skól- ann og 1841 hóf séra Helgi Sigurðs- son þar nám. Lítið fór þó fyrir afrekum þessara manna eða ann- arra Íslendinga á myndlistarvett- vangi fyrri hluta nítjándu aldar – undanskilja verður hinn hálf- íslenska Albert Thorvaldsen (1770- 1844) en hann varð þekktasti mynd- höggvari sinnar tíðar, sem Dani. Ís- lendingur spreytti sig hins vegar ekki við að endurskapa íslenskt landslag fyrr en á áttunda áratug þeirrar aldar, þegar Sigurður Guð- mundsson málari tók sér það fyrir hendur að mála náttúrueftirmyndir á leiktjöld. En þá var margbrotin gullöld herraþjóðarinnar, Dana, í málaralist þegar liðin og hafði því lítið mark sett á þá þegna með list- rænan streng sem þraukuðu hér norður undir heimskautsbaug. Að minnsta kosti ef litið er til skilgrein- inganna að baki hrífandi sýningu sem nýverið var opnuð í þjóðar- listasafni Dana, Statens Museum for Kunst (SMK). Blómatími eftir borgarbruna Dansk guldalder nefnist sýningin og hefur undirtitilinn Verdenskunst mellem to katastrofer. En þær ham- farir sem vísað er til, og höfðu gríð- arleg áhrif jafnt á sálar- sem efna- hagslíf danskra borgara, voru annars vegar árás Breta á Kaup- mannahöfn í september 1807, þegar stór hluti borgarinnar fuðraði upp, ekki í fyrsta sinn, og síðan tapið í stríði við Þjóðverja árið 1864 en við það varð danski ríkiskassinn í raun gjaldþrota. En á milli þessara kata- strófa, sem sýningarstjórarnir kalla svo, stóð dönsk málaralist í miklum og glæstum blóma og það má sjá með eftirminnilegum hætti á þess- ari sýningu sem gagnrýnendur danskra miðla hafa keppst við að lofa og hafa stimplað með sex hjört- um og jafnmörgum stjörnum. Sýningin var fyrst sett upp í Þjóðarlistasafni Svía og fer frá Kaupmannahöfn til Parísar á næsta ári. En í SMK hefur henni verið komið fyrir í tveimur stórum sölum í eldri byggingu safnsins. Þeir hafa verið teppalagðir og veggfóðraðir í anda salóna nítjándu aldar, þar eru mjúkir sófar og sessur, allrahanda ítarefni og hugleiðingar um valin verk á borðum, og í sölunum eru öll- um stundum listfræðingar sem segja frá og ræða við gesti. Á sýn- ingunni eru á þriðja hundrað verka, flest olíumálverk en einnig úrval frábærra teikninga, vatns- litamyndir, nokkrar höggmyndir og ennfremur örfáar ljósmyndir. Verk- in eru mörg úr eigu SMK en koma einnig úr ýmsum öðrum söfnum, op- inberum sem einka-, og eru rýnar sammála um að einkar vel hafi tek- ist til við að ná þessum gersemum saman því það eru þau svo sann- arlega. Með þessari sýningu tekst sýningarstjórunum að sýna fram á að í Danmörku starfaði á þessum tíma kjarni frábærra myndlist- armanna, sem auðnaðist að draga fram mörg helstu einkenni mann- lífsins í landinu, hvort sem um er að ræða fjölbreytilegar myndir úr dag- legu lífi, portrett af þekktum sem óþekktum, myndir af byggðum Danmerkur, af ferðum um önnur lönd, eða af landinu sjálfu, hinni flötu og frjósömu Danmörku. En það fer lítið fyrir nýlendunum, hvort sem þær voru hér norður í köldu hafi eða í Vestur-Indíum þar sem Danir voru sjöunda mesta þræla- söluþjóð sinnar tíðar. Eitt verkið sem athygli vekur er þó mynd sem Wilhelm Marstrand málaði árið 1857 af dætrum bróður síns, sem var konsúll á dönsku eynni St. Thomas í Karíbahafinu, og hörunds- dökkri fóstru þeirra. Sú var fædd þræll og hafði verið gefin konsúln- um árið 1846. En hún var áfram hjá fjölskyldunni þegar þrælahald var afnumið í dönsku Vestur-Indíum ár- ið 1848, titluð vinnukona. Öflugur kjarni listamanna Verkin á sýningunni eru eftir all- marga listamenn, langflesta karla, en örfáir sköpuðu þó kjarna sýningarinnar, allir furðu fjöl- breytileg verk og þau sýna vel að allir voru framúrskarandi listamenn þótt ævi þeirri yrði mislöng og verk- in skiljanlega mismörg sem eftir þá liggja. Þetta voru fyrrnefndur Mar- strand (1810-1873), Christoffer Wil- helm Eckersberg (1783-1853), Christen Köbke (1810-1848) og Wil- helm Bendz (1804-1832). Listamennirnir spretta upp úr þeirri deiglu borgaralegrar raunsæ- islistar sem tíðkaðist í Norður- Evrópu við upphaf nítjándu aldar, með rætur í deiglu endurreisnar- innar tveimur öldum fyrr og síðan borgaralega málverksins eins og það þróaðist í Niðurlöndum og á Bretlandseyjum. En þessi sýning sýnir líka ljóslega að þessir fremstu listamenn dönsku gullaldarinnar voru á tíðum á undan frægari koll- egum annars staðar, eins og Con- stable og Turner hinum bresku, til að mynda í að kanna og vinna með birtu og skýjafar en málverk Ec- kersberg af skýjum hafa hrifið marga á sýningunni. Og listamenn- irnir nutu stuðnings á sinni tíð, bæði áhugasamra kaupenda sem og fræðimanna. Sá þekktasti þeirra var listfræðingurinn N.L. Høyen sem birtist sýningargestum í stóru port- retti eftir Marstrand. Høyen var áhrifamesti maðurinn í dönsku myndlistarlífi á sinni tíð og prédik- aði að listir ættu að styrkja sjálfs- mynd Dana sem þjóðar. Og það tókst listamönnum þessa tíma með áhrifaríkum hætti á milli tveggja katastrófa. Það má sjá á gullald- arsýningunni í Statens Museum for Kunst sem þeir sem sækja Höfn á næstunni ættu alls ekki að missa af. Þeir mótuðu sjálfsmynd Dana  Rómuð sýning í SMK í Kaupmannahöfn á verkum gullaldarmálaranna frá árunum 1807 til 1864 Rómað Eitt þekktasta málverk C.W. Eckersberg, frá 1841. Fyrrverandi þræll Marstrand mál- aði 1857 dætur bróður síns og barn- fóstruna sem var áður þræll hans. Æxli Athyglisvert verk Wilhelms Bendz frá 1829 af krabbaæxli í hné. 28 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. SEPTEMBER 2019 Í blaðinu verður fjallað um tísku, förðun, snyrtingu, heilsu, fatnað, umhirðu húðarinnar, dekur og fleira. PÖNTUN AUGLÝSINGA: Til kl. 16 mánudaginn 30. sept. NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is –– Meira fyrir lesendur SÉRBLAÐ SMARTLAND BLAÐ Fylgir Morgunblaðinu föstudaginn 4. október

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.