Morgunblaðið - 16.09.2019, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 16.09.2019, Blaðsíða 29
Fótfesta Natalie Portman leikur geimfara í Lucy in the Sky sem á erfitt með að fóta sig aftur á jörðinni eftir geimferð. »Kvikmyndastjörnur hafa síðustu daga dvalið í Toronto þar sem fram fór alþjóðleg kvik- myndahátíð. Stjörn- urnar mættu á rauða dregilinn til að kynna nýjustu myndir sínar. Meðal þeirra eru Judy í leikstjórn Ruperts Goold sem fjallar um stjörnuna Judy Garland og Harriet sem Kasi Lemmons leik- stýrir og fjallar um Har- riet Tubman sem barðist fyrir réttindum þræla. Svipmyndir frá alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Toronto AFP Hæfileikarík Renee Zellweger mætti á frumsýningu Judy. Hún hefur hlotið mikið lof fyrir túlkun sína á Judy Garland. Sjálfa Breska leikkonan Cynthia Erivo, sem fer með titilhlut- verkið í Harriet, gaf sér tíma til að ræða við aðdáendur. Hress Willem Dafoe mætti á frum- sýningu á Motherless Brooklyn. Glæsileg Isabelle Huppert mætti á frumsýninguna á Frankie. Gestur Luke Wilson mætti á frum- sýninguna á Guest Of Honour. Stjarna Bruce Springsteen mætti á frumsýningu Western Stars. MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. SEPTEMBER 2019 PON Pétur O. Nikulásson ehf. Melabraut 21, 220 Hafnarfjörður | Sími: 580 0110 | pon.is skotbómulyftara AG línan frá Manitou býður meðal annars upp á nýtt ökumannshús með góðu aðgengi og útsýni. HANNAÐUR TIL AÐ VINNA VERKIN NÝ KYNSLÓÐ • DSB stjórntakkar • JSM stýripinni í fjaðrandi armi • Stýrð stjórnun og hraði á öllum glussahreyfingum • Virk dempun á bómu Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is Tónsmíðar Ísólfs Pálssonar, al- þýðutónskálds sem uppi var á ár- unum 1871 til 1941, eru nú að- gengilegar almenningi á rafrænu formi fyrir tilstilli afkomenda Ís- ólfs. Útgáfan er einstök að því leyti að bæði má skoða einstök lög, prenta þau út og hlýða á þau í tölvutækum píanóleik, að sögn Bjarka Svein- björnssonar tón- listarfræðings, fyrrverandi for- stöðumanns Tón- listarsafns Íslands og nú- verandi fagstjóra yfir hljóð- og myndsafni Landsbókasafns Íslands. „Gögn Ísólfs lágu varðveitt í bankahólfi í áratugi en voru dregin fram af fjölskyldunni þegar höfund- arrétturinn féll úr gildi. Þá lagðist fjölskyldan á eitt um að ná utan um tónsmíðar Ísólfs og fékk Gylfa Garðarsson nótnasetjara og Snorra Ólafsson tónlistarfræðing til þess að gera heildarúttekt á lögunum og tölvusetja þau,“ segir Bjarki. Listsköpun forrennara fær líf Hann er mjög ánægður með framtak fjölskyldunnar. „Þetta er virðingarvert dæmi um það hvernig afkomendur geta gefið listsköpun forrennara sinna líf. Þetta ætti að vera öðrum til eftirbreytni því ég veit að það eru til handrit að ýms- um lögum eftir hina og þessa höf- unda sem aldrei hafa komið út eða eru til í einhverjum heftum sem eru ekki fáanleg lengur.“ Bjarki segir ómetanlegt að fá tónverk sem þessi á rafrænt form. „Þegar þetta er í einhverjum ófá- anlegum heftum, handritum, söfn- um og heima hjá fjölskyldum þá veit enginn hvað er til. Það er það sem er í þessu þannig að það þarf að opna þessa gátt,“ segir Bjarki sem bætir því við að tónlistarmenn nútímans vilji helst einungis spila verk sem hafa verið tölvusett. Bjarki þekkir ekki fleiri dæmi þess að tónlist íslenskra alþýðu- skálda hafi verið komið á framfæri á þennan hátt. „Menn hafa verið ötulir að gefa þetta út í bókum en ég þekki ekki til þess að að sam- bærilegt efni hafi áður verið gert svona aðgengilegt bæði til hlust- unar og útprentunar. Fleiri alþýðu- tónskáld á svæðinu eins og Pálmar Þ. Eyjólfsson og fleiri hefðu þurft að fá sömu meðferð.“ Ísólfur þögull hugsuður Ísólfur var einn af hinum svoköll- uðu Selsbræðrum, fæddur á Syðra- Seli á Stokkseyri. Allir bræðurnir þrír tengdust tónlist á einn eða annan hátt. Ísólfur lærði orgelsmíði í Kaupmannahöfn og ferðaðist að því loknu um landið og sinnti við- gerðum á orgelum. „Hann var mik- ill uppfinningamaður og áhuga- samur um náttúruna en hann skrifaði mikið um hana. Hann þótti svolítið sérstakur og næmur á nátt- úruna, sagði ekki mikið en hugsaði djúpt,“ segir Bjarki. Ákvörðunin pólitísk Tónlistarsafn Íslands var lagt niður árið 2017 og safnkosturinn færður yfir í Landsbókasafn Ís- lands – Háskólabókasafn í Þjóðar- bókhlöðu. „Safnið er ekki lengur safn. Munasöfnun, sýningarhald og annað hefur fallið alveg niður,“ seg- ir Bjarki sem bendir á að ákvörð- unin um að leggja safnið niður hafi verið af pólitískum toga og að póli- tísk vá geti steðjað að söfnum. Þegar blaðamaður náði tali af Bjarka var hann að vinna að spenn- andi verkefni. „Nú sit ég hér með dótturdóttur Victors Urbancic sem var okkar leiðandi maður í tuttugu ár og erum við stödd í bílskúr til þess að fara í gegnum öll hans gögn, handrit, bréf og ýmiskonar gögn sem við munum svo afhenda Landsbókasafni.“ Alþýðutónskáld lagað að nútímanum Tónskáld Ísólfur Pálsson var uppi á árunum 1871 til 1941.  Tónsmíðar Ísólfs Pálssonar aðgengilegar rafrænt Bjarki Sveinbjörsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.