Morgunblaðið - 18.09.2019, Page 15
15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. SEPTEMBER 2019
Lætur til sín taka Flestir láta sér duga að hvíla bílinn eða flokka plast fyrir endurvinnslu. Umhverfishetjan gengur skrefi lengri og plokkaði rusl við Miklubrautina í fullum skrúða í gær.
Hari
Ég hlakka alltaf til
að mæta á landsfundi
og flokksráðsfundi
Sjálfstæðisflokksins.
Þeir eru uppsprettur
hugmynda og skapa
vettvang rökræðna.
Ekki skemmir að eiga
þess kost að hitta
hundruð vina og kunn-
ingja frá landinu öllu.
Flokksráð Sjálf-
stæðisflokksins kom saman síðast-
liðinn laugardag. Ekki verða þeir
sem þar komu saman sakaðir um
hugsjónaleysi eða tilraunir til að
forðast nýjar hugmyndir, skiptast á
skoðunum eða takast á með rök-
ræðu. Um 20 hugveitur – hringborð
– tóku fyrir afmörkuð málefni en
fókusinn var á orkumál og rík-
isrekstur. Afraksturinn endurspegl-
ast í stjórnmálaályktun fundarins
en um leið var lagður traustur
grunnur að starfi málefnanefnda
flokksins fyrir landsfund á komandi
ári.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið
í ríkisstjórn frá 2013. Frá þeim tíma
hefur margt breyst til betri vegar á
Íslandi og árangurinn er óumdeild-
ur:
Skuldir ríkissjóðs hafa lækkað
um 320 milljarða króna á árunum
2013 til ársloka 2019.
Miðgildi kaupmáttar ráðstöf-
unartekna hefur aukist um 27% á
milli 2013 og 2018.
Tekjuskattur einstaklingar
hefur lækkað um 25 milljarða.
Skatturinn lækkar um 21 milljarð á
ársgrunni á næstu tveimur árum.
Tryggingagjald
hefur lækkað um 18
milljarða og lækkar
enn frekar á næsta ári.
Almenn vörugjöld
hafa verið felld niður.
Framlög til heil-
brigðismála hafa
hækkað um 51% að
raunvirði.
Framlög til al-
mannatrygginga hafa
hækkað um 76% að
raunvirði.
Vextir eru í sögu-
legu lágmarki og eru 1,9 prósentu-
stigi lægri nú en þeir voru í árslok
2013.
Þótt hægt sé að gleðjast yfir góð-
um árangri á umliðnum árum eru
mörg verk óunninn. Í stjórnmálum
er nauðsynlegt að halda til haga því
sem vel hefur verið gert en það er
jafnvel enn mikilvægara að átta sig
á þeim verkefnum sem þarf að ráð-
ast í og viðurkenna að ekki hafi
náðst árangur á öllum sviðum.
Kerfið of flókið
Í skýrslu OECD um Ísland sem
kynnt var síðastliðinn mánudag
kemur fram að efnahagslífið sé heil-
brigt, jöfnuður óvíða meiri og staða
ríkissjóðs traust. Sérfræðingar
stofnunarinnar eru bjartsýnni á
gang efnahagsmála næstu misserin
en einkennt hefur umræðuna hér á
landi.
Auðvitað þurfum við ekki erlenda
sérfræðinga til að segja okkur hið
augljósa. Staðan er góð – jafnvel öf-
undsverð fyrir margar þjóðir – en
við getum gert betur. Margar
ábendingar OECD eru þarfar og
næstum augljósar. Aðrar eru um-
deilanlegar.
Að mati sérfræðinga OECD er
regluverk hér á landi óþarflega
íþyngjandi. Stjórnsýslan búi til
þröskulda fyrir ný fyrirtæki og hefti
nýsköpun. Einfalda eigi rekstr-
arumhverfi fyrirtækja, sérstaklega í
þjónustu- og flutningsgreinum og
draga úr hindrunum fyrir beinni er-
lendri fjárfestingu.
Samhljómur er í gagnrýni OECD
á regluverk og starfsumhverfi fyr-
irtækja og stjórnmálaályktunar
flokksráðsfundar Sjálfstæðisflokks-
ins, en þar segir að skattkerfi og
regluverk atvinnulífsins eigi að vera
einfalt og sanngjarnt:
„Með sameiningu eftirlitsaðila,
útvistun verkefna og einföldun
regluverks styrkist samkeppn-
ishæfni íslenskra fyrirtækja, verð til
neytenda getur lækkað, svigrúm til
hærri launa eykst og stuðlað er að
aukinni hagkvæmni, framleiðni og
skilvirkni í atvinnulífinu.“
Engum á að koma á óvart að
sjálfstæðismenn vilji að „ríkið dragi
sig út úr rekstri á fjármálamarkaði“
né að ráðist verði „í frekari sölu á
hlutum ríkisins í öðrum fyr-
irtækjum sem eru í samkeppn-
isrekstri“:
„Við endurskoðun samkeppn-
islaga er nauðsynlegt að búinn verði
til skilvirkur farvegur fyrir einka-
aðila til að verjast óréttlátri og
ósanngjarni samkeppni opinberra
aðila.
Samkeppnislög eiga að byggjast á
þeirri grunnhugsun að hlutverk
samkeppnisyfirvalda sé að stuðla að
eðlilegri og sanngjarnri samkeppni
á mörkuðum með hagsmuni neyt-
enda og atvinnulífsins að leiðarljósi.
Við endurskoðun laganna skal því
lögð áhersla á leiðbeinandi hlutverk
Samkeppniseftirlitsins.“
Einföldun kerfisins
Flokksráðið er skýrt: Kerfið er of
flókið og það verður að stokka upp
spilin. Draga á ríkið út úr sam-
keppnisrekstri og tryggja sanngirni
á markaði.
Forsenda þess að við náum ár-
angri í þessum efnum er að við
kjörnir fulltrúar Sjálfstæðisflokks-
ins viðurkennum að okkur hefur
miðað lítt áfram og jafnvel færst
aftur á bak á undanförnum árum.
Eitt stærsta verkefni komandi miss-
era og ára er að einfalda allt reglu-
verk og gera það skilvirkara; draga
úr kostnaði og auka samkeppn-
ishæfni atvinnulífsins. Við getum
orðað þetta skorinort: Gera lífið ein-
faldara, þægilegra og ódýrara.
Ráðherrar Sjálfstæðisflokksins
hafa þegar brett upp ermarnar. Í
atvinnuvegaráðuneytinu, undir for-
ystu Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð
Gylfadóttur og Kristjáns Þór Júl-
íussonar, er uppskurður í undirbún-
ingi og hefur tímasett aðgerð-
aráætlun þegar verið kynnt í
ríkisstjórn. Í umræðum um stefnu-
ræðu forsætisráðherra tilkynnti
Kristján Þór Júlíusson, sjávar-
útvegs- og landbúnaðarráðherra, að
fyrsti áfangi í einföldun regluverks-
ins kæmi til framkvæmda innan
nokkurra vikna:
„Við ætlum að endurskoða leyf-
isveitingar, einfalda stjórnsýslu og
endurmeta hlutverk og nauðsyn
nefnda sem heyra undir ráðuneytið.
Við tökum til heildarendurskoðunar
eftirlitsreglur sem heyra undir
ráðuneytið með það að markmiði að
einfalda og lágmarka nauðsynlega
reglubyrði. Við ætlum að spyrja
grundvallarspurninga um hlutverk
stjórnvalda. Við munum leggja
áherslu á útvistun verkefna og höfn-
um aldagömlum hugmyndum um að
opinberar stofnanir og fyrirtæki séu
bundin af því að eiga lögheimili í
steinsteypu í Reykjavík. En um leið
göngum við úr skugga um að fjár-
munum íslenskra skattgreiðenda,
fyrirtækja og almennra launa-
manna, kennara, skrifstofufólks,
sjómanna, bænda og annarra laun-
þega sé vel varið. Ég er sannfærður
um að afrakstur þessarar vinnu
verði öflugri og einfaldari stjórn-
sýsla til hagsbóta fyrir almenning
og atvinnulíf. Allir munu njóta góðs
af, almenningur og fyrirtæki, rík-
issjóður og sveitarfélögin.“
Með skýr markmið að leiðarljósi
eru góðar líkur á að árangur náist.
Þegar búið er að grisja reglugerð-
arfrumskóginn og koma böndum á
eftirlitsiðnaðinn, verður líf allra
landsmanna þægilega og lífskjörin
betri. Og þá geta allir hlakkað til
morgundagsins, eins og sagði í yfir-
skrift flokksráðsfundar Sjálfstæðis-
flokksins.
Eftir Óla Björn
Kárason » Flokksráðið er
skýrt: Kerfið er of
flókið og það verður að
stokka upp spilin. Draga
á ríkið út úr samkeppn-
isrekstri og tryggja
sanngirni á markaði.
Óli Björn Kárason
Höfundur er alþingismaður
Sjálfstæðisflokksins.
Hlökkum til morgundagsins