Morgunblaðið - 18.09.2019, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 18.09.2019, Qupperneq 16
16 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. SEPTEMBER 2019 Í hagnaðardrifnu hagkerfi þrífst ekkert land eða byggðarlag án arðberandi at- vinnulífs. Vöxtur og fjölbreytni efnahags eru afleiður arðsemi. Niðurgreiðslur og rík- isstyrkir geta aðeins tímabundið haldið ósjálfbærum rekstri gangandi. Nýlega las ég að samþjöppun íbúa á höfuðborgarsvæðinu hefði enn aukist hlutfallslega, væri orðin 80% af heild. Varla gleðst nokkur yfir því. Er þetta þó ekki nýtilkomið. Frá því að greinarhöfundur man eftir hefur jafnvægi í byggð landsins verið opin- ber stefna flestra ríkisstjórna. Um- talsverðar tilfærslur fjármuna til dreifbýlisins hafa átt sér stað. Byggðastofnun, byggðakvóti, sér- tækar aðgerðir í samgöngumálum og vaxandi niðurgreiðslur á ótal sviðum m.a. í ferðaþjónustu og nú bráðum í fjölmiðlun og flugrekstri, hafa hvorki né munu breyta undirliggjandi vanda. Jafnvel misvægi atkvæða dreifbýli í hag, sem gefur þó úrslita- völd á Alþingi, hefur ekki megnað að snúa þróuninni við. Það er samt meginréttlæting þessa valdaskakka. Færa má rök fyrir því að þungu at- kvæðin utan Reykjavíkursvæðisins skræli meir en þau skrýði. Meirihluti þingmanna hugsar ekki lengra en til næstu kosninga. Það er alltaf stutt í þær. Afskipti þeirra snúast að mestu um að opna ríkis- fjárhirslur til að fylla í göt sem van- máttugt atvinnulíf veldur og halda með því atkvæðunum sáttum og kerfinu óbreyttu. Stærsta mein hinna dreifðu byggða liggur í óarð- bærum landbúnaði, sem framleiðir afurðir langt umfram markaðs- þarfir. Bráðaðkallandi uppstokkun er ekki sett á dagskrá. Ríkisgreiðsl- ur til styrktar kjötáti Kínverja ætti að nýta til að styðja við innviði í dreifbýli, til landverndar og aðgerða gegn loftslagsvá. Offramleiðslan rýrir lífskjör Á þeim landsvæðum sem höllustum fæti standa er landbúnaður, þ.m.t. sauðfjárrækt, stærsta atvinnugreinin. Beinn fjárstuðningur ríkisins við landbúnað er nú vel yfir 17 milljarðar króna á ári, þar af um fimm til sauðfjárræktar. Þá er ekki talinn með sá mikli styrkur sem grein- in fær með víðtækum innflutnings- hindrunum. Hluti þessara gagnslitlu framlaga yrði vel þeginn í höktandi heilbrigðisstofnanir, vanburða sam- göngukerfi eða í kneprandi ellilaun. Flestallir opinberir innviðir samfé- lagsins hanga á horriminni og til loftslagsváarinnar eru af mikilli rausn veittir fjórir milljarðar á þremur árum. Það svipar til liðlega hálfs fræðahúss á Melunum. Megin- stefna íslensks landbúnaðar, einkum sauðfjárræktar, hefur lengi verið framleiðsluaukning, án minnsta til- lits til markaðsaðstæðna. Yfir 40% af lambakjöti eru flutt niðurgreidd til útlanda. Þótt sala lambakjöts á inn- lendum markaði skili því miður engri verðmætasköpun til bænda eru kjör- in á erlendum mörkuðum enn rýrari. Nú undirbýr Fjallalamb útflutning á kjöti til Kína. Hvílík sóun á opinberu fé, hvílíkt kolefnisspor til viðbótar því sem framleiðslan sjálf hefur þeg- ar í för með sér. Skyldi ekkert af þeirri alvarlegu umræðu og þeim vís- indalegu niðurstöðum, sem birtar hafa verið, hafa komist inn á borð forsvarsmanna afurðastöðvanna eða bændasamtakanna? Bændur for- dæma innflutning matvæla vegna kolefnisspors. Hvað eru þeir sjálfir að gera? Halda mætti að í gildi væru óskrifuð allsherjarlög sem undan- þægju bændur frá óþægilegum lög- um og íþyngjandi ákvörðunum. Heimamarkaðurinn verði viðmiðunin Opinber réttlæting offramleiðsl- unnar og kolefnisþrungins útflutn- ings er að landbúnaðurinn tryggi byggð í dreifbýli. Margra áratuga tölulegar staðreyndir afsanna þessa rómantísku en fárlegu fullyrðingu. Sauðfjár- og geitabúskapur eru tvær óarðbærustu greinar landbúnaðar. Frjósemi fyrrnefndra spendýra er einfaldlega léleg. Þegar afurðarýrð, offramleiðsla og hraklegt skilaverð útflutnings fer saman er ríkissjóður opnaður til að halda endaleysunni gangandi, í stað þess að skera æxlið af. Útflutningsóláninu þarf að linna. Þá gætu skapast skynsamlegri að- stæður til að reka þessa afurðarýru búgrein. Sú byggð sem setur traust sitt á óbreytt kerfi verður alltaf af- rækt og fátæk og heldur áfram að hrörna. Heimamarkaðurinn er eina heilbrigða viðmið sauðfjárbænda. Við eigum að setja heimamarkaðs- þak á heildarframleiðslu lambakjöts og greiða bændum fyrir að draga úr eða hætta framleiðslu. Útflutningur kjöts er byggður á glapsýn og stend- ur í örgustu mótsögn við markmið ríkisstjórnarinnar um kolefnisjöfn- uð. Landbúnaður og landnotkun eru stórtækustu orsakavaldar losunar koltvísýrings hérlendis. Afnám of- framleiðslunnar er hluti af og ein for- senda þess að stöðva og binda kol- tvísýring. Meðan ekki er tekið til hendinni og dregið úr framleiðslu kjöts ásamt því að stöðva losun fram- ræsts votlendis hljóta aðrar velmein- andi táknrænar aðgerðir á sviði loftslagsmála að verða léttvægar fundnar og reynast árangursrýrar. Við þurfum að stöðva losun strax. Eftir sextíu ár kann það að vera orð- ið of seint. Ógöngur og hélog óþurftar kerfis Eftir Þröst Ólafsson » Þegar afurðarýrð, offramleiðsla og hraklegt skilaverð út- flutnings fer saman er ríkissjóður opnaður til að halda endaleysunni gangandi. Þröstur Ólafsson Höfundur er hagfræðingur. Er það þjóðhags- lega hagkvæmt að styðja við græna ný- sköpun, bæði fyrir þjóðarbúið og lífs- kjör hins almenna borgara og umhverf- ið á sama tíma? Svarið er mjög lík- lega já! Til dæmis er einn stærsti kostnaðarliður fyrir íslenska þjóðarbúið olía og elds- neyti. Áætlað er að Íslendingar kaupi inn í kringum 700 til 800 þúsund tonn á ári sem eru um 100 til 150 milljarðar króna á ári sem er fjár- magn sem fer beint úr landi, ásamt því að skapa neikvætt kol- efnisspor hér á landi. Við getum minnkað það með því að breyta samsetningu á bílaflot- anum frá bruna yfir í rafmagn. En hvað um skip og flugvélar sem eru nauðsynleg fyrir afkomu þjóðar- búsins? Hvað getum við, sem þjóð, gert svo við getum áfram stundað fisk- veiðar flutt vörur inn og út úr landinu og ferðast milli landa með flugi? Við gætum framleitt eldsneyti úr kolefnum frá andrúmsloftinu og vetni. Sú lausn er græn og er sí- fellt að verða hagkvæmari kostur. Það kostaði nær 80 þúsund að taka 1 tonn af kolefni úr andrúms- loftinu. Núna er kostnaðurinn nær 10 þúsund og gæti lækkað enn frekar þegar stærðarhagkvæmni byrjar að skila sér. Ofureinfölduð útskýring: Það er hægt að hreinsa kolefni úr and- rúmsloftinu með hreinsunarbúnaði, síðan blanda saman við vetni með smá hita, þrýstingi og efnafræði sem kallast Fischer-Tropsch- aðferðin og var fundin upp 1925 en hún býr til eldsneyti. Nú þegar er verksmiðja í Squamish í Bresku Kólumbíu í Kanada að vinna að stækkun til þess að framleiða meira af kolefnishlutlausu elds- neyti sem valkost. Við erum nú þegar að taka kolefni frá jarðorkuverum og breyta í stein. Hvað um að breyta kolefni úr andrúmslofti í eldsneyti og halda þessum 100 milljörðum kr. á ári fyrir innlenda fram- leiðslu? Ætti þetta að vera einka- framtak? Nei! Þetta verður að vera þjóðarframtak, samvinna orkugeirans, hins opinbera, há- skóla og iðnaðar þar sem Ísland væri í fararbroddi með þessa tækni fyrir heildarsamfélag. Ætti þetta að vera eitthvað sem Ísland gerir sjálft? Nei! Það þarf tækni, þekkingu og fjármagn er- lendis frá. Til að byggja upp þekk- ingu, getu og reynslu í kolefn- ishlutlausa eldsneytisframleiðslu hérlendis. Við getum valið að hafa sömu hugsjón og Noregur hafði þegar þeir byrjuðu með sinn olíuiðnað og myndað samvinnugrundvöll milli opinberra aðila og einkaaðila til að nýta íslenska orku og auðlind fyrir íslensku þjóðina. Með grænni nýsköpun getur ís- lenskur iðnaður byggt upp billjón kr. kolefnishlutlausan eldsneytis- markað ásamt tæknilegri getu, þekkingu og störfum sem á sama tíma hjálpa til að leysa þjóð undan því að vera háð mengandi olíu- iðnaði og stuðla að orkuöryggi landsins á vistvænan hátt. Er grænt þjóðhags- lega hagkvæmt? Eftir Hörð Sveinsson Hörður Sveinsson » Við gætum framleitt eldsneyti úr kolefn- um frá andrúmsloftinu og vetni. Höfundur er framkvæmdastjóri hjá Nýlausn. hordur@nylaun.is Í grein sem formað- ur Miðflokksins, Sig- mundur Davíð Gunn- laugsson, skrifaði í Morgunblaðið sl. laug- ardag kvartar hann sáran undan loftslags- vísindunum. Hann sér samsæri í hverju horni gegn þeim sem „vilja leysa málin með hlið- sjón af vísindum og al- mennri skynsemi“, og sæti fyrir það fordæmingu, svo sem fyrir að „efast um ofsann“. Þessir efasemdarmenn séu útilokaðir og „fordæmdir sem villutrúarmenn“. Hann er augsýnilega fórnarlamb loftslagsvísindanna. Upphaf þessa máls er að Sig- mundur Davíð Gunnlaugsson sagði frá því í ræðu sinni á Alþingi um stefnuræðu forsætisráðherra 11. september sl. að „Alþjóða- veðurfræðistofnunin [WMO] varaði nýverið við ofstæki í loftslags- málum. Það er til að mynda ekki rétt,“ hélt hann áfram, „sem for- sætisráðherra hefur haldið fram að fellibyljir séu orðnir tíðari og öflugri en áður“. Það er með ólíkindum að WMO hafi gefið út slíka viðvörun þvert á yfirlýsta stefnu Sam- einuðu þjóðanna, enda reyndust heimildir ræðumanns um þetta einkar ótraustar. Furðu sætir raunar að alþingismaður og for- maður stjórnmála- flokks gíni við slíku og flytji í ræðu á Alþingi. Þá liggur beint við að skilja ummæli hans um fellibylji svo að hún sé einnig úr ranni WMO, sem er auðvitað frá- leitt. Í yfirlýsingu sem framkvæmda- stjóri WMO, Petteri Taalas, sendi frá sér daginn eftir kannast hann ekki við að hafa látið þau orð falla sem Sigmundur Davíð hefur eftir honum. Í yfirlýsingunni leggur framkvæmdastjóri WMO áherslu á þetta: „Til þess að hindra að hitastig í heiminum aukist um minna en 2 gráður á Celsius miðað við fyrir iðn- byltingu þarf að þrefalda aðgerðir [til að draga úr losun gróðurhúsa- lofttegunda]. Og til að koma í veg fyrir hlýnun umfram 1,5 gráður þarf að fimmfalda þær.“ Í viðtali við fréttastofu RÚV á föstudaginn bætti framkvæmda- stjórinn svo um betur og fullyrti að ummæli hans í finnskum fjölmiðlum hefðu „vísvitandi verið rangtúlkuð af þeim sem efast um að loftslags- breytingar séu af mannavöldum“. Afstaða Morgunblaðsins Annað fórnarlamb vísindanna er ritstjóri Morgunblaðsins sem í leið- ara sl. föstudag ber sig illa, líkt og oft áður, yfir því að þeim sem efast um taktinn í loftslagsbreytingunum hafi „í vaxandi mæli [þótt] öruggara að hafa lágt um sig og geyma [gagn- rýnar spurningar] hjá sér þar til ofsafengin umræðan hefði náð há- marki og efasemdir um háværustu kenningarnar þættu ekki til marks um mannvonsku og glæpi í senn“. Kæti ritstjórans varð því næsta takmarkalaus þegar Sigmundur Davíð afhjúpaði að framkvæmda- stjóri Alþjóðaveðurfræðistofnunar- innar hefði lýst áhyggjum sínum yfir ofstæki þeirra sem lengst vildu ganga til að hægja á loftslagsbreyt- ingum. „Er mönnum nóg boðið?“ spurði ritstjórinn fullur vandlæt- ingar í fyrirsögn og vænti tímamóta í umræðunni. Þau tímamót eru ekki á næsta leiti, því öfugt við það sem ritstjór- inn heldur fram er framkvæmda- stjóri WMO ekki einn þeirra sem hann reyndi að verja í leiðara sínum á föstudaginn: Efasemdarmenn sem að ósekju hefðu verið uppnefndir „afneitunarmenn,“ fyrir það eitt að „leyfa sér að spyrja um raunveru- legar röksemdir [og sem] væru með því atferli að leggja sitt af mörkum til að jörðin tortímdist“. Allt frá því að önnur skýrsla milli- ríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) var gefin út árið 1995 hefur öllum mátt vera ljóst að hvorki raunveruleg rök né falsrök geta breytt þeirri stað- reynd að hlýnun jarðar veldur lofts- lagsbreytingum og að afleiðingarnar geta orðið skelfilegar. Í minnisblaði umhverfisráðherra fyrir ríkisstjórn Íslands frá því í jan- úar 1996 eru tekin saman helstu at- riðin í skýrslu IPCC. Er meðal ann- ars bent á þetta: „Skýrsla ráðgjafahópsins dregur upp alvar- legri mynd af þeim umhverfisvanda sem vaxandi gróðurhúsaáhrif valda,“ en fram kom í I. skýrslu milliríkjanefndarinnar frá árinu 1990. Ennfremur segir í minnisblaði umhverfisráðherra: „Loftslags- breytingar sem vísindamennirnir sjá fyrir geta breytt búsetuskilyrðum ýmissa lífvera og valdið með því mik- illi röskun á lífríki jarðar. Hætta er á að margar plöntu- og dýrategundir deyi út vegna þess hversu hratt þessar loftslagsbreytingar ganga yf- ir. Öll skilyrði til matvælafram- leiðslu munu breytast mikið og land- kostir sumra svæða versna til muna en batna á öðrum.“ Ritstjóri Morgunblaðsins hafði greiðan aðgang minnisblöðum ráð- herra um miðbik tíunda áratugar síðustu aldar. Sá hann þá einhver raunveruleg rök sem mæltu gegn því að þær upplýsingar sem fram komu í minnisblaðinu stæðust? Telur hann að framkvæmdastjóri WMO, Petteri Taalas, hafi rangt fyrir sér um að fimmfalda verði aðgerðir alþjóða- samfélagsins til að takmarka hlýnun jarðar við 1,5°C? Telur ritstjórinn að unnt sé að beita „raunverulegum röksemdum“ gegn því að súrnun sjávar umhverfis Ísland mælist hröð og sé hættuleg lífríkinu? Ef svo er – hvar eru rannsóknarniðurstöður þeirra vísindamanna sem þessa dag- ana liggja lágt vegna ótta við for- dæmingu? Eftir Árna Finnsson » Furðu sætir raunar að alþingismaður og formaður stjórnmála- flokks gíni við slíku og flytji í ræðu á Alþingi. Árni Finnsson Höfundur er formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands. Fórnarlömb vísindanna Þjónustuauglýsingar Fáðu Tilboð hjá söluráðgjafa í síma569 1390 eða á augl@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.