Morgunblaðið - 18.09.2019, Side 18
18 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. SEPTEMBER 2019
✝ Guðrún Sig-urðardóttir
fæddist 27. apríl
1925 í Hafnarfirði.
Hún lést á Hrafn-
istu í Hafnarfirði 8.
september 2019.
Foreldrar henn-
ar voru Sigurður
Kristjánsson vél-
stjóri, f. 23. apríl
1900, d. 6. sept-
ember 1965, og
Valgerður Jóna Ívarsdóttir hús-
móðir, f. 28. júlí 1901, d. 27.
ágúst 1987. Guðrún átti sjö
systkini.
Þau voru Ingveldur, Kristján,
Auður, Valgerður Guðlaug,
Ingibjörg og Sigurður Ívar. Þau
eru öll látin.
Eiginmaður Guðrúnar var
Ásbjörn Guðmundsson pípu-
lagningameistari, f. 12. ágúst
1925, d. 21. ágúst 2017. Ásbjörn
og Guðrún giftust 14. júlí 1945.
Börn þeirra eru Fjóla, Ásbjörn
og Lilja.
Barnabörnin eru 13, lang-
ömmubörnin 28 og langalang-
ömmubörnin þrjú. Afkomendur
þeirra eru þar með orðnir 49.
Ásbjörn og Guðrún bjuggu
lengst af í Ytri-Njarðvík á
Tunguvegi 12 og síðar á Borg-
arvegi 40. Árið 1992 fluttu þau
til Hafnarfjarðar og bjuggu
fyrst á Vesturvangi 10 en lengst
af bjuggu þau á Herjólfsgötu 38.
Frá unga aldri ólst Guðrún
upp hjá afa sínum og ömmu í
Arnarbæli í Grímsnesi. Að lokn-
um barnaskóla í Hafnarfirði var
hún kaupakona í sveit í Hvammi
í Hvítársíðu og á Búrfelli í
Grímsnesi.
Hún vann um tíma á sauma-
stofu í Hafnarfirði og Keflavík.
Einnig vann hún hjá Íslenskum
aðalverktökum á Suðurnesjum.
Guðrún tók virkan þátt í félags-
starfi í Njarðvík og söng í
kirkjukór Njarðvíkurkirkju og
svo síðar í kór eldriborgara í
Hafnarfirði.
Útförin fer fram frá Hafnar-
fjarðarkirkju í dag, 18. sept-
ember 2019, klukkan 13.
Börn þeirra eru: 1)
Guðrún, tón-
menntakennari, f.
25. janúar 1945, d.
13. maí 2007, eig-
inmaður Páll Hann-
esson. Börn þeirra
eru Ásbjörn og
Margrét. Sonur
Guðrúnar er Björn
Rúnar. 2) Guðbjörn
Helgi, bygginga-
fræðingur, f. 31.
mars 1946, d. 23. desember
2015, eiginkona Guðrún Guð-
mundsdóttir. Börn þeirra eru
Sigurður og Ingibjörg Júlí. 3)
Sigurður Valur tæknifræðing-
ur, f. 13. mars 1950, eiginkona
er Hulda Stefánsdóttir. Börn
þeirra eru Ásbjörn, Höskuldur,
Stefán Valur og Lárus Kristinn.
Sonur Sigurðar er Hjálmar. 4)
Guðmundur Ásbjörn húsasmið-
ur, f. 11. júlí 1958, eiginkona er
Svanhildur Benediktsdóttir.
Móðir okkar fæddist í Hafnar-
firði en hún ólst upp hjá afa sín-
um og ömmu í Arnarbæli í Gríms-
nesi.
Ástæðan fyrir veru hennar
fyrir austan fjall var e.t.v. óvissa í
atvinnumálum á millistríðsárun-
um og mörg voru börnin á hennar
æskuheimili.
Hún talaði ávallt vel um upp-
vaxtarárin og taldi það sína gæfu
að hafa fengið að alast upp á slík-
um stað, hjá afa sínum og ömmu.
Síðar kom áhugi hennar á
sveitadvöl í ljós þegar hún keypti
land í Þrastaskógi og byggði þar
sumarbústað með pabba. Hún
nefndi staðinn Birkihvamm.
Pabbi og mamma gengu sam-
an í skóla en þau kynnast fyrst
fyrir alvöru þegar pabbi ræður
hana í sveit að Hvammi í Hvít-
ársíðu.
Mikið var hún ánægð með þá
dvöl og ávallt var mikill vinskap-
ur á milli fólksins í Hvammi og
þeirra, enda var farið þangað á
hverju sumri.
Mamma var einnig kaupakona
á Búrfelli í Grímsnesi og þangað
fórum við bræðurnir síðar í sveit
til Laufeyjar og Páls.
Mamma lærði að sauma í
Hafnarfirði eftir kaupakonuárin
en pabbi lærði pípulagnir í
Reykjavík eftir nokkur ár á sjó.
Þeirra kynni hefjast fyrir alvöru
þegar hann býður henni á síð-
kjólaball í Hafnarfirði. Þegar
þetta á sér stað þá er síðari
heimsstyrjöldinni að ljúka. Þau
hefja búskap 1945 þegar þau
gifta sig með forsetabréfi. Guð-
rún systir, Guðbjörn Helgi og
Sigurður Valur fæðast í Hafnar-
firði en Guðmundur Ásbjörn í
Keflavík eftir að þau flytjast suð-
ur með sjó.
Flutt er að Tunguvegi 12 í
Ytri-Njarðvík árið 1954 og upp-
byggingin á Keflavíkurflugvelli, á
Straumnesfjalli við Ísafjarðar-
djúp, á Gufuskálum á Snæfells-
nesi, á Langanesi og á Hornafirði
eru viðfangsefni þeirra næstu ár-
in.
Sumarhús mömmu var ávallt
hennar hvíldarstaður frá miklu
amstri sem fylgdi starfi og fé-
lagsstarfi pabba. Mamma hélt
ávallt vel utan um sinn mann í
blíðu og stríðu.
Nú þegar við kveðjum móður
okkar þá er efst í huga þakklæti
fyrir umburðarlyndi hennar og
festu sem hefur mótað okkur á
vissan hátt.
Við vorum vissulega mikið í
sveit og á heimavistarskólum á
þessum uppvaxtarárum en for-
eldrar okkar voru ávallt til stað-
ar.
Mamma var heiðarleg og dug-
leg til allra verka. Hún var vissu-
lega ákveðin og hvatvís kona en
henni þótti vænt um sín börn og
barnabörn. Hún var mikill tón-
listarunnandi, spilaði mikið á
hljóðfæri og lagði áherslu á tón-
listarnám. Hún var hannyrða-
kona og liggja eftir hana margar
myndir saumaðar og málaðar
sem prýða nú heimili afkomenda.
Hún var glæsileg í klæðaburði
og heimili hennar var fallegt, tók
vel á móti fólki. Rétt er í lokin að
rifja upp frábærar stundir í jóla-
boðum og aðrar góðar samveru-
stundir í Birkihvammi.
Í þessum boðum var lögð
áhersla á veisluborð, góða sam-
veru við leik og störf. Harmon-
ikkan var ávallt til staðar en
mamma, Guðrún og Guðbjörn
Helgi sáu um undirleik og pabbi
tók undir í söng.
Nú eru þau fallin frá. Söngur
þeirra og harmonikkan hljóma
ekki lengur.
Hún móðir okkar lifði heil-
brigðu lífi og er sú staðreynd gott
leiðarljós fyrir afkomendur henn-
ar. Sú minning er ofarlega í huga
okkar allra á þessari kveðju-
stund.
Sigurður Valur
Ásbjarnarson,
Guðmundur Ásbjörn
Ásbjörnsson.
Elsku amma Guðrún, eins erf-
itt og það getur verið að kveðja
veitir það manni hlýhug og sátt
að nú ertu komin til afa Ása.
Það er eiginlega ómögulegt að
tala um ömmu án þess að tala um
afa, allt sem þau gerðu var í svo
mikilli nánd þeirra tveggja.
Fyrstu sterku minningar okk-
ar bræðra um ömmu eru frá
Borgarvegi 40 en þar skapaðist
sú fjölskylduhefð að hittast á
annan í jólum ár hvert. Ekkert
var til sparað og svona risa „kjúk-
ling“ höfðum við aldrei séð.
Þó svo að við hjálpuðumst að
var það amma sem stýrði þessari
samkomu listavel.
Fjölskyldan eyddi síðan mörg-
um minnisstæðum stundum sam-
an uppi í bústað hjá ömmu og afa
í Birkihvammi.
Amma var mjög listræn og
unni þeirri vinnu vel, margt fal-
legt hefur hún skilið eftir sig.
Njótum við börn, barnabörn og
komandi kynslóðir þess.
Ég var svo lánsamur að fá að
búa hjá ömmu og afa eftir að þau
fluttu í Hafnarfjörð rétt fyrir
aldamót og bjó hjá þeim í kjall-
aranum á Vesturvangi 10.
Margar skemmtilegar minn-
ingar sköpuðust þar, mikið var
spjallað um heima og geima. Oft
var gripið í spil þegar ég kom upp
til þeirra. Manni var í miklu
uppáhaldi hjá okkur þremur, og
með spilamennskunni var nauð-
synlegt að fá sér smá harðfisk
með og ef hann kláraðist var roð-
ið ristað og nýtt.
Elsku amma.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem)
Ásbjörn Sigurðarson
og bræður.
Í dag kveðjum við í hinsta sinn
okkar elskulegu ömmu sem hefur
nú fengið sína kærkomnu hvíld.
Amma var glæsileg, ákveðin og
dugleg kona. Hún var alltaf vel til
höfð í fallegum kjólum og var
bleikur eða gylltur litur oft þar
ríkjandi. Gott var að koma til
ömmu sem tók alltaf brosandi á
móti okkur með kossi og hlýju
faðmlagi.
Guðrún amma skilur eftir sig
ótal margar, hlýjar og skemmti-
legar minningar.
Amma hafði einstaklega gam-
an af söng og tónlist og hvatti
okkur áfram í tónlistarnámi sem
hefur gagnast okkur vel. Hún
spilaði á píanó og minnumst við
þess hve yndislegt henni þótti að
heyra afkomendur sína syngja og
spila á flygilinn sinn. Jólaboðin á
Borgarveginum voru einstök.
Þar var sungið og dansað í kring-
um jólatréð með undirspili Guð-
rúnar frænku.
Við systkinin eigum margar
ljúfar minningar um ömmu og afa
í Birkihvammi, sumarbústaðnum
þeirra. Þar var alltaf notalegt, ar-
ineldur og endalausar kræsingar
á borðum. Amma elskaði sveitina
sína, naut sín við að gróðursetja
og rækta sælureitinn þeirra. Þar
passaði hún upp á alla, þar á með-
al litlu fuglana sem böðuðu sig í
fuglaböðum sem hún hafði útbúið
fyrir utan eldhúsgluggann. Yfir-
leitt var nóg um að vera í sum-
arbústaðnum og oft mikið um
gestagang. Enginn fór svangur
úr sveitinni hennar ömmu því
kræsingarnar voru endalausar. Á
kvöldin fórum við oft í kvöld-
göngu með ömmu og þá var nota-
legt að koma aftur í Birkihvamm
og fá nýbakaða brúnköku eða
hjónabandssælu.
Guðrún amma passaði vel upp
á fjölskylduna og fór alltaf síðust
að sofa og var fyrst á fætur. Sat
hún þá í rólunni sinni með prjón-
ana í höndunum og grauturinn
tilbúinn.
Í kringum ömmu og afa var
alltaf nóg um að vera og mikil
framkvæmdagleði fylgdi þeim.
Byggðu þau nokkur hús og búa
foreldar okkar í einu þeirra í dag.
Á eftirlaunum ákváðu þau að
flytja á æskuslóðir sínar í Hafn-
arfirði. Þar keyptu þau stórt ein-
býlishús en þótt þau væru tvö í
heimili, þá þurftu þau nú samt að
byggja tvær stofur við húsið.
Alltaf stóðu þau þétt saman í öll-
um þessum framkvæmdum.
Gaman er að minnast þess að
þó svo að afi hafi alltaf setið í bíl-
stjórasætinu þá var amma hinn
raunverulegi bílstjóri í einu og
öllu.
Amma var alltaf hrein og bein
og hikaði ekki við að segja skoðun
sína. Nýmóðins rifnar gallabuxur
voru sko ekki buxur að hennar
skapi.
Fjóla var svo lánsöm að fá að
búa hjá þeim á Vesturvanginum.
Eftir standa ómetanlegar minn-
ingar.
Amma var snillingur í matar-
gerð, en stundum fékk Fjóla ekki
að vita hvað væri á boðstólum
fyrr en að mat loknum. Þá hafði
amma framreitt mat sem unga
kynslóðin myndi eflaust ekki
samþykkja sem mat í dag.
Ömmu þótti ánægjulegt að
fylgjast með fjölskyldunni
stækka, var alltaf þakklát og
montin yfir stórum hópi afkom-
enda sinna.
Við kveðjum ömmu með mikl-
um söknuði en erum um leið svo
þakklát fyrir allt sem við áttum
saman.
Við trúum því að móttökurnar
hafi verið góðar í Sumarlandinu
og þið afi sameinuð á ný.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(Vald. Briem)
Guð geymi þig, elsku Guðrún
amma okkar.
Fjóla, Ásbjörn og Lilja.
Eins undursamleg sem sólar-
upprásin er, þá er sólarlagið íðil-
fagurt. Þannig var æviskeið
ömmu. Ung að árum dvaldi hún í
faðmi ömmu sinnar og afa á Arn-
arbæli sem hún jafnan hugsaði til
af ástúð og hlýhug. Á sama hátt
varð ég þeirrar gæfu aðnjótandi
að alast upp í öruggu skjóli henn-
ar og afa fyrstu æviárin. Þannig
fékk ég notið hlýju hennar og ást-
úðar en einnig var hún óhrædd að
lesa drengnum pistilinn þegar
það átti við.
Amma var afar listfeng og
söngelsk, en auk þess kunni hún
ótal ljóð og kvæði, en af þessum
gæðum var hún örlát að veita öll-
um þeim er að henni stóðu. Eins
og hennar kynslóð sæmdi var
hún gríðarlega vinnusöm. Man ég
ekki eftir henni öðruvísi en að
vera að fást við eitthvað, hvort
sem það var píanóleikur, handa-
vinna eða önnur þau verk sem
sinna þurfti á stóru heimili. Af
þessum guðsveigum náðu afa-
drengirnir mínir, langalang-
ömmubörn hennar, einnig að
njóta.
Amma var glæsileg kona, það
var því ekki að undra að jafn
myndarlegur maður og afi var
skyldi verða hennar lífsförunaut-
ur í farsælu hjónabandi sem stóð
yfir í 72 ár. Þau voru glæsileg
hjón, órjúfanleg heild og samhent
í þeim fjölmörgu verkefnum sem
þau tóku sér fyrir hendur. Þar
var Birkihvammur þeirra griða-
skjól og sælureitur í Þrastaskógi
í fyrirrúmi.
Þangað sóttum við öll þar sem
amma stjórnaði öllu með hlýlegri
röggsemi, þar sem söngur, harm-
onikkuspil, gómsætar brúntertur
og pönnukökur og hennar dill-
andi hlátur voru í öndvegi. Það er
mín einlæg von að mér auðnist sú
gæfa að veita mínum nánustu þó
ekki væri nema brot af þeirri
skilyrðislausu væntumþykju og
lífsperlum sem hún veitti mér.
Því vil ég enda þessi orð með
kvæðinu Þakkargjörð:
Barn er ömmu sinni ann
ljúfan barm þar hallar sínu höfði.
Öruggt skjól hönd þín hafði
hugljúf ró mig fann.
Lífsins hljóm þinn helgur söngur færði
undur heims nú þakka þér ég kann.
Af fegurð þinni ástareldur brann
í hjarta hans sem heitar ástir lagði.
Hugar yl þinn söngvaseiður færir
ullarprjón nú vermir börnin þín
minning kær er markar niðja slóð.
Stjörnuskin, ljós á himnum nærir
sál er finnur börnin sín
þar englar guðs nú flytja þakkarljóð.
Blessuð sé minning þín.
Björn Rúnar.
Guðrún
Sigurðardóttir
Ég vildi í nokkr-
um orðum minnast
sveitunga míns og
samstarfsmanns til
margra ára, Bjarna
Kristjánssonar, fyrrverandi
rektors Tækniskóla Íslands.
Það var á áttunda áratug síð-
ustu aldar sem ég kynntist
Bjarna Kristjánssyni, þegar ég
kom í fyrsta sinn að stunda-
kennslu við Tækniskóla Íslands.
Foreldra hans þekkti ég frá
unga aldri og voru þau ágæt-
isfólk. Voru Skaftfellingar langt
fram í ættir og bjuggu í Mýr-
dalnum sem markast af jöklin-
um í norðri, Atlantshafinu í
suðri og til austurs og vesturs af
illskeyttum jökulám. Þetta um-
hverfi hefur óhjákvæmilega
mótað það æskufólk sem þar óx
upp.
Samstarf okkar Bjarna varð
síðar nánara þegar ég kom inn í
hóp deildarstjóra skólans í upp-
hafi níunda áratugarins. Á þess-
um árum var tæpast búið að
finna upp hugtök eins og verk-
ferla eða gæðastjórnun, en undir
stjórn Bjarna gekk starfsemi
Bjarni Kristjánsson
✝ Bjarni Krist-jánsson fæddist
18. maí 1929. Hann
lést 6. september
2019.
Útförin fór fram
17. september 2019.
Tækniskóla Ís-
lands með ágætum.
Við bara gerðum
það sem til þurfti
að láta starfið
ganga. Og skólinn
útskrifaði fjöl-
marga einstaklinga
sem hafa unnið
samfélaginu gagn
og skapað því verð-
mæti.
Það var gott að
vinna með Bjarna. Í embættistíð
hans þróaðist Tækniskóli Ís-
lands og varð að öflugri mennta-
stofnun. Þess sér enn merki þar
sem starfsemi skólans er enn til
staðar innan vébanda Háskólans
í Reykjavík. Allir þeir sem að
starfinu komu lögðu sig fram þó
að aðstæður væru oft andsnúnar
og yfir marga erfiða hjalla að
fara. Aldrei bar það við að
Bjarni sýndi það sem kallast
mættu stjórnendastælar og tók
þátt í öllu því sem við samstarfs-
menn hans tókum okkur fyrir
hendur, í sem utan vinnunnar.
Hann var fremur félagi okkar en
að hann væri að hreykja sér eða
telja sig öðrum meiri.
Að leiðarlokum vil ég fyrir
mína hönd og samstarfsfólksins
í Tækniskóla Íslands þakka fyrir
samstarf og samveru í gegnum
árin. Öllum aðstandendum sendi
ég innilegustu samúðarkveðjur.
Guðbrandur Steinþórsson.
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla út-
gáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðn-
ir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra
horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr
felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/
sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að
hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstu-
degi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist
áður en skilafrestur rennur út.
Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri
en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru ein-
göngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU
Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstandendur
senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað
er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað
útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra,
systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formál-
anum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum.
Undirskrift | Minningargreinahöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn
sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Minningargreinar
Þökkum öllum þeim sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför
elskulegs eiginmanns míns, föður okkar,
tengdaföður, afa og langafa,
FRIÐRIKS ÞÓRS EINARSSONAR
Raufarhöfn.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Skógarbrekku fyrir kærleiksríka
umönnun, hlýhug og virðingu.
Rósa Lilja Þorsteinsdóttir
Guðný Sigrún Baldursdóttir Jón Eiður Jónsson
Þór Friðriksson Sigrún Hrönn Harðardóttir
Olga Friðriksdóttir Ragnar Axel Jóhannsson
Berglind Mjöll
barnabörn og barnabarnabörn
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
ERNA SÆRÚN VILMUNDARDÓTTIR,
Hjúkrunarheimilinu Eir,
áður Mýrargötu 23, Neskaupstað,
andaðist laugardaginn 14. september.
Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju
mánudaginn 23. september klukkan 15.
Smári Björgvinsson Kristín Arnardóttir
Þorsteinn Örn Björgvinsson Hulda Sigurðardóttir
Vildís Björgvinsdóttir Charles Magnússon
barnabörn og barnabarnabörn