Morgunblaðið - 18.09.2019, Page 22
(Hedda Gabler, Brúðuheimili, Aft-
urgöngur, Pétur Gautur) og Strind-
berg (Faðirinn, og sviðsettur leik-
lestur á Dauðadansinum); enn fremur
Matthías Jochumsson (Útilegumenn-
irnir), Davíð Stefánsson (Gullna hlið-
ið), ennfremur í sjónvarpi, m.a. Sú
sterkasta (Strindberg), Hedda Ga-
bler (Ibsen) og Galdra-Loftur (Jó-
hann Sigurjónsson) og Stríðsárablús
(Jónas Árnason); ennfremur Ára-
mótaskaup 1988 og Bubba kóng
(Herranótt Menntaskólans í Reykja-
vík 1968). Hann hefur stýrt yfir 70 út-
varpsleikritum.
Sveinn hefur stýrt leikritum og óp-
erum á Íslandi, Norðurlöndum og
hefur verið leikstjóri frá 1965 og rit-
höfundur frá 1970.
Sveinn sat í stjórn Norræna leik-
listarsambandsins og var þar varafor-
maður til margra ára, sömuleiðis í
fjölda norrænna nefnda á menningar-
og leiklistarsviðinu (Vasanefndinni,
RKK o.fl.) Hann var varaforseti Al-
þjóðasamtaka leikhúsmanna (ITI)
um skeið og formaður ýmissa nefnda
á vegum Evrópuráðsins, meðal ann-
ars í stjórn Evrópska menningarset-
ursins í Delfi. Sömuleiðis hefur hann
verið í forystu nefnda um menningar-
mál hér heima, t.d. var hann hvata-
maður að stofnun Íslenska dans-
flokksins, Leiklistarsambands
Íslands ( nú Sviðslistasambands) og
Félags leikstjóra á Íslandi og var
stjórnarformaður Leiklistarsafns Ís-
lands. Hann hefur flutt fyrirlestra um
íslenska leiklist og menningarmál við
fjölda erlendra háskóla. Hann á að
baki yfir 400 útvarps- og sjónvarps-
þætti og er þá fátt eitt talið.
Leikstýrt yfir 100 sýningum
Sveinn hefur stýrt rúmlega 110
leiksýningum á sviði, ef allt er talið,
þ.á m sviðsettur leiklestur, revíur,
barnaleikrit og samsett dagskrár-
verk. Má m.a. nefna verk eftir Sóf-
ókles (Antígóna), Shakespeare (Ham-
let), Molière (Ímyndunarveikin,
Aurasálin), Racine (Fedra), Ibsen
S
veinn Einarsson fæddist
18. september 1934 í
Reykjavík. Hann ólst upp
á Laugavegi og síðan
flutti fjölskyldan í há-
skólahverfið. Þegar Sveinn kom heim
eftir dvöl erlendis bjuggu hann og
kona hans fyrst á Fjölnisvegi en hafa
verið í Tjarnargötunni í 43 ár. „Minn
ættliður er sá fimmti í Reykjavík,
langalangafi minn var með borg-
arabréf um jörð þar sem Hans Pet-
ersen var, í Bankastræti, Ég vildi að
ég ætti þetta bréf núna.“
Sveinn lauk stúdentsprófi frá MR
1954, fil. kand. í almennri bók-
menntasögu, leiklistarsögu og heim-
speki frá Stokkhólmsháskóla 1958,
og fil. lic. í leikhúsfræðum frá sama
háskóla 1964. Hann fór í framhalds-
nám í samanburðarbókmenntum og
leiklistarfræðum við Sorbonne-
háskóla 1958-59 og 1961 og stundaði
nám í frönsku og sænsku við Háskóla
Íslands 1959-60, auk námsdvalar í
Oxford 1971 og í þrjá mánuði í Kaup-
mannahöfn 1972-73, auk fjölda
styttri námskeiða. Hann varð dr.
phil. frá Háskóla Íslands 2006. Hann
stundaði enn fremur nám í leiklist-
arskóla Leikfélags Reykjavíkur
1952-53.
Sveinn var aðstoðarleikstjóri við
Riksteatern í Svíþjóð 1962, lærlingur
við Stokkhólmsóperuna 1955-57 og
þátttakandi í starfi sænska stúdenta-
leikhússins (sömu ár). Hann vann eitt
sumar (1958) í Drottninghólmsleik-
húsinu í Svíþjóð. Hann var blaðamað-
ur við Alþýðublaðið sumrin 1955-57,
leikgagnrýnandi þess blaðs 1959-60,
fulltrúi í dagskrárdeild Ríkis-
útvarpsins frá júlí 1959 til áramóta
1960-61 og sumrin 1961 og 1962.
Hann var fyrsti leikhússtjóri Leik-
félags Reykjavíkur 1963-72, skóla-
stjóri og kennari við Leiklistarskóla
Leikfélags Reykjavíkur 1963-69 og
þjóðleikhússtjóri 1972-83. Sveinn var
menningarráðunautur í mennta-
málaráðuneytinu 1983-89, 1993-95 og
1998-2004 og dagskrárstjóri inn-
lendrar dagskrár Sjónvarps 1989-93.
Hann var formaður stjórnar Lista-
hátíðar í Reykjavík 1998-2000, settur
forstöðumaður Þjóðmenningar-
hússins í sex mánuði 2002 og sat í að-
alstjórn UNESCO 2001-2005. Sveinn
Bretlandi og leiksýningar hans verið
sýndar á Norðurlöndum, Þýskalandi
og víða annars staðar. Hann hefur
stýrt frumflutningi á verkum m.a. eft-
ir Halldór Laxness (Kristnihald undir
Jökli), Jökul Jakobsson (Sjóleiðin til
Bagdad, Í öruggri borg), Árna Ibsen
(Afsakið hlé), óperunum Silkitromm-
unni eftir Atla Heimi Sveinsson
(Reykjavík og Caracas), Fredkulla
eftir Udbye (Þrándheimi, ásamt
Stein Winge), Gretti eftir Þorkel Sig-
urbjörnsson (Bayreuth, Bonn og To-
ronto) og Baldursbrá eftir Gunnstein
Ólafsson (50 ára leikstjórnarafmæli
2015). Hann hefur einnig stýrt óp-
erum eftir Mozart, Verdi, Puccini,
Mascagni og Leoncavallo á Íslandi og
í Noregi. Hann var leikstjóri leik-
flokksins Bandamanna frá 1992-2012
og hefur ferðast með sýningar
Bandamanna í þrjár heimsálfur á 22
leiklistarhátíðum. Hann hefur verið
forystumaður Vonarstrætisleikhúss-
ins (ásamt Vigdísi Finnbogadóttur)
frá 2009.
Sveinn hefur sent frá sér fjölda
rita, þar á meðal verkið Íslensk leik-
list í þremur bindum, bók um Kamb-
an, um leiklistina í veröldinni og bæk-
ur um vinnu sína í leikhúsunum.
Sömuleiðis hafa verið leikin leikrit
eftir hann á sviði og í útvarpi og sjón-
varpi, og hann hefur skrifað talsvert
fyrir börn, bæði skáldsögur og leikrit.
Hann hefur þýtt yfir 20 leikrit, meðal
annars eftir Molière, Ibsen, Strind-
berg, Pinter og Dario Fo.
Sveinn hefur hlotið fjölda viður-
kenninga fyrir störf sín, m.a. heið-
ursverðlaun Grímunnar 2003, í fyrsta
sinn sem þau voru veitt og er Heið-
ursfélagi Norræna leiklistar-
sambandsins 2008, sömuleiðis í fyrsta
sinn sem sú nafnbót var veitt.
Sveinn sendir frá sér bókina Lítið
óvísindalegt leiklistarkver í tilefni af-
mælisins. „Ég er að fylgja þeirri
gömlu reglu að maður gaf oft bækur
til fólks sem nennti að koma í afmæli
til manns. Þetta er hugleiðing um
leiklistina og ég vil gefa hana vinum
og vandamönnum.“ Svo er að koma
út bók frá Sveini í næsta mánuði í til-
efni af því að 100 ár eru liðin frá
dauða Jóhanns Sigurjónssonar.
Nefnist hún Úti regnið grætur.
Sveinn er enn að leikstýra og var
Sveinn Einarsson, leikstjóri og rithöfundur – 85 ára
Morgunblaðið/Eva Björk
Hjónin Sveinn og Þóra stödd í Þjóðleikhúsinu á listahátíð árið 2015.
Enn á fullu í leikhúsinu og skrifum
Morgunblaðið/Golli
Leikhúsmaðurinn Sveinn.
22 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. SEPTEMBER 2019
50 ára Erla er Hafn-
firðingur en býr í
Kópavogi. Hún er
sjóntækjafræðingur að
mennt frá Þýskalandi
og tók framhalds-
menntun frá Noregi.
Hún hefur rekið gler-
augnaverslunina Ég c frá 1996 ásamt
eiginmanni sínum. Einnig sinnir Erla
hlutastarfi hjá Þjónustu- og þekking-
armiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og
daufblinda einstaklinga.
Maki: Siguróli Sigurðsson, f. 1967,
sjóntækjafræðingur.
Börn: Magnús Óli, f. 1995, Dagur Óli, f.
2000, og Guðrún Edda, f. 2003.
Foreldrar: Magnús Hjörleifsson, f.
1947, ljósmyndari, búsettur í Garðabæ,
og Guðný Stefánsdóttir, f. 1950, d.
1997, kennari.
Erla
Magnúsdóttir
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Ferill þinn fær byr undir báða
vængi á næstunni. Ef þér er alvara með
þetta ástarsamband verður þú að vinna í
því.
20. apríl - 20. maí
Naut Notaðu daginn til þess að gera áætl-
anir fyrir framtíðina með maka og vinum.
Mundu eftir þeim sem lögðu hönd á plóg
með þér þegar þú þurftir þess með.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Þú þjáist af ferða- og ævintýra-
þrá. Vinur í vandræðum kemur til þín og
biður um ráð. Reyndu hvað þú getur að
hjálpa.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Viðræður við vin um vonir þínar og
drauma fyrir framtíðina gætu borið
óvæntan ávöxt. Slappaðu af og njóttu
þess sem þú hefur.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Þú ert uppfull/ur af nýjum hug-
myndum og ættir að koma þeim á fram-
færi hvar sem þú getur. Sannleikurinn er
sagna bestur.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Þú sýnir ást þína að hluta til með
því að gefa ráð. Reyndu að komast að
hvers vinir þarfnast og útvegaðu það.
23. sept. - 22. okt.
Vog Kauptu bara það nauðsynlegasta og
frestaðu öðrum innkaupum til morguns.
Þér hættir til að hafa áhyggjur af öllu og
öllum.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Þú ert tilbúin/n til að leggja
hart að þér í dag og jafnvel til í að takast á
við verkefni sem þú hefur lengi ýtt á und-
an þér. Hugarró verður seint ofmetin.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Það lítur út fyrir að draumur
þinn um ferðalag rætist. Reyndu að finna
þér tíma til að sinna sjálfri/sjálfum þér.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Það er eitt og annað sem þig
langar til þess að framkvæma en lætur
ógert vegna þess að þú veist ekki hvar þú
átt að byrja. Vinir og kunningjar eru til
staðar fyrir þig.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Þú þarft umfram allt að beina
sköpunarþrá þinni á jákvæðar brautir. Lífið
krefst þess að þú gerir þitt besta, meira er
ekki hægt að fara fram á.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Þú ættir að huga að því hvernig þú
getur samræmt líf þitt hugsjónum þínum.
Lyftu þér stundum upp.
40 ára Baldur er
fæddur og uppalinn í
Keflavík en býr í
Reykjavík. Hann er
verkfræðingur að
mennt, kláraði meist-
aragráðu í verkfræði
árið 2013 en hafði áð-
ur náð sér í
réttindi sem pípulagningameistari en
hann starfaði sem pípari í 10 ár. Baldur
er fagstjóri á lagna- og loftræstisviði Eflu
verkfræðistofu.
Maki: Karen Jónsdóttir, f. 1981, við-
skiptafræðingur.
Börn: Jóel Baldursson, f. 2007, og Kári
Baldursson, f. 2008.
Foreldrar: Kári Gunnlaugsson, f. 1954,
yfirtollvörður og Kolbrún Skagfjörð Sig-
urðardóttir, f. 1957, náms- og starfs-
ráðgjafi, búsett í Keflavík.
Baldur
Kárason
Til hamingju með daginn
Börn og brúðhjón
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum
borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría
áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is
Opið:
8-18 virka daga
10-14 laugardaga
Sími 588 8000
slippfelagid.is
Blár vinur í stofunni,
yndislegur litur sem nýtur
sín vel í flestum rýmum.
Skoðaðu litaúrvalið
okkar á slippfelagid.is
Notalegur