Morgunblaðið - 18.09.2019, Síða 24
STJARNAN
Bjarni Helgason
bjarnih@mbl.is
Sólveig Lára Kjærnested, leikmaður
Stjörnunnar í handknattleik, er full
tilhlökkunar fyrir komandi keppn-
istímabili í úrvalsdeild kvenna en
hún lék ekki með liðinu á síðustu
leiktíð þar sem hún var í barneign-
arleyfi. Stjarnan missti af sæti í úr-
slitakeppninni á síðustu leiktíð en
liðið hafnaði í sjötta sæti deildar-
innar. Liðinu er spáð þriðja sæti í ár
af fyrirliðum og þjálfurum deild-
arinnar.
„Það er bara létt yfir fólki í Garða-
bænum og léttara en í fyrra myndi
ég halda þótt ég hafi reyndar ekki
leikið með liðinu á síðustu leiktíð. Ég
hef góða tilfinningu fyrir komandi
tímabili og við ætlum okkur að koma
okkur inn í úrslitakeppnina. Ég get
samt alveg viðurkennt að það kom
mér aðeins á óvart að hafa verið
spáð í þriðja sæti deildarinnar, sér-
staklega ef við horfum á gengi liðs-
ins í fyrra. Að sama skapi höfum við
mikla trú á okkur og það er gaman
að sjá að það eru fleiri sem hafa
sömu trú og við því við ætlum okkur
að vera að berjast í efri hluta töfl-
unnar.“
Miklir möguleikar í stöðunni
Margir reynsluboltar frá síðustu
leiktíð eru horfnir á braut og hafa
Garðbæingar bætt við ungum og
efnilegum leikmönnum í staðinn.
„Við höfum bætt við okkur mjög
flottum ungum leikmönnum og svo
höfum við líka fengið pólskan mark-
vörð, Klaudiu Powaga, sem lítur
mjög vel út. Ég á von á því að hún
muni vaxa mikið eftir því sem líður á
tímabilið. Við fengum góða sendingu
úr Breiðholtinu frá ÍR og þótt þetta
séu kannski ekki beint stórstjörnur
sem hafa verið að koma eru þetta
allt leikmenn sem eru gríðarlega
efnilegir og styrkja liðið mikið. Við
ætlum okkur að spila á öllum leik-
mönnum í vetur og hópurinn er
mjög jafn. Við hefðum kannski alveg
þegið eina stórskyttu eða svo en við
erum með stóran hóp sem eykur
möguleika okkar mikið. Við höfum
vissulega misst reynda leikmenn
sem við munum sakna en heilt yfir
hafa þetta bara verið nokkuð góð
skipti.“
Sólveig segir að mikil uppbygging
sé að eiga sér stað í Garðabænum
þessa stundina og félagið sé með há-
leit markmið fyrir komandi keppn-
istímabil.
„Stefna félagsins í dag er fyrst og
fremst að koma Stjörnunni aftur í
fremstu röð og á þann stað sem liðið
var eitt sinn á. Við erum að yngja
upp leikmannahópinn og það er unn-
ið jafnt og þétt í því að auka faglega
þáttinn hjá félaginu með til dæmis
utanaðkomandi styrktarþjálfun og
íþróttasálfræðingi. Þetta er allt á
réttri leið og umgjörðin í kringum
liðið er alltaf að verða betri og betri.
Markmið númer eitt tvö og þrjú hjá
okkur í vetur er að enda í topp fjór-
um og koma okkur í úrslitakeppnina.
Að sama skapi viljum við einnig fara
langt í bikarnum því það er helgi
sem allir vilja taka þátt í. Þetta er
ein skemmtilegasta helgi ársins og
það skiptir félagið miklu máli, fjár-
hagslega séð, að fara langt í bikar,“
sagði Sólveig við Morgunblaðið.
Stefnan að
komast aftur
í fremstu röð
Morgunblaðið/Hari
Skorar Þórey Anna Ásgeirsdóttir var langmarkahæsti leikmaður Stjörn-
unnar síðasta vetur og hún gerði átta mörk gegn Haukum í 1. umferðinni.
Sólveig telur Stjörnuna fullfæra um
að berjast í efri hluta töflunnar í vetur
24 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. SEPTEMBER 2019
Hildur Guðjónsdóttir
Ída Bjarklind Magnúsdóttir
Karen Tinna Demian
Ólöf Ásta Arnþórsdóttir
Sigrún Tinna Siggeirsdóttir
Sólveig Lára Kjærnested
Thelma Sif Sófusdóttir
Þórey Anna Ásgeirsdóttir
Þórhildur Gunnarsdóttir
Þjálfari: Sebastian Alexand-
ersson.
Aðstoðarþjálfari: Rakel Dögg
Bragadóttir.
Árangur 2018-19: 6. sæti.
Íslandsmeistari: 1991, 1995, 1998,
1999, 2007, 2008, 2009.
Bikarmeistari: 1989, 1996, 1998,
2005, 2008, 2009, 2016, 2017.
Stjarnan sigraði Hauka á úti-
velli, 25:22, í 1. umferð deild-
arinnar og mætir KA/Þór á
heimavelli á sunnudag kl. 16.
MARKVERÐIR:
Hildur Öder Einarsdóttir
Írena Björk Ómarsdóttir
Klaudia Powaga
HORNAMENN:
Ásthildur Bjarkadóttir
Dagný Huld Birgisdóttir
Hanna Guðrún Stefánsdóttir
Stefanía Theodórsdóttir
Steinunn Guðjónsdóttir
LÍNUMENN:
Birta María Sigmundsdóttir
Elena Elísabet Birgisdóttir
Hanna Jóna Sigurjónsdóttir
Katrín Tinna Jensdóttir
Sigrún Ása Ásgrímsdóttir
ÚTISPILARAR:
Arna Þyrí Ólafsdóttir
Auður Brynja Sölvadóttir
Brynhildur B. Kjartansdóttir
Lið Stjörnunnar 2019-20
KOMNAR
Arna Þyrí Ólafsdóttir frá Fram
Elena Elísabet Birgisdóttir
frá Förde (Noregi)
Ída Bjarklind Magnúsdóttir frá
Selfossi
Karen Tinna Demian frá ÍR
Klaudia Powaga
frá Start Elblag (Póllandi)
Ólöf Ásta Arnþórsdóttir frá Fjölni
Sigrún Ása Ásgrímsdóttir frá ÍR
Sólveig Lára Kjærnested,
úr barnsburðarfríi
FARNAR
Auður Ómarsdóttir, hætt
Elísabet Gunnarsdóttir, hætt
Guðrún Ósk Maríasdóttir, hætt
Kristín Guðmundsdóttir í HK
Laufey Ásta Guðmundsdóttir, hætt
Rakel Dögg Bragadóttir, óvíst
hvort hún spilar
Breytingar á liði Stjörnunnar
Stjarnan er með mjög stóran leikmannahóp og
marga nýja unga leikmenn.
Sólveig Lára og pólskur markmaður hafa bætst í
hópinn. Þær munu styrkja liðið mjög mikið.
Lykilleikmenn hafa átt við meiðsli að stríða,
skiptir miklu máli að allar séu heilar.
Áhugavert: Að sjá hvort (hvenær) Rakel kemur
inn í liðið til að stjórna vörninni.
Guðríður Guðjónsdóttir
um Stjörnuna
Bæði KR og norska knattspyrnu-
félagið Brann vísuðu í gær á bug frétt-
um um að forráðamenn Brann vildu fá
Rúnar Kristinsson þjálfara Íslands-
meistara KR til að taka við liðinu eftir
þetta keppnistímabil. „Eftir okkar bestu
vissu þá er engin breyting á högum
Rúnars hjá KR,“ sagði Kristinn Kjærne-
sted, formaður knattspyrnudeildar KR,
við mbl.is í gær. Hann sagði jafnframt
að KR-ingar myndu að óbreyttu halda
öllum sínum leikmönnum nema Skúla
Jóni Friðgeirssyni sem leggur skóna á
hilluna eftir tímabilið.
KR-ingar verða formlega krýndir Ís-
landsmeistarar eftir heimaleikinn gegn
FH á Meistaravöllum á sunnudaginn
kemur og um helgina verður jafnframt
mikil sigurhátíð á 120 ára afmælisári
félagsins.
Leikbann brasilíska knattspyrnu-
mannsins Neymars í Meistaradeild Evr-
ópu hefur verið stytt úr þremur leikjum
í tvo af Alþjóðaíþróttadómstólnum í
Sviss. Neymar fékk bannið fyrir skrif
sín um dómgæsluna á Instagram eftir
ósigur París SG gegn Manchester Unit-
ed í sextán liða úrslitum keppninnar
snemma á þessu ári. PSG og Neymar
áfrýjuðu úrskurði UEFA til
Alþjóðaíþróttadóm-
stólsins. Neymar leik-
ur ekki með PSG gegn
Real Madrid í kvöld og
ekki gegn Gala-
tasaray í ann-
arri umferð
en getur
spilað
gegn
Club
Brugge
22. októ-
ber.
Eitt
ogannað