Morgunblaðið - 18.09.2019, Side 26

Morgunblaðið - 18.09.2019, Side 26
26 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. SEPTEMBER 2019 Meistaradeild Evrópu E-RIÐILL: Napoli – Liverpool................................... 2:0 Dries Mertens 82. (víti), Fernando Llo- rente 90. Salzburg – Genk ...................................... 6:2 Erling Braut Håland 2., 34., 45., Hee-Chan Hwang 36., Dominik Szoboszlai 45., Andr- eas Ulmer 66. – Jhon Lucumi 40., Mbwana Samata 52. Staðan: Salzburg 1 1 0 0 6:2 3 Napoli 1 1 0 0 2:0 3 Liverpool 1 0 0 1 0:2 0 Genk 1 0 0 1 2:6 0 F-RIÐILL: Dortmund – Barcelona ............................ 0:0 Inter Mílanó – Slavía Prag ...................... 1:1 Staðan: Inter Mílanó 1 0 1 1 1:1 1 Slavía Prag 1 0 1 1 1:1 1 Barcelona 1 0 1 1 0:0 1 Dortmund 1 0 1 1 0:0 1 G-RIÐILL: Lyon – Zenit Pétursborg......................... 1:1 Benfica – RB Leipzig ............................... 1:2 Staðan: RB Leipzig 1 1 0 0 2:1 3 Zenit 1 0 1 1 1:1 1 Lyon 1 0 1 1 1:1 1 Benfica 1 0 0 1 1:2 0 H-RIÐILL: Ajax – Lille ............................................... 3:0 Quincy Promes 18., Edson Alvarez 50., Nicolas Tagliafico 62. Chelsea – Valencia .................................. 0:1 Rodrigo 74. Staðan: Ajax 1 1 0 0 3:0 3 Valencia 1 1 0 0 1:0 3 Chelsea 1 0 0 1 0:1 0 Lille 1 0 0 1 0:3 0 KNATTSPYRNA KNATTSPYRNA Úrvalsdeild karla, Pepsi Max-deildin: Kaplakriki: FH – ÍBV .......................... 16.45 Würth-völlur: Fylkir – Víkingur R ..... 19.15 HANDKNATTLEIKUR 1. deild kvenna, Grill 66-deildin: Austurberg: ÍR – ÍBV U...................... 18.30 Framhús: Fram U – Grótta................. 20.15 Í KVÖLD! Spánn Barcelona – Huesca............................. 49:26  Aron Pálmarsson skoraði 2 mörk fyrir Barcelona. Ungverjaland Budakalasz – Pick Szeged ................. 27:33  Stefán Rafn Sigurmannsson var ekki í leikmannahópi Pick Szeged.  FÓTBOLTI Kristján Jónsson kris@mbl.is Þótt margir setji sig í alls kyns spá- mannsstellingar í aðdraganda Ís- landsmótsins í knattspyrnu, og telji sig geta séð margt fyrir, þá verða allt- af ýmis atriði sem koma á óvart. Fyr- ir þetta keppnistímabil sá líklega eng- inn fyrir að miðvarðapar KR megnið af sumrinu yrðu hinn 18 ára gamli Finnur Tómas Pálmason og Arnór Sveinn Aðalsteinsson sem leikið hef- ur sem bakvörður stærstan hluta fer- ilsins. Stóðu þeir vaktina vel og sam- starfið var nógu farsælt til þess að KR er orðið Íslandsmeistari þegar tvær umferðir eru enn eftir. Finnur steig sín fyrstu spor á Íslandsmótinu þetta sumarið og hefur leikið fimm- tán leiki í deildinni. Morgunblaðið hafði samband við Finn í gær og ræddi við hann um sumarið og hans frammistöðu. Finnur tók það rólega í fagnaðarlátunum á mánudagskvöldið og var mættur í tíma snemma í gær- morgun en hann er á þriðja ári í Verzlunarskólanum. „Þetta var snilld,“ sagði Finnur, spurður um upplifunina að verða Ís- landsmeistari, en KR tryggði sér tit- ilinn eins og fram hefur komið með 1:0 sigri á Val á Hlíðarenda. „Þessu fylgdi einnig smá léttir því það hafði tekið okkur smá tíma að klára dæmið. Frekar erfið fæðing eftir að við höfð- um komið okkur í mjög góða stöðu í deildinni. Eins og Óskar (Örn Hauks- son fyrirliði KR) sagði þá var þetta næststærsti völlurinn til að vinna tit- ilinn á. Því var geggjað að verða meistari á Valsvellinum þótt ég hefði alveg verið til í að vinna á KR- vellinum.“ Finnur fékk tækifæri þegar meiðsli og leikbönn herjuðu á varn- armenn KR snemma í sumar og hann sleppti ekki takinu af miðvarðarstöð- unni eftir það, ef frá er talinn stuttur tími þegar hann glímdi við ökkla- meiðsli sem reyndust ekki alvarleg. Þegar KR undirbjó sig fyrir keppn- istímabilið síðasta vetur, var Finnur þá með væntingar til þess að komast í byrjunarliðið í sumar? „Væntingar og ekki væntingar. Mér leið alla vega vel og reyndi mitt besta til að sýna hvað ég get. Ég bjóst ekki við því að byrja inn á í öllum leikjum og ég var ekki í byrjunarlið- inu í fyrsta leiknum í deildinni. Síðan fékk ég tækifæri og þjálfararnir Rún- ar og Bjarni treystu mér fyrir þessu. Ég var ekki með væntingar um að vera í byrjunarliðinu og ákvað að sjá bara hvernig þetta myndi þróast. Ég meiddist reyndar á ökkla í apríl eða fyrir fyrsta leik. Síðar meiddist ég aftur á ökkla í útileiknum á móti Molde í Evrópukeppninni. En ég jafnaði mig fljótt á því og síðan þá hef ég ekki fundið fyrir neinu. Ég missti af heimaleikjum gegn Molde og Stjörnunni en kom að mig minnir aft- ur inn í liðið eftir það.“ Afslappað viðhorf Dæmi sem þessi eru heldur óvenjuleg, að svo ungur leikmaður spjari sig strax í miðvarðarstöðunni hjá toppliði. KR er stórt félag á ís- lenskan mælikvarða og oft er nokkur spenna í kringum liðið og pressa á leikmönnum. Miðvarðarstaðan er af- ar mikilvæg hjá liðum sem vilja ná ár- angri og mistök á þeim hluta vallarins geta verið dýr. Spurður um hvort ekki hafi verið erfitt að fóta sig í slík- um aðstæðum segist Finnur ekki hafa fundið fyrir því og bætir því við að menn þurfi ekki að taka íþróttir of hátíðlega. „Leikmennirnir í liðinu eru nátt- úrlega reyndir og þeir hjálpuðu mér mikið. Sennilega náði ég ekki að pæla í því hvort þessu fylgi pressa eða ekki. Mér fannst þetta ekkert mál þannig séð. Það má kannski segja að þetta sé bara íþrótt og eigi að vera skemmtileg. Maður á ekki að stressa sig á svona hlutum.“ Aldrei slakað á KR er nú með níu stiga forskot á Breiðablik og hefur liðið aðeins tapað tveimur leikjum í deildinni af tuttugu. Hvað fannst Finni KR-liðið hafa um- fram önnur lið í sumar? „Ég held að höfum einfaldlega ver- ið með bestu liðsheildina. Öll lið í deildinni eru með fína breidd í leik- mannahópnum og það var því ekki úrslitaatriði. Ég held að þetta hafi spilast svona út af stemningunni í okkar hópi. Hún var mjög góð alveg frá því í fyrsta undirbúningsmótinu í vetur. Við tókum því aldrei rólega. Allar æfingar og allir leikir voru tekn- ir af 100% krafti, sama hvort það var í vetur eða í sumar.“ Er ekki á hraðferð út Finnur Tómas er hinn rólegasti þegar talið berst að framtíðarsýn hans í sparkinu. Ekkert er í pípunum eins og er. Hann hefur þegar hafnað því að fara utan í atvinnumennsku og því ljóst að hann ætlar sér að vanda valið. „Ég veit ekki alveg hvað ég vil gera og mun bara sjá til. Ég hef ekki sett mér nein sérstök markmið varðandi boltann. Ég tek einn dag í einu. Mig langar að klára stúdentsprófið sem fyrst. Ég veit ekki hvort það verður hérna heima eða í fjarnámi úti en ég mun alla vega ljúka því á tilsettum tíma. Ég hef ekkert heyrt hvort er- lend lið hafi áhuga á mér enda sér umboðsmaðurinn um það. Ég einbeiti mér bara að því að spila með KR. Hann heyrir kannski í mér eftir tíma- bilið en ég er ekkert að velta því fyrir mér núna,“ útskýrði Finnur en hann fór fyrir nokkru til skoska stórliðsins Glasgow Celtic og kannaði aðstæður. „Já, það passar. Ég fór þangað haustið 2017 og aftur snemma árs 2018. Ég hafði ekki áhuga á að fara út svo ungur. Ég hafði meiri áhuga á því að fara í framhaldsskóla og taldi miklu sniðugra að spila hér heima. Á þeim tíma var það alla vega sniðugra fyrir mig,“ sagði KR-ingurinn Finnur Tómas Pálmason í samtali við Morg- unblaðið í gær. Ungur en jarðbundinn Íslandsmeistari  Finnur Tómas, miðvörður KR, var ekki að mikla hlutina fyrir sér í sumar Morgunblaðið/Hari Á Meistaravelli Finnur Tóms þjarmar að Elfari Árna Aðalsteinssyni í leik gegn KA í sumar. Finnur Tómas Pálmason » Varð Íslandsmeistari í knatt- spyrnu með KR á mánudaginn. » Fæddist hinn 12. febrúar ár- ið 2001. » Fékk tækifæri í byrjunarliði KR snemma sumars og lét það ekki af hendi þó eldri og reynd- ari menn séu til staðar í leik- mannahópi liðsins. » Æfði með Glasgow Celtic fyrir tæpum tveimur árum. Taldi skynsamlegast að mennta sig og spila hér heima, alla vega fyrst um sinn. NÝTT – Veggklæðning Rauvisio Crystal • Mikið úrval lita og áferða • Auðvelt í uppsetningu og umgegni • Framleiðum eftir óskum hvers og eins • Hentar fyrir heimili, vinnustaði og almenningssvæði Fanntófell hefur sérhæft sig í framleiðslu á borðplötum og sólbekkjum síðan 1987. Fanntófell ehf. | Gylfaflöt 6-8 | 112 Reykjavík | Sími 587 6688 | fanntofell.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.