Morgunblaðið - 18.09.2019, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 18.09.2019, Qupperneq 28
28 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. SEPTEMBER 2019 Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is Hin sérstæða reynsla að vaxa úr grasi og standa á eigin fótum er aðalviðfangsefni fyrstu breiðskífu Marteins Sindra Jónssonar, Atlas. „Á plötunni er ég að reyna að fanga býsna margt en aðallega það að standa á eigin fótum og finna sinn stað í heiminum. Það gengur enginn annar fyrir þig, þú þarft að læra að ganga sjálfur,“ segir Marteinn. Lög breiðskífunnar er nú þegar að finna á helstu streymisveitum en Marteinn gefur Atlas einnig út sem vínylplötu og heldur samhliða því út- gáfutónleika í Iðnó í kvöld, 18. sept- ember, kl. 20.30. Titillinn Atlas er merkingar- þrunginn. „Útgangspunkturinn er þessi kortagerð, það er það sem tit- illinn vísar ekki síst í. Þótt þú fáir kort af heiminum þarftu síðan að fara sjálfur út í heiminn og upplifa hann. Kortið er í sjálfu sér bara tómt. Hin hliðin á þessu Atlas-nafni er goðsögnin um títaninn Atlas sem fékk það hlutverk að halda á heim- inum. Það er ekki öfundsvert hlut- skipti og einmanalegt að standa utan við heiminn og ég held að einmana- leikinn sé eitt af sterkum stefjum plötunnar,“ segir Marteinn og bætir við að fleiri vísanir í mikilvægar per- sónur bókmenntasögunnar sé að finna á plötunni. „Ég hef alltaf lesið mikið svo ég er líka í samtali við bókmenntir og listir í textunum og leita mér fanga hingað og þangað. Það eru fleiri goðsagna- stef á plötunni en Atlas. Lagið „Odyssey“ vísar í Ódysseif sem er mikil einmanaleikavera. Hann er á leiðinni heim til sín alla Ódysseifs- kviðu. Svo er ég líka að reyna að snúa upp á þessar hugmyndir; Ódysseifur er gjarnan talinn hetja en ég velti fyrir mér hvað það þýði nákvæm- lega. Sérstaklega í síðasta lagi plöt- unnar sem heitir „Promotheus“ eða Prómóþeifur á íslensku. Prómóþeif- ur er títaninn sem færði mannkyn- inu eldinn, stal eldinum frá guðunum og var harkalega refsað fyrir það.“ Margræðir textar og laglínur Á plötunni er að finna víðfeðman hljóðheim og er hljóðheimur ein- stakra laga ekki alltaf sá sami. „Tón- listin endurómar hugsunina í text- unum sem er margræð. Lögin eiga ekki endilega að hafa eina merkingu því hlutir hafa sjaldnast eina merk- ingu. Mér finnst rosalega skemmti- legt, einhvern veginn, að vera ekki með sama einhlíta popphljóðheiminn í öllum lögunum,“ segir Marteinn. „Mikið af tónlist í dag gengur út á að mögulegt sé að endurframleiða hana á sviði algjörlega eins, dauð- hreinsað. Þessi hljóðheimur er til- raun til að búa hverju lagi búning sem má síðan taka breytingum.“ Textar laganna á plötunni eru allir á ensku. Marteinn segir enskuna al- þjóðlegt tungumál tónlistar í dag. „Ég hef líka ort mikið á íslensku en að einhverju leyti er auðveldara að yrkja á ensku, mikið af því sem ómar í hausnum á manni er á ensku.“ Marteinn segir að lögin komi til sín á ensku. „Samt standa þau mörg sterkum fótum í einhverri skynjun á íslensku. Það er lag þarna sem heitir „Spring Comes Late Sometimes“ sem er ort í samtali við ljóðið „Fag- urt er í fjörðum“ eftir Látra-Björgu sem lýsir því hversu fallegt sumarið er og hversu fjandsamlegur vetur- inn getur verið.“ Tónlist á vínyl traustvekjandi Útgáfa á íslensku er í kortum Marteins. „Ég hef verið að koma fram und- anfarið og sungið ljóðaefni eða söng- lagaefni á íslensku. Ef allt gengur eftir þá kemur það líka einhvern daginn fyrir sjónir fólks.“ Eins og áður segir er platan gefin út á vínyl. Marteinn segir ástæðuna að baki þeirri útgáfu þá að hann kunni að meta að geta handleikið tónlistina sína. „Það er margt svo óáþreifanlegt í tónlist, ekki síst í orð- unum. Mér finnst eitthvað traust- vekjandi við að vera með textana í höndunum og vera með grip í hönd- unum sem þú getur handleikið, sér- staklega þegar útgáfunni er fagnað.“ Áttavitinn hefur fengið sjálfstætt líf Útlit plötunnar er einstakt, miðja hennar er áttaviti og teikningar á plötuumslaginu meðal annars inn- blásnar af kortagerð. Um útlit henn- ar sáu Ólafur Þór Kristinsson og Katrín Helena Jónsdóttir. „Það er nokkuð sem mér fannst ekki vera hægt að koma fyllilega til skila stafrænt. Við höfum leikið okk- ur með plötuna, áttavitinn á henni hefur fengið einhvers konar sjálf- stætt líf sem myndefni á plötunni. Það er heilmikil virkni í efnis- hlutnum, þú færð þetta ekki í tölv- unni með sama hætti. Þótt maður geti framleitt hvað sem er og náð ótrúlegri fullkomnun í hinu sjón- ræna rafrænt finnst mér frumstæð- ari aðferðir líka afar heillandi, að platan snúist á spilaranum og þar sé áttavitinn í miðju listaverksins, plöt- unnar,“ segir Marteinn og bætir því við að hljóðfærin sem skapi Atlas séu að stórum hluta áþreifanleg. „Tónlistin er meira og minna spil- uð á akústísk hljóðfæri þótt það sé heilmikil tölvugerð tónlist þarna líka en ég er að upplagi píanóleikari svo ég er mjög vanur því að hafa hljóð- færið fyrir framan mig, að það sé áþreifanlegt.“ Miða á útgáfutónleikana í kvöld má nálgast á vefnum Tix.is og kosta þeir 2.900 krónur. Vínylplötuna verður hægt að nálgast á tónleik- unum, í helstu plötubúðum landsins eða hjá Marteini sjálfum sem segist glaður taka við pöntunum í einka- skilaboðum á Facebook. Morgunblaðið/Eggert Leit „Á plötunni er ég að reyna að fanga býsna margt en aðallega það að standa á eigin fótum og finna sinn stað í heiminum,“ segir Marteinn Sindri um fyrstu breiðskífu sína, Atlas. Hann heldur útgáfutónleika í kvöld. „Það gengur enginn annar fyrir þig“  Fyrsta breiðskífa Marteins Sindra Jónssonar, Atlas, gefin út á vínylplötu  Uppvöxtur helsta viðfangsefnið  Sækir titilinn í kortagerð og títaninn Atlas sem fékk ekki öfundsvert hlutskipti Breska dagblaðið The Guardian hefur birt lista yfir bestu myndlist- arverk það sem af er öldinni og er verk Ragnars Kjartanssonar, „The Visitors“, í fyrsta sæti og því besta myndlistarverk aldarinnar að mati sérfræðinga blaðsins. Af því tilefni er tekið viðtal við Ragnar og undir lok þess er hann minntur á að verk- ið sé talið það besta það sem af er öldinni. „Hvað í fjandanum á það að þýða?“ segir Ragnar þá og skelli- hlær, bætir við að auðvitað þyki engum svona listar skipta máli nema þegar þeir séu á honum. Verkið „The Visitors“ er níu rása myndbandsinnsetning og var frum- sýnt í Migros-safninu í Zürich árið 2012. Hefur það æ síðan hlotið ein- róma lof og mikla athygli og þegar það var sýnt hér á landi, í Kling & Bang árið 2013, sóttu sýninguna um 17 þúsund manns sem er óvenjugóð aðsókn þegar kemur að myndlistarsýningum hér á landi. Sagði myndlistarrýnir Morgun- blaðsins í uppgjöri um myndlistar- árið 2013 að Ragnar hefði stolið senunni með hrífandi og marg- ræðum óði til listarinnar þar sem saman færu sögulegar skírskotanir og samtímalegur bræðingur. Í verkinu er sama lagið síendur- tekið og flutt í ólíkum rýmum sveitaseturs í nágrenni New York og er rómantískur söknuður alls- ráðandi, eins og gagnrýnandi komst að orði. Ragnar flytur lagið auk sjö tónlistarmanna og hóps fólks sem er úti á veröndinni. Ragnar er ekki eini Íslendingur- inn á lista dagblaðsins því Ólafur Elíasson er þar í 11. sæti með verk sitt „The Weather Project“ sem hann sýndi í túrbínusal Tate Mod- ern í London árið 2003. Var þar sem sólin sjálf skini inni í salnum og trekkti að mikinn fjölda gesta. Ragnar á besta mynd- listarverk aldarinnar  „The Visitors“ efst á lista Guardian Morgunblaðið/Einar Falur Heimsfrægur Ragnar Kjartansson hefur vakið heimsathygli fyrir hug- vekjandi listsköpun sína. Í blaðinu verður fjallað um tísku, förðun, snyrtingu, heilsu, fatnað, umhirðu húðarinnar, dekur og fleira. PÖNTUN AUGLÝSINGA: Til kl. 16 mánudaginn 30. sept. NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is –– Meira fyrir lesendur SÉRBLAÐ SMARTLAND BLAÐ Fylgir Morgunblaðinu föstudaginn 4. október

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.