Morgunblaðið - 21.09.2019, Blaðsíða 45
ÍÞRÓTTIR 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER 2019
Við framleiðum lausnir
Sími 577 6700 / islandshus@islandshus.is / www.islandshus.is
NJÖRVI & NJÖRVI+
Öflug árekstrarvörn
Njörvi er öflugur stólpi til
að verja mannvirki og
gangandi fólk. Hentar líka
vel til skyndilokana vega
og til að afmarka
akstursleiðir og bílaplön.
Ég fæ reglulega tölvupósta í
starfi mínu sem blaðamaður
þar sem skrif mín eru annað-
hvort gagnrýnd eða þeim er
hrósað. Ég hef reynt að leggja
það í vana minn, eftir að ég
byrjaði að starfa sem blaða-
maður, að láta í ljós mína skoð-
un. Hrósa þegar tilefni er til og
gagnrýna þegar það á rétt á sér.
Hvernig maður væri ég þá eigin-
lega ef ég gæti ekki tekið smá
gagnrýni þegar einhver sér sig
knúinn til þess að stinga upp í
mig?
Það getur oft verið erfitt að
segja sína skoðun, linnulaust,
þegar línubilið er takmarkað. Ég
hef fjallað mikið um bæði úr-
valsdeild karla og kvenna í sum-
ar og stundum hef ég ekki alltaf
náð að koma öllum mínum upp-
lifunum frá mér eins og ég hefði
viljað. Að sama skapi finnst mér
að mér hafi oftast nær tekist
vel til og þegar ég horfi yfir
sumarið er ég sáttur við mitt
framlag til íslenska boltans.
Ég hef mjög gaman af því að
ræða þessa hluti við kollega
minn á íþróttadeild Morgun-
blaðsins. Hann er einn af
skemmtilegri mönnum sem ég
hef kynnst á lífsleiðinni og er
ekki þekktur fyrir það að taka
lífið neitt sérstaklega alvarlega.
Þegar ég var nýbyrjaður á
Morgunblaðinu og var heitt í
hamsi eftir lélegan íþróttaleik
benti hann mér á ákveðna lífs-
speki sem ég hef reynt að til-
einka mér þegar kemur að
blaðamennsku – „Don‘t bite off
more than you can chew.“
Með öðrum orðum, ekki láta
neitt út úr þér sem þú getur
ekki bakkað upp síðar meir. Ég
hef reynt að tileinka mér þessa
speki, bæði í lífinu og í skrifum
mínum síðan, og ég held að
margir aðrir hefðu gott af því
að gera þetta að ákveðnu um-
hugsunarefni.
BAKVÖRÐUR
Bjarni Helgason
bjarnih@mbl.is
ÞRENNUR
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Það gerist ekki oft að tíu mörk séu
skoruð í leik í efstu deild karla í fót-
bolta hér á landi, hvað þá að leik-
menn úr báðum liðum nái að skora
þrennu. En það gerðist í rigningunni
í Kaplakrika á miðvikudagskvöldið
þegar Daninn Morten Beck Guld-
smed úr FH og Englendingurinn
Gary Martin úr ÍBV skoruðu sína
þrennuna hvor í ótrúlegum fótbolta-
leik sem FH-ingar unnu að lokum
6:4. Við þetta er margt sögulegt.
Þetta er í fyrsta sinn frá árinu
1992 sem tvær þrennur eru gerðar í
sama leik í deildinni. Þá skoruðu Atli
Einarsson og Helgi Sigurðsson þrjú
mörk hvor í 6:1 sigri Víkinga á Eyja-
mönnum.
Þetta er í fyrsta sinn frá 1970
sem leikmenn úr báðum liðum skora
þrennu. Þá skoraði Haraldur Júlíus-
son fjögur mörk fyrir ÍBV og Hafliði
Pétursson þrjú fyrir Víking í leik
sem Eyjamenn unnu 6:4.
Sama ár gerðu Helgi Númason
og Kristinn Jörundsson sína þrenn-
una hvor fyrir Fram í 7:1 sigri á
Eyjamönnum.
Þetta er í fyrsta sinn frá 1997
sem leikmaður í deildinni skorar
þrennu í tveimur leikjum í röð.
Andri Sigþórsson gerði 5 mörk fyrir
KR gegn Skallagrími og síðan þrjú
mörk gegn Val í næsta leik á eftir.
Fjórar þrennur hafa verið skor-
aðar í deildinni í ár, allar af erlendum
leikmönnum, og þetta er í fyrsta
skipti í sögunni sem fjórar „erlend-
ar“ þrennur eru skoraðar. Morten
Beck Guldsmed er með tvær, Geoff-
rey Castillion og Gary Martin eina
hvor.
Tvær af þessum fjórum þrenn-
um hafa verið skoraðar af leik-
mönnum í tapliði, hjá Martin og svo
þrenna Castillions fyrir Fylki í 4:3
tapinu gegn Breiðabliki 1. septem-
ber. Sam Hewson skoraði þrennu
fyrir Grindavík í tapleik gegn KA í
fyrra, 4:3, en þá hafði það ekki gerst
frá árinu 1999 þegar Sigurbjörn
Hreiðarsson skoraði þrennu fyrir
Val í tapleik gegn Víkingi, 5:4.
Gary Martin er fjórði erlendi
leikmaðurinn sem nær að skora
þrjár þrennur í deildinni en hann
skoraði tvær fyrir KR, gegn Fylki og
Þór árin 2013 og 2014. Á undan hon-
um voru það Mihajlo Bibercic (ÍA og
KR 1994-1996), Rastislav Lazorik
(Breiðablik og Leiftur 1995-1997) og
Allan Borgvardt (FH 2004-2005).
Mihajlo Bibercic var fyrsti er-
lendi leikmaðurinn sem skoraði
þrennu í deildinni en það gerði hann í
6:0 sigri Skagamanna á Breiðabliki
árið 1994.
Gary Martin er fyrsti leikmaður-
inn sem skorar þrennu fyrir lið sem
fellur úr deildinni síðan Björgólfur
Takefusa skoraði þrennu fyrir Vík-
ing R. í 6:2 sigri á Breiðabliki árið
2011.
Af núverandi leikmönnum í
deildinni hafa Gary Martin, Atli
Guðnason og Guðjón Baldvinsson
skorað flestar þrennur, þrjár hver.
Þeir eiga þó nokkuð í land með að ná
þeim bestu á þessu sviði. Hermann
Gunnarsson (1964-1973) skoraði níu
þrennur, Þórólfur Beck skoraði sjö
þrennur fyrir KR á fjórum árum
(1958-1961), Tryggvi Guðmundsson
(1993-2005) skoraði sjö þrennur og
Arnar Gunnlaugsson (1992-2003)
skoraði sex.
Sennilega hefur þó enginn gert
betur í sögu Íslandsmótsins en Frið-
þjófur Thorsteinsson úr Fram sem
skoraði sex mörk gegn KR (6:1) og
fimm gegn Víkingi (6:3) árið 1918 og
gerði sex mörk gegn Val (9:0) árið
1919.
Sögulegar þrennur í Kaplakrika
Leita þarf aftur til áranna 1997,
1992 og 1970 eftir sambærilegu skori
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
FH Morten Beck Guldsmed er með
tvær þrennur í röð í deildinni.
Ljósmynd/Sigfús Gunnar
ÍBV Gary Martin skoraði sína þriðju
þrennu í deildinni gegn FH-ingum.
Fallbaráttunni í úrvalsdeild karla í
fótbolta gæti lokið á morgun þegar
næstsíðasta umferðin verður leikin
klukkan 14. Grindvíkingar þurfa að
vinna Valsmenn til að eiga von fyrir
lokaumferðina um að halda sér í
deildinni. Grindavík er með 19 stig
en Valur, Víkingur og KA eru öll
með 25 stig. Vinni Grindvíkingar
leikinn verða Valsmenn áfram í fall-
hættu þótt hún verði ekki mikil
vegna góðrar markatölu þeirra.
Víkingur mætir KA og í þeim leik
verður tapliðið áfram í fallhættu ef
Grindavík vinnur sinn leik. vs@mbl.is
Heldur Grindavík
áfram í vonina?
Morgunblaðið/Eggert
Fallbarátta Grindvíkingar verða að
vinna Val til að eiga möguleika.
Góð spilamennska Haralds Frank-
líns Magnús á fyrsta stigi úrtöku-
mótanna fyrir Evrópumótaröðina í
golfi hélt áfram í Austurríki í gær.
Haraldur lék þriðja hringinn á
67 höggum, fimm höggum undir
pari, og er hann samanlagt á 15
höggum undir pari fyrir loka-
hringinn.
Haraldur á mikla möguleika á
að komast áfram en áhugakylfing-
urinn Dagbjartur Sigurbrandsson
komst ekki áfram en hann lék á
Englandi. Hann var á fjórum yfir
pari eftir 72 holur.
Haraldur Franklín
í góðum málum
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
-15 Haraldur Franklín er í mjög
góðri stöðu fyrir lokahringinn.
Valskonur fá í dag sannkallað
dauðafæri til að hreppa fyrsta Ís-
landsmeistaratitil sinn í fótbolta í
níu ár. Fjórir síðustu leikir Íslands-
mótsins fara fram í dag klukkan 14
og Valur fær fallna Keflvíkinga í
heimsókn á Hlíðarenda. Valur er
með 47 stig gegn 45 stigum hjá
Breiðabliki og þar sem Valskonur
eru með sautján mörk í plús á
Kópavogsliðið er ljóst að jafntefli
gegn Keflavík nægir þeim til Ís-
landsmeistaratitils.
Breiðablik hélt vonum sínum á
lífi þegar Heiðdís Lillýjardóttir
jafnaði með „flautumarki“ gegn
Val síðasta sunnudagskvöld, 1:1. Í
dag fara Blikakonur í Árbæinn og
mæta þar Fylki. Það eina sem þær
geta gert er að ná í stigin þrjú og
vonast eftir keflvísku kraftaverki á
Hlíðarenda. Keflavíkurliðið er
reyndar alls ekki auðunnið og náði
t.d. forystu í leikjum gegn bæði Val
og Breiðabliki fyrr í sumar enda
þótt báðir hafi tapast á nokkuð af-
gerandi hátt þegar upp var staðið.
vs@mbl.is
Morgunblaðið/Arnþór Birkisson
Titilbarátta Dóra María Lárusdóttir úr Val og Hildur Antonsdóttir úr
Breiðabliki hafa barist á toppi deildarinnar allt keppnistímabilið.
Valur þarf stig gegn
föllnum Keflvíkingum