Morgunblaðið - 21.09.2019, Side 56
Fiðluleikararnir Margrét Kristín
Blöndal, kölluð Magga Stína, og
Sigrún Kristbjörg Jónsdóttir veita
leiðsögn á námskeiði Söguhrings
kvenna í Borgarbókasafninu í
Gerðubergi í dag kl. 13. Á því býðst
þátttakendum að virkja krafta sína
á tónlistarsviðinu með söng- og
ásláttaræfingum og kynnast sínum
innri tónlistarmanni. Þeir verða
einnig hvattir til að yrkja ljóð og
semja við þau lög.
Kraftar virkjaðir
LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER 264. DAGUR ÁRSINS 2019
5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0
Í lausasölu 1.150 kr.
Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr.
PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr.
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í fróðlegri samantekt í blaðinu í
dag kemur fram að fara þarf aftur
til ársins 1970 til að finna dæmi
um að leikmenn úr báðum liðum
hafi skorað þrennu í leik í efstu
deild karla hérlendis, eins og gerð-
ist hjá FH og ÍBV á dögunum. Fara
þarf aftur til ársins 1992 til að
finna dæmi um tvær þrennur
samherja í sama leik. »45
Gerðist síðast hjá ÍBV
og Víkingi árið 1970
Berglind Jóna Hlynsdóttir mynd-
listarmaður verður með leiðsögn á
morgun kl. 15.30 á þaki Tollhúss
Reykjavíkur þar sem finna má
verk hennar „Tollhúsið 1. bindi“,
sem er byggt á rannsókn hennar á
sögu hússins og svæðinu í kring.
„Berglind Jóna veltir fyrir sér
þeirri framtíð sem ekki varð, hvar
við erum stödd í samtímanum og
þeim framtíðarhorfum sem nú
birtast í nánasta umhverfi bygg-
ingarinnar,“ segir í til-
kynningu. Verkið er
unnið í samstarfi við
tónskáldið Pál Ivan
frá Eiðum og er
hluti af sýningunni
Haustlaukar – Ný
myndlist í al-
mannarými.
Leiðsögn á þaki
ÍÞRÓTTIR MENNING
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Félagsmálafrömuðurinn Steinn
Halldórsson, verkefnastjóri hjá
Íþróttabandalagi Reykjavíkur
undanfarin 20 ár, hefur sinnt störf-
um fyrir knattspyrnuhreyfinguna í
um 45 ár og er hvergi nærri hættur.
„Þetta er svo skemmtilegt,“ segir
formaður Knattspyrnuráðs Reykja-
víkur undanfarið 21 ár, sem hélt upp
á 100 ára afmæli KRR og 70 ára af-
mæli sitt með nokkurra daga millibili
fyrr í sumar.
Árlegt grunnskólamót í fótbolta
fyrir nemendur í 7. og 10. bekk í
Reykjavík, sem nú verður haldið í 30.
sinn, hefst á mánudag. Nemendur í
7. bekk í 25 skólum leika 153 leiki og
er um metþátttöku að ræða, en þetta
er næsta verkefni KRR í samvinnu
við Knattspyrnusamband Íslands.
Síðan stendur Reykjavíkurmótið yfir
frá nóvember og fram í maí, en í
fyrra hafði KRR umsjón með 921
leik. „Áður sáum við um alla skipu-
lagningu, handskrifuðum móta-
skrána og létum prenta í prent-
smiðju, en tölvubyltingin breytti
miklu og undanfarin 20 ár hefur KSÍ
séð um niðurröðun leikja fyrir
okkur,“ segir Steinn, sem hefur verið
viðloðandi stjórn KRR frá 1974 með
fimm ára hléi á tíunda áratugnum,
þegar hann var í stjórn KSÍ.
Stjórn KRR hélt fundi alla þriðju-
daga klukkan 17.15 í átta áratugi, en
eftir að Steinn byrjaði hjá ÍBR
breyttist fyrirkomulagið og nú eru
fundirnir á um tveggja mánaða fresti
á veturna. Hann sér um öll sérráðin
innan ÍBR í samráði við viðkomandi
sérsamband og heldur meðal annars
utan um þátttöku í Grunnskólamóti
höfuðborga Norðurlanda.
Breytingar reyndar hjá KRR
„KRR hefur komið að ýmsum
breytingum og byrjaði til dæmis á
því að gefa aukastig fyrir þrjú mörk
eða fleiri í leik,“ segir Steinn. Hann
bendir líka á að þriggja stiga reglan
hafi fyrst verið reynd í leikjum hjá
KRR og fyrst hafi mátt skipta sjö
varamönnum inn á í Reykjavíkur-
móti meistaraflokks. „Allar breyt-
ingar hafa að sjálfsögðu verið gerðar
í samráði við KSÍ,“ áréttar Steinn.
Steinn ólst upp í Bústaðahverfinu
og æfði fótbolta hjá Val í eitt sumar
en var eftir það í sveit í mörg sumur
og datt út úr boltanum. Eftir að hann
flutti í Árbæinn fór hann á æfingu
hjá Fylki 1971 og árið eftir voru
hann og Jakob, bróðir hans, ráðnir
þjálfarar í 5. flokki. Hann var síðan
kjörinn formaður knattspyrnudeild-
ar Fylkis 1973 og gegndi því starfi
þar til hann fór fyrst í stjórn KSÍ
1981. „Ég hef haldið áfram að vinna
fyrir Fylki og hef til dæmis stjórnað
öllum aðalfundum knattspyrnu-
deildarinnar frá þessum tíma,“ segir
hann. Hann var lengi í unglinga-
nefndum KSÍ og hefur verið vara-
þingforseti á öllum ársþingum KSÍ
frá 1999.
Áhugi á íþróttum var Steini í blóð
borinn. Bræðurnir unnu í fjölskyldu-
fyrirtækinu Borgarfelli á Skóla-
vörðustíg frá unga aldri og faðir
þeirra, Halldór Jakobsson, fór með
þá á völlinn. Guðlaug Hafsteins-
dóttir, eiginkona Steins, fylgir hon-
um eftir og tveir synir þeirra starfa
fyrir Fylki. „Ég hef verið mikill
áhugamaður um fótbolta alla tíð og
íþróttir almennt, hef til dæmis farið á
þrjú heimsmeistaramót í fótbolta og
tvö í handbolta,“ segir hann. „Þegar
ég var fyrst beðinn um að taka við
sem formaður knattspyrnudeildar
Fylkis sagði ég nei, en ekki var hlust-
að á það svo ég hellti mér út í félags-
málin með miklum látum og ekki sér
fyrir endann á þeim störfum. Að
vinna með ungu fólki heldur mér sí-
ungum, ég eldist að minnsta kosti
hægar.“
Morgunblaðið/Arnþór Birkisson
Félagsmál Steinn Halldórsson kann vel við sig á skrifstofu ÍBR og KRR.
Steinn síungt félags-
málatröll í um 45 ár
Grunnskólamót í fótbolta í Reykjavík haldið í 30. sinn
Á ENDANUM
VELUR ÞÚ
COROLLU
VERÐUR
ÞÚ HEPPINN
ÁSKRIFANDI
sem verður dreginn út 16. október?
Allir áskrifendur Morgunblaðsins eru
með í leiknum. Hér má sjá valkostina
sem einn af áskrifendum okkar fær
að velja um þegar hann fær að gjöf
nýja og glæsilega Toyota Corolla.*
Fylgstu með.
*Heppinn áskrifandi fær að velja á milli Corolla Hatchback,
Corolla Touring Sports og Corolla Sedan; þriggja glæsilegra
Hybrid-bíla með 1,8 lítra vél í Active-útfærslu.