Morgunblaðið - 21.09.2019, Side 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER 2019
Nýverið greindist lungnasjúkdómur
hjá unglingi á Íslandi þar sem grun-
ur leikur á að veikindin tengist notk-
un á rafrettum. Birtingarmynd sjúk-
dómsins svipar til þess sem lýst
hefur verið í Bandaríkjunum. Við-
komandi er á batavegi, segir í frétt
sem birt var í gær á vef Landlæknis.
Í þeim pistli er sagt afdráttarlaust
að börn eigi aldrei að nota rafrettur,
hvaða nöfnum sem þær nefnast. Þó
sé vitað að notkunin sé umtalsverð,
eða um 10% meðal ungmenna í 10.
bekk grunnskóla. Kannanir gefi til
kynna að hlutfallið sé að hækka og
eru foreldrar og skólafólk hvatt til
varðstöðu.
Neytendur blandi
ekki vökva sjálfir
Þeim sem vilja hætta tóbaksreyk-
ingum sé bent á að nota viðurkennda
meðferð við nikótínfíkn að viðhöfðu
samráði við lækni; rafrettur séu ekki
gagnreynd meðferð. Ekki sé þó
mælt með að fólk snúi frá rafrettum
og aftur að tóbaksreykingum, sem
eru enn skaðlegri, miðað við núver-
andi þekkingu.
Hámarksstyrkleiki nikótínvökva
er lögum samkvæmt 20 mg/ml og
notendur rafretta sterklega varaðir
við því að blanda vökva sjálfir. Fólki
sem notar rafrettur og fær einkenni
frá lungum eins og hósta, uppgang,
mæði og verk fyrir brjósti er ráðlagt
að leita til læknis. Önnur einkenni
sem lýst hefur verið í tengslum við
rafrettunotkun í Bandaríkjunum eru
einkenni frá meltingarvegi, svo sem
ógleði, uppköst og niðurgangur,
þreyta, hiti og þyngdartap.
Læknar eru beðnir að vera á varð-
bergi gagnvart slíkum einkennum og
spyrja skjólstæðinga sína um raf-
rettunotkun
Heilbrigðisyfirvöld munu skoða
hvort gripið verði til viðbragða
vegna mikillar rafrettunotkunar
barna, t.d. með því að takmarka
bragðefni og umbúðir sem höfða sér-
staklega til þeirra, segir Land-
læknir.
Uppköst og hraður hjartsláttur
eru einkenni eitrunar
Neytendastofa hefur tekið úr sölu
um 100 tegundir af áfyllingum þar
sem nikótíni hefur verið bætt við
vökva á sölustað. Þegar seljendur
slíks vökva blanda hann sjálfir kem-
ur ekki fram hve mikið nikótín er í
vökvanum. Erfitt er því að komast
að því hvaða innihaldsefni eru í slíkri
áfyllingu, við hvaða aðstæður blönd-
unin fer fram, hvernig mælingar fara
fram eða hver eiturhrif eru.
Á vefsetri sínu vekur Neytenda-
stofa athygli á að meðal einkenna
eitrunar af völdum nikótíns eru upp-
köst, hraður hjartsláttur, önduna-
rerfiðleikar og aukin munnvatns-
framleiðsla. Áfyllingar fyrir raf-
rettur mega að hámarki innihalda 20
mg/ml af nikótínvökva og tilkynna
þarf áfyllingar með nikótíni til sam-
eiginlegs skráningarkerfis innan
Evrópu. Þá þarf vökvinn að uppfylla
öll skilyrði laga og reglugerða sem
við hann eiga og afla þarf eiturefna-
leyfis frá Vinnueftirlitinu við vinnu
þar sem notuð eru að staðaldri eitur-
efni.
Umræða um rafrettur og mögu-
lega skaðsemi þeirra hefur aukist
upp á síðkastið. Rúmlega 500 manns
hafa veikst eftir notkun á rafrettum í
Bandaríkjunum og bann við notkun
bragðefna í rafrettum tók gildi í
borginni Los Angeles nýverið.
Mikið áhyggjuefni
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðis-
ráðherra sagði í samtali í Morgun-
blaði í vikunni að nýlegar fréttir um
lungnasjúkdómafaraldur í Banda-
ríkjunum, sem virðist tengjast raf-
rettunotkun, séu mikið áhyggjuefni.
Neytendastofa tekur við ábend-
ingum vegna rafrettna og áfyllinga
sem grunur er um að séu ekki í lagi
og má koma þeim til Neytendastofu í
gegnum mínar síður á heimasíðu
stofnunarinnar.
Veikindi í lung-
um talin rakin
til rafrettna
Neytendastofa tók um 100 tegundir
af vökva úr sölu Faraldur vestanhafs
Morgunblaðið/Hari
Rafrettur Um 100 tegundir vökva í
þær hafa verið teknar úr sölu.
Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170
Verið velkomin
Peysur – túnikur
bolir – kjólar
Vinsælu velúrgallarnir
fyrir konur á öllum aldri
til í mörgum litum og í
stærðum S-4XL
NÝTT NÝTT
gisting.dk
499 20 40 (Íslenskur sími) 32 55 20 44 (Danskur sími)
Herbergi frá Dkk 300 Íbúðir frá Dkk 900
Kaupmannahöfn
Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is
Köflóttar
skyrtur
Bæjarlind 6 | sími 554 7030
Við erum á facebook
Kr. 8.990,-
Str. S - XXL
Opið í dag 11-15
GÆÐA-YFIRHAFNIR
FYRIR ÍSLENSKA
VEÐRÁTTU
Fylgdu okkur á facebook
Skipholti 29b • S. 551 4422
VERÐ
39.990,-
Skeifan 8 | 108 Reykjavík | sími 517 6460 | VersluninBelladonna
Netverslun á www.belladonna.is
Str.
38-58
BASICS
Buxur og bolir í úrvali