Morgunblaðið - 21.09.2019, Side 42

Morgunblaðið - 21.09.2019, Side 42
42 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER 2019 60 ára Tómas er Akur- eyringur en býr á Sauð- árkróki. Hann er fiskiðn- aðarmaður að mennt frá Fiskvinnsluskól- anum í Hafnarfirði. Hann er framkvæmda- stjóri og eigandi Arctic Hotels og KK Restaurant á Sauðárkróki ásamt konu sinni. Maki: Selma Hjörvarsdóttir, f. 1962, list- rænn ráðunautur. Börn: Rúnar Ingi, f. 1982, Ragnar Páll, f. 1989, Kristinn Björgvin, f. 1990, Hannes Geir, f. 1992, og Marta Laufey, f. 1995. Barnabarn er Dögun Ýr Rúnarsdóttir, f. 2018. Foreldrar: Hannes Árdal, f. 1926, d. 1972, bílstjóri, og Úlla Þormar Árdal, f. 1930, d. 2010, húsmóðir og afgreiðslukona. Tómas Árdal Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Það eru ýmsar breytingar sem þig langar til að ná fram. Gerðu þetta eitthvað að veruleika og líf þitt verður fyllra. 20. apríl - 20. maí  Naut Taktu áhættu í listinni en farðu varlega þegar kemur að þinni eigin vel- ferð. Gættu raunsæis, annars er hættara við að þér finnist aðrir vera að svíkja þig. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Einhver er tilbúinn að rétta þér hjálparhönd í dag. Orð þín munu falla í frjóan jarðveg en bara ef þú ert einlæg/ ur. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú ert viðkvæm/ur fyrir ójafn- vægi annarra, sem er ástæðan fyrir því að veikt fólk þefar þig uppi. Einhver seg- ir ekki alla söguna. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú átt auðvelt í dag með að tjá til- finningar þínar opinskátt. Fólk tekur bet- ur eftir þér núna en áður. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Góðir hlutir geta gerst á meðan þú ert að gera sömu gömlu hlutina. Glasið kann að vera hálftómt í dag, en brátt verður það hálffullt. 23. sept. - 22. okt.  Vog Sérvitringur eða mjög sérstakur ein- staklingur mun líklega verða á vegi þín- um í dag. Þú færð hugmynd sem á eftir að slá í gegn. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú geislar af krafti og ert tilbúin/n að hefjast handa hvort sem er í starfi eða einkalífi, gera líf þitt betra. Gefðu þér tíma til að vinna úr hlutunum. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Vertu jákvæður og hafðu trú á sjálfum þér. Ekki missa móðinn, tak- markið er svo skammt undan. 22. des. - 19. janúar Steingeit Látið það ekki á ykkur fá þó hlutirnir gangi ekki upp í fyrstu tilraun. Vinnufélagarnir eru ekkert nema dá- semdin ein. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Lífið blasir við þér og þú ert með bros á vör. Þú munt sitja með sveittan skallann næstu vikur vegna vinnunnar. 19. feb. - 20. mars Fiskar Ástvinir munu vilja hjálpa þér og leysa öll þín vandamál. Látið þig og þín- ar þrár ekki sitja á hakanum. viðtökur í karllægri bókmenntahefð. „Ég hef einnig rannsakað sjálfsævi- söguleg skrif kvenna og kvenlýsing- ar í verkum karlhöfunda, svo sem Halldórs Laxness. Ég hef skoðað samband karnivals, kvenleika og karlmennsku í íslenskum miðalda- bókmenntum, einkum Íslendinga- sögum og Eddukvæðum.“ Einnig hefur Helga fengist við þýðingar sem og greiningu á rannsókna- og ritstuldi (plagiarisma), rannsóknir á bréfum og bréfasöfnum frá 19. öld. Hún hefur haldið fjölda fyrirlestra um rannsóknir sínar. „Ég hef haft gaman af því og ég virðist vera eftir- sóttur fyrirlesari.“ Helstu útgefin rit Helgu fyrir ut- an kafla og greinar í tímaritum eru Máttugar meyjar. Íslensk forn- bókmenntasaga (1993); Fyrir dyrum fóstru. Konur og kynferði í íslensk- um fornbókmenntum (1996); Stúlka. Ljóð eftir íslenskar konur (1997, 2001); Speglanir. Konur í íslenskri bókmenntahefð og bókmenntasögu (2000); Óþarfar unnustur og aðrar greinar um íslenskar bókmenntir (2009). arhorni. Hún var brautryðjandi í femínískum bókmenntarannsóknum á Íslandi og er með mikilvirkustu og áhrifamestu bókmenntafræðingum landsins. Hún hefur rannsakað sögu íslenskra kvennabókmennta frá upphafi með áherslu á fyrstu kven- rithöfundana, ósýnileika þeirra og H elga Kress fæddist 21. september 1939 í Reykjavík og ólst upp á Laufásvegi 10, Lokastíg 16 og Frí- kirkjuvegi 3. Afi og amma áttu heima á Fríkirkjuvegi þrjú og þau gengu mér í föðurstað ef svo má segja og einnig móðursystkini mín, í fjarveru pabba. Ég var átta mánaða þegar hann var tekinn og færður í fangabúðir Breta.“ Helga var þrjú sumur í sveit á Hóli í Hvammssveit í Dalasýslu. Helga gekk í Miðbæjarskólann, Menntaskólann í Reykjavík, og tók stúdentspróf vorið 1959. Hún fór síð- an í Háskóli Íslands og lauk kandí- datspróf í íslenskum fræðum með þýsku sem aukagrein vorið 1969. Hún tók síðan próf í bókmennta- fræði (litteraturvitenskap) frá Uni- versitetet i Bergen, Noregi, 1980. Með námi vann Helga flug- freyjustörf, skrifstofustörf, orðabók- arstörf við Orðabók Háskólans, stundakennarastörf við Mennta- skólann í Reykjavík og Kvennaskól- ann í Reykjavík. Hún var lektor í ís- lensku fyrir erlenda stúdenta við heimspekideild Háskóla Íslands 1970-1973 og fyrsta konan sem var fastráðin kennari við deildina. Hún var síðan sendikennari í íslenskum máli og bókmenntum við Universite- tet i Bergen 1973-1979. Árið 1981 var Helga skipuð lektor og síðan dósent í almennri bókmenntafræði við heimspekideild Háskóla Íslands. Hún vann við rannsóknir og kennslu við norrænudeild Kaliforníuháskóla í Berkeley 1989-1990. Á kvennadaginn 19. júní 1991 var hún skipuð prófessor í almennri bók- menntafræði við heimspekideild Há- skóla Íslands með forsetabréfi und- irrituðu af Vigdísi Finnbogadóttur. Hún var Forseti heimspekideildar Háskóla Íslands 1997-1999, fyrsta konan sem kjörin var til embættis deildarforseta frá stofnun hans 1911. Hún hefur verið prófessor emerita frá september 2009. Helga hefur rannsakað íslenska bókmenntasögu og íslenska bók- menntahefð að fornu og nýju frá kvenna- og kynjafræðilegu sjón- Meðal félagsstarfa, trúnaðarstarfa og stjórnunarstarfa þá sat Helga í stjórn Félags íslenskra fræði 1971- 1973, í stjórn og úthlutunarnefnd Vísindasjóðs (síðar Vísindaráðs) 1981-1991, og í Menntamálaráði Ís- lands og stjórn Menningarsjóðs 1987-1991. Hún var meðal stofnenda Rannsóknastofu í kvennafræðum við Háskóla Íslands 1990, sat í stjórn stofunnar 1990-1998 og var fyrsti forstöðumaður. Hún hefur verið fé- lagi í Vísindafélagi Íslendinga frá 1986 og í stjórn þess 2005-2009. Helga hlaut Riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu á nýársdag 1998 fyrir bókmenntarannsóknir og við- urkenningu jafnréttisráðs 24.10. 2000 sem brautryðjandi í jafnrétt- ismálum. Hún varð heiðursfélagi í Félagi íslenskra fræði 27.4. 2007. Mín helstu áhugamál eru náttúru- vernd, gönguferðir, menningarmál, íslenskt mál, málnotkun og mál- vöndun.“ Fjölskylda Börn Helgu eru 1) Már Jónsson, f. 19.1. 1959, sagnfræðingur, búsettur í Helga Kress, prófessor emerita í bókmenntafræði við Háskóla Íslands – 80 ára Ljósmynd/Loftur Ásgeirsson Við fræðistörf Helga stödd á Landsbókasafninu í Safnahúsinu árið 1977 við spjaldskrána í leit að heimildum um fyrstu íslensku kvenrithöfundana. Myndin birtist með viðtalinu „Rannsaka stöðu íslenskra skáldkvenna“ í Vísi. Fyrsti kvenkyns deildarforseti HÍ Fjögurra ára Helga við hús afa og ömmu, Fríkirkjuveg 3. Í dag, 21. september, fagna Rut Ing- ólfsdóttir fiðluleikari og Björn Bjarna- son, fyrrv. ráðherra, gullbrúðkaups- degi sínum. Sr. Jón Auðuns gaf þau saman í Dómkirkjunni 21. september 1969. Myndina tók Árni Johnsen. Árnað heilla Gullbrúðkaup 50 ára Matthildur ólst upp á Hlemmiskeiði á Skeiðum en býr í Norð- urgarði í sömu sveit. Hún er leikskólakenn- ari og grunnskólakenn- ari að mennt. Hún er sérkennslustjóri á leik- skólanum Leikholti sem er í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Maki: Ásmundur Lárusson, f. 1970, bóndi í Norðurgarði, en þar er rekið kúabú. Börn: Árný Fjóla, f. 1991, Hannes Orri, f. 1996, Bergsvein Vilhjálmur, f. 2001, og El- ín Ásta, f. 2004. Barnabarn er Áróra Björg Daðadóttir og Árnýjar, f. 2019. Foreldrar: Vilhjálmur Eiríksson, f. 1930, og Ásthildur Sigurjónsdóttir, f. 1941, fyrr- verandi bændur á Hlemmiskeiði. Þau eru búsett þar. Matthildur Elísa Vilhjálmsdóttir Til hamingju með daginn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.