Morgunblaðið - 28.09.2019, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 28.09.2019, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. SEPTEMBER 2019 Mikil og vaxandi umsvif eru hjá Stefnu hugbúnaðarhúsi á Akureyri sem er ört vaxandi fyrirtæki. Á síð- asta ári voru þar fimm forritarar ráðnir til starfa, strax eftir að þeir luku námi í tölvunarfræðum við hugbúnaðardeild Háskólans á Ak- ureyri. „Fimm störf á stað eins og Akureyri eru mikið; það skiptir svæðið fjárhagslega máli á marg- víslegan hátt þegar vel menntað fólk hefur hér störf. Þess vegna er gríðarlega mikilvægt að Háskólinn á Akureyri bjóði upp á tölv- unarfræðinám,“ segir Matthías Rögnvaldsson, framkvæmdastjóri Stefnu. Sé miðað við íbúafjölda á Akur- eyri samsvarar ráðning Stefnu á fimm sérfræðingum því að fyrir- tæki á höfuðborgarsvæðinu réði liðlega 50 manns. Með 1.000 vefi í loftinu Starfsmenn Stefnu voru tveir í upphafi en eru nú um 30 – þar af tveir í Svíþjóð. Fyrirtækið er með rúmlega 1.000 vefi í loftinu, þjón- ustar liðlega helming sveitarfélaga landsins og alls vel á annað hundr- að opinberra stofnana, auk fjölda stórra einkafyrirtækja. Reynslan er góð Tölvunarfræðinám býðst nú að nýju við Háskólann á Akureyri og er það í samstarfi við Háskólann í Reykjavík. Reynslan er góð, er í til- kynningu haft eftir Ólafi Jónssyni, verkefnastjóra námsins. Starfs- mennirnir fimm, þeir sem ráðnir voru til Stefnu strax eftir nám, telja mikilvægt að boðið sé upp á nám í tölvunarfræðum á Akureyri. „Mér fannst mjög mikilvægt að geta lært í heimabyggð, bæði hefur maður stuðning frá foreldrum og mér finnst líka skipta máli fyrir mig sem íþróttamann að þurfa ekki að yfirgefa félagið sem ég hef spil- að með,“ segir Garðar Már Jónsson. „Margir þurfa suður í nám þannig að íþróttafélögin missa frá sér menn og ég fór einmitt suður um tíma; var þar fyrsta árið eftir menntaskólann. Þegar tölvunar- námið var svo endurvakið hér ákvað ég að koma heim. Mér finnst miklu þægilegra að vera hér í mínu umhverfi.“ Sterk menntun er jákvæð Ármann Pétur Ævarsson hafði lært íþrótta- og heilsufræði, þjálf- aði eftir það börn í íþróttum og starfaði við kennslu einn vetur. „Ég fann að kennslan var ekki það sem ég vildi vinna við alla ævi og stökk því á tölvunarfræðinámið þegar ég sá það auglýst,“ segir Ármann Pét- ur sem lýsir því sem heillandi möguleika að geta lært í heima- byggð. „Ég var sjö mínútur að ganga í skólann en þurfti ekki að keyra í hálftíma eða 40 mínútur, eins og margir nemendur fyrir sunnan. Ég er sannfærður um að það er mjög gott fyrir Norðurland að nám sem þetta sé í boði hér; öll sterk mennt- un er jákvæð fyrir viðkomandi svæði. Það eru ótrúleg forréttindi að geta lært í heimabyggð og frá- bært tækifæri að fá strax vinnu hjá svo öflugu og góðu fyrirtæki,“ seg- ir Ármann Pétur Ævarsson í til- kynningu frá Stefnu. Heillandi möguleiki að geta lært í heimabyggð Ljósmynd/Skapti Hallgrímsson Tölvunarfræðingar Frá vinstri talið: Arnar Björn Pálsson, Arnar Pétursson, Daníel Örn Stefánsson, Garðar Már Jónsson og Ármann Pétur Ævarsson. Þeir námu fræðin á Akureyri og fengu svo vinnu í sínu fagi í heimabænum.  Stefna réð 5 tölvunarfræðinga  Ávinningur á Akureyri Hafáherslur í formennskum Íslands í Norðurskautsráðinu, Norrænu ráðherranefndinni og samstarfi utanríkisráðherra Norðurlanda og Eystrasaltsríkja Norræna húsinu, mánudaginn 7. október 2019 kl. 10.00 – 12.30 Dagskrá: Kl. 10:00 – 10:10 Afmælisávarp Björg Thorarensen, prófessor, stjórnarformaður Hafréttarstofnunar Kl. 10:10 – 10:30 Formennskuáætlun Norðurskautsráðsins og málefni hafsins Einar Gunnarsson, sendiherra, formaður embættismannanefndar Norðurskautsráðsins Kl. 10:30 – 10:45 Hafið í formennsku Íslands í Norrænu ráðherra- nefndinni og samstarfi utanríkisráðherra Norðurlanda og Eystrasaltsríkja Geir Oddsson, sérfræðingur á Norðurlandadeild utanríkisráðuneytisins Kl. 10:45 – 11:00 Bláa hagkerfið Berta Daníelsdóttir, framkvæmdastjóri Íslenska sjávarklasans Kl. 11:00 – 11:15 Aðgerðir gegn plastmengun í norðurhöfum Magnús Jóhannesson, sérlegur ráðgjafi í norðurskautsmálum í utanríkisráðuneytinu Kl. 11:15 – 11:30 Sóknarfæri til orkuskipta í höfnum Sigríður Ragna Sverrisdóttir, verkefnastjóri, Klappir Grænar Lausnir Kl. 11:30 – 11:45 Pólkóðinn og öryggi í siglingum á norðurslóðum Sverrir Konráðsson, fagstjóri í siglingamálum á Samgöngustofu Að loknum umræðum og fyrirspurnum verður boðið upp á léttar veitingar. Málstofustjóri: Tómas H. Heiðar, forstöðumaður Hafréttarstofnunar Hafið bláa hafið Málstofa í tilefni af 20 ára afmæli Hafréttarstofnunar Íslands Eydís Arna Líndal og Hreinn Loftsson hafa verið ráðin aðstoð- armenn Áslaugar Örnu Sigur- björnsdóttur dómsmálaráðherra. Frá þessu er greint í frétt á vef dómsmálaráðuneytisins í gær. Eydís Arna lauk MA-prófi í lög- fræði frá Háskóla Íslands 2016 en starfaði á lögmannsstofunni Laga- þingi frá árinu 2011, fyrst í hluta- starfi með námi, en síðar sem lög- fræðingur. Hún hefur að undan- förnu verið starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Hreinn Loftsson lauk laganámi við HÍ árið 1983 og öðlaðist rétt- indi til málflutnings fyrir Hæsta- rétti árið 1993. Hann á að baki fjöl- breyttan feril í lögmennsku, atvinnulífi, stjórnsýslu og sem að- stoðarmaður ráðherra í nokkrum ráðuneytum frá árinu 1985 til 1992. Hann starfaði sem lögmaður fyrst á eigin stofu og síðan sem meðeig- andi lögmannsstofunnar að Höfða- bakka. Frá 2014 hefur hann starfað sjálfstætt. Ráðin aðstoðarmenn dómsmálaráðherra Eydís Arna Líndal Hreinn Loftsson Ljósmyndir/Stjórnarráðið „Við erum ekki komin á þann stað að útfæra þessa gjaldtöku heldur erum við einmitt að segja að gjaldtaka á umferð, ökutæki og eldsneyti sé til heildarendur- skoðunar og við sjáum fyrir okkur í framtíðinni að gjald verði frekar tekið af notkun samgöngumann- virkja frekar en af dísellítrum,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra við mbl.is í gær, spurður um út- færslu flýti- og umferðargjalda sem eiga að koma í stað bensín- og olíu- gjalda skv. samkomulagi ríkisins og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um samgöngumál ,,Þessi þróun er þegar byrjuð, við gáfum eftir 3 milljarða króna í virðis- aukaskattkerfinu í fyrra vegna inn- flutnings á vistvænum bílum og eig- endur rafmagnsbíla eru ekki að mæta á bensínstöðvar eða að greiða eldsneytisgjald,“ bætir hann við. Bjarni segir að engin ákvörðun hafi verið tekin um það með hvaða hætti umferðarskattar verði lagðir á enda séu margar útfærslur í boði. Hann er þó hlynntur því að nota tæknina sem mest. „Við sjáum ákveðna leið farna í Vaðlaheiðar- göngunum, önnur leið var farin í Hvalfjarðargöngunum og það eru al- þekktar leiðir víða um lönd með mis- munandi útfærslum. Þetta er ennþá óútfært en eftir því sem menn ætla að fylgjast nákvæmar með mönnum þá er ljóst að það koma upp persónu- verndarsjónarmið,“ útskýrir hann og bætir við: „Eitt sem ég hef verið að spyrja mig er hvort eigendur bíla geti hreinlega skilað af sér stöðu kíló- metramælis á tilteknum stöðum og það myndi þá lítið hafa með það að gera hvar menn hafa verið heldur bara hversu mikið þeir hafa verið að aka á vegakerfinu.“ Í samkomulagi ríkisins og sveitar- félaganna er gert ráð fyrir að fram- lög ríkisins vegna hluta fjármögnun- arinnar byrji á árinu 2022. „Þá er spurningin að hve miklu leyti menn ætla að treysta á slíka gjaldtöku og að hve miklu leyti menn ætla að koma með aðra fjármögnun,“ segir Bjarni. ,,Þegar menn lesa samkomu- lagið þá er alveg augljóst að við erum að halda því opnu að það verði aðrir möguleikar til fjármögnunar til stað- ar. Ég hef nefnt dæmi um fjármögn- unarleið sem ríkið getur augljóslega sótt í, sem er að losa um eignarhald á fjármálafyrirtækjum og þannig auka getu sínu til að fara í stofnvegafram- kvæmdir,“ segir hann, en Bjarni sagði í vikunni að hann vildi hefja sölu á Íslandsbanka strax í næstu viku. Gjald af notkun frekar en lítrum  Möguleg fjármögnun með bankasölu Bjarni Benediktsson Kristín Þor- steinsdóttir, út- gefandi og fyrr- verandi ritstjóri Fréttablaðsins, hefur látið af störfum hjá miðl- inum. Frá þessu greindi hún í færslu á Face- book-síðu sinni. Á vef Frétta- blaðsins segir að eftir einföldun á starfsemi félagsins við sölu á eign- um til Sýnar hafi starf útgefanda einfaldast. Allir rekstrarþættir starfsins færist til Jóhönnu Helgu Viðarsdóttur, framkvæmdastjóra Torgs, útgáfufélags Fréttablaðsins, og Ingibjörg Pálmadóttir stjórnar- formaður Torgs taki við öðrum þáttum sem tilheyri hlutverki út- gefanda. Kristín Þorsteinsdóttir Hætt hjá Fréttablaðinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.