Morgunblaðið - 28.09.2019, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 28.09.2019, Qupperneq 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. SEPTEMBER 2019 Mikil og vaxandi umsvif eru hjá Stefnu hugbúnaðarhúsi á Akureyri sem er ört vaxandi fyrirtæki. Á síð- asta ári voru þar fimm forritarar ráðnir til starfa, strax eftir að þeir luku námi í tölvunarfræðum við hugbúnaðardeild Háskólans á Ak- ureyri. „Fimm störf á stað eins og Akureyri eru mikið; það skiptir svæðið fjárhagslega máli á marg- víslegan hátt þegar vel menntað fólk hefur hér störf. Þess vegna er gríðarlega mikilvægt að Háskólinn á Akureyri bjóði upp á tölv- unarfræðinám,“ segir Matthías Rögnvaldsson, framkvæmdastjóri Stefnu. Sé miðað við íbúafjölda á Akur- eyri samsvarar ráðning Stefnu á fimm sérfræðingum því að fyrir- tæki á höfuðborgarsvæðinu réði liðlega 50 manns. Með 1.000 vefi í loftinu Starfsmenn Stefnu voru tveir í upphafi en eru nú um 30 – þar af tveir í Svíþjóð. Fyrirtækið er með rúmlega 1.000 vefi í loftinu, þjón- ustar liðlega helming sveitarfélaga landsins og alls vel á annað hundr- að opinberra stofnana, auk fjölda stórra einkafyrirtækja. Reynslan er góð Tölvunarfræðinám býðst nú að nýju við Háskólann á Akureyri og er það í samstarfi við Háskólann í Reykjavík. Reynslan er góð, er í til- kynningu haft eftir Ólafi Jónssyni, verkefnastjóra námsins. Starfs- mennirnir fimm, þeir sem ráðnir voru til Stefnu strax eftir nám, telja mikilvægt að boðið sé upp á nám í tölvunarfræðum á Akureyri. „Mér fannst mjög mikilvægt að geta lært í heimabyggð, bæði hefur maður stuðning frá foreldrum og mér finnst líka skipta máli fyrir mig sem íþróttamann að þurfa ekki að yfirgefa félagið sem ég hef spil- að með,“ segir Garðar Már Jónsson. „Margir þurfa suður í nám þannig að íþróttafélögin missa frá sér menn og ég fór einmitt suður um tíma; var þar fyrsta árið eftir menntaskólann. Þegar tölvunar- námið var svo endurvakið hér ákvað ég að koma heim. Mér finnst miklu þægilegra að vera hér í mínu umhverfi.“ Sterk menntun er jákvæð Ármann Pétur Ævarsson hafði lært íþrótta- og heilsufræði, þjálf- aði eftir það börn í íþróttum og starfaði við kennslu einn vetur. „Ég fann að kennslan var ekki það sem ég vildi vinna við alla ævi og stökk því á tölvunarfræðinámið þegar ég sá það auglýst,“ segir Ármann Pét- ur sem lýsir því sem heillandi möguleika að geta lært í heima- byggð. „Ég var sjö mínútur að ganga í skólann en þurfti ekki að keyra í hálftíma eða 40 mínútur, eins og margir nemendur fyrir sunnan. Ég er sannfærður um að það er mjög gott fyrir Norðurland að nám sem þetta sé í boði hér; öll sterk mennt- un er jákvæð fyrir viðkomandi svæði. Það eru ótrúleg forréttindi að geta lært í heimabyggð og frá- bært tækifæri að fá strax vinnu hjá svo öflugu og góðu fyrirtæki,“ seg- ir Ármann Pétur Ævarsson í til- kynningu frá Stefnu. Heillandi möguleiki að geta lært í heimabyggð Ljósmynd/Skapti Hallgrímsson Tölvunarfræðingar Frá vinstri talið: Arnar Björn Pálsson, Arnar Pétursson, Daníel Örn Stefánsson, Garðar Már Jónsson og Ármann Pétur Ævarsson. Þeir námu fræðin á Akureyri og fengu svo vinnu í sínu fagi í heimabænum.  Stefna réð 5 tölvunarfræðinga  Ávinningur á Akureyri Hafáherslur í formennskum Íslands í Norðurskautsráðinu, Norrænu ráðherranefndinni og samstarfi utanríkisráðherra Norðurlanda og Eystrasaltsríkja Norræna húsinu, mánudaginn 7. október 2019 kl. 10.00 – 12.30 Dagskrá: Kl. 10:00 – 10:10 Afmælisávarp Björg Thorarensen, prófessor, stjórnarformaður Hafréttarstofnunar Kl. 10:10 – 10:30 Formennskuáætlun Norðurskautsráðsins og málefni hafsins Einar Gunnarsson, sendiherra, formaður embættismannanefndar Norðurskautsráðsins Kl. 10:30 – 10:45 Hafið í formennsku Íslands í Norrænu ráðherra- nefndinni og samstarfi utanríkisráðherra Norðurlanda og Eystrasaltsríkja Geir Oddsson, sérfræðingur á Norðurlandadeild utanríkisráðuneytisins Kl. 10:45 – 11:00 Bláa hagkerfið Berta Daníelsdóttir, framkvæmdastjóri Íslenska sjávarklasans Kl. 11:00 – 11:15 Aðgerðir gegn plastmengun í norðurhöfum Magnús Jóhannesson, sérlegur ráðgjafi í norðurskautsmálum í utanríkisráðuneytinu Kl. 11:15 – 11:30 Sóknarfæri til orkuskipta í höfnum Sigríður Ragna Sverrisdóttir, verkefnastjóri, Klappir Grænar Lausnir Kl. 11:30 – 11:45 Pólkóðinn og öryggi í siglingum á norðurslóðum Sverrir Konráðsson, fagstjóri í siglingamálum á Samgöngustofu Að loknum umræðum og fyrirspurnum verður boðið upp á léttar veitingar. Málstofustjóri: Tómas H. Heiðar, forstöðumaður Hafréttarstofnunar Hafið bláa hafið Málstofa í tilefni af 20 ára afmæli Hafréttarstofnunar Íslands Eydís Arna Líndal og Hreinn Loftsson hafa verið ráðin aðstoð- armenn Áslaugar Örnu Sigur- björnsdóttur dómsmálaráðherra. Frá þessu er greint í frétt á vef dómsmálaráðuneytisins í gær. Eydís Arna lauk MA-prófi í lög- fræði frá Háskóla Íslands 2016 en starfaði á lögmannsstofunni Laga- þingi frá árinu 2011, fyrst í hluta- starfi með námi, en síðar sem lög- fræðingur. Hún hefur að undan- förnu verið starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Hreinn Loftsson lauk laganámi við HÍ árið 1983 og öðlaðist rétt- indi til málflutnings fyrir Hæsta- rétti árið 1993. Hann á að baki fjöl- breyttan feril í lögmennsku, atvinnulífi, stjórnsýslu og sem að- stoðarmaður ráðherra í nokkrum ráðuneytum frá árinu 1985 til 1992. Hann starfaði sem lögmaður fyrst á eigin stofu og síðan sem meðeig- andi lögmannsstofunnar að Höfða- bakka. Frá 2014 hefur hann starfað sjálfstætt. Ráðin aðstoðarmenn dómsmálaráðherra Eydís Arna Líndal Hreinn Loftsson Ljósmyndir/Stjórnarráðið „Við erum ekki komin á þann stað að útfæra þessa gjaldtöku heldur erum við einmitt að segja að gjaldtaka á umferð, ökutæki og eldsneyti sé til heildarendur- skoðunar og við sjáum fyrir okkur í framtíðinni að gjald verði frekar tekið af notkun samgöngumann- virkja frekar en af dísellítrum,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra við mbl.is í gær, spurður um út- færslu flýti- og umferðargjalda sem eiga að koma í stað bensín- og olíu- gjalda skv. samkomulagi ríkisins og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um samgöngumál ,,Þessi þróun er þegar byrjuð, við gáfum eftir 3 milljarða króna í virðis- aukaskattkerfinu í fyrra vegna inn- flutnings á vistvænum bílum og eig- endur rafmagnsbíla eru ekki að mæta á bensínstöðvar eða að greiða eldsneytisgjald,“ bætir hann við. Bjarni segir að engin ákvörðun hafi verið tekin um það með hvaða hætti umferðarskattar verði lagðir á enda séu margar útfærslur í boði. Hann er þó hlynntur því að nota tæknina sem mest. „Við sjáum ákveðna leið farna í Vaðlaheiðar- göngunum, önnur leið var farin í Hvalfjarðargöngunum og það eru al- þekktar leiðir víða um lönd með mis- munandi útfærslum. Þetta er ennþá óútfært en eftir því sem menn ætla að fylgjast nákvæmar með mönnum þá er ljóst að það koma upp persónu- verndarsjónarmið,“ útskýrir hann og bætir við: „Eitt sem ég hef verið að spyrja mig er hvort eigendur bíla geti hreinlega skilað af sér stöðu kíló- metramælis á tilteknum stöðum og það myndi þá lítið hafa með það að gera hvar menn hafa verið heldur bara hversu mikið þeir hafa verið að aka á vegakerfinu.“ Í samkomulagi ríkisins og sveitar- félaganna er gert ráð fyrir að fram- lög ríkisins vegna hluta fjármögnun- arinnar byrji á árinu 2022. „Þá er spurningin að hve miklu leyti menn ætla að treysta á slíka gjaldtöku og að hve miklu leyti menn ætla að koma með aðra fjármögnun,“ segir Bjarni. ,,Þegar menn lesa samkomu- lagið þá er alveg augljóst að við erum að halda því opnu að það verði aðrir möguleikar til fjármögnunar til stað- ar. Ég hef nefnt dæmi um fjármögn- unarleið sem ríkið getur augljóslega sótt í, sem er að losa um eignarhald á fjármálafyrirtækjum og þannig auka getu sínu til að fara í stofnvegafram- kvæmdir,“ segir hann, en Bjarni sagði í vikunni að hann vildi hefja sölu á Íslandsbanka strax í næstu viku. Gjald af notkun frekar en lítrum  Möguleg fjármögnun með bankasölu Bjarni Benediktsson Kristín Þor- steinsdóttir, út- gefandi og fyrr- verandi ritstjóri Fréttablaðsins, hefur látið af störfum hjá miðl- inum. Frá þessu greindi hún í færslu á Face- book-síðu sinni. Á vef Frétta- blaðsins segir að eftir einföldun á starfsemi félagsins við sölu á eign- um til Sýnar hafi starf útgefanda einfaldast. Allir rekstrarþættir starfsins færist til Jóhönnu Helgu Viðarsdóttur, framkvæmdastjóra Torgs, útgáfufélags Fréttablaðsins, og Ingibjörg Pálmadóttir stjórnar- formaður Torgs taki við öðrum þáttum sem tilheyri hlutverki út- gefanda. Kristín Þorsteinsdóttir Hætt hjá Fréttablaðinu

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.