Morgunblaðið - 28.09.2019, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 28.09.2019, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. SEPTEMBER 2019 Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Landgerð utan Klettagarða í Sundahöfn er í fullum gangi en hún hófst síðastliðið vor. Hver vörubíllinn af öðrum kemur ak- andi með grjót úr grunni nýja Landspítalans og sturtar í sjóinn. Hin nýja landfylling verður alls 2,0 -2,5 hektarar, samkvæmt upp- lýsingum Jóns Þorvaldssonar, að- stoðarhafnarstjóra Faxaflóahafna sf. Í landgerðina þarf um 375.000 rúmmetra af fyllingarefni og stór- gerðu grjóti til sjóvarna. Um 180- 200.000 m3 fást í heild úr grunni Landspítalans, um 80.000 m3 af fyllingarefni eiga Faxaflóahafnir til í dag á svæðinu utan Klepps og um 100.000 m3 þarf síðan að fá úr öðrum verkum, að sögn Jóns. Efniskeyrsla úr grunni Land- spítala hófst í vor og reiknað er með að því verki ljúki á fyrstu mánuðum næsta árs. Landgerðar- framkvæmdir munu standa yfir árið 2020 og þeim líklega ljúka vorið 2021. Landfyllingin mun ekki ná út að Skarfaskeri og sker- ið verður því áfram sýnilegt kennileiti á þessum stað. Hafnarhúsi breytt í listasafn Markmiðið með þessari nýju landfyllingu við Klettagarða er að útbúa lóð fyrir framtíðarhöfuð- stöðvar Faxaflóahafna sf. Þarna verða skrifstofur, bækistöð og skipaþjónusta með viðlegu fyrir dráttar- og hafnsögubáta fyrir- tækisins. Lóðin þarf að vera vel staðsett fyrir starfsemi hafnar jafnt á sjó og landi. Rekstri hafn- ar fylgir þjónusta við móttöku skipa í Sundahöfn og Gömlu höfn- inni. Höfuðstöðvarnar eru nú í Hafn- arhúsinu. Reykjavíkurborg hyggst kaupa hlut hafnarinnar í Hafnarhúsinu og breyta í lista- safn. Listasafn Reykjavíkur en nú þegar með hluta hússins undir sína starfsemi. Þá er einnig áformað að Veit- ur, dótturfélag Orkuveitu Reykjavíkur, fái hluta landfyll- ingar undir stækkun skólpdælu- og hreinsistöðvar við Kletta- garða, sem tekin var í notkun ár- ið 2000. Á undanförnum áratugum hef- ur gríðarmikið nýtt land orðið til á landfyllingum á hafnarsvæðum Reykvíkinga, bæði í Sundahöfn og við Gömlu höfnina í Kvosinni. Má vel sjá þær breytingar sem orðið hafa á strandlengjunni þeg- ar loftmyndir eru bornar saman. Morgunblaðið/Árni Sæberg Landgerðin Vel hefur gengið að nema land utan Klettagarða. Hver vörubíllinn af öðrum kemur með grjótið úr Landspítalalóðinni og sturtar í sjóinn. Landgerðinni lýkur væntanlega vorið 2021. Teygir sig í áttina að Skarfaskeri  Landgerð utan Klettagarða í Sundahöfn gengur vel  Grjóti úr Landspítalalóðinni sturtað í sjóinn Tillaga að landfyllingu að Klettagörðum Heimild: Faxafl óahafnir Grunnkort/Loftmyndir ehf. Landfylling Um 2 ha, 375 þús. m3 Klettagarðar Sk arf ag arð ar Lau gar nes Um 4.500 nemendur í 4. bekk og um 4.200 nemar í 7. bekk tóku sam- ræmd könnunarpróf í íslensku og stærðfræði undanfarna daga, en óvenju fjölmennur árgangur er í 4. bekk að þessu sinni. Nemendur í 155 skólum tóku prófin. Um 30% skólanna voru með 10 eða færri nemendur í próftöku, tæp 60% skóla með 11 til 50 nem- endur og um 10% skóla með fleiri en 50 nemendur. Prófin í 7. bekk voru 19. og 20. september, en 26. og 27. september í 4. bekk. Samkvæmt grunnskólalögum skal leggja fram samræmd könn- unarpróf í íslensku og stærðfræði fyrir 4. og 7. bekk grunnskóla en nemendur í 9. bekk eiga að þreyta samræmd könnunarpróf í íslensku, stærðfræði og ensku. Tilgangur prófanna er að meta hvernig mark- miðum aðalnámskrár hefur verið náð, vera leiðbeinandi um áherslur í náminu og veita upplýsingar um stöðu nemenda í náminu. Tíu manna aðgerðastjórn Menntamálastofnunar var til taks allan prófatímann til að fylgjast með framkvæmdinni og taka við fyrirspurnum frá skólunum. Í til- kynningu frá stofnuninni segir að samstarfið við skólana hafi gengið vel og fá erindi séu til marks um að skólarnir hafi undirbúið fram- kvæmdina vel. Nú verður unnið úr niðurstöðum prófanna og skýrslur teknar saman um þau. Lögð er áhersla á að um könnunarpróf sé að ræða og af- markaðan hluta af fjölbreyttu námsmati. Samræmd könnun- arpróf gengu vel  Nemar í 155 skólum tóku prófin GRÆNT ALLA LEIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.