Morgunblaðið - 28.09.2019, Side 14

Morgunblaðið - 28.09.2019, Side 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. SEPTEMBER 2019 Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Landgerð utan Klettagarða í Sundahöfn er í fullum gangi en hún hófst síðastliðið vor. Hver vörubíllinn af öðrum kemur ak- andi með grjót úr grunni nýja Landspítalans og sturtar í sjóinn. Hin nýja landfylling verður alls 2,0 -2,5 hektarar, samkvæmt upp- lýsingum Jóns Þorvaldssonar, að- stoðarhafnarstjóra Faxaflóahafna sf. Í landgerðina þarf um 375.000 rúmmetra af fyllingarefni og stór- gerðu grjóti til sjóvarna. Um 180- 200.000 m3 fást í heild úr grunni Landspítalans, um 80.000 m3 af fyllingarefni eiga Faxaflóahafnir til í dag á svæðinu utan Klepps og um 100.000 m3 þarf síðan að fá úr öðrum verkum, að sögn Jóns. Efniskeyrsla úr grunni Land- spítala hófst í vor og reiknað er með að því verki ljúki á fyrstu mánuðum næsta árs. Landgerðar- framkvæmdir munu standa yfir árið 2020 og þeim líklega ljúka vorið 2021. Landfyllingin mun ekki ná út að Skarfaskeri og sker- ið verður því áfram sýnilegt kennileiti á þessum stað. Hafnarhúsi breytt í listasafn Markmiðið með þessari nýju landfyllingu við Klettagarða er að útbúa lóð fyrir framtíðarhöfuð- stöðvar Faxaflóahafna sf. Þarna verða skrifstofur, bækistöð og skipaþjónusta með viðlegu fyrir dráttar- og hafnsögubáta fyrir- tækisins. Lóðin þarf að vera vel staðsett fyrir starfsemi hafnar jafnt á sjó og landi. Rekstri hafn- ar fylgir þjónusta við móttöku skipa í Sundahöfn og Gömlu höfn- inni. Höfuðstöðvarnar eru nú í Hafn- arhúsinu. Reykjavíkurborg hyggst kaupa hlut hafnarinnar í Hafnarhúsinu og breyta í lista- safn. Listasafn Reykjavíkur en nú þegar með hluta hússins undir sína starfsemi. Þá er einnig áformað að Veit- ur, dótturfélag Orkuveitu Reykjavíkur, fái hluta landfyll- ingar undir stækkun skólpdælu- og hreinsistöðvar við Kletta- garða, sem tekin var í notkun ár- ið 2000. Á undanförnum áratugum hef- ur gríðarmikið nýtt land orðið til á landfyllingum á hafnarsvæðum Reykvíkinga, bæði í Sundahöfn og við Gömlu höfnina í Kvosinni. Má vel sjá þær breytingar sem orðið hafa á strandlengjunni þeg- ar loftmyndir eru bornar saman. Morgunblaðið/Árni Sæberg Landgerðin Vel hefur gengið að nema land utan Klettagarða. Hver vörubíllinn af öðrum kemur með grjótið úr Landspítalalóðinni og sturtar í sjóinn. Landgerðinni lýkur væntanlega vorið 2021. Teygir sig í áttina að Skarfaskeri  Landgerð utan Klettagarða í Sundahöfn gengur vel  Grjóti úr Landspítalalóðinni sturtað í sjóinn Tillaga að landfyllingu að Klettagörðum Heimild: Faxafl óahafnir Grunnkort/Loftmyndir ehf. Landfylling Um 2 ha, 375 þús. m3 Klettagarðar Sk arf ag arð ar Lau gar nes Um 4.500 nemendur í 4. bekk og um 4.200 nemar í 7. bekk tóku sam- ræmd könnunarpróf í íslensku og stærðfræði undanfarna daga, en óvenju fjölmennur árgangur er í 4. bekk að þessu sinni. Nemendur í 155 skólum tóku prófin. Um 30% skólanna voru með 10 eða færri nemendur í próftöku, tæp 60% skóla með 11 til 50 nem- endur og um 10% skóla með fleiri en 50 nemendur. Prófin í 7. bekk voru 19. og 20. september, en 26. og 27. september í 4. bekk. Samkvæmt grunnskólalögum skal leggja fram samræmd könn- unarpróf í íslensku og stærðfræði fyrir 4. og 7. bekk grunnskóla en nemendur í 9. bekk eiga að þreyta samræmd könnunarpróf í íslensku, stærðfræði og ensku. Tilgangur prófanna er að meta hvernig mark- miðum aðalnámskrár hefur verið náð, vera leiðbeinandi um áherslur í náminu og veita upplýsingar um stöðu nemenda í náminu. Tíu manna aðgerðastjórn Menntamálastofnunar var til taks allan prófatímann til að fylgjast með framkvæmdinni og taka við fyrirspurnum frá skólunum. Í til- kynningu frá stofnuninni segir að samstarfið við skólana hafi gengið vel og fá erindi séu til marks um að skólarnir hafi undirbúið fram- kvæmdina vel. Nú verður unnið úr niðurstöðum prófanna og skýrslur teknar saman um þau. Lögð er áhersla á að um könnunarpróf sé að ræða og af- markaðan hluta af fjölbreyttu námsmati. Samræmd könnun- arpróf gengu vel  Nemar í 155 skólum tóku prófin GRÆNT ALLA LEIÐ

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.