Kiwanisfréttir - 15.01.2014, Side 11
Hver var maðurinn?
Nærmynd afEinariA Jóns-
syni aðalhvatamanni að
stofnun Kiwanishreyfing-
arinnar á Islandi og
fyrsta forseta Heklu
inar var fæddur 26. maí
1920 í Kaupmannahöfn.
Ungur hóf Einar verslun-
arstörf og lauk námi frá Versl-
unarskóla íslands 1938. Síðar
stundaði hann nám í niður-
suðu á vegum Niðursuðuverk-
smiðju SIF og réðst sem fram-
kvæmdastjóri Niðursuðuverk-
smiðju Akraness 1939.1941
hóf hann störf hjá Sparisjóði
Reykjavíkur og nágrennis og
vann þar til æviloka, rúm 40
ár. Einar gekk að eiga Herdísi
Alvide árið 1941.
Síðari hluta æfinnar glímdi
Einar við liðagigt og barðist
hann af ótrúlegu þreki og þol-
gæði. Hann bar sig þó ávallt
vel og kvartaði aldrei. A yngri
árum var Einar meðal fremstu
fimleikamanna landsins og tók
þátt í fjölmörgum sýningum,
m.a. á Lýðveldishátíðinni
1944. Hann var einnig góður
sundmaður og vakti svo
mikla athygli fyrir leikni sína í
dýfingum, að fjársterkir aðilar
hugðust akosta hann til náms í
þeirri grein erlendis.
Einar var einkar félagslynd-
ur maður og framtakssamur
og átti drjúgan hlut að starfi
ýmissa félaga og fyrirtækja.
Hann var einn af stofnendum
Gigtarfélags Islands og studdi
það félag af ráðum og dáð.
Hann var framkvæmdastjóri
skemmtigarðsins Tívolíl 1955
-1959 og framkvæmdastjóri
Fegurðarsamkeppni Islands
um langt skeið. Auk þess vann
Einar að margvíslegum öðrum
félagsmálum og alltaf af þeim
eldmóði og framtakssemi, sem
framar öðru einkenndu öll
hans störf.
Fyrir u.þ.b. 50 árum var Ein-
ar beðinn að athuga með stofn-
un Kiwanisklúbbs á Islandi.
Einar kynnti þessa hugmynd
meðal nokkurra kunningja
sinna, sem tóku vel í þetta og
fljótlega stækkaði hópurinn.
9. nóv. 1963 var svo haldinn
fundur, þar sem formlega var
gengið frá umsókn um inn-
göngu í Kiwanishreyfinguna.
Einar kjörinn formaður undir-
búningsnefndar, og 14. jan.
1964 varð Kiwanisklúbburinn
Hekla fullgildur aðili að Kiw-
anishreyfingunni með Einar
sem fyrsta forseta
1965, Að tilhlutan Kiwanis
International var fyrsti sameig-
inlegi fundur Kiwanisklúbba í
Evrópu haldinn í Basel í Sviss,
og var Einar mættur þar. A
þeim fundi var ákveðið að
stuðla að stofnun Evrópu-
sambands Kiwanis og var
Einar kjörinn í undirbúnings-
nefnd til að vinna að því verk-
efni. Jafnframt ákváðu fulltrúar
Norðurlanda, sem voru á þess-
um fundi, að stofna strax svæði
fyrir Norðurlönd og var Einar
kjörinn fyrsti svæðisstjóri þess.
Ari síðar var stofnað annað
svæði og um leið ákveðið að
stofna umdæmi fyrir Norður-
lönd og var Einari falið að
vera fyrsti umdæmisstjóri.
Því embætti gegndi hann til
ársloka 1967. Er Evrópusam-
band Kiwanis var stofnað 1968,
var hann kjörinn sem fulltrúi
Norðurlanda til tveggja ára í
Evrópuráðið og árið 1969 var
hann fyrsti varaforseti þess.
Þegar Einar hætti sem fulltrúi í
Evrópuráðinu 1970, hafði hann
starfað í fremstu víglínu að
stofnun Kiwanis, ekki aðeins á
íslandi og Norðurlöndum
heldur í Evrópu allri, í sam-
fleytt 8 ár.
Einari var tamt að líkja stofn-
un Kiwanisklúbbs við fræ,
sem verið er að sá, sem síðan
vex og dafnar eftir því hvernig
að því er hlúð. Sé litið yfir
farinn veg, er ekki ofmælt að
segja að mörg eru þau Grett-
istök, sem Kiwanisklúbb-
arnir á Islandi hafa lyft, síðan
fyrsta frækorninu var sáð með
stofnun Kiwanis á íslandi.
Minning frumkvöðulsins
Einars A. Jónsonar og sam-
verkamanna hans lifir meðal
Kiwanisfélaga. [OG)
Kiwanisfréttir Janúar 2014 11