Kiwanisfréttir - 15.01.2014, Blaðsíða 12
Hvernig er að stofna klúbb og hlú að honum?
Reynsluboltar tala hreint út!!!
Fjölgunarmál Kiwanis eru sífellt
í umræðunni. Nýklúbbastofnun
er öflug leið til fjölgunar. Stað-
reyndin er þó að þegar Kkl. Varða
varð til 2010, hafði enginn nýr
klúbbur verið stofnaður á íslandi í 11
ár. Færeyingar stofnuðu þó Eysturoy
2004. Er þetta hluti affjölgunarvand-
anum? Til að ræða reynslu sína af
nýklúbbastofnun og Kiwanismál-
in almennt átti ritstjóri hreinskilið
samtal við vígsuforseta 3ja nýrra
klúbbanna. Ég þakka þeim Jóni Óskari
(JÓ) í Eldfelli, Jóhönnu(JE) í Vörðu og
Guðrúnu (GJ) í Dyngju greinargóð
svör og samtal sem tími var kominn
til að ætti sér stað [OG].
Kiwanisreynsla ykkar áður en að
nýklúbbastofnun kom?
JE: Gekk í Sólborgu 2009. Á ferð-
um mínum með Andrési
Hjaltasyni fyrrverandi um-
dæmisstjóra sá ég að margir
makar voru Kiwanisfélagar og
velti því fyrir mér það væri gaman
að taka þátt í þessu sjálf og láta
gott af mér leiða.
GJ: Tvær okkar höfðu starfað áður,
tvær eru giftar Kiwanismönn-
um, en flestar vorum við algjörir
nýgræðingar.
JO: Var virkur félagi í Helga-
felli í nokkur ár, en hætti þegar
ég flutti til Reykjavíkur. Var í
hússtjórn í 3 ár, sem var með eril-
samari störfum innan klúbbsins.
Hvemigbarhugmyndina um stofn-
un nýs klúbb að?
JE: I 15 ára afmæli Sólborgar
2009, missti Óskar Guðjónsson,
þá kjörumdstjóri, útúr sér, að ef
stofnaður yrði nýr klúbbur á hans
starfsári þá mundi hann raka af
sér meir en 30 ára yfirvaraskegg!
Keppniskonan ég tók áskorun-
inni! Um haustið var boðað til
kynningarfundar í Keflavík og
þangað komu konur sem urðu
stofnfélagar Vörðu 2010.
GJ: Kvennanefnd stóð fyrir kynn-
ingarfundum um stofnun kvenna-
klúbbs í Reykjavík.
JÓ: í fimmtugs afmæli Atla Þórs-
sonar viðruðu helstu embættis-
menn umdæmisins hugmynd um
að stofna Kiwanisklúbb skipaðan
Eyjamönnum í Reykjavík. Eg
saknaði félagsskapsins úr Helga-
felli og langaði ekki að ganga í
einhvern klúbbanna sem fyrir
voru á höfuðborgarsvæðinu.
“Kiwanishreyfingin veröur aó
taka gjaldtöku af nýjum klúbb-
um til endurskoðunar. Tel
hana standa frekari fjölgun
fyrir þrifum [Jón Óskar]”
Þið tókuð öll ákveðna forystu um
klúbbstofnun. Hvers vegna og
hvaða hugmyndir gerðu þið ykkur
um möguleikana?
JE: Ég renndi blint í sjóinn og gerði
mér enga grein fyrir hvað
þetta yrði mikil vinna, fór þetta
svolítð á hnefanum og Kiwanis-
hjartanu. Ég var líka heppin að fá
strax til liðs við öflugar konur sem
sýndu starfinu áhuga.
GJ: Mér fannst þetta áhugavert og
spennandi verkefni og langaði til
að láta gott af mér leiða í góðum
félagsskap. Það var vissulega mikil
og skemmtileg áskorun að leiða
hópinn í undirbúningsferlinu og
fyrsta starfsárið.
JÓ: Hugmyndin var góð og ég var
nokkuð viss um að ná í 10 félaga
til að leggja af stað. Ég held að all-
ir finni það hjá sér að vilja láta gott
af sér leiða og jafnframt að flestir
brottfluttir Eyjamenn, finni alltaf
fyrir heimþrá. I þessu verkefni
fannst mér ég vera að sameina þetta
tvennt í Kiwanisklúbbnum Eldfelli.
Hvað finnst ykkur um græðlings-
klúbbaferlið - og hugmyndina?
JE: Mjög gott ferli við klúbbstofn-
un. Hinn nýji klúbbur er undir
handleiðslu klúbbs með mikla
reynslu. Alltaf einhverjir reyndir
Kiwanisfélagar á fundum með
nýja klúbbnum og leiðbeina þeim.
GJ: Mér finnst græðlingsklúbba-
ferlið góð hugmynd og ef vel
er að verki staðið á það að geta
stuðlað að uppbyggingu nýrra
öflugra klúbba.
JO: I grunninn fín hugmynd, en
persónuleg skoðun mín er að
fyrirkomulagið þurfi að skýra
frekar og standa lengur yfir.
Kiwanishreyfingin verður að taka
gjaldtöku af nýjum klúbbum til
endurskoðunar. Tel hana standa
frekari fjölgun fyrir þrifum.
Hvaða undirbúning, aðstoð og
hvatningu fenguð þið íferlinu?
Aðkoma móðurklúbbs/'svæðis/
umdæmis?
12 Kiwanisfréttir Janúar 2014