Kiwanisfréttir - 15.01.2014, Blaðsíða 13

Kiwanisfréttir - 15.01.2014, Blaðsíða 13
“Það er mikil vinna aó koma starfinu á stað í þann farveg sem við viljum og það hafa ekki aliir þolinmæði fyrir nýgræðingastarfi” [Guðrún) JE: Helst var það makinn sem hvatti mig áfram þegar á móti blés og einnig voru nokkrar Sól- borgarkonur mjög áhugasamar um að okkur gengi vel. Félagar Keilis hafa alltaf verið boðnir og búnir til að aðstoða okkur og lögðu okkur til aðstöðu, án henn- ar hefði þetta ekki tekist. GJ:I upphafi fengum við góðar leiðbeiningar, stuðning og hvatn- ingu frá móðurklúbbnum, en urðum ekki mikið varar við svæð- ið eða umdæmið í þessu ferli. JÓ: Ferlið eins og það leit við Eld- felli var í formi aðhalds frá móð- urklúbbinum, um skýrsluskil, innheimtu klúbbgjalda og greiðslu reikninga, sem kom sér vel. Helgafell stóð og vel að því að taka inn félaga og stofna klúbbinn á aðalfundi sínum í Vestmannaeyjum. Ekkert skorti á hvatningu umdæmisstjórnar og svæðisstjóra meðan á þessu stóð, en áherslan á formlega stofnun klúbbsins fannst mér óeðlileg og ótímabær og trúlega stærstu mis- tökin að láta undan þeim þrýst- ingi. Kiwanisklúbburinn Eldey hýsti klúbbinn án endurgjalds all- an veturinn fram að stofnun eða í 8 mánuði. Fyrir það erum við ævinlega þakídátir og er Eldey í hugum okkar annar af tveimur móðurklúbbum okkar. Hvað gekk vel? - Hvað mátti beturfara? JE: Okkur gekk vel að afla félaga, eiginlega alveg ótrúlega vel, sérstaklega eftir að við fórum í verk- efnið á Barnaspítala Hringsins. Eg held að umdæmið þurfi að tilnefna ein- hverja tilsjónar- menn þegar farið er í að stofna klúbba. GJ: Að mestu leiti gekk þetta vel. Við höfum þó misst út konur sem farnar voru að starfa með okkur en urðu fyrir vonbrigðum og fundu sig ekki í starfinu. Það að byggja upp nýjan klúbb er sameiginlegt verkefni hópsins ekki síst þegar forsetinn er sami nýgræðingurinn og aðrir í hópn- um. Það er mikil vinna að koma starfinu á stað í þann farveg sem við viljum og það hafa ekki allir þolinmæði fyrir nýgræðingastarfi. JO: Það gekk vel að fá félaga til liðs við okkur í upphafi og 33 félagar stofnuðu klúbbinn. Það hefur ríkt mjög góður andi meðal þeirra sem hafa fundið sig í þessu starfi, enda mæta þeir mjög vel. Aðrir hafa horfið á braut. Hafa þá ekki fundið sig í starfinu, ofboðið gjaldtaka sem þeir finna enga tengingu við eða aðrar skyldur kallað á krafta þeirra. I dag erum við 20 félagar með minnst 75% fundarsókn og útlit fyrir að okkur sé að fjölga á nýjan leik. “Það leið þó nokkur tími þangað til fundum okkur fjáröflunarverkefni sem eru komin til að vera...”[Jóhannaj Hvemig gekk að finna fjáröflu- narverkefni og styrktarverkefni? JE: Styrktarverkefni kom strax upp í hendurnar á okkur, en það var í samstarfi við SKB og við fórum á Barnaspítala Hringsins og vorum með kvöldmat fyrir að- standendur barna sem þar voru. Þetta verkefni er þekkt í Svíþjóð og hérlendum aðstandendum langaði til að prófa þetta hér. Verkefni varð ekki langlíft. Það var yfirvöldum á sjúkrahúsinu ekki að skapi að komið væri með mat utan úr bæ inn á sjúkrahúsið þrátt fyrir maturinn væri eldaður í viðurkenndu eldhúsi. Það leið þó nokkur tími þangað til fundum okkur fjáröflunarverkefni sem eru komin til að vera þ.e. Páskabingó og Konukvöld. GJ: Við erum svo nýjar að við er- um enn að fóta okkur í Kiwanis- heiminum og finna okkur góð fjáröflunarverkefni og á meðan við eigum ekki mikið fjármagn er ekki mikið um styrki. Eg hef samt fulla trú á að okkur muni ganga vel þegar við höfum fundið okkar farveg, þetta er allt á réttri leið og hópurinn er samhentur. JO: Það hafa verið ferskar hug- myndir á þessu sviði, sala á USB- minnislykli, gaf okkur nettó 2,7 milljónir þannig að við gátum útbúið myndarlega sjúkraklefa varðskipsins Þórs. I sumar gáfum við út DVD-disk með myndum frá Heimaeyjargosinu 1973. Til stendur að afhenda styrki á í Vest- mannaeyjum á næstunni fyrir ágóðann af þeirri sölu. Kletta- skóli, AHC-samtökin og einstak- lingar hafa jafnframt notið þjón- ustu okkar. Við leitum þó að ein- hverri góðri fjáröflun til langframa sem tryggir framlag í styrktar- sjóð okkar árlega. I þessum verk- efnum hafa kostir þess að vera í Kiwanis komið fram. Hreyfingin er þekkt fyrir gjörðir sínar og hún nýtur velvildar í samfélaginu. Þegar kemur að þessum málum, er gott að vera í Kiwanis. Hvemig hefur aðkoma klúbbsins að umdæmisþingum verið og hver er upplifun ykkar afþeim? JE: Frá stofnun hefur Varða átt fulltrúa á þing og þeim alltaf þótt skemmtilegra og skemmtilegra að sækja umdæmisþingið. Reyndar geta sumar þeirra ekki beðið eftir næsta þingi. Það er mikið keppn- isskap í hópnum- þær ætla sér að vinna fjölgunarbikarinn! GJ: Fulltrúar klúbbsins hafa setið þrjú umdæmisþing, ég sjálf hef setið tvö og verð að vera alveg hreinskilin með upplifun mína af þeim. Mér finnst þessi þing af- skaplega þunglamaleg og óskilvirk Kiwanisfréttir Janúar 2014 13

x

Kiwanisfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.