Kiwanisfréttir - 15.01.2014, Blaðsíða 18
Klúbbafréttir - Os. Hornafírði
Góð mæting hefur verið hjá Ós
það sem af er starfsári. Tveir
nýir félagar voru teknir inn í
nóvember og von er á fleirum
seinna í vetur. Félagar hafa
verið duglegir að heimsækja
aðra klúbba og mættu þrír
félagar á svæðisráðsfund sem
haldinn var á Selfossi í nóvem-
ber. Þar mættu núverandi
svæðisstjóri Sögusvæðis Geir
Þorsteinson sem er félagi í
Kiwanisklúbbnum Ós og ritari
svæðisstjóra Stefán Brandur
Jónsson fyrrverandi svæðis-
stjóri og Haukur Sveinbjörns-
son forseti og fyrrverandi
svæðisstjóri. Um miðjan
nóvember fjölmenntu Ósmenn
á jólahlaðborð á Hótel Hérað
á Egilstöðum. Jólahlaðborðið
er mikilvægur liður í að hrista
menn saman og gera um leið
vel við eiginkonurnar.
Okkar árlega jólatréssala
hefur gengið vel. En fyrst er
hugað að sölu á stórum jóla-
trjám í sveitarfélaginu. Nokkr-
ir Kiwanisfélagar mættu til að
grisja tré í landi Arasels en þar
fást stóru trén sem eru seld
hér á staðnum. Þar á meðal eru
bæjartréð, stórt tré við NETTÓ
sem félagar skreyttu sem og
tréð við Landsbankann. Síð-
ustu tvær vikurnar fyrir jól er
aðalsalan en þá eru bæjarbúum
seld jólatré og er það aðalfjár-
öflun Óss. Til að nálgast jólatré
er m.a. farið á slóðir Þorbergs í
Steinadal þar sem hann skrifað
Bréf til Láru en þar fást stafa-
furunnar. Agóða af sölu jóla-
trjáa er vel varið en stjórn
styrktarnefndar Óss hefur
samþykkt að Ós styrki tíu
fjölskyldur í samstarfi við
Samfélagssjóð Hornafjarðar í
jólaúthlutun í ár. Fjórða de-
sember var jólahátíðarfund-
ur þar sem eiginkonum var
líka boðið. Þar fengu nokkrir
félagar sem hafa verið forsetar
í klúbbnum og eru enn félagar
gull- og silfurstjörnur.
Stefna Óss er að stofnfélagar
og fyrrverandi svæðisstjórar
fá gullstjörnur og fyrrverandi
forsetar silfurstjörnur. Þetta
er kærkomið tækifæri til að
heiðra þá sem hafa gegnt
ábyrgðarstörfum hjá klúbbn-
um og um leið að styrkja
gott málefni en hluti af verði
stjarnanna rennur í Stífkram-
paverkefnið og afgangurinn í
styrktarsjóð umdæmisins. Þeir
sem fengu gullstjörnur eru
núverandi svæðisstjóri Sögu-
svæðis Geir Þorsteinsson, en
hann er í annað skipti svæðis-
stjóri, Haukur Sveinbjörnsson
forseti Óss stofnfélagi og fyrr-
verandi svæðisstjóri og Gunn-
ar Gunnlaugsson stofnfélagi og
fyrrverandi forseti Óss. Enn-
fremur fékk Stefán Brandur
Jónsson fyrrverandi forseti og
svæðisstjóri gullstjörnu. Þetta
eru fyrstu gullstjörnur sem
Ós hefur veitt en áður hefur
Ós heiðrað nokkra félaga með
silfurstjörnu. Kiwanislykil úr
gulli fékk ritari vegna góðs
árangurs við fjölgun félaga.
í febrúar á nýju ári er fyrir-
huguð Groddaveisla en hún
hefur verið að skapa sér hefð
meðal Hornfirðinga. Þar er
boðið upp á ýmsar útgáfur af
reyktu og söltuðu hrossakjöti,
spikfeitt, soðið og saltað kinda-
kjöt og moðsoðið reykt kinda-
kjöt og margt annað sem
Haukur Sveinbjörnsson yfir-
kokkur hefur hanterað sjálfur.
Aðsókn að Groddaveislu hefur
aukist um tugi prósenta milli
ára. Ef aðrir Kiwanisfélagar
hafa áhuga á að mæta er þeim
bent á að hafa samband Hauk
forseta Óss. Þegar líður að
páskum er haldið páskabingó
sem ávallt er vel sótt af Horn-
firðingum. Ekki má gleyma
að afhending hjálma til 6 ára
barna vekur alltaf mikla gleði
hjá Ós félögum og börnunum
í Grunnskóla Hornafjarðar en
Ós var einn af fyrstu klúbb-
um landsins til að byrja á því
verkefni.
í lokin vil ég nota tækifærið
og óska Kiwanisklúbbnum
Heklu til hamingju með 50 ára
afmælið.
Með kveðju
Sigurður Einar Siurðsson ritari
Kiwanisklúbbnum Ós
18 Kiwanisfréttir Janúar 2014