Kiwanisfréttir - 15.01.2014, Síða 19
Klúbbafréttir - Eldev. Kópavogi
Fyrir mig, blindan manninn er
það mikil áskorun að taka við
sem forseti Eldeyjar, eins öflug-
asta klúbb landsins.
Það var á aðalfundi Eldeyjar í
“Ferðinni út í bláinn í vor, sem ég
og stjórn mín var kynnt. Kynni
mín á Kiwanis hófust haustið
2004, þegar við konan vorum að
fara til Kanarí og lentum í langri
seinkun. í biðinni kynntumst við
þeim Gunnari og Fiaddy. Okkur
varð strax vel til vina sem stendur
enn. Gunnar staglaðist stöðugt á
klúbbnum sínum og það endaði
með að ég fór á fund með honum
og er þar enn!
Skrýtið var að koma í svona stóran
og þölbreyttan klúbb og þekkja
engan né sjá, en ekki leið þó lan-
gur tími uns mér fór að líða betur
í þessum karlahóp. Mér var tekið
með kostum og kynjum. Ekki leið
á löngu áður en ég var kominn á
kaf í félagsstörfin, rétt eina ferðina,
en þar hef ég víða komið við, m.a.
hjá Blindrafélaginu, Daufblindra-
félaginu, Ö.B.Í, Sjómannafélag-
inu, Tölvumiðstöð fatlaðra o.fl.
Það er gefandi að taka þátt
í svo umfangsmiklu star-
fi Traust, sammvinna, vinátta
einkennir allt starf klúbbsins og
nú á ég 60 nýa vini.
Starfsemi klubbsins er nokkuð
fastmótuð, að sumri höldum við
t.d. Eldeyarútilegu í ágúst, en þar
mættu nú um 50 manns. 1 sept.
var almennur fundur með ræðu-
manni og félagsmálafudur skýrslu-
skil o.fl. Stjórnarskiptafundur
í okt. var mjög virðulegur að
vanda, veittir voru bikarar fyrir
100% mætingu og fyrir skemmti-
legasta og öflugsta félagann. Kon-
ráði Konráðssyni fyrrv svæðis-
stjóra var og veitt silfurstjarna
fyrir störf í svæði og klúbb.
Á fund með ræðumanni í nóv.
komu Dyngjufélagar í heimsókn,
þar mættu 13 vaskar Kiwanis-
konur, mjög skemtilegur fundur.
Uppástungur um Ijáraflanir til að
fara á heimsþingið 2015 voru rædd-
ar og ákveðið að vinna þær áfram
Við höfum mikinn hug á að fjöl-
menna á þetta 100 ára afmælisþing
og kynna klúbbinn og starfsemi
hans þar. Einnig er stefnt á Mið-
jarðarhafssiglingu “krús” 2016.
Félagsmálafundur í nóv. ákvað að
styrkja börn á Filippseyjum um
$2.500, íþróttafélag fatlaðra um
lOOþús kr og Skólabókasöfn Kópa-
vogs um 50þús kr og farand-
bikar til lestrarkeppni skóla í
Kópavogi. Það sem af er vetri
hefur Eldey veitt ýmsa styrki
að verðmæti um 700þús kr. til
viðbótar við um 300þús kr “Model
club” framlags til heimsverkefnis
Kiwanis “Stöðvum Stífkrampa”
Á fundi í des. sagði Örn Árna-
son leikari frá sjálfum sér og hver
hann væri í raun og veru, vildi
verða smiður en ekki hvað, nú
byggir hann upp menn bæði á sál
og líkama.
Með Kiwaniskveðju
Friðgeir Þráinn Jóhannesson
Forseti Eldeyjar
Þátttakendur í árlegu Kristinsmóti í keilu
hjá yngri kynslóðinni
Kiwanisfréttir janúar 2014 19