Kiwanisfréttir - 15.01.2014, Blaðsíða 20
Klúbbafréttir - Embla, Akureyri
Skörulegur Embluforseti í ræðustól
Starfið byrjaði formlega með
stjórnarskiptum í Kiw-
anisklúbbnum Emblu
þann 15. okt. sl. Það var frá-
farandi svæðisstjóri Oðins-
svæðis Gunnsteinn Björnsson,
Drangey, sem sá um stjórn-
arskiptin fyrir okkur. Fund-
urinn var fjölmennur og feng-
um við marga góða gesti.
Aðalfjáröflun okkar er gerð
kertaskreytinga sem við
seljum til fyrirtækja í byrj-
un aðventu og tókst það af-
skaplega vel að vanda.
Hefðbundinn jólafundur var
haldinn i desember, þá buðum
við mökum til okkar, um er
að ræða mjög notalega stund
með heitu súkkulaði, smá-
kökum, jólaguðspjalli og jóla-
pökkum. Framundan er blóm-
legtstarf ánýjuári, dekurfundur,
góugleði og margt margt fleira
ásamt hefðbundnum funda-
störfum.
Ymsar hugleiðingar hafa
komið fram í kjölfar síð-
asta þings, en þingfulltrúum
Emblu þótti þingið keyrt
áfram, lítill tími til umræðna og
fræðsla fyrir verðandi embættis-
menn lítil, margir félagar aka um
langan veg eingöngu til þess að
hlusta á lestur af glærum, sem
síðan fara beint á kiwanis.is. Það
er okkar von að fræðslan verði
alfarið færð heim í hérað. Einnig
eru skiptar skoðanir um tilgang
Kvennanefndar þar sem að Fjölg-
unar- og útbreiðslunefnd er starf-
andi. Við leggjum því til að
hreyfingin verði með eina Fjölg-
unarnefnd sem í eru karlar og
konur, sem starfa hlið við hlið á
jafnréttisgrundvelli, því öll erum
við að vinna að sama markmiði.
Við horfum björtum augum til
framtíðar, sendum kærar afmæl-
iskveðjur til Kiwanisklúbbs-
ins Heklu í tilefni af hálfrar ald-
ar afmælinu og óskum öllum
félögum okkar gleðilegs nýs árs.
Fyrir hönd fjölmiðlanefndar
Sigríður G. Þorsteinsdóttir forseti
Anna R. Magnúsdóttir kjörforseti
(Ereyjusvæði...framhald afs.16)
af henni nokkrar tekjur. Stjórn-
arskiptafundur Kötlu er
hátíðar- og skemmtifundur
með mökum, m.a. var töfra-
maðurinn Einar Mikael
ógleymanlegur öllum sem á
fundinum voru. Starf Þvrils
hefur farið vel af stað. Fyrir
utan hefðbundna félagsfundi,
hefur klúbburinn farið í menn-
ingarferð í Borgarfjörðinn, þar
sem skoðað var bílasafn Forn-
bílafélags Borgarfjarðar. Einn-
ig var skoðuð skemmtisnekkja,
sem er í smíðum hjá trefja-
plastfyrirtæki á sama stað.
Frá Borgarnesi var haldið að
bruggverksmiðjunni að Steðja
í Flókadal og framleiðslan
gæðaprófuð. A heimleiðinni
var komið við á veitinga- og
gististaðnum að Laxárbakka
og staðurinn skoðaður undir
leiðsögn eiganda. A Laxár-
bakka hélt Þyrill fjölmennan
jólafund um síðustu helgi. I
undir búningi er eina fjáröflun
klúbbsins, sem er sala flugelda
um áramótin. Klúbburinn
hefur veitt SÁÁ styrk að upp-
hæð kr. 15.000 og Mæðar-
styrksnefnd Akraness styrk að
upphæð kr. 300.000.
Bjarni Vésteinsson
svæðisstj. Freyjusvæðis.
20 Kiivanisfréttir Janúar 2014