Kiwanisfréttir - 15.01.2014, Page 21
Útbreiðslu- og fjölgunarnefnd
Bréf frá útbreiðslu - og fjölgunarnefnd Kiwanis ti Kiwanisklúbba í landinu.
Eftirtaldir aðilar skipa nefndina:
Guðmundur Skarphéðinsson formaður, Guðlaugur Hilmarsson hópstjóri Ægissvæði,
Gunnsteinn Björnsson hópstjóri Óðinssvæði, Erlendur Fjeldsted hópstjóri Sögusvæði,
Sigurður Pálsson hópstjóri Freyjusvæði og Hildur Valsdóttir formaður Kvennanefndar
Vegna fækkunar félaga á undanförnum árum, á Kiwanishreyfingin undir högg að sækja og við því
verður að bregðast. Eftirfarandi punktar komu fram á fjölgunarráðstefnu sl. vor.
• Maður á mann er það sú aðferð sem gildir?
• Hvað kostar að stofna klúbb?
• Á að stofna blandaða klúbba?
• Tala við vinnufélaga, maður á mann aðferðin?
• Klæðaburður á fundum snyrtilegur?
• Tilkynna til annarra klúbba ef félagi flytur á milli svæða?
• Hafa lægri félagsgjöld fyrir nýja félaga fyrstu 2-3 árin?
• Auglýsa í bæjarblöðum eftir áhugasömum mönnum í hreyfinguna?
• Gera okkur mikið sýnilegri við ýmis atriði sem Kiwanishreyfingin stendur fyrir?
• Setja sér markmið um fjölgun þegar starfið hefst að hausti tildæmis um að fjölga um
1-3 á hverju starfsári, fjölgun um 1 gerir 36 félaga.
• Að auglýsa á vinnustöðum getur verið til árangurs.
Ég held að það sé til mikils að vinna að við séum ófeimin að ræða Kiwanis fyrir hvað það
stendur og afhverju við erum í Kiwanis ,við vinnufélaga, við okkar heimafólk og (stór)fjölskyldu
okkar í veislum og mannfagnaði. Það að ræða um klúbbinn við mann og annan er áróður sem
borgar sig. Þar koma fjölmiðlar inn líka. Þetta er mál sem við þurfum að leggja áherslur á.
Utan um nýja félaga þarf að halda, hafa reglulega samband við þá, halda þeim upplýstum um
starfið og fá þá með í heimsókir til annarra klúbba og leggja ekki of mikið á þá í störfum fyrsta
árið. Það þarf að vera skemmtilegt að vera i Kiwanisklúbbi. Og þá þurfa klúbbarnir að setja það
sem markmið fyrir hvert starfsár, t.d. að fara í Óvissuferð. Heimsækja aðra Kiwanisklúbba, jafnvel
að fara út fyrir ramman líka og heimsækja klúbba utan Kiwanis (t.d. Lions) og fyrirtæki. Skötu-
veislur fyrir jólin, halda litlujól, þorrafagnað eða bara eitthvað sem þjappar félögunum saman. Og
að sjálfsögðu eiga makar að vera með þegar það á við. Einnig þarf að muna að heiðra félaga fyrir
vel unnin störf. Þakka félögum fyrir nefndarstörf á fundum þegar við á. Það eflir menn að finna að
störf þeirra séu metin. Það þarf að muna eftir þegar stór afmæli eru í klúbbum, að veita stjörnur,
merki og heiðusskjöl. Það þurfa allir klapp á bakið það má ekki gleymast.
Nú óskar fjölgunarnefndin eftir í samstarfi við ykkur, að þessum málum verði hrundið af stað
hið fyrsta og að þið hafið forgöngu um það í ykkar svæðum og klúbbum. Að sjálfsögðu mun sú
vinna byggjast á ykkar þekkingu og reynslu, sem er að sjálfsögðu mismunandi eftir búsetu og
öðrum aðstæðum.Það er vitað að margir klúbbar hafa í gegnum árin unnið mjög vel í sínum fjölg-
unarmálum og hvetjum við þá til að halda áfram því góða starfi.
En ágætu félagar, það væri fróðlegt að heyra frá ykkur, hvaða aðferðum ykkar klúbbar eru að
beita við fjölgun klúbbfélaga og hverjar hafa reynst best svo miðla megi þeim áfram. Fjölgun-
arnefndin er reiðubúin að koma í heimsókn á fundi hjá ykkur ef þið teljið okkur geta orðið að liði.
Aðferðarfræðin er ekki það sem skiptir máli heldur virkni hennar. Við í Fjölgunarnefndinni óskum
eftir góðu samstarfi við ykkur og klúbba ykkar, með von um gott og árangursríkt samstarf og
öflugt Kiwanisstarf.
Fyrir hönd Fjölgunarnefndar,
Guðmundur, sími 892-1846
Kiwanisfréttir Janúar 2014 21