Morgunblaðið - 04.10.2019, Side 13

Morgunblaðið - 04.10.2019, Side 13
FRÉTTIR 13Erlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. OKTÓBER 2019 Dalvegi 10-14, 201 Kópavogi - Sími: 555-1212 - handverkshusid.is Opið frá kl. 8 - 18 virka daga og 12 - 16 laugardaga VILTU LÆRA SILFURSMÍÐI, TÁLGUN EÐA TRÉRENNSLI? Fjölmör stuttnáms í handve g keið rki. Skráning og upplýsingar á www.handverkshusid.is Lomma, Svíþjóð. AFP. | Þrátt fyrir erfiðar aðstæður hefur vínyrkja ver- ið í vexti í Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi á síðustu árum. Loftslags- breytingar eru ekki meginástæðan, heldur er þetta rakið til nýrra af- brigða af þrúgum sem henta í Norður-Evrópu vegna þess að þær þurfa ekki mikinn hita til að þrosk- ast, að sögn Svenerics Svenssons, formanns samtaka sænskra vín- yrkjumanna. Hann segir að lofts- lagsbreytingarnar hafi hins vegar orðið til þess að uppskeran hafi batnað. Á meðal norrænu vínyrkjumann- anna er Murre Sofrakis, 51 árs Svíi sem á tveggja hektara vínekru á Skáni, syðsta hluta Svíþjóðar. Þegar hann hóf vínyrkjuna árið 2001 fram- leiddi hann 100 lítra af víni úr sautján þrúgutegundum. „Þetta tek- ur langan tíma í byrjun þangað til maður finnur réttu tegundirnar,“ sagði hann. „Maður þarf að læra að rækta þær, við búum ekki að göml- um hefðum hérna.“ Leita til sérfræðinga Sofrakis framleiðir núna um 20.000 flöskur af víni á ári, eða um þriðjung af allri vínframleiðslunni í Svíþjóð. Hún er þó aðeins eins og dropi í hafið þegar litið er til allrar vínframleiðslunnar í heiminum. Í Svíþjóð eru aðeins 100 hektarar nýttir til vínyrkju en 750.000 í Frakklandi. Þótt velta sænsku vínekranna sé lítil í samanburði við víngarðana í Frakklandi og fleiri suðlægum lönd- um voru meðaltekjur sænskra vín- yrkjumanna um 600.000 sænskar krónur árið 2016, jafnvirði 7,5 millj- óna íslenskra, að sögn samtaka sænskra bænda. Sofrakis rekur nú tvær vínekrur. Önnur þeirra er nefnd Klagshamn, þar sem hann vinnur ásamt eigin- konu sinni og tveimur öðrum starfs- mönnum, og hin nefnist Flädie. Á þeirri síðarnefndu hefur hann notið aðstoðar um hundrað sjálfboðaliða sem leggja honum lið í frístundum. Norrænu vínyrkjumennirnir voru flestir sjálflærðir áhugamenn í fyrstu en sumir þeirra hafa nú feng- ið til liðs við sig sérfræðinga í faginu, oft frá öðrum löndum. Sofrakis hef- ur ráðið 31 árs kínverskan vínsér- fræðing sem hjálpar honum að bæta framleiðsluna. Hentug þrúga Norrænu vínekrurnar framleiða aðallega hvítvín úr þrúgunni solaris, sem er þýskur blendingur og hentar vel í tiltölulega svölu loftslagi þar sem þrúgurnar þurfa að þroskast fljótt. Í Svíþjóð eru um 30 vínyrkjumenn sem selja vín og nær 100 í Dan- mörku. Norrænu vínin eru að mestu leyti seld innanlands. Dönsku vín- framleiðendurnir geta selt fram- leiðsluna á vínekrum sínum en slík sala er ekki leyfð í Svíþjóð og Finn- landi þar sem ríkisreknar áfengis- verslanir eru þær einu sem mega selja vín. AFP Vínbóndi Murre Sofrakis hugar að vínviði á vínekru sinni á Skáni. Vöxtur í nor- rænni vínyrkju  Einkum rakið til nýrra afbrigða af þrúgum sem henta í Norður-Evrópu Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, kvaðst í gær vera „opinn“ fyrir brexit-tilboði Boris Johnsons en ekki sannfærður um að tillögur forsætisráðherrans dygðu til að hægt yrði að hefja viðræður um nýjan brexit-samning. Stýrihópur Evrópuþingsins í brexit-málinu kvaðst ekki telja að tillögur Johnsons gætu verið „grundvöllur fyrir nýjum samningi“ um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Tusk sagði á Twitter að hann hefði hringt í tvo menn í gær vegna brexit, fyrst Leo Varadkar, forsætisráðherra Írlands, og síðan Boris Johnson. „Skilaboð mín til Leos Varadkars for- sætisráðherra voru: við stöndum ein- dregið með Írlandi. Skilaboð mín til Boris Johnsons forsætisráðherra: við erum opin fyrir tillögunum en ekki enn sannfærð um þær.“ Stýrihópur Evrópuþingsins kvaðst hafa miklar áhyggjur af mikilvægum þáttum í tillögum sem Johnson sendi framkvæmdastjórn ESB í fyrradag og sagði að þær væru hvorki „trú- verðugar né lagalega framkvæman- legar“. Í tillögunum væri ekki tekið á úrlausnarefnum sem þyrfti að leysa, m.a. hvernig tryggja ætti að landa- mæri Írland héldust opin ef „bak- tryggingin“ svonefnda í brexit-samn- ingi Theresu May við ESB yrði afnumin, eins og Johnson vill. Enn- fremur væri ekki tryggt að samning- urinn frá 1998 um frið á Norður-Ír- landi yrði virtur, auk þess sem tillögurnar gætu grafið undan innri markaði ESB. Þá sagði stýrihópurinn að Johnson hefði lagt fram „óljósar“ tillögur um hvernig haga ætti toll- gæslu vegna viðskipta milli Írlands og Norður-Írlands án þess að hefja eftir- lit á landamærunum. Fréttaskýrandi The Telegraph segir viðbúið að tillögur Johnsons um tilhögun tollgæslunnar á Norður-Ír- landi mæti mikilli andstöðu í Evrópu- sambandinu. Tillögur forsætisráð- herrans feli í sér viðamiklar undan- þágur frá gildandi tollareglum ESB og leiðtogar sambandsins séu tregir til að fallast á þær þar sem þær geti haft fordæmisgildi. Þær grafi einnig undan þeirri meginreglu ESB að sömu reglur eigi að gilda á öllum innri markaði sambandsins. Eykur skriffinnsku og kostnað Embættismenn ESB og stýrihópur Evrópuþingsins hafa einnig efasemd- ir um þá tillögu Johnsons að norður- írska þingið hafi lokaorðið um hvort ákvæði nýs brexit-samnings eigi að gilda á Norður-Írlandi og greiði síðan atkvæði um það á fjögurra ára fresti. Þetta valdi óvissu og geti orðið til þess að flokkar sambandssinna á Norður- Írlandi komi í veg fyrir að samnings- ákvæðin tækju gildi. DUP, stærsti flokkur sambands- sinna á Norður-Írlandi, hefur lýst yfir stuðningi við tillögur Johnsons en hugsanlegt er að honum snúist hugur í málinu síðar. Allir hinir stjórnmála- flokkarnir á Norður-Írlandi hafa lagst gegn tillögunum, þeirra á meðal Sinn Féin, stærsti flokkur lýðveldis- sinna, en einnig minni flokkar sam- bandssinna. The Telegraph segir að stjórn- málamenn úr röðum norðurírskra sambandssinna hafi miklar efasemdir um tillögurnar og forystumenn í at- vinnulífinu á Norður-Írlandi hafa lagst eindregið gegn þeim. Þeir segja að til að hindra eftirlit við landamæri Írlands og Norður-Írlands hafi John- son lagt fram tillögur um að koma upp „tvennum landamærum“, annars vegar til að koma á tollgæslu vegna vöruviðskipta milli Írlands og Norður-Írlands og hins vegar til að koma á eftirliti vegna viðskipta milla Norður-Írlands og annarra hluta Bretlands. Þetta leiði til aukinnar skriffinnsku og auki einnig kostnað fyrirtækja. Láta í ljós efasemdir um tilboð Johnsons  Fær dræmar viðtökur í ESB og mikil andstaða á N-Írlandi Norður-Írland lúti reglum ESB um vöruviðskipti Norður-Írland lúti sömu tolla- reglum og aðrir hlutar Bretlands Til þess þarf að koma á tollgæslu vegna viðskipta milli N-Írlands og Írlands Til þess þarf að koma á eftirliti með vöru- viðskiptum milli N-Írlands og annarra hluta Bretlands Brexit-tillögur Boris Johnsons Írlandshaf Í R L A N D B R E T - L A N D NORÐUR- ÍRLAND N-Írland verði í innri markaði ESB fyrir vörur Allt Bretland standi utan tollabandalags ESB

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.