Morgunblaðið - 04.10.2019, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 04.10.2019, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. OKTÓBER 2019 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ ÍMorgun-blaðinu í gærvar birt heil- síðuauglýsing frá rekstraraðilum á Laugavegi, Skóla- vörðustíg og Bankastræti um lokanir á þessum sögufrægu og vinsælu gömlu götum. Birtar eru undirskriftir hluta þeirra sem samþykkir voru inntaki og boðskap þess- arar auglýsingar, því hefðu allar undirskriftirnar verið birtar hefði naumast verið pláss fyrir nokkuð annað á síð- unni. En þar kemur einnig fram að áður höfðu þessi sjónarmið verið rækilega kynnt fyrir borgaryfirvöldum og þau ekk- ert gert með sjónarmið rekstraraðilanna. Það er raunar mjög ein- kennandi fyrir störf og viðmót núverandi yfirvalda borg- arinnar, að þau telja sig lítt varða um sjónarmið borgar- búa í smáu eða stóru og einnig í þeim tilvikum þar sem aug- ljóst má vera að sá hópur sem í hlut á þekkir jafn vel eða miklu betur til mála en borgaryfirvöldin sem fara sínu fram, hvað sem sjónar- miðum annarra líður. Í þessu tilviki kemur fram að nærri þrír af hverjum fjór- um rekstraraðilum við þessar götur sem umdeildar lokanir taka til voru andvígir þeim. En þeir létu sér ekki nægja að lýsa andstöðu sinni við þessar skaðlegu ráðstafanir heldur sýndu ábyrgð og samstarfs- vilja með því að reifa kosti sem rétt væri að athuga til að koma til móts við sjónarmið aðila og vilja meirihluta borgarstjórnar, þótt sá sé ein- kennilega lélegur hlustandi á sjónarmið annarra. Í ávarpi rekstraraðila segir meðal annars: „Borgar- yfirvöld ætla ekki að standa við gefin loforð um að opna Laugaveg og Skólavörðustíg fyrir bílaumferð 1. október, heldur ætla að hafa lokað allt árið, þrátt fyrir afgerandi andstöðu rekstraraðila. Mikill flótti fyrirtækja hefur verið úr miðbænum og hafa flestir for- svarsmenn þeirra talað um lé- legt aðgengi að fyrirtækjum þeirra sem ástæðuna. Lokun gatna hjálpar þar ekki til!“ Og rekstraraðilarnir bæta við: „Það er með ólíkindum að borgaryfirvöld hafi undan- farin ár verið í stríði við versl- un í miðbænum um lokanir og gengið þvert gegn vilja þeirra í þeim efnum. Það á að vera stolt hverrar höfuðborgar að vera með fjölbreytta þjónustu sem höfðar til allra lands- manna.“ Það er augljóst að rekstraaðilum á þessum mikilvægu en jafnframt við- kvæmu svæðum er mikið niðri fyrir, en þeir hafa fram að þessu reynt að koma sjónarmiðum sínum hljóðlega á framfæri við borgaryfirvöld án árangurs. Og enginn þarf að undrast þótt þeim þyki mælirinn vera löngu fullur. Þeir eru ekki að berjast gegn hugmyndum eða „út- ópíum“ sem bregðast mætti við með ásökunum um að þeir séu „á móti framförum og nú- tímavæðingu“ eins og oft er lenska að gera. Öðru nær. Þeir vísa til reynslunnar sem þegar er orðin vegna þessa of- fors borgaryfirvalda, eins og þetta dæmi úr ávarpi þeirra er til vitnis um: „Á þeim kafla Laugavegar sem lokað var í sumar eru 36% verslunarrýma auð!“ Og eins og rekstraraðilarnir benda á eru þeir ekki einir um þau sjónarmið sem þeir kynna. Könnunin, sem þeir vísa til í auglýsingu sinni, sýn- ir einnig að meirihluti borgar- búa er andvígur lokunarstefn- unni. Þessir viðskiptamenn í hjarta borgarinnar ljúka ávarpi sínu með þessum orð- um: „Rekstraraðilar við Laugaveg og Skólavörðustíg vilja fá að keppa við önnur verslunarsvæði á höfuðborgarsvæðinu af sann- girni og án afskipta borgar- yfirvalda af sínu rekstrar- umhverfi. Verslun í miðbænum hefur þurft að sætta sig við hærri stöðu- mælagjöld auk skerts aðgeng- is að miðbænum. Veðrið spilar stóran þátt í því hvort fólk kemur í miðbæinn eða ekki, göngugötur skipta þar ekki máli. Fyrst að það er stefna borgaryfirvalda að fjölga göngugötum í Reykjavík því byrja þau ekki á þeim svæðum þar sem meirihluti rekstrar- aðila er fylgjandi lokunum eins og í Kvosinni og úti á Granda? Ekkert raunverulegt sam- ráð hefur átt sér stað um lok- anir gatna í miðbænum. Það er ekki samráð þegar borgar- yfirvöld kalla okkur rekstrar- aðila á fund til að tilkynna okkur hvað þau hyggjast fyrir og láta síðan allar mótbárur sem vind um eyru þjóta. Nei, það er ekki samráð heldur valdníðsla og yfir- gangur!“ Það er sama hvert litið er, þá er samráðsleysi ráðstjórnar borg- arinnar hrópandi} Allt með ólíkindum É g veit ekki hversu oft ég hlustaði á hin ýmsu ævintýri sem amma átti á plötum og hljóðsnældum þegar ég var yngri. Endurtekn- ingarnar voru kannski skorti á úrvali að kenna en ekki leiddist mér. Ég átti mér ýmis uppáhaldsævintýri þegar ég var yngri eins og Jói og baunagrasið, Tumi þum- all, Hans og Gréta, kýrin Huppa og fleira í þeim dúr. Það eru hins vegar tvö ævintýri sem lifa góðu lífi enn þann dag í dag og eiga sér sinn stað í mínu hjarta. Boðskapur þeirra virð- ist nefnilega aldrei úreldast. Fyrra ævintýrið er Úlfur, úlfur. Boðskap- urinn virkar alls staðar og ekki síst í þingstörf- unum því þar skiptir trúverðugleiki mjög miklu máli. Ef við glötum traustinu þá hlustar enginn og úlfurinn étur þig. Nú vill svo til, hins vegar, að sumir eru ansi góðir í að plata og kalla ekki alltaf úlfur, úlfur. Næst kalla þeir kannski þjófur, þjófur eða eitthvað annað og ná þannig að fela gabbið sitt aftur og aftur án þess að missa getuna til þess að kalla eftir við- brögðum. Seinna ævintýrið er Nýju fötin keisarans. Nýlega hefur mikið borið á þeirri gagnrýni að það megi nú ekki nota börn í pólitískri baráttu og vísað í loftslagsverkföll Gretu Thunberg. Það var nefnilega þannig í sögunni um nýju föt- in að allir vissu að einungis þeir sem voru gáfaðir og góðir gætu séð fötin. Enginn þorði því að segja neitt, nema barnið. Allir aðrir duttu í klassíska meðvirkni og létu und- an hópþrýstingi. Enginn þorði að upplýsa um meinta fávisku eða illmennsku sína. Þó svo það sé rétt að það eigi ekki að nota börn í pólitískri baráttu þá er það ekki sjálfkrafa rétt í öllum tilfellum þar sem barn er að berjast fyrir réttindum sínum. Við erum nefnilega með mjög fallegan samning Sameinuðu þjóðanna um rétt- indi barnsins en í annarri grein barnasáttmálans er tryggt að barni sé ekki mismunað eða refsað vegna sjónarmiða sem það lætur í ljós eða vegna skoðana sinna. Það þýðir að það á að hlusta á gagnrýni barna og mæta þeim á málefnalegum nótum, ekki hunsa orð þeirra af því að þau eru börn sem mega ekki taka þátt í pólitískri umræðu eða, enn verra, skamma þau fyrir að taka þátt. Ef ég yfirfæri þennan áróður á söguna um nýju fötin keisarans þá væri þetta eins og að full- orðna fólkið myndi strax skamma foreldra barns- ins fyrir að það uppljóstraði um þröngsýni þeirra og trú- girni. Það er ekki ævintýrið sem ég ólst upp við, það er eitthvað nýtt og miklu verra. Það yrði líklega flokkað sem hryllingssaga en ekki ævintýri. Hvað gerist ef enginn segir neitt? Engin Rosa Parks? Enginn Wang Weilin, Ghandi, Mandela, Malala eða helvít- is fokking fokk? Ekkert „vér mótmælum allir“? Nei Jón, sestu niður. Fundurinn er búinn. Hættum að skamma börn fyrir að vera börn. Skömmum fullorðna fyrir að haga sér eins og … bjornlevi@althingi.is Björn Leví Gunnarsson Pistill Uppáhaldsævintýrin mín Höfundur er þingmaður Pírata STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen FRÉTTASKÝRING Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Launafólk í stéttarfélögumopinberra starfsmannahefur mátt sýna mikla bið-lund og þolinmæði vegna hægagangsins sem verið hefur á kjaraviðræðum á opinbera mark- aðinum á umliðnum vikum og mán- uðum. Liðið er rúmlega hálft ár frá því að flestir samningar á opinbera markaðinum runnu út en alls losnuðu 153 kjarasamningar um mán- aðamótin mars og apríl sl. Ýmsir héldu því þá fram að lífskjarasamn- ingarnir á almenna vinnumark- aðinum myndu marka stefnuna og greiða fyrir gerð samninga hjá öðrum stéttarfélögum en ljóst er orðið, nú þegar hálft ár er líka liðið frá und- irritun þeirra, að sú hefur ekki orðið raunin. Á yfirstandandi ári losna alls 174 kjarasamningar á vinnumarkaðinum og deilumálum sem vísað er til sátta- miðlunar fjölgar á borði ríkis- sáttasemjara. Á síðustu dögum hafa embætti ríkissáttasemjara borist 19 vísanir nýrra sáttamála aðildarfélaga BSRB gagnvart þremur viðsemj- endum; ríkinu, samninganefnd Sam- bands íslenskra sveitarfélaga (SNS) og Reykjavíkurborg. Eru nú komin inn á borð ríkissáttasemjara samtals 27 óleyst sáttamál. Fyrir voru átta óleystar kjaradeilur til sátta- meðferðar hjá embættinu, þ.á m. deilur flugfreyja og Icelandair sem vísað var til sáttasemjara í apríl- byrjun, flugumferðarstjóra og Isavia sem vísað var 13. apríl og atvinnu- flugmanna og Air Iceland Connect sem vísað var í maí. Og alvarleg staða er komin upp í deilu Blaðamanna- félags Íslands og Samtaka atvinnu- lífsins eftir að BÍ sleit viðræðunum í seinustu viku. Óbreytt staða, engin hreyfing Ákveðið hefur verið að boða samn- inganefndir BSRB og ríkisins, Reykjavíkurborgar og SNS til þriggja sáttafunda næsta mánudag. Viðræðurnar eru tvískiptar og nokk- uð flóknar. BSRB-félögin fólu banda- laginu umboð til að semja um sameig- inleg mál, sem eru einkum stytting vinnuvikunnar og jöfnun launa á milli markaða en félögin fara svo hvert fyrir sig með önnur mál og þarf því væntanlega að halda sáttafundi með sameiginlegri samninganefnd BSRB og einstökum félögum á næstunni gagnvart þremur samninganefndum ríkis, borgar og sveitarfélaganna. Kjarasamningar félaga háskóla- manna í BHM hafa einnig verið lausir frá því í vor og samningar ekki í sjón- máli. ,,Óbreytt staða og engin hreyf- ing“ var lýsandi svar forystumanns innan BHM á gangi kjaraviðræðna háskólamanna í samtali í gær. Ekki hefur þó verið ákveðið hvort deil- unum verður vísað til sáttasemjara. Þá mun svipuð staða vera uppi meðal hjúkrunarfræðinga og við- semjenda þeirra. Hjúkrunarfræð- ingar hafa verið samningslausir frá 31. mars sl. þegar gerðardómur um launakjör þeirra rann út og óvíst er hvaða stefnu mál þeirra taka. Stór hópur félagsmanna í stéttar- félögum innan vébanda ASÍ starfar hjá ríki og sveitarfélögum og er einn- ig með lausa samninga. Eftir harðar deilur í sumar um lífeyrismál sam- mæltust Starfsgreinasamband Ís- lands, Efling-stéttarfélag og SNS um að endurskoða viðræðuáætlunina og stefna að gerð nýs kjarasamnings fyrir 20. október nk. Jafnframt drógu SGS og Efling til baka vísun kjara- deilunnar til ríkissáttasemjara. Efl- ing vísaði hins vegar deilu félagsins við Reykjavíkurborg til ríkis- sáttasemjara. 27 sáttamál á borði ríkissáttasemjara Morgunblaðið/Golli Kjaramál Í húsakynnum ríkissáttasemjara í Borgartúni sitja menn sveittir yfir kjarasamningum stéttarfélaga við sveitarfélög landsins. Stytting vinnuvikunnar er flöskuhálsinn í viðræðunum við BSRB núna, segir Inga Rún Ólafsdóttir, sviðsstjóri kjara- sviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga sem er í forsvari fyrir samninganefnd þeirra (SNS). Nú þurfi menn að ein- beita sér að því að reyna að losa um hann. SNS er alls með 63 viðsemjendur. BSRB hefur barist fyrir styttingu vinnuvik- unnar í 35 stundir án launa- skerðingar. Ekki er ágreiningur um markmiðið að stytta vinnu- tímann en finna þarf leiðina til þess að sögn Ingu Rúnar. Þegar líður á haustið og vet- urinn mun vaxandi þungi fær- ast í kjaraviðræður en kenn- arafélög sem semja við sveitarfélögin náðu á dögunum samkomulagi við SNS um að fresta formlegum viðræðum fram í október með það að markmiði að ná samningum fyrir 30. nóvember. Vinnutíminn flöskuhálsinn ÞUNGI Í VIÐRÆÐURNAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.