Morgunblaðið - 04.10.2019, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 04.10.2019, Qupperneq 15
15 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. OKTÓBER 2019 Vatnsveður Það rignir jafnt á menn sem dýr, en dýrin taka veðrinu yfirleitt með jafnaðargeði. Eggert Það er ekki skemmtilegt verkefni að deila við pró- fessora því þeir eiga að vera hafnir yfir pólitísk átök og þeirra er fræði- mennskan. En Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði við Háskóla Ís- lands, fer oft frjálslega með staðreyndir á Stað- reyndavakt Háskólans. Stundum bregður hann sér úr kápu fræðimannsins og fer í kápu hins harðvítuga talsmanns pólitískra skoðana og í garð landbúnað- arins er hann opinber andstæðingur og ósanngjarnari en nokkur annar. Nú telur Þórólfur að vegna kolefnis- sporsins beri að leggja af sauðfjárrækt á Íslandi og flytja inn lambakjöt frá Nýja-Sjálandi. Það er þó skoðun margra að til að bjarga jörðinni og mannkyninu skuli matvæli ekki flutt heimsálfa á milli. Skyldu landsmenn muna framgöngu prófessorsins í Icesave? Þar var hann harðasti „stjórnmálamaðurinn“ um að Ísland skyldi borga skuldir „óreiðu- manna“. Og sagði þetta íklæddur kápu hagfræðiprófessorsins. „Þá hrynur krónan og fer niður fyrir allt sem nokk- urn tímann hefur þekkst og lífskjör hrynja gjörsamlega, atvinnuleysi eykst, við erum að horfa upp á alveg hrikalega sviðsmynd ef þetta gerist.“ En þjóðin hélt sínu striki og EFTA- dómstóllinn sýknaði Íslendinga af kröf- um Bretanna og röng var niðurstaða prófessorsins þá. Enginn notaði þar stærri orð en hann til að reyna að blekkja þjóðina til að samþykkja þjóðar- atkvæðagreiðslu um að greiða skuldir útrásarinnar. Þarna var Þórólfur að þjóna pólitískt ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms J Sigfús- sonar sem og kollegi hans Gylfi Magnússon hagfræðingur, sem var þó í ráðherrakápu og baðst afsökunar á um- mælum sínum um að „Ísland yrði Kúba norðursins,“ yrði Icesave ekki greitt. Svona hagfræðingar, þótt prófessorar séu, glata fag- legu trausti. Gylfi sá þó villu sína en ekki Þórólfur. Þórólfur skrifaði í Fréttablaðið 26. september sl. til að kynna enn eina út- reikninga sína um sauð- fjárrækt og byrjaði í upp- hafi máls að fara með rangt mál. Hann byrjaði greinina svona: „Sumarið 2019 brá svo við að stórar verslanakeðjur gátu ekki boðið viðskiptavinum sínum lambakjöt á grillið svo vikum skipti.“ Þessi fullyrð- ing er röng því nægt lambakjöt var til í öllum gerðum á grillið, nema að það var deilt um hvort skortstaða væri á lamba- hryggjum. Upphlaupið um lambahryggina varð í lok júlí og þar fóru aðrir tveir mikinn, þeir Ólafur Stephensen og Andrés Magnússon, en þeir voru hvorki að þjóna óskum neytenda eða almennt kaupmanna og kórónuðu svo delluna með innflutningi á tveggja eða þriggja ára gömlum hryggjum fluttum átján þúsund kílómetra leið. En svona gamalt kjöt selja þeir í Nýja-Sjálandi víst í aðrar þarfir en ofan í fólk og á grillið. Og nú liggja hrygg- irnir og eldast vel í frysti í stórverslun hér í Reykjavík. Er ekki mál að hafna falsspámönnum, sem setja „alþjóðasamfélagið“ í algeran forgang á kostnað heilnæmrar íslenskr- ar framleiðslu og almannahagsmuna. Eftir Guðna Ágústsson »Nú telur Þórólfur að vegna kolefnissporsins beri að leggja af sauð- fjárrækt á Íslandi og flytja inn lambakjöt frá Nýja-Sjálandi. Guðni Ágústsson Höfundur er fv. alþingismaður og ráðherra. Vörumst falsspámenn Vegna óska þing- manna um skýrslu fól Guðlaugur Þór Þórðar- son utanríkisráðherra okkur þremur lögfræð- ingum, Kristrúnu Heimisdóttur, Berg- þóru Halldórsdóttur og mér, að semja skýrslu um EES-aðildina. Um- boðið fengum við 30. ágúst 2018 og var 301 bls. prentuð skýrsla kynnt opin- berlega þriðjudaginn 1. október þeg- ar við skiluðum formlega af okkur til utanríkisráðherra. Skýrsluna má nálgast á netinu bæði á vef alþingis og stjórnarráðsins. Um EES-samninginn hefur mikið verið rætt undanfarin misseri, ekki síst vegna deilna um þriðja orku- pakkann. Starfshópurinn tók ekki afstöðu til þess máls. Í skýrslunni er rakin saga þess og Icesave-málsins, rætt um viðskiptabannið á Rússa, fiskimjölsmálið og kjötmálið svo að nokkur dæmi séu nefnd. Að gera skipulega grein fyrir mál- um sem reynst hafa flókin og erfið úrlausnar en tengjast EES-aðildinni á einn eða annan hátt ætti að auð- velda stjórnmálamönnum og öllum almenningi að vega og meta réttindi, skyldur og ávinning íslensku þjóðar- innar af EES-aðildinni. Í fylgiskjali með skýrslunni birt- ast nöfn 147 einstaklinga sem starfs- hópurinn hitti að máli hér á landi, í Brussel, Vaduz og Ósló. Viðmælend- urnir voru raunar fleiri sé litið til fjölmennari funda. Í stuttu máli má segja að allir við- mælendur starfshópsins, aðrir en fulltrúar samtakanna Frjálst land hér á landi og Nei til EU í Noregi, töldu EES-samninginn lifa góðu lífi. Hann væri til verulegs gagns og ávinnings fyrir þá sem innan ramma hans starfa. Við aðildina að EES tók íslenskt þjóðfélag stakkaskiptum. Að fara í samanburð á því sem var og er nú kallar á mun víðtækari úttekt á þróun íslensks sam- félags en starfshópur- inn hafði tök eða tíma til að gera. Raunar má draga í efa að það þjóni nokkrum tilgangi að hverfa til veraldar sem var þegar breytingar eru jafnróttækar og í skýrslunni er lýst. Markmið hópsins var ekki að setj- ast í dómarasæti um kosti og galla EES-samstarfsins heldur að draga fram staðreyndir svo að lesendur skýrslu hans gerðu sjálfir upp hug sinn. EES-aðildin stærsta skrefið Íslendingar tóku afstöðu til al- þjóðasamvinnu í efnahagsmálum og alþjóðaviðskiptum strax fáeinum vikum eftir lýðveldisstofnunina 17. júní 1944. Í því fólst sigur og viður- kenning fyrir nýstofnaða lýðveldið að verða eitt 44 ríkja á fundunum í Bretton Woods í New Hampshire í Bandaríkjunum dagana 1. til 22. júlí 1944 þar sem grunnur var lagður að Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og Al- þjóðabankanum. Þangað fór þriggja manna sendi- nefnd: Magnús Sigurðsson banka- stjóri, Ásgeir Ásgeirsson, síðar for- seti Íslands, og Svanbjörn Frímannsson, síðar bankastjóri, auk Mörtu Thors ritara. Í desember 1945 samþykkti alþingi lög um aðild að sjóðnum og bankanum. Ísland varð því stofnaðili þessara nýju alþjóðasamtaka sem ætlað var að móta nýjar reglur peningamála og heimsviðskipta og vinna gegn fjármálakreppum, gjaldmiðlastríði og viðskiptahömlum er leitt höfðu til heimsstyrjaldar. Strax í upphafi sjálfstæðis var á þennan hátt lagður grunnur að þátt- töku Íslands í alþjóðastarfi sem hvatti til losunar hafta og nútíma- væðingar atvinnulífs og styrkti tengsl landsins við vina- og ná- grannaþjóðir. Til að ná þessum markmiðum hefur stefna Íslands í utanríkisviðskiptum síðan orðið að haldast í hendur við alþjóðlega þró- un viðskipta- og fríverslunarsamn- inga. Aðildin að Marshall-aðstoðinni kallaði á þátttöku Íslendinga í enn frekara efnahagssamstarfi vest- rænna þjóða. Íslendingar héldu þó ekki í við þróunina vegna þess hve illa gekk að losa hér um höft. Þátta- skil urðu með viðreisnarstjórninni á sjöunda áratugnum. Í lok hans var gengið til samninga um aðild að EFTA, Fríverslunarsamtökum Evr- ópu, árið 1970, þegar samtökin höfðu starfað í áratug. Eftir að stofnað hafði verið til sameiginlegs markaðar innan Evr- ópusambandsins á níunda áratugn- um var EFTA-ríkjunum, sem öll voru hlutlaus fyrir utan Noreg og Ís- land, boðin aðild að sameiginlega markaðnum á grundvelli sérstaks samnings um evrópskt efnahags- svæði (EES). Samningur um EES-samstarfið var undirritaður 2. maí 1992 í Porto í Portúgal en strax í janúar 1993 hófu fulltrúar hlutlausu ríkjanna, Austur- ríkis, Finnlands og Svíþjóðar auk NATO-ríkisins Noregs, aðildar- viðræður við ESB. Hlutlausu ríkin þurftu ekki lengur að taka tillit til Sovétríkjanna, sem voru hrunin, og samþykktu hlutlausu ríkin aðild að ESB en Norðmenn felldu hana í at- kvæðagreiðslu. Þrjú EFTA-ríki, Ísland, Liechten- stein og Noregur, mynduðu evr- ópska efnahagssvæðið með ESB 1. janúar 1994. Þegar litið er til baka var ein- staklega heppilegt að það tókst að gera EES-samninginn á þessum tíma og hrinda honum síðan í fram- kvæmd á þann veg sem gert hefur verið. Hann er stærsta skref Íslend- inga til samvinnu við aðrar þjóðir. Lögfræðin leið að markmiði Grunnþáttur EES-samstarfsins er lögfræðilegur en lögfræðin er að- eins tæki til að ná fram umsömdum pólitískum markmiðum um fjór- þætta frelsið og annað samstarf. Lögfræðileg mælistika er þó of lítil til að leggja mat á samstarfið, sem nær til allra þátta þjóðlífsins. Til hef- ur orðið nýtt réttarsvið eða réttar- kerfi. Að lýsa því sem andstöðu við fullveldi þátttökuríkjanna stenst ekki. Hvert skref hefur verið stigið af fullvalda ríkjum. Um 40.000 Íslendingar hafa notið fjárhagslegs stuðnings og fyrir- greiðslu til náms undir merkjum EES-samstarfsverkefnisins Eras- mus+. Á undanförnum þremur ár- um hafa verið gefin út um 150.000 evrópsk sjúkratryggingarkort af Sjúkratryggingum Íslands. Ber að túlka fullveldisrétt Íslands á þann veg að svipta skuli íslenska ríkis- borgara þessum réttindum vegna ágreinings um valdmörk innan tveggja stoða kerfi EES-samstarfs- ins? Í tveggja stoða kerfinu hefur undanfarin ár myndast grátt svæði milli EFTA-stoðarinnar annars veg- ar og ESB-stoðarinnar hins vegar. Ástæðan fyrir því er fjölgun fag- stofnana ESB, það er stofnana sem hvorki eru nefndar í EES-samn- ingnum né Lissabon-sáttmála ESB en veitt hefur verið þröngt sérgreint vald á einstökum fagsviðum. Þetta eru stofnanir um sérfræðiþekkingu. Í EES-skýrslu starfshópsins er kannað hvers eðlis þessar stofnanir eru og birtar eru frásagnir íslenskra sérfræðinga sem hafa bein kynni af stjórnarháttum innan þeirra. Niður- staða starfshópsins er að EES/ EFTA-ríkin hafi öðlast áhrif á ákvörðunarstigi í EES-samstarfinu með þátttöku í þessum stofnunum. Áhrif sem þau höfðu ekki gagnvart framkvæmdastjórn ESB áður en hún framseldi vald sitt til þeirra. Í stað þess að fyllast ótta og fara í varnarstöðu vegna þessarar þróunar eiga EES/EFTA-ríkin að nota hana skipulega til að gæta betur eigin hagsmuna, til dæmis með því að efla sérhæfingu innan Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA). Í þessu ljósi ber einnig að skoða tillögur starfshópsins um úrbætur á innlendum stjórnarháttum vegna EES-mála með sérstakri EES- stjórnstöð, vel markaðri ráðherra- ábyrgð og skilum milli innlends þátt- ar EES-samstarfsins og þess sem snýr út á við. Viðurkenna ber í verki að samstarfið snýst mest um innan- ríkismál. Eftir Björn Bjarnason »Markmið hópsins var ekki að setjast í dómarasæti um kosti og galla EES-samstarfsins heldur að draga fram staðreyndir. Björn Bjarnason Höfundur er fv. ráðherra. EES-framkvæmdin er innanríkismál

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.